Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 ' 28 Þorbjörg Guðmunds- dóttír — Minning Fædd 4. apríl 1917 Dáin 9. júlí 1993 Þorbjörg Guðmundsdóttir lést skyndilega suður á Spáni 9. þessa mánaðar. Þessi fregn kom ættingj- um og kunningjum hennar mjög á óvart, þar sem hún hafði verið til- tölulega heiisuhraust undanfarið. Þorbjörg var fædd á Siglufirði, dóttir hjónanna Kristínar Arna- dóttur og Guðmundar Friðriks Guðmundssonar. Hún ólst upp hjá Kristínu Gísladóttur og Einari V. Hermannssyni, sem bjuggu ásamt börnum sínum á Neðri-Skútu á eyrinni austanmegin í Siglufírðin- um. Aðfaranótt 12. apríl 1919 féll snjóflóðið mikla úr Skollaskál, ofan við Staðarhól, á eyrina og sópaði nokkrum húsum og sfldarverk- smiðju á haf út. Alls fórust 18 manns á svæðinu. Bærinn Neðri- Skúta fór á kaf í snjó og var Þor- björg, þá aðeins tveggja ára, með- al heimilisfólksins sem grófst und- ir snjóflóðinu. En hennar tími var ekki kominn í það skiptið og tókst leitarmönnum að bjarga fólkinu á Neðri-Skútu úr rústunum. Það - íiafði þá legið fastskorðað í rúmum sínum í um tíu klukkustundir. Þorbjörg giftist Jónatan Ólafs- syni 1934 og eignuðust þau eina dóttur, Erlu Elísabetu, fædd 1934, gift Garðari Sigurðssyni í Hafnar- fírði. Böm þeirra eru: Jónatan, fæddur 1955; Jenný, fædd 1959; Erla Björg, fædd 1958; Hrafnhild- ur, fædd 1962; Kristín, fædd 1966; Sigurður, fæddur 1968 (dó 1977) og Drífa, fædd 1969. Jónatan og Þorbjörg slitu samvistum og flutt- ist hún síðar til Hafnarfjarðar árið 1940. Hún giftist Guðvarði Jóns- syni, föðurbróður mínum, árið 1953 og eignuðust þau tvö böm, þau Jónu leirlistakonu, fædd 1949 og Einar Má listamann, fæddur 1954. Jóna bjó áður með Jóni Þór Guðmundssyni og eiga þau saman Hildi Ýr, fædd 1976. Jóna býr nú með János Probstner frá Ungveqa- landi. Sambýliskona Einars er Sus- anne D. Christensen frá Dan- mörku. Bömin, bamabörnin, átta barnabamaböm og aðrir fjöl- skyldumeðlimir vom Þorbjörgu mjög kærir. Þorbjörg og Guðvarður bjuggu alla tíð í Hafnarfírði, lengst af á Austurgötu 24. Þegar ég var krakki, kom það fýrir að ég fékk að skreppa með foreldrum mínum á Siglufirði suður til Reykjavíkur. í slíkum ferðum tilheyrði að koma við í Hafnarfirði og heimsækja Jónu ömmu, afa minn Jón Berg- stein og Guðvarð og Þorbjörgu. Bræðumir Guðvarður og pabbi fóm þá að rabba saman, en Þor- björg sinnti okkur krökkunum, gaf okkur kakó og eitthvað „gotterí". Mér er það sérstaklega minnis- stætt, hversu mikill virðuleiki, hlýja glaðværð og reglusemi ein- kenndi allt fas Þorbjargar, og heimili þeirra hjóna. Það var því ætíð tilhlökkunarefni að sækja þau heim. Samskipti okkar Þorbjargar urðu tíðari eftir að ég flutti til Hafnarfjarðar, og alltaf var sama reisnin yfír henni og myndarskap- urinn í kringum hana. Þorbjörg vann áður fyrr við framleiðslustörf. Stóran hluta starfsævinnar var hún heimavinn- andi húsmóðir, en vann einnig á gæsluvöllum Hafnarfjarðar og í eldhúsinu á Hrafnistu í Hafnar- fírði. Guðvarður lést árið 1977, þá aðeins 61 árs að aldri. Það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir fjöl- skylduna, en Þorbjörg og bömin voru mjög samhent í að vinna úr þeim harmi. Um leið og ég og fjöl- skylda mín kveðjum Þorbjörgu hinsta sinni, sendum við Erlu, Jónu og Einari, bamabömum hennar og öðmm ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Jóhann Ág. Sigurðsson. Kveðjuorð sonar Ástarþakkir elsku mamma alla fyrir lífsins stund. Fyrir unnu ævistörfin ■ ástarfórn og kærleikslund. Þegar lífs í þungu stríði þrengja að sinni málin vðnd, göfugleikans glæstar perlur glitra um minninganna lönd. Inn á fagra lífsins landið leita hjörtu vor til þín þar sem dýrðleg öllu yfir eiiíf náðar sólin skín, þar sem drottins dásemd ljómar, dýrðin himins blasir við, Helgur andi, lífs á landi leiði þig um þroskans svið. (Jón Bergsteinn Pétursson) Ég leyfi mér að hefja þessi kveðjuorð á ljóði eftir föðurafa minn, Jón Bergstein Pétursson skósmið, dáinn 1958, því að hann og mamma voru perluvinir, og þessi tvö