Morgunblaðið - 05.08.1993, Page 42

Morgunblaðið - 05.08.1993, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1993 SUND / EM í SHEFFIELD Systkinin nokkuð frá sínu besta BRYNDÍS Ólafsdóttir synti 200 m skriðsund á 2:08,35 sek. á Evrópumeistaramót- inu í gær og Arnar Freyr, bróðir hennar, sem keppti í 400 m fjórsundi, synti á 4.35,60. Bæði voru talsvert frá sínum besta árangri i þessum greinum. Arnar, sem setti íslandsmet í 400 m fjórsundi í apríl sl. í Bandaríkjunum, er hann synti á 4:34,23 mín., fékk tím- ann 4:35,60 í gær og varð 22 af 24 keppendum í riðlakeppn- inni. „Þetta er samt betra en ég bjóst við,“ sagði Arnar Freyr í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann missti úr æfingar vegna veikinda fyrir stuttu. „Þetta leit illa út tveimur vikum fyrir mótið, mér gekk þá illa á æfingum,“ sagði hann, en bætti við að hann hefði komið talsvert til síðan, þó svo hann væri ekki T> að synda eins og hann gæti best. „Ég hefði átt að geta gert getur, miðað við góða tíma á Möltu [á Smáþjóðaleikunum], en veikindin settu strik í reikn- inginn.“ Hann sagði fjórsundið í gær erfiðustu greinina sem hann tekur þátt í á mótinu, en kvaðst vonast til að jafna sinn besta tíma í 200 m fjórsundinu á morgun, föstudag. Bryndís var 28. og síðust í riðlakeppninni í gær, en sagðist þó ánægð með árangurinn. ís- landsmet hennar er 2:06,23 mín., sett 1987. Hún sagði þetta besta tíma sinn í greininni í fimm ár og kvaðst ánægð, því hún æfði fyrst og fremst fyrir styttri vegalengdirnar. KNATTSPYRNA Markalaust hjá stúlkunum íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Bandaríkjamenn á Norðurlandamóti ára kvenna, 20 ára og yngri, í Danmörku í gærí Bandaríkin leika sem gestir á mót- inu. Reuter Áskrifandi að meistaratitlinum! TAMAS Damyi, ungverski ólympíu- og heimsmeistarinn, varð Evrópumeistari í 400 m fjórsundi í gær í fjórða skipti. Hér er hann í lauginni í Sheffíeld í gær. Damyi enn bestur Vann Evrópumeistaratitilinn í 400 m fjórsundi í fjórða skipti UNGVERSKI ólympíu- og heimsmeistarinn Tamas Darnyi sigraði í 400 metra fjór- sundi i fjórða skipti á Evrópu- meistaramóti, í Sheffield í gær. Þýska stúlkan Van Almsick vann þriðju gullverðlaun sín á mótinu er hún sigraði í 200 metra skriðsundi. Darnyi, sem er 26 ára, varð að hafa mikið fyrir sigrinum í fjórsundinu því Finninn Jani Sievin- en veitti honum mikla keppni. Sie- vinen, sem er aðeins 19 ára, hafði forystu eftir flugsundið og Damyi þá fjórði en Ungveijinn sótti í sig veðrið og saxaði á forskotið í bringu- og baksundinu og tók svo framúr á síðustu metrunum á skrið- sundsprettinum og var aðeins 0,27 sek. á undan í mark og fékk tímann 4:15.24 mín. Van Almsick með þriðja gullið Þýski táningurinn Franziska van Almsick vann þriðju gullverðlaun sín á mótinu í gær er hún sigraði með nokkrum yfírburðum í 200 metra skriðsundi kvenna. Hún kom í mark meira en tveimur sekúndum á undan næstu stúlku á 1:57.97 mín. og var hálfri sekúndu