Morgunblaðið - 05.08.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
31
undar Kristinssonar samúð mína.
Guð blessi minningu hans.
Gunnar Birgisson,
formaður bæjarráðs
Kópavogs.
Með örfáum orðum vil ég minn-
ast mæts vinar míns, Gissurar Jör-
undar Kristinssonar, framkvæmda-
stjóra Húsnæðisnefndar Kópavogs,
er lést 2. júlí síðastliðinn langt um
aldur fram.
Það var mánudaginn 2. ágúst
síðla dags, að ég var staddur um
borð í skipi á ísafjarðardjúpi og var
kallaður í símann um borð, var mér
tjáð að vinur minn Gissur Jörundur
Kristinsson væri látinn. Mig setti
hljóðan, enda búinn að vera fjarri
mannabyggðum án útvarps og síma
heila viku. Klukkan hafði greinilega
ekki stöðvast á meðan.
Kynni okkar Gissurar hófust í
byijun árs 1983 er ég hóf störf á
Verkfræðistofu Guðmundar Magn-
ússonar, en þáverandi stjórn Verka-
marinabústaða í Kópavogi var að
ljúka byggingu tveggja fjölbýlishúsa
við Ástún í Kópavogi og var undir-
búningur hafinn að byggingu íbúða
við Álfatún. Er Guðmundur Magn-
ússon verkfræðingur lést 14. apríl
1987 kom það í minn hlut að eiga
meiri samskipti við Gissur, meðal
annars um undirbúning og bygg-
ingu 125 félagslegra íbúða við Hlíð-
, arhjalla og Trönuhjalla í Kópavogi,
I auk yfir 100 íbúða í Smárahvamms-
landi.
Gissur naut virðingar þeirra sem
störfuðu við og fylgdust með mál-
efnum félagsíbúðakerfisins, bæði
hjá hinu opinbera og í öðrum sveit-
arfélögum, en mest í Kópavogi.
Störf hans að uppbyggingu félags-
legra íbúða í Kópavogi bera vott
um að hér var mikill vinnuþjarkur
á ferð, því hvergi á landinu hefur
einn maður með einn aðstoðarmann
stuðlað að eins mikilli uppbyggingu
þess kerfis. Draumur hans í seinni
tíð var sá að geta minnkað við sig
vinnuna og snúið sér meira að sínum
hugðarefnum, enda hafði nær allur
hans tími farið í vinnuna, bæði á
1 skrifstofunni og það sem unnið var
við tölvuna heima.
Eitt af aðaláhugamálum Gissurar
voru tölvur. Þau mál voru ekki tek-
in neinum vettlingatökum og átti
I hann eina fullkomnustu gerð einka-
* tölvu auk ógrynni forrita. Margir
leituðu ráða hjá Gissuri í tölvumál-
um, og var hann ávallt reiðubúinn
að miðla af þekkingu sinni á því
sviði og spáði sjaldan í hvað tíman-
um liði. Ég minnist atviks fyrir
tveim árum er ég hafði unnið að
verkefni í tölvunni minni í tvær vik-
ur sem átti að skila kl. 12 á laugar-
dagsmorgni. Seint á föstudags-
kvöldi er vinnu var að ljúka kemur
tilkynning á skjáinn um að tölvu-
diskurinn sé ónýtur og þar með öll
vinnan. Snemma næsta morgun
hringi ég í Gissur sem þá sat við
sína tölvu að vanda og rek raunir
mínar. Gissur segir að ég skuli bara
koma og hann skuli athuga hvað
hann geti gert. Viti menn, eftir
klukkutíma leit var allt komið í lag
eftir að hafa prófað ýmis meðul.
Gissur var mikill áhugamaður um
stangveiði. Ræddum við það áhuga-
mál hans mikið nú síðustu árin. Ég
átti því láni að fagna að standa hluta
úr degi með honum á bökkum Ell-
iðaá 17. júlí síðastliðinn, kom þá
berlega í ljós hvað hann naut útiver-
unnar þó aflinn væri rýr. Hann átti
góðan og vandaðan útbúnað og
hugðist í framtíðinni gefa þessu
áhugamáli sínu meiri tíma.
Gissur stóð vörð um hagsmuni
þeirra sem minna mega sín í þjóðfé-
íaginu, það var hans hugsjón. í
störfum sínum var Gissur formfast-
ur og nákvæmur, fyrir það naut
hann virðingar þeirra sem hann átti
viðskipti við. Flestum var þetta góð-
ur skóli. Ég er þakklátur forsjóninni
g fyrir að hafa fengið tækifæri að
® kynnast Gissuri Jörundi Kristins-
syni.
Ástvinum hans öllum, en þó sér-
staklega Ástu konu hans, börnum,
og bamabörnum sendi ég einlægar
Isamúðarkveðjur. Megi minning
hans haldin í heiðri.
Sævar Geirsson.
Með nokkrum fátæklegum orð-
_j um viljum við minnast vinar okkar
Gissurar, sem féll sviplega frá 28.
júlí sl. Kynni okkar hófust með til-
komu tölva, en öll áttum við sameig-
inlegt það áhugamál að grúska á
því sviði. Þessi kynni urðu mjög
náin og varla leið sú vika, að við
hefðum ekki samband hvert við
annað.
