Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 44
Whp1 hewlett
mllKÆ PACKARD
-----------UMBOÐIÐ
HP Á ÍSLANDI H F
Höfðabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVlK
SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Iðnaðarráðheira svartsýnn á stóríðju
Slípiefnaviimsla
frestast vegna
mikils framboðs
SIGHVATUR Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra er ekki bjart-
sýnn á að ný stóriðja verði reist hér á landi á næstu árum vegna hins
bága efnahagsástands á Vesturlöndum, sem hann segir að ekki sé út-
iit fyrir að batni. Hann segir að raforkusala um sæstreng geti í fyrsta
lagi komið til framkvæmda á fyrsta eða öðrum áratug næstu aldar.
Hugmyndir um slípiefnavinnslu bandaríska fyrirtækisins Washington
Mills á Grundartanga hafa verið blásnar af, í bili að minnsta kosti,
vegna offramboðs á slípiefnum. Bandaríkjaher hefur ákveðið að selja
stóran hluta birgða sinna af slíkum efnum.
Ekkert gerist á næstunni
„Hér eru tilbúnir stóriðjukostir,
sem hægt er að ráðast í með tiltölu-
lega litlum fyrirvara. Þeir, sem hafa
verið að undirbúa þá, telja að ísland
sé einn af beztu kostunum varðandi
byggingu slíkra verksmiðja, en menn
eru bara ekki á þeim buxunum núna.
Það verða því að verða einhverjar
breytingar á umhverfínu til þess að
af því verði, og ég sé þær ekki á
næstunni," sagði Sighvatur.
Talsmaður Kaiser Aluminium
sagði við Morgunblaðið í gær að
^Jihugi fyrirtækisins á Islandi væri
óbreyttur, en hann væri „á könnun-
arstigi“ og ekki væri hægt að spá
um hvað gerðist á næstu árum.
Til stóð að taka ákvörðun í apríl
um það hvort yrði af byggingu Wash-
ington Mills á slípiefnaverksmiðju.
Engin ákvörðun hefur hins vegar
verið tekin enn. Garðar Ingvarsson,
forstöðumaður markaðsskrifstofu
iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj-
unar, sagði að málið væri í biðstöðu
um óákveðinn tíma. „Bandaríski her-
inn er farinn að selja umframbirgðir
sínar af slípiefnum og á meðan það
gengur yfir hreyfist ekkert," sagði
Garðar. „Markaðurinn er því í upp-
námi. Einn fímmti af birgðunum er
seldur núna í júní til ágúst, og næsti
fímmtungur verður seldur næsta ár-
ið. Markaðurinn er að melta þetta
og enginn þorir að hreyfa sig. Sumar
slípiefnaverksmiðjur gætu þurft að
loka. Þetta er afleiðing af kalda stríð-
inu, eins og verðhrunið á áli.“
I
\
k.
Morgunblaðið/Þorkell
Veðurspáin hagstæð fyrir tjaldbúa í Laugardal
ÞESSI Qölskylda frá Frakklandi var að tjalda í Laug- með björtu og hlýju veðri sunnan- og vestanlands. í
ardalnum í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins dag er gert ráð fyrir súld við suðurströndina og þoku-
bar að garði. Næstu daga ætti að viðra vel fyrir ferða- súld við strendur austan- og norðanlands en þurru
langa í Laugardalnum því Veðurstofan býst við að á veðri inn til landsins. Áfram er gert ráð fyrir að kalt
morgun og fram yfir helgi verði vindur norðaustlægur verði á Norður- og Austurlandi.
Fannst á
báti við
Akranes
^ÞROSKAHEFTUR piltur, sem
saknað hefur verið í þrjá daga,
fannst um sexleytið í gær á báti
um tvær og hálfa sjómílu suð-
austur af Akranesi.
Lögregluyfírvöld á Akranesi og
í Reykjavík telja piltinn hafa verið
á sjó í allan gærdag og hafa rekið
frá Reykjavík. Lögreglan hefur ekki
getað skýrt hvarf piltsins eða gert
sér grein fyrir ferðum hans að svo
stöddu en hann er bæði mállaus og
heymardaufur. Lögreglan í Reykja-
vík segir að svipast hafí verið eftir
piítinum allt frá þeim tíma er hann
hvarf en hafði metið aðstæður svo
að ekki þótti ástæða til að hefja
víðtæka leit.
