Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Fiskvemd eða rán- yrkja við Svalbarða Norsk stjómvöld hafa tekið þá ákvörðun -að sýna hörku gagnvart tveimur togurum, sem eru í eigu Færeyinga en skráðir í Dóminíkanska lýðveldinu í Karíba- hafi, og hafa verið á þorskveiðum við Svalbarða undanfarið. Togar- arnir hafa landað afla sínum hér á íslandi, á Þórshöfn, og físk- vinnslufyrirtæki þar keypt af þeim fískinn. Aðfaranótt þriðjudagsins skaut norskt strandgæzluskip við- vörunarskoti að öðrum togaran- um, Zaandam, sem brást við með því að hífa inn vörpuna og hafa sig á brott. Þessar aðgerðir Norðmanna bera vott um breytingar á stefnu þeirra varðandi hafsvæðið í kring- um Svalbarða. Norðmenn lýstu yfir fískvemdarsvæði 200 mílur út frá ströndum eyjaklasans árið 1977 og byggðu þá yfirlýsingu sína meðal annars á hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt strandríkja til að stýra nýtingu fískveiðiauðlinda. Norðmenn stunda hafrannsóknir á svæðinu og úthluta kvóta til þeirra þjóða, sem gera tilkall til veiða við Svalbarða samkvæmt hefð, eink- um Rússa, Færeyinga og nokkurra EB-ríkja. Fram til þessa hafa hins vegar Finnar einir þjóða viður- kennt fískvemdarsvæðið og þjóð- réttarleg staða þess er því önnur en norsku fiskveiðilögsögunnar. Raunar töldu Norðmenn árið 1977 að þeir hefðu þá þegar heim- ild til þess að þjóðarétti að lýsa yfír lögsögu við Svalbarða, en vegna fýrirséðra neikvæðra við- bragða ýmissa ríkja, m.a. Sovét- ríkjanna og Evrópubandalagsríkj- anna, var lögsögu ekki lýst yfír. Meðal annars af þeim sökum hafa Norðmenn aldrei stöðvað veiðar skipa á fískverndarsvæðinu eða fært þau til hafnar, þótt þeir hafi talið veiðamar ólöglegar. Nú krefj- ast margir Norðmenn þess hins vegar að sýnd verði aukin harka gagnvart skipum þjóða, sem ekki hefur verið úthlutað kvóta við Svalbarða. Sumir vilja að fískveiði- lögsögu með fullum réttindum verði lýst yfír. Fram hefur komið að réttar- staða Norðmanna við Svalbarða sé veik, en nú hyggjast þeir greini- lega láta reyna á hana. Eigendur hinna færeysk/dóminíkönsku tog- ara vísa til Svalbarðasamkomu- lagsins, sem undirritað var árið 1920 og kveður á um alþjóðlegan aðgang að auðlindum við Sval- barða. Réttarstaða þeirra er þó hæpin að sama skapi, þar sem samkomulagið kveður einkum á um nýtingu ýmissa dýrategunda og jarðefna, en ekki fiskveiðar sem slíkar og tekur ekki tillit til að- stæðna á hveijum tíma. Viðbrögð norskra stjórnvalda við veiðum togaranna tveggja eru vel skiljanleg. Rannsóknir undan- farinna ára hafa bent til að ástand ýmissa fískstofna í Barentshafi sé allgott. Fleiri og fleiri renna því hýru auga til fískimiðanna við Svalbarða, einkum þegar veiði á öðrum miðum, t.a.m. við Ný- fundnaland, bregzt. Af þessum sökum óttast Norðmenn ipnrás erlendra togara, sem byggja veið- ar sínar á hæpnum tilvísunum í gamla samninga, en taka ekkert tillit til fískveiðistjórnunar Norð- manna á svæðinu. Norsk stjórpvöld hafa beint þeim tilmælum til íslenzkra stjórn- valda að þau taki fyrir landanir færeysk/dóminíkönsku togaranna hér á landi, þar sem þeir hafí veitt afla sinn í heimildarleysi á svæði, þar sem Norðmenn hafi reynt að byggja upp virka fískveiðistjómun. