Morgunblaðið - 05.08.1993, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993
Minning
Guðmundur Hjörtur
Bjamason, skipa-
skoðunarmaður
Fæddur 27. desember 1920
Dáinn 30. júlí 1993
Mig langar að minnast hans afa
míns sem við kveðjum í dag. Hann
var búinn að vera veikur svo lengi,
þótt hann kvartaði ekki eða léti neinn
vita. Það var ekki hans að bera sorg-
ir sínar á torg.
Hann fæddist í Reykjavík 27. des-
ember 1920, var sonur hjónanna
Bjarna Sigurðssonar smiðs frá Torfa-
stöðum í Jökulsárhlíð og Helgu
Magnúsdóttur frá Svignaskarði í
Mýrasýlu. Var hann í foreldrahúsum
til rúmlega níu ára aldurs er faðir
hans deyr. í þá daga var erfítt fyrir
ekkju með tvö börn að framfleyta
sér og varð úr að hann, sem eldri
bróðirinn var sendur í fóstur til Aðal-
bjargar föðursystur sinnar sem bjó
í Húsey við Héraðsflóa. Þar ólst hann
upp ti! unglingsára er hann fór í
Héraðsskólann í Reykholti i Borgar-
, fírði. Síðar fór hann suður til að
'r læra. Það var ekki auðvelt á þeim
árum að komast í iðnnám. Til að
komat í vélvirkjun varð hann að taka
þátt í að byggja húsnæði yfír vél-
smiðjuna og vinna síðan við viðgerð-
ir, áður en hægt var að komast á
samning. Á þessu tímaskeiði var
hann að vinna við þijá færeyska
báta, kláraði tvo, en er orðinn svo
veikur af heilahimnubólgu að þriðji
báturinn komst ekki út með hinum.
Seinna kom færeyskur skipstjóri
til hans ogþakkaði honum lífgjöf sem
'•» hann kannaðist ekki við. Skipstjórinn
sagði honum þá, að hinir tveir bát-
arnir hefðu aldrei komist heim. Veik-
indi hans hefðu gefíð honum og
áhöfn hans líf. Á þeim veikindum
jafnaði hann sig aldrei. Lauk hann
síðar námi frá Iðnskólanum í Reykja-
vík og Vélsmiðjunni Bjargi til að
komast inn í Vélskóla Islands. Með
vélskólanáminu og eftir það fer hann
til sjós á fraktskip, því að einungis
vanir menn komust á togara. Var
hann á skipum Eimskipafélags
Reykjavíkur, Kötlu og Öskju. Síðar
fer hann til Skipaskoðunar ríkisins
(Siglingamálastofnunar ríkisins) og
starfar þar frá 1963, þar til hann
lætur af störfum vegna aldurs
1990.
Árið 1951 kvæntist hann Elísa-
betu Guðmundsdóttur frá Rómar-
borg á ísafírði. Bjuggu þau sér fljót-
lega heimili í Skipholtinu. Eignuðust
þau þijú börn, Guðmund Þorlák,
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð fallegir
sídir og mjög
giSð þjónusta.
Ipplýsingar
ísíma22322
&
FLUGLEIDIR
HBTEL lOFTLEIIII
Helgu og Bjarna. Það var alltaf gott
að koma til afa og spjalla í ró og
næði, því að ekki kunni hann vel við
sig í fjölmenni. Ef ég var eitthvað
að föndra og var í vanda, kunni hann
lausnir, hvort sem þær voru tækni-
legar eða fagurfræðilegar. Hann átti
auðvelt með að teikna og var hagur
bæði á járn og tré. Hafði á orði, að
eftir starfslok gæti hann farið að
smíða og sinna áhugamálum. Því
miður leyfði heilsa hans það ekki í
þeim mæli sem hann óskaði sér.
Síðastliðið eitt og hálft ár naut hann
aðstoðar starfsfólks krabbameins-
og lyflækningadeildar Landspítalans
í baráttu við erfíðan blóðsjúkdóm.
