Morgunblaðið - 22.07.1993, Side 2

Morgunblaðið - 22.07.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Sumarleyfum bormanna í Vestfjarðagöngnm aflýst og vakt bætt við Sprengt á ný í göngunum ísafirS““^ Vinna við jarðgangagerðina er nú að komast í fullan gang aftur. Gerðar hafa verið tilraunir með bergþéttingu í Botnsdals- göngunum, en ekki er gert ráð fyrir að unnið verði aftur í Breið- dalsleggnum fyrr en seint í haust. Líklegt er talið að nægjanlegt neysluvatn fáist úr göngunum fyrir ísfirðinga, þótt ekki sé talið líklegt að hægt verði að sinna þeim málum fyrr en síðar. Nú hefur verið ákveðið að bæta við mönnum svo hægt verði að vinna viðstöðulaust í göngunum. Undanfarið hefur verið unnið við bergþéttingar í þeim hluta ganganna sem unnin eru frá Botnsdal í Súgandafirði. Þar voru boraðar þijár 24 metra holur með 15 gráðu fráviksstefnu frá ganga- stefnunni. Ef vatn kom úr þeim, var steypu dælt inn í holumar með miRlum þrýstingi (25 kíló á fersentimetra) og þannig reynt að fóðra hugsanlegar vatnsleiðir í nágrenni borholunnar. Síðan voru boraðar tvær holur í viðbót á sama hátt og ef þar var enn vatn var sprautað áfram. Að því loknu voru boraðar og sprengdar fjórar 4,5 metra færur í öngunum. Nú í vikunni verður væntanlega lokið við þessar prófanir og verður þá tekin ákvörðun um framhaldið. Einhver skoðanamunur er milli Vegagerðarinar og verktakanna um þörf á bergþéttingu. Að sögn Bjöms Harðarsonar verkfræðings Vegagerðarinnar yrði umtalsverð- ur aukakostnaður af því að þétta allan leka, en þétting gæti sparað vinnu við lokaþéttingu eftirá við vissar aðstæður. Tafir verða unnar upp Framkvæmdaaðilar virðast vera ákveðnir í að ná upp þeim töfum sem orðið hafa. Jóhann Krauer hjá Vesturís segir að í stað tveggja vinnuflokka, sem tekið hafa frí með ákveðnu milli- bili, verði bætt við þriðja flokknum vinni viðstöðulaust í göngunum. Öllum sumarleyfum sem áttu að vera seinnipartinn í júlí hefur ver- ið aflýst, en í staðinn vinna menn daglega í hálfan mánuð, en eiga svo frí í viku. Ef allt gengur eftir áætlun ættu þeir að vera komnir að hæsta punkti ganganna í nóv- ember, en Jóhann vildi þó ekkert um það segja hvort áætlun stæð- ist. Þeir gera þó ráð fyrir að flytja búnaðinn aftur yfír til ísafjarðar þegar ófærðar fer að gæta á Botnsheiði. __ _ , _ __ Morgunblaðið/Úlfar Vegagerð 1 Botnsdal UNNIÐ við vegagerð í Botnsdal í Súgandafirði. Verið er að flytja efni frá núverandi vegarstæði yfir í nýjan veg að jarðgangamunn- anum sem sést i baksýn á myndinni. Sérfræðingar em nú að meta aðstæður í Breiðadalsgöngum þar sem stóra vatnsæðin opnaðist, en hún er í stærsta kortlagða mis- genginu á svæðinu. Ekki er talið líklegt að ámóta vatnsmagn komi annars staðar á leiðinni, þótt ekk- ert sé hægt um það að fullyrða, en þama skiptast á misgengi og berggangar, sem leiða vel vatn. Ekkert lát á vatni Ekkert lát virðist vera á vatns- magninu í aðalæðinni, en holur á næstu 50-100 metmm hafa að mestu þomað. Að sögn Bjöms Harðarsonar þarf að fara með mikilli gát á svæðinu, því mögu- leiki er á að þunnur bergveggur skilji að göngin og vatnsæðina. Þegar niðurstöður rannsóknanna sem gerðar hafa verið liggja fyrir verður tekist á við það, en nauð- synlegt er að göngin verði tilbúin til áframhaldandi vinnslu í nóvem- ber. Hann telur líklegra að úr göngunum fáist nægjanlegt neysluvatn fýrir ísfirðinga um