Það sýnir best hvað Gissur var
lifandi og virkur, að hann var kom-
inn á miðjan aldur þegar hann fékk
brennandi áhuga á tölvum, en var
samt manna duglegastur að fylgj-
ast með öllum nýjungum á því sviði.
Hann var jafnan reiðubúinn að
leysa hvers manns vanda, ráðagóð-
ur og vel að sér.
Gissur var örlátur, glaðlyndur og
góður félagi með afar ljúfa lund,
traustur og hjálpsamur. í hóp okkar
hefur verið höggvið stórt skarð sem
ekki verður fyllt. Gestrisni Ástu og
Gissurar var við brugðið og nutum
við hennar ávallt.
Með djúpum söknuði kveðjum við
góðan dreng og vottum fjölskyldu
hans okkar innilegustu samúð.
Sigurður, Svana og félagar.
Fleiri minningargreinar um
Gissur Jörund Kristinsson
bíða birtingar og munu birt-
ast i blaðinu næstu daga.
+
Ástkær dóttir okkar og systir,
ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 75,
lést þann 2. ágúst í Sahlgrenska sjúkra-
húsinu í Gautaborg.
Ellen Pálsdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir,
Hrefna Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson.
Systir mín,
GUÐBJÖRG SVEIIMSDÓTTIR,
síðasttil heimilis
á vistheimilinu Seljahlfð,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 13.30.
Karl Sveinsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LOVÍSA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Suðurbraut 14, Hafnarfirði,
áður Ártúni 3, Selfossi,
sem lést á Sólvangi 3. ágúst, verður jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 7. ágúst kl. 13.30.
' Ásta Lúðvfksdóttir, Geir Gunnarsson,
Sesselja Lúðvfksdóttir, Hjörvar Valdemarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg eiginkona min og móðir okkar,
INGVELDUR RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Rauðanesi,
Borgarhreppi,
er lést 31. júlí, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn
7. ágúst kl. 14.00.
Jarðsett verður að Borg.
Viggó Jónsson,
börnin og fjölskyldur.
+
Ástkær móðir okkar,
ÞORBJÖRG GRÍMSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Skólavörðustfg 24a,
Reykjavík,
andaðist á Droplaugarstöðum 3. ágúst sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalbjörn Aðalbjörnsson,
Guðrún Aðalbjörnsdóttir.
+
Móðir okkar, systir og amma,
HERMÍNA S. TAVSEN,
Háholti 3,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum sunnudaginn
1. ágúst.
Jarðsett verður frá Víðistaðakirkju,
Hafnarfirði, föstudaginn 6. ágúst
kl. 13.30.
Bára K. Pétursdóttir, Gunnar Pétursson,
Sigurður Á. Jónsson, Fylkir A. Jónsson,
Elvar S. Jónsson,
systkini og barnabarn.
+
Ástkæreiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ ÁSMUNDSDÓTTIR,
Gilsbakka 1,
Seyðisfirði,
verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju föstudaginn 6. ágúst
kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmundur Emilsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir, tengdamóðir og amma,
ANIKA SJÖFN BÉRNDSEN,
Hraunbæ 88,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 1. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.30.
Egill Guðmundsson, Áslaug Halldóra Berndsen,
Þórunn Egilsdóttir, Egill G. Egilsson,
Rúna Egilsdóttir, Áslaug Pálsdóttir,
Leif Hansen og barnabarn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ELÍSA KATRÍN ERLENDSDÓTTIR
frá Snjallsteinshöföa,
dvalarheimilinu Lundi,
Hellu,
lést 2. ágúst.
Otför hennar verður gerð frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn
7. ágúst kl. 14.
Samúel Jónsson,
Hlff Samúelsdóttir, Þórir Guðmundsson,
Gunnur Samúelsdóttir, Pétur Kristjánsson,
Guðjón Samúelsson, Guðrún Friðriksdóttir,
Auður Samúelsdóttir, EggertWaage,
Katrín Samúelsdóttir, Ólafur Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
dóttir og tengdadóttir,
KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Helgafelli,
Helgafellssveit,
sem lést 30. júlí sl. í St. Fransiskus-
sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, verður
jarðsungin frá Helgafellskirkju föstu-
daginn 6. ágúst kl. 14.00.
Hjörtur Hinriksson,
Jóhanna Kristín Hjartardóttir,
Ástrfður Hjartardóttir,
Guðmundur Helgi Hjartarson,
Hinrik Hjartarson,
Ragnheiður Hjartardóttir,
Óskar Hjartarson,
Ósk Hjartardóttir,
Jóhanna Sigmundsdóttir,
Ragnheiður Þorgeirsdóttir, Hinrik Jóhannsson.
+
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRHALLS SIGJÓNSSONAR,
Keldulandi 13,
Reykjavík.
Ólöf Hannesdóttir,
Edda Þórhallsdóttir Peachie,
Birna Þórhallsdóttir,
Sigjón Þórhallsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför eiginmanns míns
og föður okkar,
BALDURS HÓLMGEIRSSONAR,
Bragagötu 38,
Reykjavik.
Þuríður Vilhelmsdóttir,
Hólmgeir Baldursson,
Birgir Ragnar Baldursson,
Guðmundur Baldursson.
(