Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Minning Kristínn Már Vest- mann Magnússon Fæddur 2. júní 1953 Dáinn 14. júlí 1993 Þar sem ég sit hérna heima á Hávallagötu með pennann minn og hugsa um þig Kiddi minn og okkar kunningsskap er mér efst í huga þakklæti til þín fyrir stundirnar sem við áttum saman, fyrst í Blesugróf- inni þar sem við ólumst upp saman, þú í Dalbæ, ég á E-götunni. Stund- imar sem við áttum saman hlust- andi á hljómplötur, létum hrynjand- ina gleypa okkur, fengum gæsahúð af góðu sólói, góðum söng, góðri laglínu. Stundimar sem við áttum saman gangandi um borgina eða úti í náttúmnni, dáðumst að lands- laginu, glugga á húsi, fugli og blómi. Stundimar sem við áttum saman skeggræðandi, sáum ný sjónarhorn, „húmorinn þinn“. Stundimar sem við áttum saman: Þú og Ella, ég og Hulda, báðir komnir með fjölskyldur, báðir komnir vestur í bæ, dásömuðum hverfíð okkar, héldum tryggð við Blesugrófína, sprönguðum Elliðaár- hólmann, rifjuðum upp fólk, hús. En nú ert þú farinn, Kiddi minn, ekki langt, mynd þín er skýr. Ég kveð þig eins og .við kvöddumst alltaf og segi „sjáumst". Þinn vinur Haraldur Þorsteinsson. Miðvikudaginn 14. júlí lést á heimili sínu, Nesvegi 65, Reykjavík, Kristinn Már Magnússon, þá nýlega orðinn 40 ára. Það er alltaf sárt og þungbært, þegar ungt fólk á bezta aldri fellur frá. Fjörtíu ára aldur er í rauninni blómi lífsins. Þá em framundan ótal verkefni sem gmnnur hefur verið lagður að fyrir þann, sem á heimili og fjögur börn. Við sem þessar kveðjulínur send- um kynntumst Kristni Má fyrir um það bil 12 ámm, þegar hann gekk í hjónaband með dóttur Steinar, Elínu Sólveigu. Eftir það urðu kynni okkar náin. Við fundum strax að Kristinn Már var góður drengur, traustur og trúr. Hann var mikill vinur vina sinna og þótti með af- brigðum trúr starfsmaður. Kristinn Már starfaði um nokk- urt árabil við fyrirtæki Péturs Snæ- lands. Þar urðu allir sem með hon- um unnu vinir hans. Kristinn Már var ekki aðeins ljúfur og trúr sam- starfsmaður. Hann var einstaklega laginn og samviskusamur. Það gerði hann jafnt í augum yfir- sem undirmanna að þeim vinsæla og eftirsótta starsmanni, sem hann var. Síðar kom að því að fyrirtæki Péturs Snælands sameinaðist öðm fyrirtæki. Þá var stofnað fyrirtækið Lystadún-Snæland. Þar gekk Krist- inn Már til samstarfs yið nýja fé- laga. Á hinum nýja vinnustað kom Kristinn sér eins og áður. Hann varð vinur allra sinna samstarfs- manna og jafn trúr í starfi og áð- ur. Þegar þau alvarlegu tíðindi bár- ust, að Kristinn Már væri með ban- vænan sjúkdóm, kom viðhorf og. vinátta starfsfélaga hans í hinu nýja fyrirtæki skýrt og ótvírætt fram. Viðbrögð þeirra og einstök vinátta urðu okkur öllum sem tengdumst fyölskyldu hans, eftir- minnileg. Hjálp þeirra og stuðning- ur við fjölskylduna sýndu sérstakan félagsanda og mikla vináttu við starfsfélaga. Á því lék enginn vafí að Kristinn Már var metinn á hinum nýja vinnustað, eins og hinum eldri, sem góður félagi, góður drengur og samviskusamur starfsmaður. Það er mikil þraut fyrir unga konu með fjögur ung börn að standa frammi