fýrirsjáanlega framtíð. Þegar út úr fjöllunum kemur gengur allt vel. Unnið er að krafti við vega- gerð í Botnsdal og vegskálagerð í Breiðdal er á undan áætlun. Úlfar Mál Eðvalds tekið upp við Laar SHIMON Peres, utanríkisráð- herra ísraels, tók upp ásakanir á hendur Eðvald Hinrikssyni um stríðsglæpi á fundi með Mart Laar, forsætísráðherra Eist- lands, í síðustu viku. Laar var þá í opinberri heimsókn í ísrael. í tilkynningu frá Simon Wiesen- thal-stofnuninni í Jerúsalem segir að Peres hafi farið fram á að um- fangsmikil rannsókn á meintum stríðglæpum Eðvalds gegn gyðing- um yrði gerð í Eistlandi, með það að markmiði að fá hann framseldan og rétta yfir honum í Eistlandi. í tilkynningunni kemur fram að Laar hafí sagt að stjóm hans hafí þegar sett af stað rannsókn á máli Eðvalds. Fram hefur komið, að hún hafí ekki staðfest ásakanir á hendur honum. Laar er sagður hafa bætt því við, að hann væri í sambandi við Wiesenthal-stofnunina og hygð- ist halda áfram samstarfí við hana. Farið fram á framsal Efraim Zuroff, forstöðumaður Wiesenthal-stofnunarinnar, fór fram á það við eistneska forsætis- ráðherrann að hann ætti frumkvæði að umfangsmikilli leit að fólkinu, sem bar vitni gegn Eðvald í yfír- heyrslum á sjöunda áratugnum. Zuroff krafðist þess einnig í bréfi að reynt yrði að fá Eðvald framseld- an til Eistlands. „Það yrði táknrænt með einstökum hætti; ef hann yrði leiddur fyrir rétt í fæðingarlandi sínu, landinu þar sem hann framdi glæpi sína,“ segir í bréfí Zuroffs. Fyrsta loðnan til Grindavíkiu' Grindavfk. SUNNUBERG GK kom með 800 tonn af loðnu til Grindavíkur í gærdag og hefur loðna ekki komið áður svo snemma á sumarvertíð. Verðbreytingar v. gengislaekkunarinnar Gerber Verðið Verðið haskkar bamamatur varkr. ernúkr. um í 128 g krukkum 46 50 8,7% Barnamatur hækkar um 8,7% SEM dæmi um hækkun vegna ný- legrar gengisfellingar má nefna að Gerber bamamatur í 128 g krukkum, sem áður kostaði 46 krónur, kostar nú 50 krónur. Þetta er um 8,7% hækkun. Að sögn Jóns Péturssonar hjá Fiskimjöl og lýsi hefur loðna ekki borist til Grindavíkur í júlí áður. Það tók Sunnuberg um 40 tíma að sigla af loðnumiðunum út af Norð- urlandi. „Við keyptum þessi skip Sunnuberg og Háberg á sínum tíma til þess að sigla með loðnu hingað í þeim tilgangi að skapa vinnu við verksmiðjuna hér í Grindavík. Við emm með stóran kvóta og ætlum okkur að vinna úr honum hér. Sunnuberg stoppar í 4 sólarhringa og við eigum von á Hábergi um helgina. Skipin halda síðan bæði á veiðar um næstu helgi og verða að veiðum," sagði Jón við Morgunblað- ið. Loðnan var nokkuð góð þrátt fyrir átu í henni og góð til vinnslu. Rjómablíða var á heimsiglingunni sem minnkar velting og fer betur með hráefnið. „, Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Með sumarloðnu ÍVAR Þórarinsson skipveiji á Sunnubergi GK með sumarloðnu sem kom tíl Grindavíkur í gær- dag en loðna hefur ekki komið svo snemma þanngað áður. Veiöa, íd“& Jónatan Sigtryggsson í Stykkis- hólmi datt í lukkupottinn þegar hann veiddi tvær risalúður á þrem- ur tímum 16 Reiðnámskeið___________________ Börnin á reiðnámskeiði ÍTR fá bæði aimenna fræðslu um hesta og fara í reiðtúra 17 Jöfnunargjald__________________ 120 króna jöfnunargjald á kíló af dönsku smjörlíki sem kostar 60 krónur komið til landsins 26 Leiðarí Fiskvernd eða rányrkja við Sval- barða 22 ViÖskipti/A tvinnulíf ► Útflutningur