Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Þing Evrópusamtaka smá- og meðalstórra fyrirtækja Fyrirtæki, en ekki ríkisstjórn- ir, skapa atvinnutækifæri EUROPMI er skammstöfun Evrópunefndar sjálfstæðra smá- og meðalfyrirtækja. Fyrirtækja- sambönd aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, EB, eiga aðild að nefndinni og geta á þeim vett- vangi haft bein áhrif á áætlanir EB sem snerta málefni smá- og meðalfyrirtækja í Evrópu. EUROPMI ákvað fyrir tæpu ári að veita samtökum EFTA-ríkj- anna fulla aðild og öllum samtök- um sem starfa að málefnum smá- og meðalfyrirtækja er heimil þátttaka. EUROPMI hélt þing á Mallorca 29. og 30. maí sl. Var þingið haldið á Palma í framhaldi ársþings PIM- EM-samtaka smá- og meðalfyrir- tækja á Mallorca. Viðskipta- og iðn- aðarráðherra Mallorca setti þingið og því var slitið af forsætisráðherra Mallorca. Meginefni þingsins var „EB-markaðurinn og samkeppni smá- og meðalfyrirtækja", sem skipt var í eftirfarandi fjóra mála- flokka: Efnahags- og þjóðfélagsþróun smá- og meðalfyrirtækja í Evrópu og ástandið í einstökum löndum EB. Samkeppnin í dag; þjóðleg, al- þjóðleg og evrópsk áskorun. (Tak- markanir í skipulags- og umhverfis- málum og vegna kringumstæðna. Fjármögnunarvandamál. Viðskipta- reglur stórfyrirtækja gagnvart smá- og meðalfyrirtækjum.) Heildarstefna varðandi tryggingu samkeppni smá- og meðalfyr- irtækja. (Stefna einstakra þjóða og dæmi frá Bandaríkjunum. Framtíð- arstefna EB um aðgerðir til trygg- ingar áframhaldandi stefnu í mál- efnum fyrirtækja. Nauðsyn efna- hags- og alþjóðlegrar sameiningar; framleiðni, tollamál og framtíð Evr- ópu.) Forgangsverkefni við endurupp- byggingu á samkeppni. (Skýrslur frá rannsóknarstarfi á smá- og meðalfyrirtækjum í Evrópu. For- gangsverkefni XXIII Directorate Gereral frá Evyópubandalagsnefnd- inni.) Flutningur skýrslna meðlima EUROPMI og viðræður fóru fram á 4 tungumálum, sem jafnóðum voru þýdd af þingtúlkum. { opnunrræðu sinni lagði Brian A. Prime forseti EUROPMI áherslu á að EB marki langtímastefnu gagnvart smá- og. meðalfyrirtækj- um innan þess. „Að setja 12 lönd saman í einn markað, skapar ekki aðeins aukna samkeppni heldur einnig mörg vandamál á sviði reglugerða og framkvæmda þeirra. Stóru fyrir- tækin hafa ekki sýnt jafn mikinn sveigjanleika í alögunarhæfni sinni að aukinni samkeppni og smá- og meðalfyrirtækin. Eg óttast að ein- hveijir reyni að fara aðrar leiðir en samkeppnisleiðina á grundvelli framleiðslugæða, magns og rétts verðs," sagði Brian. „Ég tel það þess vegna mikil- vægt, að EB marki skýra stefnu um samkeppni fyrir framtíðina." Nær öll fyrirtæki I Evrópu eru smá- og meðalstór Bruno Wattenbergh skrifstofu- stjóri EUROPMI gerði grein fyrir ástandinu í Evrópu: „Mörg smá- og meðalfyrirtæki hafa sýnt sterka mótstöðu gegn efnahagslægðinni, sem ríkir í aðildarríkjunum, þrátt fyrir að mörg hafi orðið undir. En stór fyrirtæki með sterkan efnahag verða líka gjaldþrota. Þrátt fyrir ýmsa möguleika, sem smáfyrirtæk- in geta ekki nýtt sér á sviði skatta og fjármögnunar, eru stórfyrirtækin stirðari í aðlögun sinni að nýjum aðstæðum en smáfyrirtækin. Smá- fyrirtækin eru líka laus við verð- Á EUROPMI - þingi: Donald Martin, fulltrúi brezkra smáfyrirtækja, Brian Prime, forseti Europmi og Joan Fuster varaforseti samtakanna. bréfabrask. Viðhorf efnahagssér- fræðinga til smá- og meðalfyrir- tækja hafa breyst. Áður voru þeir hlynntir stórfyrirtækjarekstri en nú hefur mikilvægi smá- og meðalfyr- irtækja sífellt orðið skýrara. Fleiri en 9 af hveijum 10 fyrirtækjum eru lítil og meðalstór. Smáfyrirtækin skapa stærstan hluta atvinnu í allri Evrópu og eru þannig grundvöllur- inn að velferð þjóðanna. Ég vonast til þess, að ríkisstjómir Evrópu-' bandalagsríkjanna hugsi um þetta atriði og skapi heilbrigðari forsend- ur fyrir starfsemi smáfyrirtækjanna í löndum sínum,“ sagði Bmno Watt- enberg. I erindi sínu um niðurstöður rann- sókna á stöðu smá- og meðalfyrir- tækja í Evrópu setti Alexander Wennekers fram fjórar spumingar: 1. Hvesu mörg ný fyrirtæki eru stofnuð? 