Formannafundur Alþýðusambandsins gagnrýnir vaxtahækkunina harðlega
Líkur mínnka á að samn-
ingar verði framlengdir
Seðlabankastjóri segir að raunvextir virðist hafa lækkað á óverðtryggðum kröfum
Á FORMANNAFUNDI landssambanda innan Alþýðusambands ís-
lands í gær var vaxtahækkun banka og sparisjóða harðlega gagn-
rýnd. í yfirlýsingu sem fundurinn samþykkti voru bankarnir sakað-
ir um að hugsa ekki um þjóðarhag og að vera á góðri leið með að
skapa skrúfu vaxta og verðlagsbreytinga sem gæti á skömmum tíma
leitt til óðaverðbólgu. Þá sé Ijóst að með framgöngu sinni séu bank-
amir að vinna gegn markmiðum kjarasamninganna og draga úr lík-
unum á þvi að forsendur verði til að framlengja þá nú í haust.
Viðskiptaráðherra óskaði í gær
eftir greinargerð frá Seðlabankan-
um um vaxtahækkanimar, og að
sögn Jóns Sigurðssonar seðla-
bankastjóra verður hún væntanlega
afhent í dag. Jón sagði við Morgun-
blaðið, að fljótt á litið sýndist sér
að með þeim vaxtabreytingum sem
orðið hefðu til jafnaðar væri um
að ræða lækkun raunvaxta á þess-
um óverðtryggðu kröfum frá því
sem verið hefur. „Það mál þarf hins
vegar að skoða enn betur, en það
orkar stundum tvímælis hvaða
verðbreytingarmat á að leggja til
grandvallar þegar raunvextir era
reiknaðir," sagði Jón.
Vekur athygli að verðtryggðir
vextir lækka ekki
„Það vekur auðvitað líka athygli
að verðtryggðir vextir lækka ekki
þótt lækkun hafí orðið á þeim á
verðbréfamarkaði, og það er líka
athyglisvert að við útboð ríkisvíxla
í dag [miðvikudag], þá lækkuðu
þeir vextir örlítið frá síðasta út-
boði. Þannig að þetta mál þarf allt
að meta vandlega, en auðvitað er
það ljóst að verðbreytingar í kjölfar
gengislækkunarinnar hafa verið
nokkra örari en spáð var í júlí,“
sagði Jón Sigurðsson. Hann sagði
það reyndar líka koma til álita að
fleira en gengi krónunnar breyttist
um mitt árið, en þá breyttust líka
niðurgreiðslur til lækkunar og virð-
isaukaskatturinn kom á íslenskt
prentað mál og íjölmiðla.
Sjá fréttir á miðopnu.
Rannsóknir íslenskra lækna á dánartíðni sjómanna
Morgunblaðið/PPJ
Flugbátur lendir á Skeijafirði
STÓR ijögurra hreyfla flugbátur á leið til Bandaríkjanna frá írlandi
lenti á Skeijafirði i gærkvöldi. Samskonar flugbátar vora hér á landi
í síðari heimsstyijöldinni og höfðu bækistöðvar í Skerjafirðinum.
Sjómönnum hættara en öðr-
um við banaslysum í landi
ÍSLENSKAR rannsóknir sýna, að
öðrum íslenskum karlmönnum við a
hlutfall þeirri í umferðarslysum er
eitrana er það 60% hærra og vegn;
í nýjasta hefti breska læknablaðs-
ins, British Medical Journal, er grein
um dánartíðni íslenskra sjómanna
skrifuð af þeim Vilhjálmi Rafnssyni
og Hólmfríði Gunnarsdóttur á at-
vinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits
ríkisins. Rannsókn þeirra náði yfír
tímabilið 1966 til 1989.
Að sögn Vilhjálms Rafnssonar
kom í ljós kom að á fyrrgreindu tíma-
sjómönnum er tvöfalt hættara en
ð lenda í banaslysum í landi. Dánar-
75% hærra en annarra karla, vegna
i annarra slysa er það 71% hærra.
bili var dánarhlutfall sjómanna 92%
hærra en annarra karlmanna. Alls
hafði 771 sjómaður dáið í slysum á
móti 400 í samanburðarhópnum.
Dánartölur vegna sjálfsmorða og
manndrápa voru einnig háar. Vil-
hjálmur segir að í ljós hafí komið
að dánarhlutfallið vegna banaslysa
hafi verið því hærra því lengur sem
mennirnir höfðu verið til sjós.
Fleiri slys I landi
„Dánarslys eru tíð meðal sjó-
manna og þeim hættir við slysum
bæði á sjó og í landi,“ segir Vilhjálm-
ur. „Þeir virðast því vera sérstakur
hópur sem enn er í slysahættu eftir
að hinu hættulega starfsumhverfi
sleppir. Þetta gæti stafað af því að
til sjómannsstarfsins veljist menn
sem eru sérstaklega slysnir eða að
þeir mótist þannig af störfum sínum
að þeir taki upp hegðun eða líferni
sem er þeim hættulegt."