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur gefíð þau svör að íslendingar styðji sjónarmið Norð- manna, en hins vegar skorti laga- heimild til að banna Iandanir. Stjómvöld í Færeyjum hafa fengið beiðni svipaðs efnis frá Norðmönn- um. Þau hafa sagzt ekki geta bannað togurunum tveimur að veiða á Svalbarðamiðum, þar sem þeir séu skráðir í Dóminíkanska lýðveldinu þótt þeir séu í eigu Færeyinga. Hins vegar hefur fær- eyska landstjórnin beint þeim til- mælum til fiskvinnslufyrirtækja að taka ekki við afla frá skipunum. Full ástæða er til að taka undir orð Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra, sem sagði í Morgun- blaðinu á föstudag: „Það er ekki í samræmi við okkar stefnu í físk- veiðimálum að veiði fari fram stjómlaust á svæðum eins og þess- um, að menn geti flaggað út skip- um og stundað veiðar án eftirlits. Það er því í fullu samræmi við almenn viðhorf okkar að fram fari stjóm á veiðum eins og við Sval- barða.“ Þetta hefur verið kjarninn í fisk- veiði- og verndunarstefnu íslend- inga á alþjóðavettvangi um árabil. Með vísan til þjóðréttarlegra raka fengum við lögsögu yfir fískimið- um okkar og höfum tekið upp stefnu, sem miðar að því að vernda auðlindirnar, sem okkur er trúað fyrir. íslendingar beittu sér fyrir samþykkt hafréttarsáttmálans í núverandi mynd. íslenzk stjórn- völd hafa jafnframt beitt sér fyrir því að settar verði reglur um verndun og veiðar á úthafsstofn- um, til þess að úthafsveiðar fari ekki fram stjórnlaust. Það er mikil- vægt hagsmunamál að fslendingar geti haldið á veiðar á fjarlægum miðum, en það er sjálfsagt og eðlilegt að um það gildi almennar, alþjóðlegar reglur og að skynsam- leg nýting sé tryggð. Norðmenn hafa alla jafna verið bandamenn okkar í þessu efni. Þótt ekki geti komið til greina að banna fijáls viðskipti með afla, er hæpið að ýta undir veiðar á Svalbarðamið- um, sem stundaðar eru samkvæmt hæpnum heimildum og eru í beinni andstöðu við stefnu Islendinga - að ýta undir fískvernd og skyn- samlega nýtingu auðlinda hafsins, en ekki rányrkju. Rannsókn á skipsflökum við Flatey Fallbyssunni lyft af botni FALLBYSSA úr skipsflaki, sem liggur á hafsbotni við Flatey, var í gær lyft úr flakinu. Sex manna hópur á vegum Þjóðminjasafnsins hefur í ellefu daga kafað við tvö flök sem Iiggja á sama stað. Byssan, sem tekin var upp, er mjög líklega úr yngra flakinu sem liggur þvert ofan á hinu eldra. Talið er nokkuð öruggt að eldra flakið sé hollenskt kaupfar sem Ballarárannáll greinir frá að hafi sokkið á þessum stað árið 1659. Rannsóknirnar beinast að eldra skipinu og þeim fjölda leir- muna sem fundist hafa í því. Hafist var handa við taka upp munina í gær eftir að fallbyssunni hafði verið komið á land. Lengd hollenska kaupfarsins hef- ur verið mæld og er hún á bilinu 20-25 metrar. Annálar segja að þetta skip hafi haft viðdvöl á Flatey sumar- ið 1659 og þegar það sökk í miklu óveðri hafi verið búið að setja um 60 þúsund saltfiska um borð. Skipið á að hafa haft 14 fallbyssur um borð en annálar segja einnig frá komu tveggja hollenskra skipa árið eftir að umrætt skip sökk. Þessi tvö skip voru við landið í um tvær vikur án þess að hafa samband við nokk- urn. Að sögn Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings, sem unnið hefur við rannsóknirnar í Flatey ásamt fímm samstarfsmönnum, hefur get- um verið leitt að því að þau hafi sótt fallbyssurnar í nýsokkin skipin en sagan segi að i hollenska flotanum hafi mátt finna vel útbúin skip til þess á þeim tíma. Frekari rannsóknir ráðgerðar Eldra flakið liggur mikið til undir sjávarbotninum og hafa leiðangurs- mennirnir unnið við að hreinsa af flakinu á nokkrum stöðum. Síðustu