Aldrei vildi hann vera yfir nótt til
að taka ekki rúm frá öðrum eða
vera fyrir. En síðustu tvær vikumar
varð hann að gista þar. Hann var
ákaflega þakklátur starfsfólki og
læknum fyrir þá aðhlynningu sem
hann naut. Hafði á orði, hvað þau
væru góð við sig.
Elsku afi minn, við þökkum þér
fyrir allar þær stundir sem við áttum
saman og eigum eftir að sakna þín
mikið. Litlu systkini mín eiga erfitt
með að skilja að þú komir ekki, en
spyija nú hvort sé ekki öruggt að
afí sjái þau, þótt hann sé uppi í himn-
inum hjá guði. Megir þú hvíia í friði.
Elsku amma mín, megi góður guð
styrkja þig á þessari stundu.
Elisabet Guðmundsdóttir.
Við viljum minnast Hjartar
Bjamasonar vinar okkar með nokkr-
um orðum, en dauði hans kom á
óvart, þó vitað væri að hann þjáði
blóðsjúkdómur sem olli honum mik-
illi þreytu. Hann kvaðst aldrei vera
veikur, en færi á spítalann af og til
svo blessað starfsfólkið þar gæti
hresst sig við. Þrátt fyrir þessi veik-
indi vann hann heima við að lagfæra
íbúð þeirra svo að furðu gegnir
hveiju hann áorkaði, en hann hafði
látið af störfum sem skipaeftirlits-
maður fyrir tveimur og hálfu ári, og
vildi nú geta notið langþráðrar hvíld-
ar. og samvista við fjölskyldu sína
og eiginkonu.
Hann Hjörtur hennar Lísu var allt-
af úti á sjó, og við kynntumst honum
fyrst er hann vann í landi um skeið
er elzta bam þeirra var fætt. Hann
sigldi þá á skipum Eimskipafélags
Reykjavíkur, ms. Kötiu og ms. Öskju,
sem voru í leigusiglingum langtímum
saman, jafnvel svo að stundum var
hann eitt ár í burtu í einu. í minning-
unni má segja, að fyrstu kynni okkar
af honum Hirti hafí verið jólin henn-
ar Lísu og bamanna sem biðu heimil-
isföðurins þar til janúar var langt
liðinn, og þá fyrst er hann var kom-
Almenna auglýiingaatolan ht.
/ þœgilegu umhverfi með góðrí þjónustu.
Glœsilegl kaffihlaðborð á hóflegu verði.
Hbrei ump
Rauöarárstíg 18
13“ 62 33 50
inn heim hófust raunveruleg jól, og
svo mátti taka niður jólaskraut. Þar
sem' hann vann oft að heiman, því
að hann var eljumaður og vann sín
störf af kostgæfni, hvort sem starf
hans kallaði hann langt norður í haf
til Jan Mayen eða suður með sjó, þá
hvíldi heimilisrekstur allur og barna-
uppeldi á Elísabetu, en þau hjónin
voru samhent mjög og báru mikið
traust hvort til annars.
Guðmundur Hjörtur, eins og hann
hét fullu nafni, fæddist 27. desember
1920, sonur hjónanna Bjarna Sig-
urðssonar trésmiðs í Reykjavík, (f.
15.7. 1881 frá Torfastöðum í Jökuls-
árhlíð, N-Múlasýslu, d. 23.4. 1930)
og konu hans Helgu Magnúsdóttur
(f. 19.12. 1894 að Svignaskarði í
Borgarfirði, d. 28.5. 1953) sem þar
bjuggu. Hjörtur lauk iðnskóla- og
vélvirkjanámi í Vélsmiðjunni Bjargi
1946 og meiraprófí frá Vélskóla ís-
lands 1950. Hann giftist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Elísabetu Guð-
mundsdóttur, 1951, en hún rak þá
ásamt systur sinni hannyrðaverzlun-
ina Refil (áður verzlun Augustu
Svendsen) í Aðalstræti. Hún er dótt-
ir Guðmundar Þorláks Guðmunds-
sonar skipstjóra og útgerðarmanns
og konu hans Margrétar Jónsdóttur
frá Kirkjubæ við ísafjarðardjúp.