fyrir þeim þunga dómi, að eiginmaðurinn, á bezta aldri, sé með ólæknandi sjúkdóm. Slíkum dómi er ekki tekið átaka- laust. Elin Sólveig og bömin hennar fjögur hafa staðist þessa þolraun. Álagið á íjölskylduna hefur auðvit- að verið þungt. Enginn vafí er þó á, að Elín hlúði að manni sínum fram á síðasta augnablik, eftir því sem tök voru á og hann helzt vildi. í þessum sáru erfíðleikum naut flölskyldan vinsemdar og aðstoðar vina og ættingja Kristins Más. Sér- staklega ber þar að nefna fóður Kristins, Magnús Aðalstein Magn- ússon, og konu hans Margréti, eða fólkið hans í Dalbæ. í Dalbæ búa þau Magnús og Margrét. Sérstak- lega var kært á milli þeirra og Krist- ins og hans fjölskyldu. Við Dalbæ voru æskustöðvar Kristins. Hann talaði því gjaman um að fara „heim“ í Dalbæ, þegar hann fór þangað með fjölskyldu sína. Erfítt er að sjá hvemig Elín Sól- veig hefði staðist það álag sem á hana var lagt, síðustu vikumar, nema vegna frábærrar aðstoðar móður hennar, Guðrúnar Helga- dóttur, sem oft lagði á sig tvöfalda vinnu til að geta hjálpað til á þann hátt sem nauðsynlegt var. Kristinn Már var enginn yfirlæt- ismaður. Hann reyndi aldrei að sýn- ast annar en hann var. Hann var í eðli sínu hlédrægur, og dró sig fremur til hliðar. Hann var ákaflega trúr sínu starfí og leið sýnilega bezt á sínu heimili, með sinni konu og sínum börnum. Um leið og við kveðjum góðan dreng og kæran vin, vottum við öllum ástvinum hans og aðstand- endum okkar dýpstu samúð og þökkum vinsemd þeirra við fjöl- skyldu Kristins og Elínar Sólveigar. Við Fjóla vottum sérstaklega þeim í Dalbæ og ættingjum Kristins samúð okkar um leið og við þökkum þá miklu hjálp og samúð, sem ætt- t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Brautarholti, Grýtubakka 26, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 23. júlí 1993, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón Lúthersson, Ragnar Jónsson, Bára Valtýsdóttir, Valdfs Axfjörð, Már Árnason, Ragnar Másson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Minna-Hofi, Heiðvangi 13, Hellu, er lést 18 júlí, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn . 24. júlí kl. 14.00. Magnús Ingvarsson, Þorgeir Sigurðsson, Ingvar Magnússon, Svanlaug Adolfsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Hilmar Eysteinsson, Guðrún Magnúsdóttir, Már Adolfsson, Sigurður Magnússon, Arndfs Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og útför LOFTS BALDVINSSONAR, Heiðargerði 1 b. Kristjana J. Richter, Baldvin Loftsson, Guðrún Ásta Franks, Helgi Loftsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Finnur Loftsson, Harpa Svavarsdóttir, Ólöf Loftsdóttir, Vilhjálmur Kr. Garðarsson, Arndfs Sigrfður Baldvinsdóttir, Þorsteinn Eiríksson, Jón Þ. Baldvinsson, Kristjana Kristinsdóttir, Guðlaug Baldvinsdóttir, Hákon Óli Guðmundsson, og barnabörn. Midrykkjur (ilæsileg kaííi- IiIíuMmh’Ó liillegir Síilir og mjtig góð lljÓlUIStíL llpplvsingar ísíina22322 FLUGLEIDIR BéTEL L0FTLEI1IR ingjar og vinir sýndu Elínu Sólveigu og börnunúm þeirra í þeirra miklu erfíðleikum. Lúðvík Jósepsson, Steinar