Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Gjaldtaka hefst í Fjölskyldugarðinum í Laugardal næstkomandi sunnudag 100.000 manns komið í garðana MIKIL aðsókn hefur verið að Fjölskyldugarðinum og Húsdýragarð- inurn í Laugardal og að sögn Tómasar Guðjónssonar forstöðumanns garðanna hafa tæplega 100 þúsund manns heimsótt þá í sumar. Frá og með sunnudeginum 25. júlí hefst gjaldtaka í Fjölskyldu- garðinum. Börn undir fimm ára aldri fá ókeypis aðgang, böm yngri en 13 ára þurfa að greiða 250 kr. og aðgangur fyrir 13 ára og eldri er 450 kr. Tómas Guðjónsson for- stöðumaður telur að ekki muni draga úr aðsókn að garðinum vegna gjaldtökunnar heldur komi annar blær á starfsemina. Aðgöngumiðinn að Fjölskyldu- garðinum gildir einnig að Húsdýra- garðinum. Ókeypis er í öll leiktæki og öll þjónusta, nema veitingar, er ókeypis. Annar blær Tómas telur að ekki muni draga mikið úr aðsókninni við gjaldtök- una en annar blær verði á starf- seminni á eftir og muni fjölskyldu- fólk njóta sín betur þar. Hann seg- ir að Fjölskyldugarðurinn sé ákjós- anlegur útivistarstaður fyrir fólk með börn og þar sé boðið uppá ýmsa afþreyingu sem hafí fræðslu- gildi. í því sambandi má nefna umferðarfræðslubraut með raf- magnsbílum, torfærubílabraut með bensínknúnum bílum, hjóla- braut og gröfur. Einnig fjarstýrða báta, minigolf o.fl. Húsdýragarð- urinn er opinn á sama tíma og þar má hlýða á fyrirlestra um dýrin og sögu þeirra. Fjölskyldugarðurinn í Laugardal er opinn alla daga frá kl. 10 til 21 í júní, júlí og ágúst en Húsdýra- garðurinn er opinn allt árið. Fjör í Fjölskyldugarði MIKIL aðsókn hefur verið að Fjölskyldugarðinum í Laugardal í sumar, einkum um helgar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 22. YFIRLIT: Um 600 km suðsuðvestur af landinu er heldur vaxandi 1.006 mb lægð sem hreyfist lítið. Skammt austur af Færeyjum er 1.009 mb læað á austurleið. Yfir Grænlandi er 1.023 mb hæð. 8PA: Austan- og norðaustanátt, gola eða kaldi víðast hvar. Búast má við súld eða rigningu með köflum suðaustan- og austanlands. Á Vest- fjörðum verður líklega skýjað með köflum og að mestu þurrt. í öðrum landshlutum verður skýjað að mestu og skúrir, einkum síðdegis. Hiti veröur á bilinu 6-14 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustlæg eða norðlæg átt, víðast fremur hæg á föstudag en heldur vaxandi vindur á laugardag. Skýjað, dálítil rigning eða súld öðru hverju og 5-9 stiga hiti norðanlands og austan en nokkuö bjart veður og 11-16 stiga hiti sunnanlands og vestan. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hægviðri en víðast skýjað. Hiti 8 til 12 stig. Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. Q Heiðskírt / / / r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma & Skýjað V Ý Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.( 10° Hitastig v Súld = Þoka 5«g-, FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 tgær) Greiðfært er um þjóðvegi landsins og flestir hálendisvegir orðnir færir fjallabílum. Þó er enn ófært um Syðra-Fjallabak og um Nyrðra-Fjallabak milli Landmannalauga og Eldgjár, Gæsavatnaleið og leiðirnar frá Sprengi- sandi til Skagafjarðar og Eyjafjarðar eru ófærar. Einnig er leiðin lokuð um Stórasand og um línuveginn við Hlöðufell. Víða er unnið við vega- gerö og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir aö virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR 1/ÍÐA UM HEIM kt. 12.00 í gær að ísl. tfma hiti veóur Akureyri 10 alskýjað Reykjavfk 13 skýjað Bergen 13 alskýjað Helsinki 21 skýjað Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq 12 skýjað Nuuk 9 léttskýjað Osló 19 rigning Stokkhólmur 16 rígning Þórahðfn 10 alskýjað Algarve 28 helðekfrt Amsterdam 16 þrumuveður Barcelona 24 hálfskýjað Berlín 16 skýjað Chicago 19 skýjað Feneyjar 27 