daga rannsóknarinnar, sem senni- lega lýkur næstkomandi sunnudag, ætla leiðangursmenn að einbeita sér að tveggja metra breiðri og um átta metra langri ræmu sem liggur þvert yfir skipið. Hana ætla þeir að rann- saka fermetra fyrir fermetra og skrá jafnframt allt það sem á henni kann að finnast. Á þessari ræmu er eins og áður sagði að finna mikið af leirmunum, auk þess sem fundist hafa leðurbútar og bútur úr krítarpípu. Bjami segir ekki ólíklegt að skip sem þetta hafi um leið og það keypti fisk hér á landi reynt að selja Islendingum ýmsa hluti, svo sem léreft, messuvín og silki. Hann sagði nokkuð víst að leir- munirnir, sem fundist hafa, hafi ekki verið notaðir af skipverjum. Skrokk- ur skipsins er nokkuð heill og er þykkt og mikið timbur i honum; allt neglt saman með trénöglum. Ekkert dekk er lengur á skipinu og því er einungis hægt að rannsaka kjölinn og byrðingana. Þær aðstæður, sem unnið er við, eru allar hinar ákjósanlegustu; eng- inn straumur er við botninn, veður hefur verið með allra besta móti all- an tímann og dýpið sem kafað er á er yfirleitt um 4-5 metrar. Það getur þó farið upp í um 8 metra á flóði og niður í 2-3 metra á fjöru en þessa dagana er mjög stórstreymt. Aðstoðar Hollendinga leitað Bjarni hefur skrifað bréf til stofn- unar í Hollandi, sem sérhæfir sig í svona málum, þar sem hann óskar eftir aðstoð við að greina hvaða skip hér er um að ræða. Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður sagði að næsta skref yrði að rannsaka byssuna og þá muni sem hafa komið fram og taldi hann líklegt að leitað yrði eftir samstarfi við erlenda aðila um frekari rannsóknir og þá líklega hollenska. Öll skipsflök eru friðuð og eru því undir verndarvæng Þjóð- minjasafns íslands. Bjarni F. Einarsson sagðist vita til þess að kafarar víða um land viti um sokkin skip og hann vonast til að þessar rannsóknir verði til þess að þeir geri kunnugt um þau. Hann bendir á að tveir af þeim, sem undan- farið hafa unnið við rannsókn skip- anna, fundu þau í fyrra. Bjarni vildi ennfremur koma á framfæri þökkum til allra þeirra, sem hafa á einn eða annan hátt stutt rannsóknimar. Morgunblaðið/Bjarni Að vökva fortíðina HLUTUR sem líklega er fallbyssa var dregin upp úr skipsflakinu við Flatey í gær þakið kóröllum. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sést hér vökva byssuna með sjó í því skyni að hún tærist síður og að auðveldara verði að ná salti úr henni eftir komuna til Reykjavíkur þar sem hún verður rannsökuð. Jóhann Hjartarson í sextánda sæti á hinu sterka millisvæðamóti í Biel Vinningi á eftir efstu mönnum ___________Skák_____________ Karl Þorsteins Jóhann Hjartarson má vel við una að afloknum fimm umferðum á hinu ægisterka millisvæðamóti í Biel. Hann deilir sextánda sæt- inu ásamt allmörgum öðrum keppendum með þrjá vinninga, en efstir á mótinu eru Anand (Indlandi), Gurevitsj (Belgíu), Van der Sterren (Iiollandi), Barejev og Salov (Rússlandi) með fjóra vinninga. Keppnin stendur um tíu efstu sætin á mótinu sem veita þátttökurétt I áskorenda- keppni FIDE, alþjóðlega skák- sambandsins, og það markmið stefna ugglaust flestir af 73 þátt- takendum í mótinu á. Það sannaðist vel á síðasta milli- svæðamóti í Manila á Filippseyjum fyrir þremur árum hversu mikilvægt er að byija mótið vel. Gott dæmi um það var ungverski stórmeistar- inn Sax sem hafði fullt hús vinninga að afloknum þremur umferðum en lét sér nægja baráttulaus jafntefli það sem eftir var mótsins. Hann reiknaði dæmið rétt og komst áfram þótt margir hafi orðið til þess að gagnrýna þann skort á íþróttaanda sem ungverski stórmeistarinn sýndi með tilþrifalitlum jafnteflum. Jóhann hefur verið á meðal þátt- takenda í tveimur síðustu milli- svæðamótum og vel kunnugur þeim kröfum sem áskorendur þurfa að uppfylla. Sigur gegn hollenska stór- meistaranum Van Wely í fimmtu umferð er gott veganesti í þá hörðu baráttu sem framundan er. