Morgunblaðið - 05.08.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
... að vinna saman í
garðinum
TM Reg. U.S Pat Otl.—all rights reserved
° 1993 Los Angeles Times Syndicate
inu?
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Sköpun - Erfðasynd - Skím
Frá Jan Habets:
HVERT er samband á milli sköpun-
ar, erfðasyndar mannsins og skírn-
arinnar? Sköpun kennir okkur um
Guð, erfðasynd um náttúru manns-
ins, skírn um sáluhjálp. Þess vegna
er svarið mikilvægt fyrir sérhvern
mann. Þegar biblían talar um sköpun
heimsins 1250 f. Kr. gerir hún það
ekki með orðum vísindamanna nú-
tímans um „Big Bang“, heldur í
orðabúningi síns eigin tíma, þ.e. með
orðum sem minna jafnvel á goðsögn
þessa tíma frá Babýlóníu. En mis-
munur er skýr. Það eru ekki skurð-
goð, heldur einn Guð, sem skapar
himinn og jörð og ekki í stríði, held-
ur með orði sínu. Sem saímtal sköp-
unar velur Móse viku gyðinganna
með sex virka daga og sjöunda dag,
sem hvíld Guðs. Við brosum að
„hvíld Guðs“. Jesús varði sig, þegar
gyðingar ákærðu hann um að hann
bryti hvíldardagshelgina, segjandi:
„Faðir minn starfar til þessarar
stundar, og ég starfa einnig" (Jh.
5,17).
Nú kennir Gamla testamentið að
gyðingar notuðu sabbat einnig fyrir
guðsþjónustu. Auðvitað völdu heið-
ingjar, sem urðu kristnir, heldur
sunnudag, dag upprisu Jesú, fyrir
guðsþjónustu. Við vitum að postu-
lamir höfðu þegar árið 49, á kirkju-
þingi í Jerúsalem, afnumið lögmál
gyðinganna fyrir kristna út heiðingj-
um (post. 14,1-29), þ.e. áður en ein
bók biblíunnar var skrifuð.
Sem kórónu verks síns skapaði
Guð manninn. Móse notar mann-
fræðilegt líkingamál. Eins og „Guð
hvíldi", eins og við, starfar Hann
nú sem leirkerasmiður, til að gera
manninn. Mikilvægt er að Guð gerir
manninn „eftir sinni eigin mynd“.
Móse endurtekur það: „Hann skap-
aði manninn (karl og konu) eftir Guð
smynd“. Ef Guð hafði allt gert gott,
þá skiljum við að Hann hafði gert
manninn sérstaklega góðan. Fyrst
og fremst mátti hann „drottna yfir
ollum dýrum og gjöra sér jörðina
undirgefna". Því að Guð vildi inni-
legt samband við manninn. Hann
gaf honum sérstakleg forréttindi
skynsemi og hjartans. Aðeins mátti
hann, sem sköpuð vera, sig ekki í
óhlýðni jafna Guði, það sem sumir
englar höfðu gert. Maðurinn varð
þó óhlýðinn og Móse mælir það aft-
ur í líkingamáli. Við sjáum tré með
fallegum eplum í paradísargarði.
Djöfullinn í mynd orms hefur tekið
stað í trénu og bíður Evu og með
lygi er það ekki erfitt að mála Guð
öfundsaman. Eva varð óhlýðin, því
hún át af eplum og Adam syndgaði
líka. Maðurinn hafði ekki staðist
raun að hlýða Guði. Hann syndgaði
sjálfur en því að hann stóð þar sem
ættfaðir mannkynsins komu afleið-
ingar ekki aðeins niður á honum
einum, heldur einnig á öllum niðjum
hans. Þó syndin, sem við köllum
erfðasynd, gerði okkur persónulega
ekki skuldug, hafði hún áhrif á nátt-
úru okkar. (Synd náttúru.) Vilji
mannsins veiklaðist. Samhljómur við
skaparann, menn og eigin líkama
var trufluð. í staðinn fyrir samræmi
og vináttu við Guð kom eigingirni,
græðgi, drambsemi, holdleg fýsn og
öfund. Var ráðagerð Guðs við menn
nú eyðilögð? Alls ekki. Mósebók (1M
3,15) útskýrir að Guð lofaði strax
sáluhjálp, að senda Son sinn, „Sæð
konunnar til að meija höfuð djöfuls-
ins“ og að bjarga mannkyninu. Guðs
sonur varð hold, Hann bjó með oss
og allir sem taka við Honum með
endurfæðinguna í skírninni, þeim
gefur Hann rétt til að verða Guðs
börn, þeim er trúa á nafn hans (Jh
1,12). Það má spyija: Hvers vegna
hindraði Guð ekki óhlýðni mannsins
og afleiðingar syndarinnar? Það má
spyija á móti: A maðurinn ekki að
vera frjáls og verður þessi eining
við Guð mannsins, sem hefur sannað
ást til Guðs í lífsstríðinu ekki inni-
legri en sú fyrsta manna?