Hjörtur varð vélstjóri og yfírvélstjóri
á skipum Eimskipafélags Reykjavík-
ur frá 1948-1956, er hann varð
vélgæzlumaður í landi til 1963. Þá
varð hann skipaskoðunarmaður hjá
Skipaeftirlitinu, sem svo seinna hét
Siglingamálastofnun. Áður hafði
hann og unnið við Baader-vélar og
verið við nám í meðferð þeirra í
Lúbeck í Þýzkalandi um tíma. Fyr-
ir Siglingamálastofnun sá hann um
eftirlit með smíði stálskipa sem ís-
lendingar létu þá smíða fyrir sig í
Þýzkalandi, og dvaldi fjölskyldan
þá í Boizenburg í Austur-Þýska-
landi um skeið. Þar eignuðust Lísa
og Hjörtur góða vini sem æ síðan
hafa fylgzt með fjölskyldunni og
haldið við þau nánu sambandi. Þau
sakna nú vinar í stað.
Elísabet og Hjörtur eignuðust þijú
börn, sem nú eru öll búsett hér á
landi. Elztur er Guðmundur Þorlákur
(f.1.3. 1957), verzlunarmaður,
kvæntur Katrínu Karlsdóttur sjúkr-
aliða, þau búa í Mosfellsbæ og eiga
fímm börn: Elísabetu, Magneu, Mal-
ínu, Guðmund Þorlák og Erlu. Helga
(f. 4.6. 1959) var flugfreyja hjá sviss-
neska flugfélaginu Cross Áir eftir
að hún giftist Pierre Winter, sviss-
neskum tannsmið í Delemont í Sviss,
en þau slitu samvistir. Helga og Pi-
erre Winter eiga eina dóttur, Katy
Þóru. Núverandi sambýlismaður
Helgu er Hlöðver Haraldsson skip-
stjóri í Hafnarfírði. Yngstur barn-
anna er Bjarni (f. 8.4. 1961), bifvéla-
virki, ógiftur og barnlaus og hefir
hann heimili sitt í húsi með foreldrum
sínum í Skipholti 14.
Það var sorglegt að Hjörtur skyldi
ekki fá að njóta í lengri tíma heimil-
is síns og Lísu og þess auðs sem felst
í samverunni við ástvini sína. Heim-
ili hans og fjallakofí þeirra Lísu á
Þingvellum sem hann hafði smíðað,
skorið út, nostrað við og glaðst yfír,
ber vitni um vandvirkni og smekk-
vísi þeirra. Þessi fáu minningarorð
bera samúðarkveðjur fjölskyldunnar
okkar til Lísu og ástvina hans allra,
nú er hann hverfur okkur inn í sum-
arið og eilífðina.
Fari hann í friði.
Hanna og Halldór.
Guðmundur Hjörtur Bjamason,
fyrrum skipaskoðunarmaður við
Siglingamálastofnun ríkisins, andað-
ist á Landspítalanum 30. júlí síðast-
liðinn.
Mér er bæði ljúft og skylt að minn-
ast þessa mæta, samviskusama og
dygga samstarfsmanns við Siglinga-
málastofnunina.
Þótt Guðmundur Hjörtur væri
skírður tveimur nöfnum, gekk hann
ávallt undir nafninu Hjörtur, og flest-
ir munu aðeins þekkja hann með því
nafni. Foreldrar hans voru hjónin
Bjarni Sigurðsson trésmiður (f. 15.7.
1881, d. 23.4. 1930) frá Torfastöðum
í Jökulsárhlíð, N-Múlasýslu, og
Helga Magnúsdóttir (f. 19.12. 1894,
d. 28.5. 1953) frá Svignaskarði,
Borgarhreppi, Mýrasýslu.
Hjörtur var nemandi við Héraðs-
skólann í Reykholti, en síðan við Iðn-
skólann í Reykjavík, á árunum 1941-
1945, ásamt vélvirkjanámi í Vél-
smiðjunni Bjargi í Reykjavík,
1942-46. Að loknu námi í vélvirkjun
lá leiðin í Vélstjóraskólann, þar sem
hann lauk prófi 1950.