Lúðvíksson. Kynni mín af Kristni hófust þeg- ar ég hóf störf hjá Lystadún. Ef mann vantaði svampblokkir hafði maður samband við Kristin Magn- ússon sem sá um svampframleiðsl- una hjá Pétri Snæland. Síðan þá hef ég spurt Kidda, eins og hann var kallaður, hvernig stæði á með svampblokkir. Alltaf fékk maður skýr svör og alltaf var hann róleg- ur, þótt ég væri ekki alltaf sáttur við svörin. Eftir að fyrirtækin sem við unn- um hjá stofnuðu fyrirtækið Lystadún-Snæland fyrir um'tveim- ur árum, vann hann við svampfram- leiðsluna og fleira. Alltaf var hann tilbúinn að vinna þau störf sem honum voru falin, án þess að telja það eftir sér. Öll stöff vann hann af nákvæmni og vandvirkni. Krist- inn var hæglátur, hlédrægur og dagfarsprúður og ætíð þægilegt að ræða við hann, hvort sem það var dægurmál, eða um fjölskylduna. Þegar talið barst að fjölskyldunni, varð manni ljóst að hún skipaði stóran sess í huga hans. Hann var stoltur af fjölskyldunni, Elínu Sól- veigu og bömunum Sunnu, Degi og Lúðvík, og nú síðast sagði hann stoltur að yngsta dóttirin hefði ver- ið skírð Eygló eftir móður hans. Það kom því sem reiðarslag þegar hann veiktist, rétt mánuði eftir að hún fæddist. Veikindum sínum tók hann með sömu ró og ætíð ein- kenndi hann. Nú þegar hann er látinn, votta ég Ellu og bömunum samúð mína og bið guð að gefa þeim styrk. Sveinbjöm Lámsson. „Hann átti fallegan ferðadag í gær“. Svona lýsti Elín Sólveig, hin unga ekkja Kristins Más Magnús- sonar, fyrir mér deginum sem eigin- maður hennar kvaddi þetta líf í ljúf- um faðmi hennar, eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Þegar hún mælti þessi orð með sínu fallega brosi, braust sólin skyndilega út úr skýjunum og allt varð svo undurbjart þar sem við stóðum í garðinum þeirra. Við trú- um því, að með þessari birtu hafí Kiddi viljað Iáta okkur vita, að sér liði vel. Kristinn, eða Kiddi, sem okkur er tamara að kalla hann, fæddist 12. júní 1953 og var því nýorðinn fertugur er hann lést. Foreldrar hans voru Magnús Aðalsteinn Magnússon, sem lifír son sinn og Eygló Guðmundsdóttir, en hún lést skömmu eftir fæðingu Kidda. Eftir- lifandi bræður Kidda eru Magnús, Einar og Aðalsteinn, allir búsettir í Bandaríkjunum. Kiddi kom til starfa hjá Pétri Snæland hf. kornungur, á fimmt- ánda aldursári, fyrst sem afleys- ingamaður og síðan sem fastráðinn starfsmaður. Á unglingsárunum var Kiddi óreglusamur og sást ekki alltaf fyrir. En þrátt fyrir að hann gæti verið brokkgengur, ávann hann sér vinskap þeirra sem hann vann hjá og samstarfsfólks síns, því að menn sáu að það var í hann spunnið, enda var hann studdur á alla lund til góðra verka. Kiddi gat gengið til allra starfa í verksmiðjunni, allt frá framleiðslu til afgreiðslustarfa. Meginstarf hans síðustu tuttugu árin hjá fyrir- Blómaskreytingar viö öll tækifæri fflóma EIÐIST0R6I, SÍMI611222. tækinu var að sjá um svampfram- leiðslu hjá Selvör sf. og síðar hjá Lystadún-Snæland hf. frá stofnun þess, en sú framleiðsla er bæði vandasöm og mikið nákvæmnisverk þar sem reynir jafnt á útsjónarsemi og samviskusemi þess sem um held- ur. Margs er