Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 31 Guðrún Svava Ama dóttír — Minnmg Fædd 23. desember 1908 Dáin 16. júlí 1993 Guðrún Ámadóttir er látin. Hún lést í sjúkrahúsi Akraness 16. júlí. Guðrún fæddist 23. desember 1908, dóttir Árna Eiríkssonar leik- ara og kaupmanns og konu hans Vilborgar Runólfsdóttur. Þrír ætt- liðir föður hennar höfðu búið í Reykjavík en móðurættin var skaft- fellsk. Hún ólst upp í Reykjavík, sem þá var lítill bær og vingjarnlegur, þar sem allir þekktust og aðkomu- maður vakti athygli á götum bæjar- ins. Að loknu gagnfræðaprófi í Reykjavíkurskóla fór hún til náms í Skotlandi í eitt ár og dvaldist hjá tengdafólki hálfsystur sinnar af fyrra hjónabandi Árna. Komin heim vann hún um tíma í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og stundaði nám í hús- stjórnardeild Kvennaskólans. Um þær mundir kom heim ungur maður — Ásgeir Þ. Ólafsson — og hafði lokið dýralæknisprófi í Hannover. Hann er einn af fyrstu dýralæknum landsins. Þau felldu hugi saman og giftust hinn 6. sept- ember 1930. Ásgeir tók við embætti dýra- læknis á Vesturlandi og sat í Borg- arnesi. Héraðið var æði víðlent, náði frá Botnsá í Hvalfírði að sunn- an og norður að ísafjarðardjúpi, en nú sinna sjö dýralæknar þeim hér- uðum. Ræður af líkum að mikil ferðalög fylgdu embættinu, og sá sem átti að sinna heilsufari búpen- ings í sjö sýslum hefir oft verið að heiman og lengi. Hvíldi öll bústjóm á herðum húsmóðurinnar þá og æ síðan. Margir áttu erindi við dýra- lækninn, var gestkvæmt á heimilinu alla tíð og þó mest framan af, enda lítið um gistihús og matsölur og samgöngur erfiðar. Þá varð ekki skroppið ofan úr Borgarijarðardöl- um í Borgarnes og lokið öllum er- indum á einu síðdegi. Hjónin voru bæði tvö gestrisin og veitul. Gest- risni þeirra var í raun um efni fram, launin voru lág og þurfti að halda vel á svo fjölskyldan kæmist af, þó ekki kæmi til gestagangur, en allir sem erindi áttu við dýralækninn voru velkomnir að borði þeirra, og margir gistu. Framan af bjuggu þau við þröng- an húsakost og þægindasnauðan. Er þá ekki miðað við þægindi okkar nú á tíð, heldur við lífsháttu í Reykjavík fyrir sjö tugum ára. Guð- rún þurfti að semja sig að búskapar- háttum fyrri tíma. Á sláturtíð þurfti að birgja heimilið upp að vistum fyrir veturinn. Kæligeymslur voru engar til, og varð að sjóða niður það, sem nota þurfti af kjöti og öðru nýmeti til jafnlengdar. Það hafa ekki verið sældardagar ungri Reykjavíkurstúlku að takast á við nýtt líf og erfiðleika af öðru tagi en hún hafði áður þekkt. Þá kom sér vel að hún var nýtin og hagsýn, bæði að upplagi og upp- eldi. Móðir hennar var listamaður í öllu sem viðkom heimilishaldi og varð hver króna að tveimur í henn- ar höndum. Var kært með þeim mæðgum og sótti Guðrún ráð og styrk til móður sinnar alla tíð með- an báðar lifðu. Guðrún var dugnaðarforkur, annars hefði hún ekki ráðið við fyrstu Borgamessárin. Sumt dugn- aðarfólk er hrjúft, göslast um með bægslagangi og eys á báðar hend- ur. Það var ekki háttur Guðrúnar, hún var jafnlynd, geðgóð og glað- sinna. Ég hygg, að allir sem kynntust henni hafi metið hana að verðleik- um, ekki einasta fyrir það hvern veg liún rak heimili þeirra hjóna, heldur fyrir fágaða framkomu og alúð í viðmóti við alla þá mörgu, sem komu í snertingu við dýralækn- isheimilið. Vettvangur hennar var heimilið og utan þess ekki, nema að hún gaf sér tíma til að starfa í kvenfélagi Borgarness og gegndi þar formennsku um sinn. Maður hennar gegndi stóru hér- aði, en það minnkaði eftir því sem fleiri dýralæknar tóku til starfa og var orðið viðráðanlegt um það