á eggjabökkum - Þróun á hlutabréfamarkaðnum - Fjármál á fimmtudegi - Lækkar Verð á fasteignum? - Breytingar í tölvuheiminum - Fólk Dagskrá ► Tólf ára sjónvarpsfréttakona - Kaupir Bill Cosby NBC? - Risa- eðlufár - Bandarískir framleið- endur og kanadískt sjónvarpsefni - Bíóin í borginni - Myndbönd Meint kynferðisafbrot gegn bömum Héraðsdómur vísar frá ákæru HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur visað frá ákæru rikissaksókn- ara á hendur fötluðum manni fyrir kynferðisafbrot gegn ungum börnum. Ákæran var gefin út í síðustu viku í kjölfar blaðaskrifa um málið, en áður hafði rikissaksóknari ákveðið að fresta ákæru á hendur umræddum manni skilorðsbundið í þijú ár. Ríkissaksóknari hefur kært úrskurð héraðsdóms tíl Hæstaréttar, sem nú hefur mál- ið tíl meðferðar. Þann 17. mars sl. ákvað embætti ríkissaksóknara að fresta ákæru skilorðsbundið í 3 ár á hendur mann- inum fyrir kynferðisafbrot. Var það mat ákæruvalds eins og málsatvik- um og högum mannsins væri háttað að lagaskilyrði væru til slíkrar frest- unar, en maðurinn er öryrki, mikið fatlaður og bundinn hjólastól. í kjöl- far blaðaskrifa um málið varð það að ráði að embætti ríkissaksóknara tók málið upp aftur og gaf út ákæru á hendur manninum og var það gert 14. júlí sl. Hagsmunir sakbomings standi til þess að málið fái meðferð og dómur gangi um ætlaðar sakir hans. Fram kom í tilkynningu frá ríkis- saksóknara, sem birt var í heild í Morgunblaðinu 15. júlí sl., að eftir að málið væri komið í svo almenna umfjöllun eigi hvorki ákæruvald né sakbomingur þess kost á vettvangi opinberrar umræðu að koma fram viðhlítandi leiðréttingum á málsat- vikum og staðreyndum málsins nema það verði rekið fyrir dómstól- um. Það kom ennfremur fram í til- kynningu ríkissaksóknara að í um- fjöllun um málið í blöðum hafí máls- atvik verið afflutt og í verulegum atriðum ekki verið í samræmi við það sem fyrir liggur í skjölum máls- ins. Ekki brotið skilorð í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur, sem kveðinn var upp 19. júlí sl., er ákæru ríkissaksóknara frá 14. júlí vísað frá. Er það ggrt á grund- velli þess að ákæru á hendur sak- borningi hafi verið frestað skilorðs- bundið í 3 ár hinn 17 mars sl. og til ákæru komi ekki nema sá sem í hlut eigi standist ekki þau skilyrði sem honum eru sett eða út af nýju broti. Svo sé ekki í þessu máli. Akærufrestun úr gildi fallin Ríkissaksóknari hefur kært þenn- an úrskurð til Hæstaréttar. Eru dómkröfur ákæruvaldsins þær að hinn kærði úrskurður verði úr gildi felldur og héraðsdómara verði skylt að gefa út fyrirkall á hendur ákærða á grundvelli ákærunnar frá 14. júlí enda hafí með henni ákærufrestunin frá 17. mars verið felld úr gildi. -----»■ ♦ ♦--- . Akraneskaupstaður Vilja skerf af milljarðinum INGVAR Ingvarsson, bæjarfull- trúi á Akranesi, segir bæjaryfir- völd á staðnum óánægð með að fá ekki skerf af þeim milljarði króna sem ríkisstjórnin ætlar til atvinnuuppbyggingar víða um land. Hann segir að atvinnuleysi á Akranesi sé nú 6,6%. „Akureyrarbær hefur kvartað undan því að fá ekki nægilega stór- an skerf af þessum milljarði sem nú er verið að deila út til atvinnu- uppbyggingar. Okkur er hins vegar ekki ætluð króna,“ segir Ingvar. Ipgvar segir að bæjarráð muni óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins vegna málsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.