að minnast frá þessum árum og skiptust þar á skin og skúrir eins og í öllum rekstri. Alls kyns vandræði í framleiðslunni komu upp. Ófá kvöld og ófáar helg- ar sátum við saman, spáðum og „spekúleruðum". Oft þurfti Kiddi að vinna undir miklu álagi, því að um hans hendur fóru mikil verð- mæti- og lítið mátti út af bregða til að allt eyðilegðist. Kiddi hafði ein- stakt þol í slíkum málum og gafst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. Á slíkum stundum kom létt lund hans og reynsla af framleiðsluferl- inu honum að góðum notum. Kiddi var einstaklega ljúfur og þægilegur í allri umgengni og auð- velt var að þykja vænt um hann. Hann var góður samstarfsmaður og ávallt reiðubúinn að leggja lið þegar á þurfti að halda. Því verður ekki neitað, að oft hafði maður áhyggjur af Kidda, því að hann hlífði sér hvergi. Sótsterkt kaffí, sem næstum gat staðið sjálft, var hans elexír. Það drakk hann á fastandi maga á hveijum morgni og linnti ekki kaffídrykkjunni þar sem eftir var dags. Okkur samstarfsfólkinu var öll- um gleðiefni, þegar hann tók saman við Ellu sem hann kvæntist svo árið 1981. Samneytið við hana ger- breytti öllu viðhorfí Kidda til lífs- ins, og var það hans mesta gæfa að kynnast henni og eiga að eigin- konu og vini. Ekki leið á löngu uns bömin tóku að fæðast. Elst er Sunna, tólf ára, þá Dagur, ellefu ára, þá Lúðvík hálfs annars árs og loks Eygló sem er aðeins íjögurra mánaða gömul. Það var ánægjulegt að sjá hve stoltur Kiddi var af fjölskyldu sinni, enda ástæða til að gleðjast yfír slíkri blessun. Kiddi og Ella höfðu ekki lengið verið saman, þegar hann tók sig til og fór i öldungadeild MH. Þaðan fór hann í Tækniskóla íslands og lauk þaðan prófi í iðnfræði. Allt þetta gerði hann meira og minna samhliða vinnu, og hefur þurft sterk bein og góðan stuðning Ellu til að ná þessum árangri. Á þessum tíma uppgötvaði Kiddi að hann hafði hæfíleika til náms og áhuga. Hann hefði hæglega getað farið skólaveg- inn, ef hugurinn hefði staðið til þess á unglingsárunum. í vor skömmu eftir að Eygló litla kom í heiminn, kom í ljós að Kiddi var með ólæknandi sjúkdóm. Eftir skamma legu á sjúkrahúsi og síðast heima í faðmi fjölskyldunnar, lést Kiddi í örmum Ellu 14. júlí síðastlið- inn. Það hlýtur að vera sæla hvers deyjandi manns að njóta samvista við ástvini sína á dauðastundu. Hann kvaddi þennan heim umvaf- inn ást og umhyggju konu sinnar, í fyllstu merkingu þeirra orða. Hann gat farið héðan fullviss um að börn- in þeirra yrðu þeirrar umhyggju og ástar aðnjótandi, þótt hann væri ekki lengur með þeim í þessum heimi. Ég vil færa Ellu og börnunum þeirra kveðju foreldra minna, Ág- ústu og Péturs, sem minnast Kidda með hlýju og söknuði eftir langan vinskap. Bræður mínir, Halldór og Gunnar, taka undir þessa kveðju og fjölskyldur okkar allra votta fjöl- skyldunni ungu innilega samúð og óska henni Guðs blessunar og styrks um ókomna framtíð. Sveinn Snæland. ERFIDRYKKJUR AKÓGES-salurinn Sigtúni 3, sími 624822. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími620200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.