frá heimsmeti Heike Friedrich. Lumin- ita Dobrescu frá Rúmeníu, broms- verðlaunahafi frá EM 1987 og 1991, varð önnur á 2:00.39 mín. Keppni var spennandi í 100 metra flúgsundi karla þar sem Pól- verjinn Rafael Szukala bar sigurorð af Rússanum Denis Pankratov með aðeins 0,02 sekúndum. Szukala varð annar í þessari grein á síðustu Ólympíuleikum. Hann kom í mark á 53.41 sek. sem er nýtt mótsmet. Evrópumeistarinn frá 1991, Vla- dislav Kulikov frá Rússlandi, náði aðeins fímmta sæti. Brigitte Becue frá Belgíu, sem vann silfurverðlaun á EM 1989, sigraði nokkuð ömgglega í 200 metra bringusundi kvenna á 2:31.18 mín. 17 ára rússnesk stúlka, Anna Nikitina, varð önnur á 2:32.15 mínútum. ■ Úrslit/41 FRJALSIÞROTTIR Burrell stal senunni Skaut bæði Christie og Lewis ref tyrir rass í 100 metra hlaupinu BANDARÍKJAMAÐURINN Leroy Burrel stal heldur betur senunni þegar hann sigraði í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu stigamóti í frjálsum íþróttum, sem haldið var íZúrich íSviss ígær. Hann skaut bæði Ólympfumeistaranum Linford Christie og landa sínum Carl Lewis ref fyrir rass, en hlaupinu var upphaflega stillt upp sem einvígi þeirra á milli. Christie varð annar en Lewis aðeins fjórði, Jon Drummond landi hans náði þriðja sætinu. GOLF / NM Landslið- in tvö valin Landslið íslands í golfí fyrir Norðurlandamótið, sem fram fer í Finnlandi um aðra helgi, hafa verið valin. Karla- landsliðið á Norðurlandameist- aratitil að veija og það skipa 'eftirtaldir kylfíngar: Þorsteinn Hallgrímsson, Siguijón Amars- son. Björgvin Sigurbergsson, Ulfar Jónsson, Bjöm Knútsson og Þórður Ólafsson. Liðsstjóri er Jóhann Benediktsson. Kvennaliðið skipa eftirtaldar: Karen Sævarsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jóns- dóttir og Herborg Amarsdóttir. Liðsstjóri er Kristín Pálsdóttir. Sigurinn var mikilvægur fyrir Burrell sem komst ekki í þriggja manna iið Bandaríkja- manna í 100 metra hlaupi sem keppa mun á HM í Stuttgart síðar í þessum mánuði. Burrell kom í mark á mjög góðum tíma, 10,02 sekúndum og Christie varð annar á 10,03. „Þar sem ég komst ekki í liðið varð ég að gera þetta hlaup að því besta á árinu," sagði Burrell kamp- akátur. Lewis varð fjórði en sagðist hafa hlaupið miklu betur en í Gates- head sl. föstudag, þegar hann varð í þriðja sæti. „Þetta var frábært hlaup hjá Leroy,“ sagði Lewis. Bandaríski meistarinn Andre Cason varð í fimmta sæti. Fyrsta tap Devers Það dró líka til tíðinda í 100 metra hlaupi kvenna í gær. Gail Devers frá Bandaríkjunum beið sinn fyrsta ósigur á tímabilinu. Merlene Ottey frá Jamaíku sigraði á 10,93 sek., næst besta tíma ársins, og Gwen Torrence varð önnur á 10,98. Gail Devers varð þriðja á 11,00 sek. Annar Jamaíkubúi, Winthrop Graham, kom á óvart í gærkvöldi þegar hann sigraði í 400 metra grindahlaupi og skaut þar með bæði heimsmeistaranum og Ólymp- íumeistaranum ref fyrir rass. Samu- el Matete frá Sambíu varð annar og Bandaríkjamaðurinn Kevin Yo- ung varð