Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JULÍ 1993 21 Við kynnum nýjar, glœsilegar FAI vinnuvélar. Verib velkomin, þiggib léttar veitingar og prófib tœkin á stabnum! r islandi 898 TRAKTORSCRAFA * DACINN2 4, j Eyrarnar vib Leirvogsá rétt fyrir ofan Mosfellsbæ og stendur frá kl. 10.00 til 16.00 Geðsjúklingarnir í Fonjica fá aðhlynningu Hermenn veittu sjúkl- ingunum enga hjálp Sarajevo. Reuter. TVÖ börn til viðbótar hafa látist á geðsjúkrahúsi í bæn- um Fonjica í Bosníu, þar sem 230 sjúklingar voru skild- ir eftir dögum saman án nokkurrar umönnunnar. Þegar gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) komu fyrst til sjúkrahússins fundust þar lík tveggja barna í vöggum. Flest bendir til þess að króatískir hermenn hafi komið til sjúkrahússins eftir að starfsfólk yfirgaf það á föstu- daginn, en ekki veitt ósjálfbjarga sjúklingum neina hjálp. Börnin tvö sem létust í gær munu hafa verið illa haldin af vökvatapi, og viðleitni gæsluliða SÞ til að koma þeim til hjálpar kom fyrir ekki. Hagur sjúklinganna vænkaðist nokkuð í gær þegar þtjár hjúkrunarkonur komu aftur til starfa á sjúkrahúsinu. Sögðust þær hafa yfirgefið staðinn nauðug- ar viljugar þegar króatískir her- menn á undanhaldi hefðu sagt að of hættulegt væri að vera um kyrrt. Læknar og hjúkrunarfólk yfirgaf því staðinn á föstudag ásamt þús- undum annarra íbúa Fonjica, þegar hörð átök Króata og múslima bloss- uðu upp á svæðinu. Króatar höfðust ekki að Það var svo síðastliðinn mánu- dag að gæsluliðar SÞ komust loks, eftir ítrekaðar tiiraunir, til sjúkra- hússins. I fylgd með þeim var hjúkrunarfólk á vegum samtak- anna Læknar án landamæra. Blað- ið International Herald Tribune greinir frá því í gær, að þrátt fyrir orð Króata um að of hættulegt hefði verið að fara til sjúkrahússins um helgina, hafi gæsluliðum SÞ fljótlega orðið ljóst á mánudag, að vopnaðir menn höfðu komið í húsið á umræddu tímabili. Flest bendir til að þar hafi Króatar verið á ferð, þar eð sjúkrahúsið er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá vígstöðvum múslima, en Króatar hafa aðsetur í innan við 500 metra fjarlægð. En svo virðist sem ekki hafi vak- að fyrir þeim að koma sjúklingun- um til hjálpar. Peningaskápur á skrifstofu forstöðumannsins hafði verið sprengdur upp og tæmdur. Á annarri skrifstofu fundust áfengis- flöskur og glös. Nokkur eldri barn- anna á sjúkrahúsinu sögðu að vopnaðir menn í felulituðum ein- kennisbúningum hefðu komið í húsið á laugardaginn, en börnin vissu ekki hvaða her þeir tilheyrðu. „Ég veit það ekki, en þeir voru stórir," sagði 10 ára stúlka. Reuter Veitt aðhlynning EIN þriggja hjúkrunarkvenna, sem hafa snúið aftur til geðsjúkra- hússins í Fonjica í Bosníu, hlúir að börnunum sl. mánudag. Alls eru um 230 sjúklingar í húsinu. Reuter Fijálst framtak í Hanoi VIETNÖMSK kona ýtir á undan sér léttri og hreyfanlegri verslun sinni þar sem kennir margra grasa. Kommúnistastjórn landsins leggur nú vax- andi áherslu á framtak einstaklinga og gildi markaðsbúskapar. Framtíð olíuútflutnings Saddams Mörg ríki vilja fram- lengja viðskiptabann Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. Reuter. ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) mun að öllum líkindum fram- lengja viðskiptabann á írak, á reglulegum fundi sínum um refsiaðgerð- ir, sem hófst í gær. Málgagn íraksstjórnar lét í gær í ljósi bjartsýni á að írakar fengju senn að hefja olíuútflutning á ný. írakar hafa ekki enn orðið við öll- um kröfum Öryggisráðsins, sem sett- ar voru fram í vopnahlésskilmálum Persaflóastríðsins, þar sem óheftar upplýsingar um alla vopnafram- leiðslu eru settar sem skilyrði fyrir olíuútflutningi. Að sögn heimildar- manns innan Öryggisráðsins eru full- trúar þar fjarri því að sættast á að banninu verði aflétt eða slakað á því. 100 70 Rolf Ekeus, erindreki SÞ í afvopn- unarmálefnum íraks, mun gefa ráð- inu skýrslu í dag. Fyrr í vikunni náði Ekeus bráðabirgðasamkomulagi við íraka sem sættust á að SÞ fengi að setja upp myndavélar til eftirlits í vopnaverksmiðjum íraka. Blaðið al-Thawra, málgagn Ba- ath-flokksins,sem heldur um stjórn- artaumana í írak, sagði á forsíðu í gær, að hagsmunaaðilar í olíuvið- skiptum væntu þess að írakar myndu aftur hefja olíuútflutning. Bílavörubú6in IIÖÐRI Skeifunni 2, sími 81 29 44 mtmmmmm 698 - LIÐSTÝRÐ TRAKTORSGRAFA -PANDA FUNAHÖFÐA 6-112 REYKJAVlK - SÍMI (91) 634500 - FAX (91) 634501 TÆKI Á THAUSTUM GRUNNI rmmmmmmmmmmi Boddíhlutir — Ijós,grill o.fl. van wezel [intemationali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.