Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Fiskeldi, draum- ur eða veruleiki? eftir Guðjón Jónsson, Ólaf Wernersson og Skúla Skúlason Er framtíð í fiskeldi á íslandi? Geta íslendingar setjið hjá án þess að taka fullan þátt í þeirri þróun sem er að eiga sér stað í fiskeldi í heiminum? Fiskeldi á íslandi er eitt af óhreinu börnunum sem fæstir virð- ast vilja skipta sér af. Sú saga, sem allir þekkja, hefur orðið til þess að ráðamenn tala sem minnst um fisk- eldi enda er það orð notað sem skammaryrði um ranga fjárfestingu sem misvitrir stjómmálamenn ýttu undir og hálfbilaðir ævintýramenn tóku þátt í. Hið fýrsta sem heyrist talað um, er að á því fjárfestingar- fylleríi sem farið var á hafi tapast 7-10 milljarðar króna. Vissulega er það rétt að miklir fjármunir töp- uðust vegna þessara fjárfestinga en þeir sem fylgjast með þróun fisk- eldis í heiminum geta ekki varist þeirri hugsun að ef til vill sé rétt að endurskoða afstöðu til fiskeldis sem fyrst. Margt bendir til að hægt sé að koma í veg fyrir að stór hluti þessarar fjárfestingar glatist og verði þannig engum til annars gagns en þess að geta í tækifæris- ræðum talað um enn eina vitleysuna í fjárfestingarmálum okkar. Fyrir nokkrum árum spáði Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna því að þörf fyrir fiskafurðir úr eldi yrði um 30 milljónir tonna árið 2025. Nú eru þessar spár famar að nálgast 60 milljónir tonna. Sér- fræðingar um fiskveiðar telja að nú þegar sé veitt árlega úr hafinu það magn sem gera megi ráð fyrir að sé veiðanlegt og því verði ekki hægt að fullnægja aukinni eftir- spurn eftir fískmeti með auknum veiðum. Eftirspurninni verður að mæta með fiskafurðum úr eldi og megi því gera ráð fyrir að það auk- ist mjög á næstu árum. Fiskeldi Norðmanna Norðmenn rækta einkum lax- fiska í sínu eldi. Á undanförnum árum hefur gengið á ýmsu í þeim efnum þar í landi. Fjárfesting var mikil og menn mjög bjartsýnir á að hagnast mætti vel á fiskeldinu. Markaðir fyrir þessa tegund af fiski mettuðust og verðið féll. Þetta varð til þess að allar stöðvar sem óhag- kvæmar voru lentu í gjaldþroti. Var því t.d. spáð árið 1991 að helming- ur allra fískeldisstöðva þar í landi yrði gjaldþrota. Þessi spá rættist ekki. Vissulega fóru allmargar stöðvar á höfuðið en þær sem þraukuðu sjá fram á betri tíma. Spár um að draga myndi úr fram- leiðslu hafa ekki ræst. T.d. var slátrað 138.000-140.000 tonnum af laxi þar í fyrra og er það nýtt met. Heildarútflutningsverðmæti var um 5,3 milljarðar norskra króna. Allan þann tíma sem erfiðleik- arnir voru sem mestir í eldinu í Noregi hefur átt sér stað þróun í þá átt að rekstrarkostnaður hefur lækkað. Einnig vilja menn þakka bættu fóðri, bættum starfsaðferð- um, hagstæðari skilyrðum í hafinu og betri stofnum bætta afkomu í greininni. Norðmenn horfa fram á mikinn hagnað af fiskeldi á þessu ári og telja að framleiðslan verði svipuð og í fyrra. Hvað brást í fiskeldi hér á landi? Hér er átt við strandeldi þegar talað er um fiskeldi. Mörg af þeim atriðum sem hér er minnst á eiga einnig við önnur eldisform eins og kvíaeldi og hafbeit en um slíkt eldi er ekki ú'allað hér. Frumherjarnir voru allt of bjart- sýnir um verð á framleiddum laxi. Guðjón Jónsson „Miklum fjármunum hefur verið varið í fisk- eldisstöðvar. Fjármun- um sem ekki eru glatað- ir, eins og margir álykta, heldur er hægt að nýta til verðmæta- sköpunar.