Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1993 Samningur borgar við verkalýðsfélög 1.000 fleiri nemum tryggð simiarvimia MEÐ samningum sem Reykjavíkurborg gerði við verkalýðsfélögin Dagsbrún og Framsókn í vor hefur tekist að útvega hátt í 1.000 nem- endum vinnu í sumar umfram það sem ella hefði tekist. í heild hefur Reykjavíkurborg ráðið 5.000 nemendur til vinnu í sumar. Að sögn Péturs Kr. Péturssonar, starfsmannastjóra hjá Borgarverkfræðingi, gekk borgin til samninga við Dagsbrún og Framsókn um að skera niður ýmsa kostnaðarliði og beina fjármagninu heldur í að skapa sem flestum vinnu. Stærstu liðirnir voru, að hans sögn, matarkostnaður og yfirvinna. Að sögn Péturs var kostnaður Reykjavíkurborgar af hverri máltíð starfsmanna 360 krónur. „Þegar við sáum að við yrðum hér með þúsund- ir atvinnulausra unglinga í sumar sömdum við um það við Dagsbrún og Framsókn að skera þennan kostn- að niður og skerða jafnframt vinnu- tíma hvers og eins til að koma sem flestum að,“ segir Pétur. Reykjavíkurborgar. Auk þess hefur borgin ráðið á þriðja hundrað ófag- lærðs verkafólks af atvinnuleysis- skrá. Guðmundur J. Guðmundsson lýsti í samtali við Morgunblaðið í gær jrfír mikilli ánægju með samstarfíð milli Dagsbrúnar og Reykjavíkur- borgar. Veiddi tvær risalúður á þremur tímum við Bjarneyjar Gapandi af undrun 80 þúsund tonn kom- in á land UM ÁTTATÍU þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á vertíð- inni. Löndunarbið er á öllum höfnum norð-austanlands og sigla skipin nú á hafnir á Suður- landi og Vestfjörðum. Töluverð áta er enn í loðnunni og gæta verksmiðjurnar þess að safna ekki birgðum, þar sem loðna með mikilli átu rýrnar fljótt. Kap VE4 landaði 700 tonnum af loðnu á Siglufirði í gær. Að sögn Ólafs Einarssonar skipstjóra er löndunarbið þar. Bátarnir verða svo að bíða um sólarhring eftir löndun því verksmiðjurnar safna ekki birgðum vegna átunnar. Ólafur sagðist hafa frétt af sæmilegriveiði af miðunum. Landað víðar Höfrungur sigldi með 800 tonn af loðnu til Bolungavíkur í gær og er það fyrsta loðnan sem þangað berst. Sunnuberg og Háberg sigldu til Grindavíkur og verða það fyrstu loðnulandanir þar á vertíðinni. Þá er bátur væntanlegur til Hafnar í Homafirði með loðnu. Ráðgert er að hefja loðnumóttöku á Reyðar- firði eftir mánaðamót og í Vest- mannaeyjum um miðjan ágúst. Heildarloðnukvótinn á vertíðinni er 702.000 tonn og á því eftir að veiða um 622.000 tonn. Sjómenn eru sæmilega bjartsýnir á að vertíð- in muni ganga vel þegar átan minnkar í loðnunni. JÓNATAN Sigtryggsson trillu- karl í Stykkishólmi datt heldur betur í lukkupottinn á mánudag- inn var er hann var við veiðar norðan Bjameyja. Hann tók þá inn tvær risalúður á aðeins þremur tímum, sem hvor um sig reyndist vega yfír hundrað kíló. „Það kom mér í sjálfu sér ekk- ert á óvart þegar ég veiddi fyrri lúðuna en þegar sú seinni tók á stóð ég gapandi af undrun,“ sagði Jónatan sem neyddist til að kalla eftir aðstoð til að innbyrða stór- fískana. „Ég barðist við hvora um sig í yfír klukkutíma áður en þær gáfust loks upp.