Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 162. tbl. 81.árg. FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ1998 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reyklaus rífásstjóm í Litháen Vilnius. Reuter. JURGIS Bredekis, heilbrigðisráð- herra í ríkisstjórn Litháens, hefur með fortölum tekist að fá samráð- herra sína til að hætta reykingum og mun stjórnin fyrsta og eina reyklausa ríkisstjórnin í heimin- um. „Það var ekki auðvelt að sann- færa ráðherrana og fá þá til að undirrita samkomulag um að hætta reykingum. Þess vegna er ég alsæll núna og reyndar himinlifandi þar sem við státum líklega af fyrstu reyklausu ríkisstjórn heimsins," sagði hinn 64 ára gamli ráðherra sem er fyrrum hjartaskurðlæknir og stórreykingamaður. Hann tók við starfi heilbrigðisráðherra fyrir þrem- ur mánuðum. Litháar eru miklir reykingamenn en hið sama má segja um marga íbúa fyrrum Sovétríkjanna. Að sögn Bredekis hafa einungis tveir af ráð- herrunum 17 aldrei neytt tóbaks. Rússneska fréttastofan Itar-Tass sagði frá reykbanni ríkisstjómarinn- ar í Vilnius og lét fylgja með eigin efasemdir um að bannið stæði lengi þar sem engin viðurlög væru við brotum á því. Reuter Þýskirhermenn tilSómalíu ÞJÓÐVERJAR sendu 250 hermenn til liðs við hersveitir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sómalíu í gær. Eru þeir fyrstu þýsku hermennirnir sem sendir eru út fyrir yfirráðasvæði NATO eftir síðari heimsstyrjöldina. Alls verða 1.700 þýskir hermenn sendir til Sómalíu og var myndin tekin á flug- vellinum í Köln er þeir fyrstu héldu áleiðis þangað. Jafnaðarmannaflokkur Þýskalands, sem er í stjórnarandstöðu, hefur ákaft beitt sér gegn því að hermennirnir yrðu sendir en Helmut Kohl kanslari sagði um helgina að það væri skylda Þjóðveija að axla ábyrgð sem fylgdi aðild samein- aðs Þýskalands að SÞ. Flugvélar NATO munu verja Sarajevo ráðist Serbar á borgina Izetbegovic mætir til maraþ onfunda í Genf Olíusala aukin frá Rússlandi Moskvu. Reuter. BÚAST má við að framboð Rússa á olíu muni enn aukast á þessu ári, en offramboð er nú þegar yfirvofandi á heimsmörkuðum. Aðstoðarorkuráðherra Rússa, Anatolí Fomín, segir aukið fram- boð stafa af greiðsluerfiðleikum fyrrverandi lýðvelda Sovétríkj- anna. „Lýðveldin eiga í erfiðleikum að greiða fyrir olíu,“ segir Fomín. „Hluti þeirra birgða sem þau venju- lega fengu verður boðinn á heims- markaði.“ Það sem af er árinu hef- ur orðið um 40% samdráttur á olíu- sölu Rússa til fyrrum sovétlýðvelda. Fomín sagði Rússa áhyggjufulla vegna lágs heimsmarkaðsverðs á olíu. Rússneskir embættismenn hafa hins vegar sagt að Rússar muni ekki hlaupa undir bagga með Samtökum olíuframleiðsluríkja (OPEC), með því að draga úr út- flutningi á síðari hluta þessa árs. Opinberar tölur um olíuútflutn- ing Rússa á fyrri hluta ársins hljóða upp á eina og hálfa milljón tunna á dag, eða alls um 38 milljónir tonna. Það er 32 af hundraði meira en á fyrri hluta síðasta árs. Orku- málaráðherra Rússlands fullyrti að ekkert væri því til fyrirstöðu að halda í horfinu. Fomín tók í sama streng og benti á að framleiðslan væri nú orðin mun stöðugri en á undanfömum árum. Embættismenn búast við því að olíuframleiðsla Rússa nemi rúmlega 340 milljónir tonna á þessu ári, sem er um 15% minna en á síðasta ári. Fomín sagði að ef fyrrum Sovét- lýðveldi gætu greitt skuldir sínar við Rússa myndi sala á olíu til þeirra aukast á ný. „Ríkisstjómir og