Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JULI 1993 Morgunblaðið/Einar Falur Ludvig Gosevitz • • Onnur hæð Sýning Lud- vigs Gosec- itz opnuð SÝNING á verkum þýska mynd- listarmannsins Ludvigs Gosevitz hefur verið opnuð í sýningarsaln- um Annarri hæð. Sýninguna kall- ar listamaðurinn „Þrjár konur, þijú börn, þrjá handskrifaða texta og röð af rauðu gleri“. Ludvig Gosevitz fæddist í Naumburg árið 1936. Hann nam tónlist í Darmstadt og síðar sagn- fræði, tónlistarsögu og heimspeki í Frankfurt. Síðustu tvo áratugi hef- ur hann sýnt myndverk sín víðs vegar um Evrópu, iðulega ásamt meðlimum Fluxus-hreyfingarinnar. í dag er Gosevitz prófesor við gler- listadeild Listaakademíunnar í Miinchen. Sýningarsalurinn Önnur hæð er á Laugarvegi 37 og er opinn á miðvikudögum frá 14 til 18, eða eftir samkomulagi. Gallerí Úmbra Myndir af íslensk- um hestum í dag, fimmtudaginn 22. júlí, opnar sænski ljósmyndarinn Tor- leif Svensson sýningu sína í Gall- erí Úmbru á Bernhöftstorfu sem hann kaliar Ljósmyndun/Plexi- gler. Torleif starfar sem ljósmyndari og listamaður í Stokkhólmi og hef- ur haldið fjölda sýninga frá 1986 í Svíþjóð, Hollandi og Bandaríkjun- um. Síðast sýndi hann fyrr á þessu ári í Gallery L’Atalier í New York. Myndimar á sýningunni eru ný- legar ljósmyndir að grunni til, en unnar með ýmiss konar tækni á mismunandi efni. Myndefnið er að uppistöðu til íslenskir hestar. Sýn- ingin stendur til 8. ágúst. Galleríið er opið þriðjudaga til laugardaga klukkan 13-18 og sunnudaga kl. 14-18, en lokað á mánudögum. -----♦ ♦ ♦---- Borgarnes Jórunn Sturlu- dóttir sýnir DAGANA 18.-26. júlí, að 24. júlí frátöldum, sýnir myndlistarkonan Hanna Jórunn Sturludóttir blý- ants- og tússteikningar í Fé- lagsbæ, Borgarnesi, á milli kl. 15 og 19. Hanna Jórunn hefur áður haldið einkasýningar í Borgarnesi, í Fær- eyjum, á Isafirði, í Keflavík og Reykjavík. Hanna Jórunn fæddist 17. sept- ember 1955 og er að mestu sjálf- menntuð, að undanskildum nám- skeiðum í Myndlista- og handíðaskó- lanum. Reykjavík í fortíð og nútíð FIMMTUDAGINN 22. júlí kl. 20.00 heldur Kristín Bjarnadóttir sagn- fræðingur fyrirlestur á sænsku í Norræna húsinu og nefnir hann „Reykjavik förr och nu“. Þar rekur hún sögu Reykjavíkur, þróun hennar úr bæ í borg og sýnir litskyggnur. Eftir kaffihlé verður sýnd kvik- mynd um Reykjavík og er hún með norsku tali. Bókasafn og Kaffistofa Norræna hússins em opin tii kl. 22.00. í kaffi- stofu verður íslensk kjötsúpa á boð- stólum. Allir em hjartanlega velkomnir á Ein ljósmynda Torleifs Svenssons. íslandskvöldið. Sumartónleikar á Norðurlandi 1993 Leikur á flautu o g sembal FJÓRÐA tónleikaröð Sumartónleika á Norðurlandi verður í Húsavík- urkirkju 23. júlí kl. 20.30, Reykjahlíðarkirkju 24. júlí kl. 21.00 og Akureyrarkirkju 25. júlí kl. 17.00. Flytjendur eru Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskars- dóttir semballeikari og leika þau verk eftir J.S. Bach, L. Couperin og K. Lechner. Guðrún Óskarsdóttir lærði á píanó í Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar og síðar í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan píanó- kennaraprófi vorið 1986. Guðrún hóf sembalnám hjá Helgu Ingólfs- dóttur árið 1987 en í ársbyijun 1988 lá leiðin til Amsterdam þar sem hún nam semballeik. Guðrún bjó í tvö ár í Basel í Sviss og stund- aði nám í kammermúsík hjá Jesper Böge Christensen og sótti jafnframt tíma hjá Francoise Lengellé í París. Guðrún hefur tekið þátt í tón- leikahaldi á íslandi, m.a. á Sumar- tónleikum í Skálholti, Sumartón- leikum á Norðurlandi og nýlokinni Alþjóðlegri Listahátíð í Hafnarfirði. Kolbeinn Bjarnason lærði á flautu í Tónlistarskólanum í Reykja- vík og lauk þaðan burtfararprófi árið 1979. Síðan var hann hjá Manuelu Wiesler í nokkur ár en lærði líka hjá ýmsum kennurum austan hafs og vestan. Hann hefur haldið fjölda tónleika á íslandi, m.a. á Myrkum Músíkdög- um, Listahátíð í Reykjavík, Sumar- tónleikum í Skálholti, Sumartón- leikum á Norðurlandi, Alþjóðlegri Listahátíð í Hafnarfirði og einnig í N-Ameríku og mörgum Evrópu- löndum. Kolbeinn hefur einbeitt sér að flutningi samtímatónlistar og frum- flutt fjölda tónverka, en hefur jafn- framt fengist talsvert við barokk- flautuleik. Hann er einn stofnenda Caput-hópsins. Kolbeinnog Guðrún héldu sína fyrstu sameiginlegu tónleika í des- ember 1989 og hafa síðan leikið saman á fjölda tónleika á íslandi, Hollandi, Sviss og Þýskalandi. Ókeypis aðgangur er að Sumar- tónleikunum en tekið er við ftjálsum framlögum til styrktar tónleikunum við kirkjudyr. Vantar ykkur notaðan bfl á góðu verði fyrir sumarið? RENAULT 19 TXE 1991, ek. 20 þús., toppeintak. Kr. 960.000. BMW318Í 1989, vökvastýri, ek. aðeins 54 þús. Kr. 1.080.000. Þessir bílar eru á tilboðsverði! SUBARU JUSTY 1987, sóllúga, ek. 93 þús. Kr. 370.000, TILBOÐ kr. 330.000. stgrverð 970.000, 270.000, 280.000, 580.000, 750.000, 370.000, 890.000, 370.000, 300.000, 980.000, 620.000, tilboðsverð 590.000,- 195.000,- 220.000,- 530.000,- 690.000,- 330.000.- 585.000.- 270.000,- 190.000.- 790.000,- 470.000,- Tilboðslisti MMC GALANT LANCIA Y-10 LADA SAMARA BMW316 NISSAN PRAIRIE PEUGEOT 309 BMW 520ÍA HONDA CIVIC SJÁLFSK. FORD SIERRA MMC PAJERO DIESEL BMW 318ÍA WÆ SUZUKI CARRY 1986, ek. 60 þús. Kr. 180.000. Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 Beinn símí í söludeild notaðra bíla er 676833. Opíð: Vírka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17. Engin útboröun - Visa og Euro raðgreiðslur Skuldabréf til allt að 36 mánaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.