“ Jónatan fékk stórlúðumar með mjög stuttu millibilí og hafði honum aðeins gefíst tími til að skipta um slóða og renna fyrir, þegar sú seinni gleypti krókinn. Besta skemmtun Að sögn Jónatans var mikið um stóra lúðu á svæðinu í kringum eyjamar en að sögn hans haldi þær sig í mikium fjölda á Breiða- firðinum. Hann segir stórstreymi hafa verið á þeim tíma er hann var við veiðar en þær aðstæður séu ákaflega heppilegar við lúðu- veiðar. Jónatan sagði þessar veið- ar ekki gefa mikið af sér því jafn- an fáist lítið fyrir stórar lúður. „Þetta var aftur á móti hin besta skemmtun," sagði hann að end- ingu. Gengið ótrúlega vel Hann segir að unglingamir vinni 6 stundir og fái vaktaálag á þann tíma sem falli utan venjulegs dagvin- nutíma. „Síðan fá þau kaupauka sem nægir til að hífa byijunarlaun upp í lágmarkslaun. Takmarkið með þessu var að tryggja þeim lágmarkslaunin en haga vinnutímanum þannig að við kæmum sem flestum í vinnu,“ segir Pétur. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Félögin mátu það eins og við að peningunum yrði betur varið með þessum hætti og bæði böm og foreldrar hafa sýnt því skiln- ing að það þurfi að skerða ákveðna hluti til að koma sem flestum að.“ Af þeim 5.000 nemendum sem borgin hefur ráðið í sumarstörf starfa um 2.000 manns hjá Vinnuskóla Hitaveita Reykjavíkur kaupir eignarhlut Kópavogs í veitunni Yeitur Mosfellsbæjar og Sel- tjamamess enn sjálfstæðar MEÐ kaupum Hitaveitu Reykjavíkur á eign- arhlut Kópavogs í veitunni hafa Reykvíking- ar eignast allar hitaveitur nágrannasveitar- félaganna ef undan eru skildar Hitaveita Mosfellsbæjar og Hitaveita Seltjarnarness. Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri á ekki von á fleiri veitur verði keyptar. Um síðustu áramót keypti Hitaveita Reykja- víkur Bessastaðaveitu og Kjalamesveitu í fyira og sagði Gunnar að þær veitur hafí verið lengra á veg komnar miðað við Hitaveitu Kópavogs þegar samið var um kaup á þeim. í Hafnarfírði og Garðabæ hafi verið búið að koma upp nokkr- um fjarvarmaveitum sem kyntar vom með olíu þar til Hitaveita Reylq'avíkur keypti veitumar og tók við rekstrinum fyrir nokkrum árum. Smáveitur í Kópavogi voru litlar smáveitur sem reknar höfðu verið í nokkur ár með vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur þar til samið var sameiningu árið 1973. „Þá var þeirra veita gerð upp sem framlag og eignarhluti í Hitaveitu Reykjavíkur sem síðan hefur vaxið,“ sagði Gunnar. Upphaflega var um 0,29% eignarhlut að ræða sem varð að rúmlega 1,9% 20 árum síðar. Sagði Gunnar að samning- ur um sölu hefði verið flókinn og tekið langan tíma að komast að niðurstöðu. í fyrstu hafí ekki verið áhugi á kaupunum, hann hafí vaknað síðar. „Með þessum kaupum á Hitaveita Reykjavík- ur allar veitur í nágrannasveitarfélögunum, nema í Mosfellsbæ og á Seltjamamesi og ég reikna ekki með að þær séu til sölu,“ sagði hann. Morgunblaðið/Árni Helgason Mikíll fengnr ÞESSAR myndarlegu lúður fékk Jónatan Sigtryggsson trillukarl á krók rétt norðan við Bjarneyjar á Breiðafirði. Uppboð tUstyrktar Sophiu KVENNAKLÚBBUR Hafnar- fjarðar ætlar að styrkja mála- rekstur Sophiu Hansen í Tyrk- landi með því að efna til uppboðs á óséðum vinningum á