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Van Wely náð undraverðum árangri á síðustu árum og í fyrstu umferð milli- svæðamótsins sigraði hann hann rússneska undrabamið Kramnik. Gegn Jóhanni blés hann fljótt til sóknar, fómaði peði en komst lítt áfram. Jóhann tefldi af öryggi, sá við öllum hótunum andstæðingsins og stýrði skákinni í hróksendatafl með peði framyfir. Van Wely átti þar jafnteflismöguleika en fataðist 'flugið og gafst upp eftir 55 leiki. Hvítt: Van Wely Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. g3 - Ba6, 5. Rbd2 - c5, 6. Bg2 — Rc6, 7. 0-0 — cxd4, 8. a3 - Dc8, 9. b4 - Bb7, 10. Bb2 - Be7, 11. Rb3 - d6, 12. b5 - Rb8, 13. Rfxd4 - Bxg2, 14. Kxg2 - e5, 15. Rf3 - Dxc4, 16. Hcl - De6,17. Hc7 - Rbd7, 18. e4 Svarta staðan er þröng og lið- skipan ennþá ólokið. Nú má svart- ur ekki leika 18. — 0-0? því eftir 19. Rg5! Dg4 20. Dxg4 Rxg4 er riddarinn á d7 valdlaus. Með næsta leik sínum hindrar Jóhann riddara- stökk til g5 í eitt skipti fyrir öll. 18. - h6, 19. Rh4 - Rxe4, 20. Df3 - Bxh4, 21. Dxe4 Þrír menn em í uppnámi en Jóhann leysir vel úr flækjunum og það er ljóst að hvítur hefur ekki fullnægjandi bætur fyrir peðin. 21 - 0-0!, 22. Rd4 Eftir 22. Hxd7 - Dxd7 23. Dxh4 — Dxb5 hefur svartur einnig öruggt frumkvæði. 22 - exd4, 23. Dxh4 - Dd5+, 24. f3 - Rc5, 25. Dxd4 - Dxd4, 26. Bxd4 - Re6, 27. Hc4 - d5, 28. Ha4 - Rc5, 29. Bxc5 - bxc5 Óvenjulegt hróksendatafl er nú komið upp þar sem Jóhann hefur tvö samstæð frípeð á miðborðinu og peði framyfir. Tæknilega séð hlýtur staðan að vera unnin en úr- vinnslan krefst mikillar nákvæmni. 30. Ha6 - Hfb8, 31. a4 - Hb6, 32. Ha5 - c4, 33. Hcl - Hb7, 34. Ha6 - Hb6, 35. Ha5 - Hb7, 36. Ha6 - Hd8!, 37. Hc6 - Hb6, 38. Hc5 - a6!, 39. Hdl - axb5, 40. axb5 - Hbd6, 41. Kf2 - Kf8, 42. Hd4 - Ke7, 43. Hd2 - g5 Hvítur hefur náð að skorða mið- borðspeðin af en teflir endataflið með litlum skilningi og auðveldar Jóhanni úrvinnsluna. 44. f4? - g4, 45. h3? - gxh3, 46. g4 - f5!, 47. Kg3 - Hg8, 48. Hdxdö - IIxd5, 49. Hxd5 - fxg4, 50. Hc5 - h5! Peðin gera út um skákina. 51. Hxc4 væri svarað með 51. — h4+ 52. Kxh4 - h2 51. Hcl - hlD 52. Hxhl — Hh8+ og hrókurinn fellur. Hvítur er því varnalaus. 51. Hxh5 - c3, 52. b6 - Kd6, 53. Hh7 - Hc8, 54. Hh6+ - Kc5, 55. Hh7 - Kxb6 Hvítur gafst upp. NAFNVAXTAHÆKKUN BANKA OG SPARISJÓÐA Yextir á eftirmarkaði hríð- lækka en bankavextir hækka VEXTIR af verðtryggðum bankalánum eru tæplega 9,5% að meðal- tali í júlímánuði sem er 0,3% hækkun frá júnímánuði. A sama tíma hafa vextir á eftirmarkaði farið hríðlækkandi bæði af húsbréfum og spariskírteinum og nemur lækkunin um 0,4% af spariskírteinum að meðaltali á þessum tíma. Siðustu daga hefur komið fram veru- leg lækkun ávöxtunarkröfu á húsbréfum og lækkaði ávöxtunar- krafan síðast í gær úr 7,19% í 7,15%. Er búist við áframhaldandi lækkun ávöxtunarkröfu húsbréfa, en í hægari skrefum en verið hefur undanfarna daga. Þá hefur ávöxtun ríkisvíxla farið lækkandi á Verðbréfaþingi á sama tíma og