Vélstjóri var hann á skipum Eim-
skipafélags Reykjavíkur, ms. Kötlu
og ms. Öskju, á árunum 1948-1956.
Árið 1956 fór hann til Lúbeck í
Þýskalandi til framhaldsnáms í við-
haldi á Bader-vinnsluvélum og starf-
aði síðan við vélgæslu og viðhalds-
verkefni þeirra í landi næstu tvö ár-
in. Þá starfaði hann við vélgæslu-
störf í málningaverksmiðjunni Hörpu
í Reykjavík 1958-60, en gerðist síðan
aftur vélstjóri á ms. Óskju; árin
1961-63.
Árið 1963 hóf Hjörtur störf skipa-
skoðunarmanns við Skipaskoðun rík-
isins (síðar Siglingamálastofnun rík-
isins frá 1970), oggegndi þeim störf-
um þar til 1990 er hann hætti vegna
aldurs. Á þessum 28 árum hefur
Hjörtur sinnt margvíslegum verkefn-
um skipaskoðunarmanns, en einkan-
lega hefur starfssvið hans verið eftir-
Minning
Helgi Hjálmarsson
Ljúfur vinur er horfinn í blóma
lífsins. Það var harmafregn sem
okkur barst um að vinur okkar
Helgi Hjálmarsson væri dáinn, hann
sem var alltaf svo hress og glaður
hvernig sem áraði. Minningar lið-
inna tíma þyrluðust upp í hugann.
Fjölskyldurnar í útilegu saman, en
þær voru bæði margar og skemmti-
legar. Evrópuferðin til Amsterdam
og Parísar sem ekkert okkar gleym-
ir þegar piltar óku um götur París-
ar að næturlagi beint á áfangastað
eins og þeir hefðu aldrei gert neitt
annað. Og bóngóður var Helgi.
Þeir eru ekki ófáir bílarnir sem
hann stillti fyrir mig. Það var ekki
ónýtt að eiga svona vin, já, það er
margs að minnast.
Upp úr 1980 festu Helgi og Berg-
lind sér land í Svarfhólsskógi undir
sumarbústað. Fljótlega var hafist
handa og byggður glæsilegur bú-
staður í samvinnu við tengdafor-
eldra Helga, þau Öldu og Sigurð,
hann var yfirsmiður og allt gert
eins og best mátti verða og ekkert
til sparað. Það voru margar ferðirn-
ar sem ég fór með þeim meðan á
byggingu stóð. Oft minntumst við
Helgi á nestið sem tengdamóðir
hans Alda sendi pilta með, hangi-
kjöt og ávaxtagraut með ijóma.
Líkaði mér þetta vel, ekkert sjoppu-
fæði það. Þetta varð þeirra sælu-
reitur, enda þekkjum við fáa sem
notað hafa sumarbústað sinn jafn
mikið og Helgi og Berglind gerðu.
Þaðan eigum við fjölskyldur bæði
margar og ljúfar minningar, um
safaríkar steikur og mikið meðlæti.
Það var alltaf gott að borða ef
Helgi minn fékk að vera við grillið.
Fáa þekki ég sem nutu þess meira
lit með smíði og viðhaldi stálskipa,
eftirlit með vélaniðursetningu og
vélskoðun stálskipa bæði heima og
erlendis.
Á árunum 1964-65 var Hjörtur
búsettur í hálft annað ár með fjöl-
skyldu sinni í Boisenburg í Austur-
Þýskalandi, þar sem hann hafði með
höndum eftirlit með smíði stálfiski-
skipa þeirra, sem þar voru smíðuð
fyrir íslenska aðila. Eftir heimkom-
una var hann oft sendur til lengri
eða skemmri dvalar erlendis vegna
eftirlits með breytingum á íslenskum
stálskipum, meðal annars nokkra
mánuði á Jótlandi, þar sem skipt var
um vélar í nokkrum skipum samtím-
is. Styttri eftirlitsferðir fór hann
vegna nýsmíða og breytinga á stál-
skipum í Noregi og Þýskalandi.