“ Allir útreikningar voru reistir á verði sem var óraunhæft sem við- miðunarverð. Vissulega var mark- aðsverð á laxi hátt eða allt að þre- falt það verð sem fengist hefur síð- ustu misserin fyrir kíló af laxi. Við uppbyggingu hér gleymdist að gera athugun á framleiðslukostnaði þeirra aðila sem ráða mundu verð- inu á markaðinum. Norðmenn framleiða megnið af laxinum í sjókvíum sem eru til þess að gera Skúli Skúlason ódýrar í byggingu. Hér á landi voru reistar strandstöðyár sem eru dýrar í byggingu. Samt sem áður var gert ráð fyrir að framleiða svipað magn í þessum stöðvum og í kvíun- um. Hagnaður kvíaeldisstöðvanna hefði því orðið ótrúlegur ef það verð hefði haldist sem upphaflegu útreikningarnir voru miðaðir við. En það var margt annað sem brást einnig. Dæmi um slík atriði eru m.a.: - Seiði voru léleg. - Vöxtur var hægur þar setn byggt var á íslenskum stofni í stað norsks. - Fiskurinn varð kynþroska allt of snemma og þurfti því að slátra fiskinum mjög litlum. - Þjálfað starfslið skorti. - Sjúkdómar komu upp sem erf- itt var að ráða við. - Fjármögnun í greininni var mjög dýr, allir ætluðu að græða, ekki síst ríkið, og við það varð allur tilkostnaður hár. - Skipulagi greinarinnar var ábótavant. - Sölumálin voru lítt skipulögð. - Rannsóknir voru nánast engar í upphafi. Áf öllu þessu leiddi að menn náðu ekki tökum á framleiðslunni. Hún var lítil og gæðin sveiflu- kennd. Einnig voru sölumálin í ólestri. Allur tilkostnaður var mjög hár. T.d. var rafmagnsverð hátt og eins öll lán til rekstursins. Rekstr- UM STARFSHÆTTI ÞJÓÐKIRKJUNNAR eftir Árna Helgason Birna Friðriksdóttir, starfsmaður á Fræðsludeild kirkjunnar, ritar til mín nokkur orð í Mbl. 17. júlí sl., þar sem hún reynir að telja lesend- um trú um að grein mín í Mbl. 9. júlí sl. hafi verið mistök, en þar ræddi ég um seinustu ráðstefnu prestanna og umræðuefnin sem auglýst voru: Embættaskipun innan kirkjunnar, varðveiting eigna kirkn- anna og auðvitað um aukatekjur. Um andleg verðmæti var ekkert í opinberu dagskránni. Þar gefur hún í skyn að þessi mál hafi ekki verið rædd heldur hin andlegu aðallega. En hvers vegna voru þau þá ekki auglýst. En trúi hver sem vill, að Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11-16 s 5 Nýbýlavegi 12, simi 44433. ekkert hafi verið pláss fyrir hin veraldlegu mál sem auglýst voru. Auðvitað reynir hún að vera hús- bóndaholl. Ég sagði að Mammon væri farinn að skipa alvarlega mik- inn sess í kirkjunni okkar. Því gæti ég fundið stað, því miður. Hún seg- ist hafa flett skjölum kirkjunnar í tíu ár og þar kpmi skýrt fram að á allt að 100 bls. (hve stórar, ekki sagt) hafi verið fjallað um málefni fjölskyldunnar, ekki segir hún hvaða málefni, og svo heilmikið af ályktun um skaðsemi áfengis og vímu. Já, en hvernig stendur kirkjan að þeim málum? Ég hefí um 50 ára skeið staðið hér fyrir kristilegri bindindisstarfsemi, þ.e. Góðtempla- rastúlku, sem hefir upphaf og endi fundanna með bæn til Jesú Krists. Þetta hefir verið erfiðara nú í nokk- um tíma svo mér datt í hug í vetur að leita til sóknarprestsins míns og láta hann vita af því að annað kvöld yrði ég með stúkufund og þætti mér vænt um að sjá hann þar. Svar- ið var bæði stutt og snaggaralegt: Ég hefí engan tíma til þess. Og síðar: Það getur vel verið að ég komi einhverntímann. Og þar með var draumurinn búinn. Hann hefur auðsjáanlega ekki tekið alvarlega um§öllun kirkjunnar um áfengis- mál. Þá hefir það ekki farið fram- hjá þeim sem trúa, hversu andað hefir til hinna það sem þeir segja í kirkjunni? Sértrúarsöfnuði, þar sem fólkið frelsast unnvörpum og snýr frá heiminum til Jesú Krists. Lofandi hann og þakkandi. Ég veit ekki hvort hægt er að tala um þetta fólk sem sértrúar, sem tekur Krist svo alvarlega að það fórnar öllu á altari hans og spyr ekki um hvað það fær í kaup. Ég kom á samkomu í Veginum í haust og dáðist að. Þar voru mætt yfir 400 manns, eftir því sem safnaðarforstjóri tjáði mér og um 50 manns komu fram til fyrirbænar. Og að vera viðstaddur þessa stórkostlegu samkomu þar sem söfnuðurinn lofaði Drottin há- stöfum og söng lof og dýrð. Þetta var dásamleg og ógleymanleg stund. Og þar