vextir víxillána hafa hækkað. Þetta sést nánar á meðfylgjandi línuritum. deild Seðlabankans. „Á sama tíma er ávöxtunarkrafa spariskírteina á eftirmarkaði að lækka úr 7,14% í júní í 6,77%. Síðan er ávöxtunar- krafa húsbréfa einnig að lækka, fer úr 7,55% í 7,48% í viðskiptum á Verðbréfaþingi. Hins vegar er kaup- krafa hjá viðskiptavaka í dag 7,15%. Vextir langra lána lækka Vextir verðtryggðra lána eru nú í sömu stöðu og um áramót, en ávöxtun í viðskiptum með spariskír- teini á Verðbréfaþingi hefur lækkað verulega og einnig hefur orðið lækk- un á húsbréfum á þessum tíma. Síð- an lækkuðu vextir í síðasta útboði spariskírteina þannig að vextir af langtímaverðbréfum hafa lækkað nokkuð á meðan vextir af bankalán- um taka ekki sömu skref.“ Aðspurður um niðurstöðu útboðs ríkisvíxla í gær sagðist Ólafur telja hana athyglisverða. „Á sama tíma og búist er við tímabundið aukinni verðbólgu verður lækkun á nafn- ávöxtun í útboðum ríkisvíxla. Það bendir til þess að markaðurinn sætti sig við lægri vexti en áður.“ Ávöxtun ríkisvíxla í útboðum og í viðskiptum á Verð- bréfaþingi, og ávöxtun víxillána banka og sparisjóða frá áramótum Mánaðarmeðaltöl í % á ári . . . . . j j 6 janúar febrúar mars april maí júní júlí „Það er athyglisvert að meðal- vextir verðtryggðra bankalána hafa verið að hækka úr 9,2% í 9,5% í júlí,“ sagði Ólafur K. Ólafs í peningamála- Meðalávöxtun í útboði ríkis- víxla 9,43% MEÐALÁVÖXTUN tilboða sem ríkissjóður tók í útboði ríkisvíxla í gær var 9,43%. Er það örlítið lægri ávöxtun en var í útboði Lánasýslu ríkisins á ríkisvixlum fyrr í þessum mánuði en mun hærri ávöxtun er var í apríl, maí og júní sl. Ríkissjóður skuldbatt sig fyr- irfram til að taka tilboðum fyrir 500 milljónir til 2,5 milljarða. Tilboð að fjárhæð 3,4 milljarðar bárust í útboðinu og tók ríkis- sjóður tilboðum að fjárhæð 1.517 milljónir kr., þar af 500 milljónir af Seðlabankanum á meðalverði samþykktra tilboða. Björn Björnsson, framkvæmdastjóri íslandsbanka Lækkun á raunvöxtum til athugunar um mánaðamót BJÖRN Björnsson framkvæmdastjóri íslandsbanka segir að það geti komið til skoðunar um næstu mánaðamót hvort ástæða sé til raunvaxtalækkunar, m.a. vegna lækkandi ávöxt- unarkröfu húsbréfa. Hann segist þó telja að enn sem komið er sé þar um skammtímahreyfingu að ræða, sem ekki gefi tilefni til lækkunar raunvaxta að svo stöddu. 200-300 milljóna af- komuskellur banka- kerfisins enn óbættur VAXTAMUNUR óverðtryggðra útlána hefði að óbreyttu minnkað um nálægt 6% á næstu tveimur mánuðum miðað við að verðlagsbreytingar á tímabilinu verði um 8%, en að sögn Björns Björnssonar framkvæmda- stjóra íslandsbanka þýddi það afkomuskell upp á 300 til 450 miiyónir króna fyrir bankakerfið í heild. „Með 2% vaxtahækkun er búið að taka þriðjunginn af þessu, en miðað við þessa nyög einfölduðu mynd er ennþá eftir 2/3 af þessum afkomuskell, þ.e. 200-300 mil(jónir sem enn eru óbættar," sagði hann. í síðustu ársskýrslu Seðlabankans kemur fram að verðtryggingarhalli bankakerfísins í heild var á bilinu 30-45 milljarðar í lok síðasta árs. Björn sagði í samtali við Morgun- blaðið að ef reiknað væri með því að hallinn væri nú 45 milljarðar þá þýddi það að ef vaxtamunur óverð- tryggðra útlána minnkaði um 1% í eitt ár þá næmi það 450 milljónum króna. „Að óbreyttu hefði vaxtamunur óverðtryggðra útlána á næstu tveim- ur mánuðum minnkað um nálægt 6%, en fyrir bankakerfíð í heild þýddi það afkomuskell upp á 300-450 