lauk. Höfðu þá jafnframt batnað launa- kjör svo þau komust vel af. Það er erfitt að vera einyrkja læknir, hvort heldur hann á að lækna fólkið eða búpening þess. Ég tel, að Guðrún hafi átt gijdan þátt í þeim vinsæld- um, sem Ásgeir naut í héraði sínu. Synir þeirra hjóna eru þrír: Ólaf- ur Arni, f. 4. ágúst 1931, verkfræð- ingur í Texas, kvæntur Guðrúnu Ottósdóttur; Bragi, f. 20. mars 1940, tannlæknir í Reykjavík, kvæntur Eddu Hinriksdóttur; og Ásgeir, f. 23. júní 1948, búsettur í Borgarnesi, deildarstjóri tölvudeild- ar kaupfélagsins þar. Guðrún var sonum sínum góð móðir, lét sér annt um uppeldi þeirra og þroska. Hún skar upp eins og hún sáði, allir eru þeir vænir menn og standa fyrir sínu. Þegar Ásgeir varð sjötugur árið 1972 lét hann af störfum og þau fluttu til Reykjavíkur. Þá var Guð- rún aftur komin heim. En það breyt- ist allt með árunum. Þetta var ekki sú Reykjavík, sem hún þekkti í æsku sinni. Þá voru kunningjar á hveiju strái, hvar sem farið var. Þá var Öskjuhlíð úti í sveit og beija- land Reykvíkinga, og það tók dag- inn að fara í sundlaugarnar til Páls Erlingssonar að læra sund. Nú eru þessir staðir miðsvæðis og sömu líkur að hitta kunningja á gangi í bænum og á ferð í erlendri borg. Með hækkandi aldri minnkaði þrekið. Þeim varð báðum þyngra undir fæti og sjúkleiki sótti á Guð- rúnu. Þau fengu inni í Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi og fluttu þangað að hausti 1992. Þeim hafði alltaf fallið vel í Borgamesi, bæði við fólk og stað, og þarna var að- búð góð, þjónusta með ágætum og viðmót markað af elskusemi og al- úð. Þarna ætluðu þau að eyða ævi- kvöldinu. Það kvöldaði fýrr en varði. Þau áttu von á syni sínum í heimsókn frá Texas á útmánuðum. Guðrún hlakkaði ákaft til þeirra funda. Fáum dögum áður en hann kom fékk hún heilaáfall og var flutt í sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt og fékk hægt andlát að morgni hins 16. júlí. Með Guðrúnu er fallin ein af þeim stoðum, sem farsælt þjóðfélag byggir á. Hún sinnti því hlutverki, sem hún hafði kosið, með sæmd og án fordildar. Hún starfaði ekki að þjóðfélagsmálum eða leitaði frama utan heimilis og hafði þó til þess alla burði hefði hún viljað. Minning hennar geymist óflekk- uð í huga þeirra sem þekktu hana. Bjarni Jónsson. Um þetta leyti eru liðin tæp 40 ár frá því ég kom fyrst á heimili dýralæknishjónanna í Borgamesi, þeirra Ásgeirs Ólafssonar og Guð- rúnar Árnadóttur. Mér hafði boðist starf að leysa héraðsdýralækninn af í sumarleyfi hans þetta sumar. Það var með vissum kvíða að ég lagði í hann, þar sem reynsla mín af dýralæknisstörfum fram að þess- um tíma var frekar klén, aðeins verið á skólaklínikinni og ekki fyrr þurft að standa á eigin fótum í þeim efnum. Þegar uppeftir kom leitaði ég uppi dýralæknisbústaðinn og spurði eftir dýralækninum. Til dyra kom vingjarnleg kona, sem reyndist vera dýralæknisfrúin. Sagði hún að dýralæknirinn væri úti í vitjun og kæmi ekki heim fyrr en eftir 2-3 tíma. Næst kynnti ég mig og sagði að ég væri sumar- afleysingarmaðurinn. Mér var um- svifalaust boðið inn, og á næstu klukkustundum setti hún mig inn í dýralæknisstarfið í Mýra- og Borg- arfjarðarhéraði, jafnframt því hvernig ætti að stjóma „praxísn- um“ svo að ekki sköpuðust vand- ræði þegar dýralæknirinn væri í vitjunum og erfitt að ná til hans. Tel ég mig hafa búið að þessum leiðbeiningum allt fram á þennan dag. Síðar, þegar ég tók við starfí dýralæknis í Dalaumdæmi, mynd- uðust sterk tengsl milli fjölskyldna okkar sem hafa haldist alla tíð. Það var alltaf viss eftirvænting að fara í heimsókn til Borgarness og ætíð fórum við