erindi úr lengra ljóði eft- ir hann era eins og töluð út úr mínu hjarta. Blessuð sé minning hans. Hún var svo glöð, jákvæð og hress, hún mamma, þegar ég ók henni út á flugvöll hinn fyrsta þessa mánaðar. Hlakkaði til að komast í sólina, enda mikill sól- dýrkandi, og það ljúfa líf sem hún þekkti svo vel eftir að hafa farið fjölmargar ferðir utan. Áður fýrr með pabba heitnum, Guðvarði Jónssyni (d. 12. október 1977), blessuð sé minning hans, og síðar með vinum og kunningjum, en hin síðari ár var hún oft ein á ferð. En þó að hún færi ein af stað eign- aðist hún alltaf kunningja meðal samferðamanna sinna og naut sín í nýjum og góðum kunningjahópi. . Það var eitthvað suðrænt í skap- gerð hennar og fasi og ég minnist þess svo vel, þegar hún kom og dvaldist með mér og sambýliskonu minni, Susanne Christensen á Grikklandi, hve auðvelt og ánægju- legt það reyndist henni að aðlag- ast, njóta og dveljast í þeim ein- földu og framstæðu aðstæðum án flestra nútímaþæginda, sem við bjuggum við í grísku fjöllunum. Og í samskiptum við grísku bænd- uma, kunningja og vini okkar þar, ríkti gagnkvæmur skilningur, virð- ing og vinsemd, þrátt fyrir að hún talaði ekki orð í grísku eða þeir í ensku. Eftir að hún fór heim og þar til við fluttum frá Grikklandi nokkr- um árum síðar, var mamma ávallt ein af perlunum í minningum þeirra sem hún kynntist þar. Eins og ein lakónísk vinkona okkar og hennar, sem var á svipuðum aldri og hún, orðaði það: „Það er svo mikið af henni í mér og mér í henni.“ En samt vora þær einnig gjörólíkar. Lakóníska vinkonan þekkti fátt annað en hið einfalda og nægjusama fjallalíf með geitun- um sínum, en heimskonan var ætíð nálæg í henni mömmu. Þar var það reisnin, myndugleikinn og glæsileikinn sem réðu ríkjum. Þeir þættir sem réðu svo miklu um, að henni vora allir vegir færir. Þegar ég sat á svölunum framan við hina vönduðú og glæsilegu íbúð á Les Dunes-hótelinu á Benidorm, þar sem hún amma dvaldist síð- ustu viku þessa jarðlífs síns, hlust- aði á sefandi sjávamiðinn og hug- urinn reikaði með henni millum himins og hafs við sjónarrönd; fannst mér eins og þannig vildi hún hafa það. Að fá að hverfa úr í víðáttu himingeimsins við sólar- upprás með sjávamið í eyram. Hún varpaði öndinni í hafssvala morg- unsins fyrir opnun dyram. Hún hafði sagt svo oft við okkur systkinin, að þegar að hennar stund kæmi, þá óskaði hún þess að fá að deyja eins og hann pabbi, sem einnig varð bráðkvaddur, og að ekkert okkar þyrfti að koma að henni látinni. Báðar þessar ósk- ir rættust. Þegar ég minnist þess, hvað hún var ákveðin í að fara ein í þessa ferð, og hvemig hún brást við mótbárum okkar systkinanna, að ef til vill væri of heitt fyrir hana á Spáni á þessum árstíma, hvort ekki væri betra að fresta ferðinni til haustsins, með orðunum „það er aldrei of heitt fýrir mig“, þá fínnst mér eins og að hún hafí undir niðri vitað að hún væri að fara í sínu hinstu ferð og henni yrði ekki frestað. Orð þeirra Páls og Signýjar fararstjóra og þeirra samfarþega hennar sem ég hitti að máli, styrkja mig í þeirri trú, því að fram á síðustu stundu var hún frísk, glöð og glæsileg í skemmti sér konunglega. Hún fór í allar þær ferðir sem boðið var upp á, og að lokinni einni slíkri ferð að kvöldlagi, dansaði hún ásamt félögum á dansstað nokkr- um á ströndinni, og gat þess jafn- framt að það væra liðin hátt í tutt- ugu ár síðan hún tók síðast sporin. Það var hennar síðasti vals að sinni. Klukkan rúmlega sex að morgni, föstudaginn 9. þessa mánaðar, kom hún frá íbúð sinni niður í gestamóttöku hótelsins og bað um lækni. Starfsmaður gestamóttö- kunnar spurði hana hvort hann ætti að kalla á sjúkrabíl. Hún þvertók fýrir það og fór ein og óstudd, styrk á fótum, samkvæmt ummælum starfsmannsins, aftur upp í íbúðina. Þegar læknirinn kom að henni, tíu mínútum eftir að starfsmaður hótelsins hafði hringt til hans, sat hún látin í sófanum við opna svalahurðina. Samkvæmt orðum læknisins hvíldi yfir henni þjáningarlaus og óttalaus ró og friður. Dánarorsökin