millj- ónir króna ef ekkert væri að gert. Vaxtagrunnurinn sem vaxtaákvarð- anir byggðu á hafa almennt legið nálægt 2% fyrir gengisbreytinguna, en núna standa menn frammi fyrir því að verðlagsbreytingar næstu tvo mánuði verða einhvers staðar nálægt 8%. Með 2% vaxtahækkun er því búið að taka þriðjunginn af þessum 6%, og síðan er það spuming hvort menn halda þessum vöxtum lengur en í þessa tvo mánuði. Kjarninn í því sem við höfum verið að segja er að við viljum taka þessa tímabundnu hækkun verðlagsins í vextina í stutt- an tíma, en gera það hratt á leiðinni upp og hratt aftur þegar við lækkum vextina aftur,“ sagði Björn. í fréttatilkynningu sem íslands- banki sendi frá sér í fyrradag vegna vaxtabreytinganna sem gildi tóku í gær kom fram að engar breytingar væru að þessu sinni gerðar á verð- tryggðum kjörum. Misvísandi þróun hefði að undanförnu verið á markaði fyrir ríkistryggð bréf; ávöxtunar- krafa húsbréfa hefði heldur hækkað en spariskírteini seldust nú með lægri ávöxtun á eftirmarkaði. Björn Björnsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að missagt hefði verið að ávöxtunarkrafa húsbréfa hefði hækkað, en hún hefur þvert á móti farið lækkandi að undanförnu. Skammtímabreytingar Þegar Björn var spurður hvort þetta þýddi þá ekki að grundvöllur væri fyrir raunvaxtalækkun svaraði hann að ekki hefði verið horft á þess- ar skammtímabreytingar mjög al- varlegum augum og ekki tekið mið af breytingu nema hún hafi verið búin að festa sig yfír hálfan mánuð. „Það mun áreiðanlega geta komið til skoðunar um næstu mánaðamót hvort ástæða er til raunvaxtalækk- unar. Hitt er annað að ég held að markaðurinn meti það sem svo að ástæðan fyrir þessari lækkun núna sé sú að menn sáu fram á mjög mikla hækkun lánskjaravístölu um næstu mánaðamót og eru þess vegna að flytja fé og fjárfesta í verðtryggð- um pappírum núna fyrir mánaðamót eins og þeir frekast geta. Ekkert er líklegra en að síðan verði afturhvarf- ið jafnsterkt og það sem núna er að gerast. Þetta er enn sem komið er skammtímahreyfing sem menn taka eftir en er ekki tilefni til lækkunar að svo stöddu," sagði Bjöm. Alþýðusambandið Þvert á markmið samninga í YFIRLÝSINGU sem sam- þykkt var á formannafundi aðildarfélaga Alþýðusam- bands Islands segir að með ákvörðunum um vaxtahækk- anir nú og boðun enn frekari hækkana séu bankarnir að skapa nýjar forsendur fyrir verðhækkunum á næstu vik- um og mánuðum. Með fram- göngu sinni séu þeir á góðri leið með að skapa hér skrúfu vaxta- og verðlagsbreytinga, sem á skömmum tima geti leitt til óðaverðbólgu. í yfirlýsingunni segir m.a. að í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í vor hafi verið geng- ið út- frá því að verðlag mundi haldast mjög stöðugt á samn- ingstímanum, verðbólga vera lít- il og vextir fara lækkandi. Á þeim tíma sem liðinn væri frá gerð samninganna hefði ítrekað verið gengið á móti þessum for- sendum samninganna, nú síðast með ákvörðunum og yfirlýsing- um bankanna. Það sé því ljóst að með framgöngu sinni séu bankarnir að vinna gegn mark- miðum kjarsamninganna og draga úr líkunum á því að for- sendur verði til að framlengja þá í haust. Það sé krafa verka- lýðshreyfingarinnar við þessar aðstæður að stórnvöld grípi þeg- ar í taumana, þannig að fyrirætl- anir bankanna nái ekki fram að ganga, en að öðrum kosti kunni að skapast þau skilyrði að kjara- samningar verði lausir í haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.