léttari í bragði heim á leið. Guðrún var fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar uns hún gift- ist Ásgeiri og fluttist í Borgames. Hún undi sér vel í Borgarnesi, eign- aðist þar fjölmarga vini og tók þátt í margháttuðum félagsstörfum. Mér fannst sem hún saknaði alltaf Reykjavíkur og lífsins þar, en það kann þó að hafa skapast af því að við vorum bæði uppalin þar og þrátt fyrir nokkurn aldursmun beindust umræður okkar æði oft að fólki og atburðum tengdum borginni. Guðrún var skartkona og glæsi- leg í framkomu. Hún var skemmti- leg og fróð og manni leið vel í ná- vist hennar. Á dýralæknaþingum var hún hrókur alls fagnaðar og verður þeirra hjóna sárt saknað af kollegum og mökum þeirra. Þegar heilsu Guðrúnar hrakaði á síðustu misserum og hún treysti sér ekki lengur til að halda heimili fýr- ir þau hjón, ákvað hún að þau flyttu í elliheimilið í Borgarnesi þar sem öruggari þjónustu væri að fá. Því miður gafst ekki langur tími til að endurnýja gamlan kunningsskap og vera í nábýli við yngsta soninn eins og hún hafði horft fram til með ákveðinni eftirvæntingu. Á fáum stöðum á íslandi er kvöldfegurra en í Borgarnesi. Þegar vestursólin skín og fjallahringurinn verður hvað stærstur og skuggar kvöldsólarinnar skapa mesta dýpt í landslagið. Á slíkum degi lagði Guðrún í sina hinstu ferð. Við mun- um minnast hennar lengst, þar sem hún stendur brosandi í kvöldskininu fyrir utan dýralæknisbústaðinn í Borgarnesi og veifar í kveðjuskyni eftir skemmtilegan fund með þeim hjónum. Við Agnes og bömin þökkum fýrir liðnar stundir og sendum Ás- geiri og öðrum ástvinum einlægar samúðarkveðj ur. .Agnes og Bryryólfur Sandholt. Mín elskulega amma Gúlla er dáin. Hver hefði getað trúað því að hún ætti eftir að deyja á undan honum afa Ásgeiri? Hún sem var búin að hugsa svo vel um þau bæði á Kleppsveginum og var loksins komin á elliheimili í Borgamesi þar sem hún ætlaði nú heldur betur að njóta þess að láta stjana við sig. Þar þurfti hún ekki að hafa áhyggj- ur af neinu. Hún fékk þvottinn hreinan og straujaðan upp á her- bergi, fór í hárgreiðslu og snyrtingu og hafði það eins og á flottasta hóteli og hún átti það svo sannar- lega skilið. Afi Ásgeir og amma Gúlla bjuggu í Borgarnesi í tæplega hálfa öld. Afi var héraðsdýralæknir og amma sá um heimilið. Það var oft mikill erill á því heimili, þar sem bændur í héraðinu komu mikið til þeirra til að ná í lyf. Það var því oft sem amma þurfti að sinna því að afgreiða lyf og hvíldi mikið á henni, þar sem héraðið hans afa var svo stórt áð hann var oft ekki heima í marga daga. Afi sagði að hún væri ekki minni dýralæknir en hann og var hann oft feginn þegar hún hafði lagt á ráðin við bænd- urna, því þá þurfti hann oft ekki að fara í vitjanir til þeirra. Mínar fyrstu minningar frá því að fara í heimsókn til ömmu og afa eru mjög skemmtilegar. Þá bjuggu foreldrar mínir í Reykjavík og kom fyrir að maður fór með rútunni uppeftir. Þá tók ferðin lengri tíma en í dag og ég var oft orðin óþolin- móð þegar á leiðarenda kom. En í Borgarnesi væsti ekki um mann. Amma var mjög nákvæm og snyrti- leg kona. Ég man eftir því, að þeg- ar maður var búinn að hátta á kvöldin, þá þurftu fötin að vera vandlega brotin saman, og þau þurftu að vera á ákveðnum stól í herberginu. Þetta þótti mér ekkert sérlega skemmtilegt sem bami, en í dag skil ég þetta og hef tekið mér til fyrirmyndar. Eftir að amma og afí voru flutt til Reykjavíkur áttu þau mjög góða daga saman. Þau voru miklir vinir og fóru nánast allt saman. Það er því ekki hægt að tala um þau sitt í hvoru lagi, þau voru alltaf saman. Það lýsir því best, að