var hjarta- slag. Það var margt í fari hennar mömmu sem mér þótti svo vænt um og var til fyrirmyndar. Traust- ið og tryggðin við sína nánustu ættingja og vini vora meðal margs annars þættir í persónugerð henn- ar, sem ég mat mikils og reyndust mér vel í upgvextinum og fram á þennan dag. Á heimili okkar systk- inanna, fyrst á Mánastígnum og síðar á Austurgötunni hér í Hafnarfirði, voru það ástríkir og samhentir foreldrar sem lögðu sig alla fram við uppeldi og umönnun. Mamma var heimavinnandi hús- móðir öll mín uppvaxtarár. Sú ást og umhyggja og það traust sem mér var sýnt í uppvextinum, er ég ævinlega þakklátur fyrir. Eftir því sem ég hef þroskast og fullorðnast og kynnst marg- breytilegum mannlegum aðstæð- um, meðal annars á hinum ýmsu ferðum mínum um heimsbyggðina, því betur sé ég, skil og kann að meta allan þann auð mannlegrar gæsku sem foreldrar mínir áttu og vora svo óspör á. Réttlætis- kennd og frelsisþrá, að viðbættri þeirri ríku sköpunargleði og ævin- týraþrá sem hefur gefíð mér svo margt á lífsleiðinni, era allt saman atriði sem ég þakka þeirri ást, umhyggju, trausti, tryggð og æðraleysi sem ég naut í bemsku á heimili foreldra minna, og í sam- skiptum mínum við þau eftir að ég fluttist að heiman. Sú virðing sem hún mamma bar fyrir pabba og minningu hans, og hve nálægur hann var í lífi hennar fram á síðasta dag, var svo lýs- andi fyrir persónu hennar. „Hann pabbi þinn birtist mér í draumi í nótt. Hann var svo glaður og sátt- ur,“ sagði hún við mig í símann, þegar ég var staddur í Danmörku á leið heim úr minni síðustu lang- ferð nú í vor. Hún þurfti ekki að útskýra það nánar. Eg vissi að það boðaði gott og heimferð mín var heimkoma var í samræmi við það. En söknuðurinn risti oft djúpt, enda fátt sárara þegar ástin og ljúfar minningar kalla. Nú era þau aftur sameinuð „þar sem dýrðleg öllu yfir eilífð náðar sólin skín“. Fyrirgefningin, sátt og sam- lyndi, lífsgleði og jákvæðni vora þættir í fari mömmu síðustu árin, •sem báru svo glögglega vott um sjálfsvirðingu hennar og lífsaf- stöðu. Þar vora biturð og beiskja fjarri. Það kom mér oft á óvart og gladdi mig jafnframt, því mér Móðir okkar, t GYÐA THORLACIUS, Bústaðavegi 93, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 21. júlí. Sigmundur Hermundsson, Bergljót Hermundsdóttir, Auður Hermundsdóttir. t Útför BJÖRNS STEFFENSEN löggilts endurskoöanda, Álfheimum 27, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 23. júlí, kl. 13.30. Theodóra Steffensen, Finnbjörn Þorvaldsson, Sigþrúöur Steffensen, Ingi R. Jóhannsson, Helga Steffensen, Hörður Eiríksson, Björn B. Steffensen, Agnes Olsen Steffensen, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengaföður, afa og langafa, JÓHANNS S. JÓHANNSSONAR, Eyrargötu 28, Siglufiröi, sem andaðist þann 13. júlf, verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laug- ardaginn 24. júlí kl. 14.00. Páll Þorsteinn Jóhannsson, Guðrún María Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson, Svandís Óskarsdóttir, Már Jóhannsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Oddur Guðmundur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðursystir' mín, GUÐRÚN ÁSA ÓLAFSDÓTTIR, Grænuvöllum 6, Selfossi, er lést 11. júlí, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 13.30. Ástríður Sigurðardóttir. t Elskuleg móðir okkar, ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjallabraut 33, (áður Austurgötu 24), Hafnarfirði, sem andaðist 9. júlí sl. á Benidorm, Spáni, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði f dag, fimmtudaginn 22. júlí, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Jónatansdóttir, Jóna Guðvarðardóttir, Elnar Már Guðvarðarson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÁKÚP GAARD VEST JOENSEN frá Vági í Færeyjum, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju föstudaginn 23. júlí kl. 14.00. Annlena Vest, Júlíus Vest, Jónharður Jákúpsson, Sólrún Vest, Marta Vest, Eyðunn Vest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.