2. Hversu mörg störf skapa smá- og meðalfyrirtækin? 3. Hvemig er fjármögnun smá- og meðalfyrirtækjanna háttað? 4. Hvaða vandamál mæta smá- og meðalfyrirtækin oftast í starf- seminni? Alexander Wennekers er starfs- maður hollensku efnahagsstofnunar lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en sú stofnun leiðir og samræmir allar rannsóknir innan EB um þessi mái. Dæmigerða EB-fyrirtækið hefur 6 starfsmenn Sem svar við fyrstu spurningunni byijaði Wennekers á að leggja fram skilgreiningu á hugtökunum ör-, smá-, meðal- og stórfyrirtæki: „Örfyrirtæki hefur 0-9 fastráðna starfsmenn. Smáfyrirtæki hefur 10-99 fastráðna starfsmenn. Með- alfyrirtæki hefur 100-499 fastr- áðna starfsmenn. Stórfyrirtæki hef- ur 500 eða fleiri fastráðna starfs- menn. Samtals eru um 15,7 milljón- ir einkafyrirtækja innan EB. Af þeim flokkast einungis um 12 þús- und undir skilgreininguna stórfyrir- tæki. Dæmigerða EB-fyrirtækið er örfyrirtæki með 6 ráðna starfs- menn. Meðalfjöldi fyrirtækja á hveija þúsund íbúa er 45, nokkuð hærri í Suður-Evrópu eða um 60 á Grikklandi og í Portúgal. Árlega eru stofnuð 1,4 milljónir nýrra fyrirtækja innan EB. 60% þeirra eru enn starfandi eftir 4 ár. Þannig taka á milli 6 og 7 þúsund einstaklingar áhættu á hveijum vinnudegi og stofna ný fyrirtæki, sem koma af fullum krafti inn í framleiðsluna. Á meðan ég hef talað hafa 500 ný fyrirtæki verið stofn- uð,“ sagði Wennekers. Smá- og meðalfyrirtækin skapa 70% atvinnu einkafyrirtækja Fjöldi starfa hefur aukist hjá smá- og meðalfyrirtækjum, þrátt fyrir efnahagslægð undanfarinna ára. 70% af öllum störfum hjá einka- fyrirtækjum eru hjá smá- og meðal- fyrirtækjunum. 75% allra nýrra starfa á árunum 1989-1992 skap- aðist hjá smá- og meðalfyrirtækjun- um. Átímabilinu 1991-1992 jukust atvinnutækifærin eingöngu hjá ör- fyrirtækjunum. Alls starfa tæplega 64 milljónir manna hjá smá- og meðalfyrirtækjunum. Fleiri konur og yngri starfsmenn starfa hjá smá- og meðalfyrirtækjunum en hjá stór- fyrirtækjunum. Meiri þekkingar er oftar krafist og hærri launakostnað- ur er hjá stórfyrirtækjunum. Þar er framleiðnin einnig hærri, þar sem stórfyrirtækin geta nýtt sér afköst fjöldaframleiðslunnar. Hæsta fram- leiðnin á sviði þjónustu er hjá meðal- fyrirtækjunum. Styrkur smá- og meðalfyrirtækj- anna er: — Fjöldi nýstofnaðra fyrirtækja. — Sveigjanleiki. — Hátt hlutfall þjónustu. — Hátt hlutfall undirverktaka- samninga. — Kraftur við atvinnusköpun. Veikleiki smá- og meðalfyrirtækj- anna er: — Fj'öldi fyrirtækja sem hætta störfum. — Veik markaðsstefna. — Lág framleiðni. — Hár fjármagnskostnaður. Áhrif sameiningu markaðsins á smá- og meðalfyrirtækin: Sameiningaráhrifm geta í byijun tafið fyrir lækkun raunkostnaðar. Litið til aðeins lengri tíma verður markaður smá- og meðalfyrirtækj- anna stærri, samkeppnin harðari, viðskiptin aukast og hagnýtni í framleiðslu fyrirtækjanna eykst. Séð til langtíma eykst þróttur við- skiptalífsins, velmegunin eykst og neytendavenjur verða fleiri og fjölbrytilegri. Nýir möguleikar opn- ast fyrir smá- og meðalfyrirtækin innan