einu sinni var ég að spyrja hana af hveiju hún færi ekki eitthvert þar sem gamla fólkið væri saman komið. Hún taldi að það gengi ekki, því afi væri svo sérvitur að hann myndi aldrei fínna sig í svoleiðis „selskap", þannig að hún fór ekki neitt. Þau fóru um allt í strætisvagni, afí og amma, en amma óskaði þess oft heitt að hún ætti bíl og gæti keyrt, en hún tre- ysti sér ekki til þess eftir að þau fluttu ofanað, en þar keyrði hún eins og herforingi. Þau voru mjög dugleg að fara á hina ýmsu listviðburði, að ég tali nú ekki um að fara í leikhús, en þau sáu nánast allt sem sýnt var. Það var ömmu mikið áfall þegar sjóninni hjá afa fór að hraka og hann gat ekki fylgt henni eins mik- ið eftir. Henni fannst þetta erfitt, þar sem þau höfðu verið svona sam- rýnd, og nú fannst henni hún ekk- ert fara eða gera og það átti aldeil- is ekki við hana. En ef henni var boðið eitthvað, þá hikaði hún ekki við það að þiggja boðið. Það var mjög gaman að taka hana með í Kringluna eða niður Laugaveginn og fá sér kaffi á eftir. Hún var dugleg að drífa mig með í leikhús. Þá átti hún það til að vera búin að panta miða og tilkynna manni tive- nær ætti að mæta. Það var einhvern veginn svo með þau ömmu og afa, að þau vöktu hvarvetna athygli. Það geislaði af þeim og þau voru svo vel til fara. Oft var talað um að afi væri eins og „enskur lord“ og það er mikið rétt. Amma hafði gaman af að segja frá því þegar þau voru eitt sinn á gangi niður Laugaveginn, en þá stöðvaði þau maður og spurði afa hvar hann hefði fengið þessa skó sem hann var í. Ég má til með að segja frá einum skörungsskap ömmu, en þá bjarg- aði hún mér heldur betur. Þannig var, að ég var nýbúin að kynnast manninum mínum sem er líka dýra- læknir. Framundan var haustfund- ur dýralækna og mikið „hóf‘ á eft- ir eins og amma orðaði það. Amma og afi ætluðu sér ekki að fara, þar sem afi var eitthvað lélegur og þess vegna ætlaði ég ekki heldur að fara. Þegar amma frétti þetta, þá var hún ekki lengi að „dressa“ afa upp, fara í lagningu sjálf og í „hófíð“ fórum við öll. Þessa var oft minnst og á ég henni mikið þakklæti fyrir. Eftir að ég kynntist dýralæknum sjálf, og sérstaklega hinum eldri sem muna eftir ömmu og afa, fínn ég að þeir bera mikla virðingu fyr- ir þeim og eru' mjög ánægðir með að barnabarn þeirra sé tengt stétt- inni því að hún er ekki svo stór. Með þessum orðum ætla ég að kveðja hana ömmu Gúllu. Það var gott að hún þurfti ekki að vera upp á neirm komin. Það hefði ekki átt vel við hana, þessa sjálfstæðu kjamakonu. Ég vil þakka starfs- fólki Akranesspítala, einnig starfs- fólki Elliheimilisins í Borgamesi, innilega fyrir þeirra aðhlynningu. Elsku afí, þinn missir er mikill. Jóna Dís Bragadóttír. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORLÁKS SKAFTASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala og handlækninga- deildar Landspítalans. Gyða Vestmann Einarsdóttir, Örn Þorláksson, Anna Björg Þorláksdóttir, Stefán Böðvarsson, Þór Þorláksson, Áslaug Gunnarsdóttir, Einar Þoriáksson, Gyða Sigriður Einarsdóttir, og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR, Meistaravöllum 21. Hafsteinn Þorsteinsson, Björn Hafsteinsson, Sigrún G. Óskarsdóttir, Hörður Hafsteinsson, Sævar A. Hafsteinsson, Þorsteinn Hafsteinsson, Marsibil Baldursdóttir, Anna María Hafsteinsdóttir, Einar Guðmundsson, Elsa Hafsteinsdóttir, Einar Kristinsson, Ægir Hafsteinsson, Emilía Fannbergsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar KRISTINS MÁS MAGNÚSSONAR verður Lystadún-Snæland hf. lokað í dag frá kl. 13.00-15.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.