seðla- bankar lýðveldanna verða að leysa úr þessum vanda,“ sagði Fomín. Genf, Belgrad, London. The Daily Telegraph, Reuter. SAMNINGAVIÐRÆÐUR um að binda enda á stríðið í Bosníu, með þátttöku leiðtoga múslima, Serba og Króata, ásamt forseta Júgóslavíu, munu hefjast í Genf á morgun, að boði sáttasemjar- anna Owens lávarðar og Thorvalds Stoltenbergs. Alija Izet- begovic, múslimskur forseti Bosníu, segist verða í forsæti viðræðu- nefndar stjórnarinnar. Sáttasemjararnir segja að viðræðurnar muni standa sleitulaust uns samkomulag náist. Búist er við að Atlantshafsbandalagið (NATO) muni í dag bjóða Sameinuðu þjóð- unum (SÞ) afnot af herflugvélum bandalagsins til að veija Sarajevo, ef Serbar ráðast á borgina. Talsmaður sáttasemjaranna sagði í gær að Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hefði gefíð vilyrði fyrir því að serbneskar her- sveitir myndu láta af sókn sinni við Sarajevo. Izetbegovic hafði áður sett það sem skilyrði fyrir frekari þátttöku sinni í friðarviðræðum. Hann mun hafa gefíð hliðstætt lof- orð um að hersveitir stjómarhersins létu af sókn sinni gegn Króötum í Mið-Bosníu. Þá hefur Mate Boban, leiðtogi Króata, sagt að hersveitir hans hætti átökum við múslima í suðurhluta landsins. Izetbegovic samþykkti að mæta til viðræðnanna eftir að hafa átt fund með Willy Claes, utanríkisráð- herra Belgíu. í fundarboði sátta- semjaranna til Izetbegovic, Karadzic og Boban, sagði að þeir séu „boðaðir til Genfar nú um helg- ina til samningaviðræðna sem áætlað er að standi sleitulaust uns samkomulag hefur náðst.“ NATO-vélar tiltækar Fyrmm yfírmaður gæslusveita SÞ í Bosníu, Philippe Morillion, sagði að árás Serba á Igmanfjall, fyrir ofan Sárajevo „olli miklum áhyggjum". Sagði hann loftárásir af hálfu SÞ nauðsynlegar ef Serbar réðust á borgina sjálfa. „Árás á Sarajevo væri árás á gæslusveitir SÞ og allan heiminn," sagði Morilli- on. Serbneski herinn hefur vísað því á bug að hann hyggist hertaka borgina. Embættismenn SÞ og NATO hafa tekið fram, að Öryggis- ráðið yrði að koma til sérstaks fund- ar áður en flugvélum NATO yrði beitt til árása. Slær í g’egfn KENGÚRA hefur lengi verið þjóðartákn Ástrala en telst nú til meindýra og hafin er herferð til þess að fækka henni. Kjötið hefur reynst eftirsótt- ara til neyslu en við var búist. Myndin var tekin í kjötborði stórmarkaðar í Sydney í gær. Kengúrukjöt vin- sælt í Astralíu Sidney. Reuter. EFTIRSPURN eftir kengúrukjöti reyndist miklu meiri en framboð þegar það var í fyrsta sinn á boðstólum í áströlskum stór- mörkuðum. í stórverslun í Sydney seldist áætlaður vikuskammtur upp á nokkrum klukkutímum. Kengúruveiðar voru lögleiddar í þremur stærstu fylkjum Ástralíu þar sem dýrin hafa valdið miklum spjöllum á ræktarlandi. Þykir brýnt að fækka þeim og hefur meindýraeyðum verið heimilt að fella 5,2 milljónir dýra. Því er spáð að mikil eftirspurn eftir kjöti hvetji veiði- mennina til dáða en hingað til hafa þeir fengið frekar lítið fyrir veiðina sem farið hefur aðallega í gæludýrafóður. Talið var að eftirspurn eftir kengúrukjöti yrði dræm; að Ástralir yrðu ekki mjög spenntir fyrir þvi að borða þjóðartákn sitt. En reyndin hefur orðið önnur og er vel látið af kjötinu sem er bragðmikið, magurt, próteinríkt og kólesteról- snautt. Verðið er svipað og á öðru kjöti; kílóið af lendarvöðva kostar jafnvirði 540 króna út úr búð og hakkið 285 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.