Morgunblaðið - 05.08.1993, Side 19

Morgunblaðið - 05.08.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 19 Brjóstmynd af Meulenberg’ biskupi afhjúpuð MARTEINN Meulenberg var fyrsti biskup hinnar aimennu ka- þólsku kirkju á Islandi eftir að Jón biskup Arason leið. Laugardag- inn 24. júlí var afhjúpuð bronsafsteypa af gifsmynd af biskupnum sem Guðmundur Einarsson frá Miðdal gerði nokkru eftir 1930. Marteinn Meulenberg var fædd- ur 30. október 1872 í Þýskalandi. Hann hlaut prestsvígslu árið 1899 en til íslands kom hann árið 1903 og allt hans starf upp frá því var helgað þjónustu hinnar kaþólsku kirkju á Islandi. Rossum kardináli vígði hann til biskups 2q. júní 1929. Meulenberg lést í Reykjavík 3. ágúst 1941 og hvílir nú í graf- reitnum bak við Kristskirkju. Nú eru 52 ár liðin frá andláti biskupsins og vilja margir halda minningu hans í heiðri. Grétar Eiríksson tæknifræðingur hafði því forgöngu fyrir því að tekin var bronsafsteypa af brjóstmynd sem Guðmundur Einarsson frá Miðdal gerði af Marteini Meulenberg á árunum upp úr 1930. Helgi Gísla- son myndhöggvari var fenginn til að hafa umsjón með því verki. Laugardaginn 24. júlí var myndin svo afhjúpuð við Kristskirkju á Landakotstúni í Reykjavík. Við athöfnina voru viðstaddir, auk safnaðarmeðlima, herra Alfred Jolson biskup, sr. Patrick sóknar- prestur og fleiri kennimenn. Fyrstur útlendinga til að fá ríkisborgararétt Grétar Eiríksson minntist þess að Meulenberg var fyrstur er- lendra manna til að öðlast íslensk- an ríkisborgararétt strax eftir að ísland varð fullvalda 1918. Meu- lenberg varð fyrsti íslenski biskup kaþólskrar kirkju eftir siðaskipti og hann leit svo á að hann væri arftaki Jóns Arasoriar. Grétar sagði Meulenberg biskup hafa notið trausts og virðingar allra sem af honum höfðu kynni, hvar í trúfélagi þeir voru. Hann vildi minnast góðs manns og eins hins merkasta kirkjuhöfðingja en Meu- lenberg var mikill athafnamaður og stóð fyrir miklum framkvæmd- um á vegum kirkjunnar, ber þar hæst dómkirkju Krists konungs á Landakotstúni. Grétar bað loks fermingarbarn Meulenbergs bisk- us, Gunnar J. Friðriksson fram- kvæmdastjóra, um að afhjúpa myndina. Alfred Jolson flutti í ávarpi sínu þakkir til allra þeirra sem hefði Kirkj uhöf ðingi GUNNAR J. Friðriksson afhjúpaði myndina af biskupnum. dreymt um að heiðra minningu Meulenbergs biskups og hefðu komið á stall þessari bijóstmynd. Ennfremur sagði hann: „Meulen- berg biskup dreymdi um að ísland yrði kaþólskt land og þess vegna rættist draumur hans um dóm- kirkjuna sem hér stendur. Við bíð- um þess að sá dagur renni upp að eining ríki meðal íslendinga — meðal allra íbúa þessa verðuga lands. Enn í dag gætir sterklega anda kaþólsks siðar í hjarta og huga íslendinga." Wonderbra c*> m rníous FEET Undrahaldarinn frá er kominn aftur hvítur, svartur, A og B skálar fympií Laugavegi 26, s. 13300 Kringlunni 8-12, s. 33600 Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Eistlendingar útskrifast Thdro Vatnsþéttingarefni til kústunar - POKAPÚSSNING - HRAUN, GRÓFT EÐA f(NT - LITUÐ PÚSSNING - SKRAUTPÚSSNING Þaulprófuð og með yfir 15 ára reynslu á íslandi. S steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777. RÝMINGARSALA á herrafatnaði hefst í dag! Verslunin hættir með herrafatnað og markaðsmál en í þeim hluta námskeiðsins gerðu nemendurnir viðskiptaáætlun fyrir eitthvað ' ákveðið verkefni. Dæmi um viðskiptaáætlanirnar eru áætlun á innflutningi sjávaraf- urða til Eistlands, timburútflutningi frá Eistlandi, innflutningi á ís- lenskri ull til Eistlands og áætlun um fyrstu einkareknu sjónvarps- stöðina í Eistlandi, sem væntanlega hefur útsendingar í október að sögn Arna. STJÓRNUNARFÉLAGIÐ hefur nú útskrifað í annað sinn tólf einstaklinga frá Eystrasaltslönd- unum og í þetta sinn voru þeir frá Eistlandi. Námskeiðið á veg- um Sljórnunarfélagsins er liður í aðstoð íslenska ríkisins við Eystrasaltsríkin. I fyrra útskrif- uðust tólf Litháar og segir Arni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins, að mikil tenging sé enn milli þeirra og Islands. Bæði Litháarnir í fyrra og Eistlendingarnir nú hafa margir hveijir sótt menntun sína til virtra háskóla utan lands síns að sögn Arna. Hann segir góðar líkur á því að á næsta ári verði tekið við tólf manns frá Lett- landi. Eistlendingarnir tólf hafa verið hér á landi sl. fimm vikur og segir Árni að þeir hafi bæði kynnst ís- lensku atvinnulífi og heimilum vel en Eistlendingarnir gistu allir á heimilum JC- og Lionsfélaga og hver þeirra fór í viku í eitt fyrir- tæki til að kynnast rekstri þess. Gerðu viðskiptaáætlanir Á námskeiði Stjórnunarfélagsins segir Árni að sérstök áhersla hafi verið lögð á svokallaða árangurs- iykla, sem beinast m.a. að því að menn nái persónulegum árangri. Farið var í viðskiptaensku, kennt á tölvur og farið ofan í stjórnunar- Útskriftarveisla Morgunblaoio/bvemr EISTLENDINGARNIR tólf ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni utan- ríkisráðherra og Árna Sigfússyni, framkvæmdastjóra Stjórnunarfé- lagsins. Námskeiðið var liður í aðstoð Islendinga við Eystrasaltsríkin. - lofar góðu! Þaö verða sannkallaðir * í Súlnasal laugardagskvöld! ffföómsoeitin GLEÐIGJAFAR Carl Meller - hljómborö Einar Bragi - sax Árni Scheving - bassi Einar Scheving - trommur ANDRE BACHMANN 6.BJARNI ARA ásamt MÓEIÐI JÚNÍUSDÓTTUR V '%\W Ilif f/O/jmrr <■ \o e/WAWO/t rsÁem/Jifi/1 OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.