EB. Langvinn áhrif efnahagslægðar í EB Hagvöxtur innan EB var +3,3% árlega 1986-1989, +2,8% 1990, +1,4% 1991, +1,1% 1992, en nei- kvæðum hagvexti er spáð 1993. Aðrar tilhneigingar eru: — Færri yngri starfsmenn — Hærri meðalaldur neytenda — Örari tækniþróun — Sveigjanleg framleiðsla — Markaðurinn verður alþjóðlegri Tækifæri fyrir smá- og meðalfyr- irtækin: — Fleiri einstaklingar stofna fyr- irtæki. — Fjölbreytilegri neytendamark- aður. — Innkun lágframleiðni og tækni- þróum — Útlflutningsmöguleikar. Hættur fyrir smá- og meðalfyrir- tækin: — Efnahagslægðin er lengri en gert var ráð fyrir. — Harðari alþjóðasamkeppni. — Meiri gæðakröfur í verktaka- samningum. — Tækniþróun minnkar atvinnu- sköpun. — Fjáröflun og fjármagnsmark- aðurinn. Ójafnir skilmálar á fjármagnsmarkaði EB í greinargerð sinni um rannsókn- ir á stöðu smá- og meðalfyrirtækj- anna á fjármagnsmarkaði Evrópu, ræddi Dr. Robert Cressy frá ensku rannsóknarstofnuninni við Warwic Business School, m.a. um aðstöðu- mun stórfyrirtækjanna. „Stórfyrir- tækin njóta betri kjara hjá bönkun- um en smá- og meðalfyrirtækin. Bankarnir telja áhættuminna að lána stórfyrirtækjum og lánakostn- aður er minni af stærri lánum. Stór- fyrirtækin borga um 1-2% lægri vexti af langtímalánum sínum en smá- og meðalfyrirtækin þurfa að greiða fyrir samsvarandi lán. Frá 1987 hafa fjármagnstekjur lækkað af útlánum. 60-70% af lánsijár- magni kemur frá bönkum, trygging- arfélögum og ellilífeyrissjóðum inn- an EB. Lánsfjármagnið um 30 bil- ljónir ECU árið 1991. Ef litið er á hveijir það eru sem taka lána, fá örfyrirtækin 8,9%, smáfyrirtækin 27,3%, meðalfyrirtækin 34,6% og stórfyrirtækin 29,2% af lánveiting- um.“ Fulltrúar frá flestum Everópu- bandalagsríkjunum voru með á þinginu, sep forsætisráðherra Mall- orca sleit. í Iokaorðum sínum þakk- aði hann tilvist og þinghöld EUROPMI með þeim orðum, að öll lönd þyrftu á smá- og meðalfyrir- tækjum að halda og oft væri erfitt fyrir stjórnmálamenn að' átta sig á, hvað væri réttast, því „það eru fyrir- tækin sjálf sem skapa atvinnuna en ekki ríkisstjómirnar". EUROPMI mun halda fleiri þing síðar á þessu ári, í Napólí, Prag og Edingborg. Vandamálin einung’is leyst í samstarfi við smáfyrirtækin Max Rosan, sem í dag er heiðurs- forseti EUROPMI, sagði þetta um bakgrunninn að Evrópusamstarfi smá- og meðalfyrirtækja: Ég rak fyrirtæki f pappírsiðnað- inum í Belgíu og var framkvæmda- stjóri í fyrirtækjasamtökum þar. Á ákveðinni stundu var ákveðið að stofna sérstök samtök smáfyrir- tækja, sem gætu sinnt vandamálum þeirra og var ég kosinn forseti þeirra. • Við höfðum á þessum árum starf- andi fyrirtækjasamtök í Belgíu, sem var stjórnað af stóru fyrirtækjunum, þrátt fyrir að flestallar stærðir fyrir- tækja væru meðlimir. Okkur, sem áttum smá og meðalstór fyrirtæki, fannst okkar hagur vera fyrir borð borinn. Einn daginn hittumst við til að ræða þessi mál og útkoman varð sú, að við stofnuðum sérstakt sam- band smá- og meðalfyrirtækja í Belgíu. Við gátum ekki Iengur verið með í samtökum, sem styrkt voru af hagsmunum stórrekstursins. Ég var forseti þessara samtaka milli 1975 og 1985. Samtök okkar gengu með í EUROPMI og 1981 skrifuðu Frakk- arnir bréf og báðu okkur um hjálp við að hleypa nýju lífi í EUROPMI. Ég var beðinn um að gegna for- mennsku, sem ég afþakkaði vegna tímaskorts, en var kjörinn varafor- seti. Ég vil gjarnan, að það komi skýrt fram, hvers vegna smá- og meðalstór fyrirtæki vilja hafa eigin samtök: Við viljum að stjórnvöld taki tillit Max Rosan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.