hálfskýjað Frankfurt 18 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 15 skúrásfð. klst. London 17 skýjað LosAngeles 20 alskýjað Lúxemborg 15 skúrásíð. klst. Madrid 25 heiðskírt Malaga skýjað Mallorca 26 skýjað Montreal 18 skýjað NewYork 22 hálfskýjað Orlando vantar Parfs 17 skýjað Madelra 22 skýjað Róm 24 léttskýjað Vín 22 hálfskýjað Washlngton vantar Winnípeg 14 skýjað I DAG kl. 12.00 Heimítd: Veðurstofa Islaods (Byggt á veöurapé kl. 16.181 gœr) Dauðir kettir fundust í töskum Lögreglan mun rannsaka málið SAMBAND dýraverndarfélaga íslands hefur sent lögreglustjóra bréf þar sem þess er farið á leit að kattahræ sem fundust í töskum við Nesjavallaveg um helgina verði tafarlaust grafin upp og krufin og þannig komist að dánarorsök kattanna. Jórunn Sörensen, formaður Sambands dýraverndarfélaga íslands, segir að hún vilji komast að því hvort lög um dýravernd hafi verið brotin. í bréfínu er því beint til lögreglu að töskunum, sem dauðu kettirnir fundust í, verði haldið til haga og birtar af þeim myndir og nákvæmar lýsingar svo hægt sé að hafa upp á eigendum þeirra. Þá segir að ef það komi í ljós að dýrin hafi drep- ist með voveiflegum hætti verði að finna þann, sem hlut eigi að máli, og kæra og dæma fyrir brot á lög- um um dýravernd. Slæm meðferð á köttum Jórunn segir að almennt séu kett- ir meðhöndlaðir eins og þeir séu lítils virði. „Margir kattaeigendur hringja í okkur og kvarta yfir því að nágrannar hafí misþyrmt eða jafnvel drepið kettina þeirra. Til dæmis hefur sjóðandi vatni verið hellt yfír kött þannig að hann stórskaðaðist," segir Jórunn. Hún segir að alltof margir kettl- ingar fæðist árlega hér á landi og á Norðurlöndunum hafí rannsóknir sýnt að níu af hveijum tíu kettling- um nái ekki að verða fullorðnir. Ástandið sé alls ekki betra hérlend- is og íslendingar eigi langt í land með að sjá vel um kettina sína. Jórunn segir að ef krufning leiði í ljós ólöglega meðferð á dýrunum, vonist hún til þess að þeir, sem beri ábyrgð á þessu, fínnist og verði dæmdir fyrir brot sín. Málið verður rannsakað Friðrik Gunnarsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn, segir að lögreglan ætli að gera allt sem hægt sé til að komast til botns í þessu máli. „Það er engin spurning að málið verður rannsakað eins og við höfum tök á.“ Tilmæli vegna tyrkneska forræðismálsins Svars að vænta frá Tyrkjum eftír mánuð TILMÆLUM íslenskra yfírvalda til tyrkneskra yfirvalda vegna tafa á málarekstri í forræðismáli Sophiu Hansen í Tyrklandi verður svar- að eftir u.þ.b. mánuð að sögn Mete Inanc deildarstjóra í tyrkneska utanrikisráðuneytinu í Ankara. „Við tókum á móti tilmælum frá íslenska sendiráðinu í Kaupmanna- höfn vegna málsins í síðustu viku. Þeim höfum við komið til dóms- málaráðuneytisins og bíðum eftir svari þaðan,“ sagði Inanc þegar rætt var við hann í gær. Ekki langur tími Þegar hann var spurður hvenær svars væri að vænta sagði hann að gera þyrfti ráð fyrir bréfaskriftum dómsmálaráðuneytisins til yfírvalda í Istanbúl og því væri vart hægt að búast við svari fyrr en eftir u.þ.b. einn mánuð. Hann sagði að eins mánaðar bið væri ekki langur tími þegar tekið væri tillit til þess að aðalsumarleyfistíminn væri nú í Tyrklandi. Inanc sagðist aðeins hafa orðið var við ein tilmæli frá íslenskum yfirvöldum en þau átti að ítreka í byrjun þessarar viku. -----» ♦ ♦-- F-15þotaíað- flugsæfingu EIN af F-15 þotum Varnarliðsins æfði aðflug yfir Reykjavíkur- flugvelli í gærmorgun. Um var að ræða hefðbundna æfíngu sem tekin er nokkrum sinnum á ári. Margir borgarbúar urðu þotunn- ar varir enda sýndi flugmaður henn- ar ýmsar Iistir eins og að fljúga þotunni á hvolfi. Samkvæmt upp- lýsingum frá flugstjóm tók þotan tvö aðflug að vellinum en hélt síðan aftur til Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.