veitinga- húsinu A. Hansen í Hafnarfírði á föstudag. Fjölbreytt dagskrá verður í húsinu frá kl. 21 en sjálft uppboðið hefst kl. 23. Sigríður Ævarsdóttir, formaður klúbbsins, sagði að hugmyndin fæl- ist í því að áhorfendur, karlar og konur, byðu í númer sem nokkrar konur og karlar héldu á. Að baki númeranna væri svo óséður vinning- ur. Nefndi hún sem dæmi þriggja daga utanlandsferð til Edinborgar, hótelgistingu á Hótel Borg, flugferð innanlands, fata- og ferðaúttektir. Rósa Ingólfsdóttir verður kynnir á uppboðinu en á því verður einnig tekið á móti beinum fjárframlögum til málareksturs Sophiu. Tilboðum er hægt að koma á framfæri í gegn- um síma. Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs Skuldastaða bæjar- ins batnar verulega MEÐ SÖLU Kópavogsbæjar á tæplega 2% eignarhlut í Hitaveitu Réykjavíkur fyrir 300 milljónir króna, verða nettóskuldir bæjarins komnar í rúma 1,2 miRjarða og brúttóskuldir verða 2,4 milfjarðar. Skatttekjur bæjarfélagsins eru 1,6 miHjarðar þannig að skuldastaða bæjarins batnar verulega með þessari aðgerð, að sögn Gunnars Birgissonar formanns bæjarráðs Kópavogs. Að auki lækka vaxta- greiðslur bæjarins um 30 milljónir miðað við 10% raunvexti. Salan hefur engin áhrif á neytendur því þeir fá áfram heitt vatn á sama verði og aðrir viðskiptavinir Hitaveitu Reykjavíkur. Fjarvarmaveita Árið 1972 var gerður samningur milli Hitaveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Kópavogs um yfírtöku Hitaveitu Reykjavíkur á fjarvarma- veitu sem var til staðar í Kópa- vogi. Samningurinn var gerður í framhaldi af stækkun á dreifíkerfí Hitaveitu Reykjavíkur yfir í Kópa- vog, Garðabæ og til Hafnaríjarðar. Sagði Gunnar að mismunur á mati fl'arvarmaveitunnar og skuldum hennar hafi þá verið breytt í eignar- hluta Hitaveitu Kópavogs í Hita- veitu Reykjavíkur auk þess sem samningurinn gerði ráð fyrir að ef hreinn hagnaður veitunnar yrði meiri en 7% á ári, þá bar Hitaveitu Reykjavíkur annaðhvort að greiða út hlut Kópavogs eða auka eignar- hlutann. „Þannig að því meir sem hagnað- urinn varð þeim mun meiri hlut- deild,“ sagði Gunnar. „Við áttum því láni að fagna að það var vinstri stjóm í Reykjavík frá árinu 1978 til 1982, sem píndi orkuverð niður úr öllu valdi. Það varð svo að hækka verðið þegar aftur kom rétt stjórn til valda í Reykjavík. Eignar- hluti Kópavogs myndaðist því mest á árunum 1983, 1984 og 1987.“ Gunnar segir, að það hafí verið ákvörðun meirihluta bæjarstjómar Kópavogs að selja eignarhlut Kópa- vogs. „Við teljum þetta ekki vera fjárfestingu sem skilar miklum arði,“ sagði hann. „Arður á síðasta ári var 5,6 milljónir króna og við teljum að þetta sé fjárfesting sem ómögulegt er að liggi inni í banka á lágum vöxtum.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gunnar Birgisson. Velvild Kópavogur óskaði eftir að kaup- in færu fram og sagði Gunnar að Reykvíkingar hefðu sýnt mikla vel- vild þar sem samningurinn skyldaði Hitaveitu Reykjavíkur ekki til að kaupa eignarhlutann. Öll samskipti einkenndust af trausti og heiðar- leika og sagði hann að orð hefðu alltaf staðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.