Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 fclk f fréttum Arnold Schwarzenegger veifar hér til áhorfenda meðan hann er í viðtali við Army Archerd. Braggatjald, 2-3 manna göngutjald fa. 7.901,- + vindsæng kr. 1.859,- Ferðagasgrill m/vindhlíf og grillteini kr. 5.900,- Tjaldaleiga - tjaldasala - tjaldaviðgerðir - ferðavörur L E I G A NI ÚTIVISTARBÚÐIN v/Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072. Reuter ANTÍK Marilyn fyrir milljón Skyldi þessi kona sem arkar um götur Sid- neyborgar í vetrarkuldum Ástralíu vera að hugsa til sumarsins eða gömlu góðu daganna þegar Marilyn Monroe var upp á sitt besta og lék í myndinni „The Seven Year Itch“? Stytt- unni af Marilyn Monroe er stillt út í glugga á antík- verslun í Sidney og kostar 27.200 dollara (1,2 millj. ísl. kr.). Bylting í háreyðingu Auðveld langtíma eyðing á óæskilegum hárum með heitu vaxi. Einfalt og hreinlegt í notkun. Pakkningin inniheldur hitatæki, tvær stærðir af vaxfyllingum og vaxborða. Útsölustaðir: flestar snyrtivöruverslanir, apótek Reuter Bruce Willis skekur sig fyrir framan áhorfendur við opnun veitingastaðarins. VEITINGAHUS Enn opnar ^ríeykið veitingastað Sagt var frá því hér í blaðinu nýlega að Schwarzenegger, Stallone og Bruce Willis væru að opna nýjan veitingastað í London í veitingahúsakeðjunni Planet Hollywood. Þeir létu ekki staðar numið þar heldur opnuðu annað veitingahús í Chicago 18. júlí. Nú eru að minnsta kosti komnir fimm slíkir staðir, í London, New York, Los Angeles, Cancun og Chicago. Til að vekja athygli á opnun- inni tók Bruce Willis lagið. SUMARTILBOÐ 4ra manna fjölskyldutjald m/fortjaldi kr. 15.900,-« + borð/4 stólar kr. 19.950,- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frönsku framhaldsskólanemarnir ásamt fararstjórum við Leifsstöð áður en þau héldu heim á Ieið eftir vel heppnaða og ævintýralega ferð til íslands. SKÓLANEMAR Unnu skemmtiferð til Islands Hópur franskra unglinga á fram- haldsskólastigi heimsótti ís- land í síðustu viku á vegum ferða- skrifstofunnar Samvinnuferða- Landsýnar, en ferðina til íslands höfðu frönsku unglingamir unnið í ritgerðarsamkeppni þar sem fjailað var ,um vistfræði. Að sögn Alain Berestetsky forsvarsmanns hópsins og starfsmanns Fondation 93 sem stóð að ritgerðarsamkeppninni voru um 5.000 nemendur í um 230 beklqadeildum sem tóku þátt í verk- efninu. Verðlaunin hefðu verið ferð- ir til fimm Evrópulanda, þar af ferð til íslands. Frönsku unglingamir dvöldu hér í viku og ferðuðust þau aðallega um suðurlandið. Þau sögðu að ferðin hefði verið ákaflega skemmtileg í alla staði. Veðráttan hefði komið þeim á óvart því þeim hefði verið sagt að hér væri nær stöðug rigning en allir dagar heimsóknarinnar hefðu verið sólardagar. Einnig hefðu hinar björtu sumamætur verið þeim framandi. Meðal staða sem frönsku ungmennin heimsóttu vom Bláa lón-. ið, Landmannalaugar, Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Skógar, Dyrhólaey og Sólheimajökull — og að koma frá stórborg eins og París hefðu þetta verið mikil viðbrigði á landslagi. Alain Berestetsky sagði að ætl- unin væri að koma með annan hóp í haust og hann vonaðist til að fram- hald gæti orðið á þessum heimsókn- um því bæði land og þjóð hefðu svo sannarlega hitt í mark hjá krökkun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.