JAN HABETS,
Stykkishólmi.
HEILRÆÐI
Göngugarpar!
Sýnið aðgát í
gönguferðum.
Veljið leiðir við
hæfí.
KOMUM HEIL HEIM
Víkveqi skrifar
Þyrla Landhelgisgæzlunnar hef-
ur verið mikið á ferðinni að
undanförnu til að bjarga mannslíf-
um. Einn daginn fór þyrlan t.d. í
íjögur útköll. Enn og aftur vill Vík-
veiji nota rými í dálkinum til að
hvetja stjórnvöld til þess að hraða
eftir mætti kaupum á nýrri og full-
kominni björgunarþyrlu. Þeim pen-
ingum sem til þyrlukaupa fara er
vel varið, það er engin spurning.
xxx
Um fátt er meira rætt í knatt-
spyrnuheiminum þessa dag-
ana en hina miklu yfirburði Akur-
nesinga í 1. deild. Að loknum 10
umferðum hafa Skagamenn 9 stiga
forskot á næstu lið og telja verður
yfirgnæfandi líkur á því að þeir
hampi íslandsbikarnum í haust.
Víkveiji brá sér upp á Akranes fyr-
ir skömmu og fylgdist með leik ÍA
og FH, sem þá var í öðru sæti.
Yfirburðir ÍA voru slíkir að með
fádæmum verður að telja í viður-
eign tveggja toppliða í íslandsmóti.
Hin góða staða Skagamanna
kemur ekki á óvart. Þar fer saman
styrk stjóm knattspyrnudeildar,
góð þjálfun og mjög góðir og sam-
stilltir leikmenn. Þegar tvíburarnir
Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir
hættu sl. haust og fóru í atvinnu-
mennsku gerði þjálfarinn, Guðjón
Þórðarson, ráðstafanir til að fá
menn í þeirra stað. Ólafur Þórðar-
son sneri aftur frá Noregi og feng-
inn var sterkur miðheiji frá Júgó-
slavíu, Bibercic. Og Sigurður Jóns-
son leikur betur en nokkru sinni,
eftir meiðsli í fyrra, og munar um
minna.
í Morgunblaðinu sunnudaginn
25. júlí sl. var athyglisvert viðtal
við Guðjón þjálfara. Þar kom fram
að hann beitir vísindalegum aðferð-
um við þjálfunina, sem hann sækir
til Þýzkalands. Þetta eru greinilega
mjög árangursríkar aðferðir, sem
aðrir íslenzkir þjálfarar eiga vafa-
laust eftir að taka upp í auknum
mæli. Störf Guðjóns og árangur ýta
sterkum stoðum undir þá skoðun
margra, að hann eigi að verða
næsti landsliðsþjálfari íslands.
xxx
Sumardaginn eina kalla Akur-
eyringar 16. júní sl. Þann dag
var sumarblíða fyrir norðan og
menn vonuðust eftir góðu og hlýju
sumri. En síðan hefur varla komið
góður dagur þar til nú, að eitthvað
er að rofa til fyrir norðan. Áhrif
veðráttunnar eru mikil. Landbúnað-
arstörf eru skammt á veg komin
og ferðaþjónustan hefur tapað
miklu fé. En menn mega ekki
gleyma því að það er ekki á vísan
að róa með veðrið hér í þessu norð-
læga landi og mörg sumur hafa
farið fyrir lítið hjá Sunnlendingum
á síðustu árum.
Bjartsýni ársins var það kallað
þegar skátar settu upp sólúr
í tengslum við landsmót sitt á Akur-
eyri!
XXX
Víkveiji brá sér upp í Borgar-
fjörð um verzlunarmanna-
helgina og átti þar hina ánægjuleg-
ustu dvöl. Geysilegur íjöidi fólks
var í Borgarfirði um þessa helgi.
Samkvæmt útvarpsfregnum var
sömu sögu að segja frá fjölmörgum
öðrum stöðum. Því vakti það undr-
un Víkveija þegar hann kom til
Reykjavíkur á sunnudagskvöld að
miðbærinn var fullur af fólki. Það
voru meira að segja biðraðir fyrir
utan nokkrar krár og skemmtistaði!
XXX
Umferðin um helgina var jöfn
og góð. Á tímabili gleymdi
Víkveiji sér aðeins og ók fullgreitt.
Þá birtist lögreglubíll á veginum
fyrir framan. Lögreglumennirnir
kveiktu blikkljósin í smá stund til
aðvörunar, smávink, og Víkveiji
hélt sér á löglegum hraða á leiðar-
enda. Svona umferðareftirlit er til
fyrirmyndar. Annars vakti það at-
hygli Víkveija hve margir bílar voru
eineygðir. Þessu þurfa bíleigendur
að kippa í liðinn nú þegar fer að
dimma hratt.