Heima við annaðist Hjörtur eins og
fyrr segir einkanlega eftirlit með
stálskipum og vélskoðun.
í starfí sínu hefur Hjörtur alla tíð
reynst sérlega vel fær og frábærlega
samviskusamur. Hann var ákaflega
sanngjam í dómum sínum við skoðun
skipa og véla. Ef hann taldi frávik
frá ýtrustu kröfum vera þess eðlis,
að ekki gæti komið að sök varðandi
öryggi skips eða áhafnar, gat hann
veitt mönnum frest til lagfæringa,
en ef um gat verið að ræða öryggis-
mál, gerði hann í allri vinsemd
ákveðna kröfu um lagfæringu án
tafar. Framkoma hans var alltaf
kurteisleg og hann kom sér vel við
alla, því allir viðurkenndu réttsýni
hans í mati eftir aðstæðum. Sjálfur
vil ég því minnast hans með þakk-
læti fyrir dyggilega unnin störf hans
að öryggismálum sjófarenda og ára-
tugalangt, ánægjulegt samstarf okk-
ar.
Eftirlifandi eiginkona Hjartar er
Elísabet Guðmundsdóttir, fædd 22.
júní 1924, dóttir Guðmundar Þorláks
skipstjóra Guðmundssonár á ísafírði
og konu hans, Margrétar Jónsdóttur
frá Kirkjubóli. Hjörtur og Elísabet
giftust 9. mars 1951, og eignuðust
þrjú börn: Guðmund Þorlák, fæddan
1957, Helgu, fædda 1959, og Bjarna,
fæddan 1961, og nú eru bamabörnin
orðin sex.
þau hjónin voru einkar samhent
og studdu hvort annað í starfi. Hjört-
ur var hugulsamur heimilisfaðir og
alltaf fús til að aðstoða bæði sína
eigin ættingja og ættmenni konu
sinnar. Það var mikið álag á Hirti
þann tíma sem hann starfaði við
skipaeftirlitið í Austur-Þýskalandi,
og oft var hann kallaður út um næt-
ur. En það var líka mikið álag á
Elísabetu að sjá um heimilið og börn-
in við erfiðar heimilisaðstæður. Þrátt
fýrir þessar ytri aðstæður komu þau
sér vel og eignuðust trausta vini, sem
þau síðan hafa haldið sambandi við
í fyrrverandi Austur-Þýskalandi.
Sjálfur naut ég gestrisni þeirra þar,
þegar ég þurfti að ræða um smíðina
við skipasmíðastöðina og um eftirlit-
ið við Hjört.
Að lokum vil ég færa Elísabetu,
börnunum og fjölskyldum þeirra mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur. Mér
er ljóst hve mikið þau hafa misst,
en minningin um þennan góða dreng
mun geymast þeim, sem og öllum
öðrum sem áttu þess kost að kynn-
ast honum.
Hjálmar R. Bárðarson.
að búa til mat en hann, enda maður-
inn bæði stór og stæðilegur.
Fá hjón hef ég þekkt sem voru
eins samrýnd og Helgi og Berglind
voru, enda ekki bara hjón heldur
félagar líka. Helgi vildi allt hið besta
handa Berglindi sinni, ekkert var
of gott fýrir hana, enda bjó hann
henni og börnunum gott heimiíi.
Gleðinnar maður var hann og mús-
íkalskur fram í fingurgóma, enda
spilaði hann um margra ára skeið
bæði sér og öðrum til ánægju.
Þau hjón voru höfðingjar heim
að sækja, alltaf það besta borið
fram og ekkert til sparað, það var
háttur þeirra. Missirinn er mikill
fyrir okkur, vinina sem eftir stönd-
um, en mestur fyrir Berglindi og
börnin sem sjá á eftir ástkærum
eiginmanni og föður, en eftir lifir
minningin um góðan dreng sem fór
allt of fljótt.
Við kveðjum góðan vin með hlý-
hug og virðingu. Sendum Berg-
lindi, börnum, foreldrum og tengda-
foreldrum innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi guð styrkja ykkur.
Jónas og Valgerður.