þriðji. Graham kom í mark á 47,60 sek. og er það næst besti tími ársins i greininni. Heike Drechsler sigraði í lang- stökki kvenna með 7,21 meters löngu stökki, sem er lengsta stökk ársins. Maria Mutola frá Mósambík náði besta tíma ársins í 800 metra hlaupi kvenna, hljóp til sigurs á einni mínútu 55,62 sek. Kenýamaðurinn Yobes Ondieki beið lægri hlut í 5000 metra hlaup- inu fyrir Marokkómanninum Khalid Skah, en Ondieki ætlaði að reyna við heimsmet í hlaupinu. Óhætt er að segja að Skah er í litlu uppá- haldi hjá Kenýamönnum, sérstak- lega eftir Ólympíuleikana, þegar hann var dæmdur úr leik í 10 km hlaupinu og það síðan dregið til baka næsta dag. Kenýamennirnir í hlaupinu ætluðu augljóslega að gera Skah lífíð leitt, en hann náði að stinga þá af á endasprettinum. „Þetta gerist alltaf, þeir ráðast allt- af gegn mér,“ sagði Skah um Kenýumennina, en hann hljóp á 13 mínútum 4,67 sekúndum. ÚRSLIT Frjálsar Alþjóðlegt stigamót í frjálsum, haldið í Ziirich í Sviss í gærkvöldi. Helstu úrslit. Hástökk kvenna: metrar 1. Stefka Kostadinova (Búlgaríu)...2,00 2. Galina Astafei (Rúmeníu)........1,98 3. Silvia Costa (Kúbu).............1,98 800 metra hlaup kvenna: mín. 1. Maria Mutola (Mósambík)......1.55,62 2. Svetlana Masterkova (Rús.)...1.56,76 3. EllaKovacs (Rúmeníu).........1.57,00 4. TinaPaulino (Mósambík).......1.57,58 5. Joetta Clark (Bandar.).......1.58,46 6. Diane Modahl (Bretl.)........1.59,00 400 metra grindahlaup karla: sek. 1. Winthrop Graham (Jamaíku)......47,60 2. Samuel Matete (Sambíu).........47,82 3. Kevin Young (Bandar.)..........48,08 4. Eric Keter (Kenýu).............48,97 5. Kriss Akabusi (Bretl.).........49,15 6. Olaf Hense (Þýskal.)...........49,36 100 metra hlaup kvenna: 1. Merlene Ottey (Jamaíku)........10,93 2. GwenTorrence (Bandar.).........10,98 3. GailDevers (Bandar.)...........11,00 4. Irina Privaiova (Rússl.).......11,12 5. Mary Onyali (Nígeríu)..........11,24 6. Michelle Finn (Bandar.)........11,29 800 metra hlaup karla: mín. 1. JohnnyGray (Bandar.).........1.44,03 2. Andrea Benenuti (Ítalíu).....1.44,55 3. William Tanui (Kenýu)........1.44,69 4. Jose-Luis Barbosa (Brasilíu).1.44,73 5. Nixon Kiprotich (Kenýu)......1.44,77 6. Robert Kibet (Kenýu).........1.44,98 100 metra hlaup karla: sek. 1. Leroy Burrell (Bandar.)........10,02 2. Linford Christie (Bretl.)......10,03 3. John Drummond (Bandar.)........10,05 4. Carl Lewis (Bandar.)...........10,07 5. Andre Cason (Bandar.)..........10,11 6. Daniel Effiong (Nígeríu).........10,12 400 metra hlaup karla: 1. Michael Johnson (Bandar.)......44,22 2. Dave Grindley (Bretl.).........44,50 3. Steve Lewis (Bandar.)...,......44,54 4. Butch Reynolds (Bandar.).......44,62 5. Quincy Watts (Bandar.).........44,65 6. Sunday Bada (Nígeríu)..........44,90 3000 metra hlaup kvenna: min. 1. SonjaO’Sullivan (írlandi)....8.30,12 2. Elana Meyer (S-Afríku).......8.34,62 3. Uta Pippig (Danm.)