var einnig gaman að hlusta á vitnisburð reynslunnar. Nokkru síðar fór ég við guðsþjón- ustu í Dómkirkjuna, þar voru um 7 eða 8 fyrir utan starfsfólk og ég man lítið af því sem sagt var, það greip ekki huga minn. Árni Helgason En það var líka annað. Nú fór ég að líta í fjárlögin í ár til að afla mér upplýsinga um á hverju Þjóð- kirkjan okkar nærðist. Þar kom mér margt fróðlegt fyrir sjónir: Biskup Islands fær tæpar 50 millj- ónir eða um það bil það sem kirkjan mín skuldar í dag. Sundurliðast Yfírsjón 36 milljónir. Prestastefna um 4 milljónir (hvað er þar innifal- ið), ef venjulegur safnaðarmaður má spyrja. Ýmis verkefni, sem lík- lega má sama segja 5,6 milljónir. Hvað er það? Gæti ekki frú Birna gefíð mér ljósrit af sundurliðun þessara liða, þ.e. prestastefnu og ýmis kostnaður. Þetta getur ekki verið leyndamál. Svo kemur liður- inn: Prestar og prófastar 316 millj- ónir og í þeim lið eru önnur gjöld 64 milljónir. Gæti ég fengið að vita hvað það þýðir. Svo fara 18 milljón- Ólafur Wernersson arlán gátu borið allt að 30% raun- vexti. Tryggingar gerðu reksturinn í þessum dýru mannvirkjum erfiða þar sem sú krafa var gerð til eldis- ins að súrefnisþörf físks yrði full- nægt með vatni sem dælt væri í kerin. Við þessu var unnt að verða með því að dæla mjög miklu vatni í kerin eða hafa fremur lítinn físk í kerunum. Þessi skilyrði gerðu rekstrarmöguleika nánast að engu, þ.e. ef rekstraraðilar vildu tryggja rekstrarafkomuna. Það voru því margir samverkandi þættir sem urðu til þess að flestar strandeldisstöðvar hafa hætt rekstri eða átt við mikla rekstrarerfiðleika að etja. Miklum ijármunum hefur verið varið í fískeldisstöðvar. Fjármunum sem ekki eru glataðir, eins og marg- ir álykta, heldur er hægt að nýta til verðmætasköpunar. Framleiðni í greininni hefur aukist um allan helming og íslendingar hafa vissu- Iega skapað sér forskot á sviði þekkingar í greininni. Með því að draga lærdóm af biturri reynslu undangenginna ára og nýta þekk- inguna sem orðið hefur, er framtíð í fiskeldi á íslandi. Guðjón Jónsson er deildarstjóri Umh verfisdeildar Iðntæknistofnunar, Ólafur Wernersson er framkvæmdastjóri íslandslax og Skúli Skúlason er framkvæmdastjóri Fjölhönnunar. ir í kristnisjóð. Og enn langar mig til að spyija í hvað er þessu fé var- ið. Vonandi ekki í skrifstofukostn- að. Fólk verður að fyrirgefa mér að mér hefir fundist þugnamiðja kirkjunnar snúast um peninga og jafnvel Mammon settur skör hærra en þeirri stofnun ber. Ég geri mest- ar kröfur til þess að guðsríki fáir sem mesta útbreiðslu um gjörvalla jörð og til þess reyni ég að leggja mitt litla pund. Ég hefi líka oft leitt hugann að því ef til þess kæmi að kirkjan missti sinn einakrétt, t.d. á ferming- um, skírnum, jarðarförum o.s.frv., hvað myndi verða um hana? Svari því hver sem vill. En ætti kirkjan okkar ekki að horfa til þeirra sem hún nefnir „sértrúarflokka" og læra af þeim og kynna sér boðun þeirra? Þeir standa ekki í þrefum við ríkið um meiri peninga. Boðun fagnaðar- erindisins er þeirra hjartans mál og til útbreiðslu þess og boðunar er kröftunum varið. Og kirkjan okkar þarf miklu meiri gagnrýni en ég megna með mínum fátæklegu orðum og ef fræðslumaður þjóðkirkjunnar, hún Birna, er ánægð um kirkjuna sína í dag og segir amen við því öllu, þætti mér vænt um að þegar hún opnaði munninn sinn næst gætti vel að því hvort svartur blettur væri á tungunni, eins og hún amma mín sagði stundum, þegar henni fannst við krakkarnir gera sann- leikanum ekki nógu góð skil. En hvað um það. Þú manst eftir að senda mér ljósrit sem framan getur svo ég geti þá kynnt mér betur starfshætti og verðmæti þjóðkirkj- unnar minnar. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri á Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.