...........8.40,99 Langstökk kvenna: metrar 1. Heike Drechsler (Þýskal.).......7,21 2. Irina Muchailowa (Rússl.).......6,87 3. Renata Nielsen (Danm.)..........6,77 lOOmetragrindahlaupkvenna: sek. 1. Gail Devers (Bandar.)..........12,57 2. Michelle Freeman (Jamaíku).....12,85 3. Aliuska Lopez (Kúbu)...........12,91 4. Julia Graudyn (Rússl.).........12,98 5. Lynda Tolbert (Bandar.)........12,99 6. Yordanka Donkova (Búlgaríu)....13,00 3000 metra hindrunarhlaup: mín. 1. Moses Kiptanui (Kenýu).......8.10,29 2. Patrick Sang (Kenýu).........8.11,09 3. Julius Kariuki (Kenýu).......8.13,38 400 metra grindahlaup kvenna: 1. Sally Gunnell (Bretl.).........53,52 2. Margarita Ponomaryova (Rús.)...54,32 3. Tonja Buford (Bandar.).........54,60 5000 metra hlaup karla: 1. Khalid Skah (Marokkó).......13.04,67 2. Yobes Ondieki (Kenýu).......13.05,09 3. Richard Chelimo (Kenýu).....13.05,14 4. Haile Gebreselassie (Eþ.)...13.05,39 5. Ismael Kirui (Kenýu)........13.06,50 6. Francesco Panetta (Ítalíu)..13.06,76 Kringlukast karla: metrar 1. Lars Riedel (Þýskal.)..........66,00 2. Romas Ubartas (Litháen)........64,24 3. Anthony Washington (Bandar.)...63,92 4. Vaclavas Kidikas (Litháen).....63,86 5. Erik de Bruin (Holl.)..........63,76 6. Roberto Moya (Kúbu)............62,98 1500 metrahlaup karla: mín. 1. Noureddine Morceli (Alsír)...3.30,06 2. Fermin Cacho (Spáni).........3.32,01 3. Abdi Bile (Sómalíu)..........3.32,83 4. Mohammed Suleiman (Qatar)....3.33,29 5. Simon Doyle (Ástrallu).......3.33,39 6. Johan Landsman (S-Afríku)....3.33,56 110 metra grindahlaup: sek. 1. Tony Dees (Bandar.)............13,19 2. Mark Crear (Bandar.)...........13,28 3. Jack Pierce (Bandar.)..........13,31 Kúluvarp karla: metrar 1. Wemer Gúnthör (Sviss)..........21,49 2. Mike Stulce (Bandar.)..........20,68 3. Jim Doehring (Bandar.).........20,02 4. Gert Weil (Chile)..............19,82 5. PaoloDal Soglio (Ítalíu).......19,76 6. Klaus Bodenmueller (Austur.)...19,58 Spjótkast kvenna: 1. Trine Hattestad (Noregi).......67,96 2. Natalja Zikolenko (H-Rússl.)...64,90 3. Steffi Nerius (Þýskal.)........63,84 4x100 metra hlaup karla: sek. 1. Bandarískt úrvalslið...........37,99 2. Santa Monica félagið...........38,19 3. Kúba...........................38,7^ Hástökk karla: metrar 1. Troy Kemp (Bahamas).............2,34 2. Steve Smith (Bretl.)............2,34 2. Dalton Grant (Bretl.)...........2,34 4. Hollis Conway (Bandar.).........2,32 5. Javier Sotomayor (Kúbu).........2,30 6. Patrik Sjöberg (Svíþjóð)........2,28 Langstökk karla: 1. Mike Powell (Bandar.)......... 8,43 2. ObimaEregbu (Nígeríu)...........8,16 3. Ivaylo Mladenov (Búlgaríu)......8,02 4. Larry Myricks (Bandar.).........7,97 5. Erich Walder (Bandar.)..........7,90 6. Mike Conley (Bandar.)...........7,88 Stangarstökk: 1. Sergei Bubka (Úkratnu)..........5,90 2. Grigori Yegorov (Kazakhstan)....5,80 3. Rodion Gataullin (Rússl.).......5,70 3. Igor Trandenkov (Rússl.)........6,70

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.