Morgunblaðið - 17.08.1993, Side 32

Morgunblaðið - 17.08.1993, Side 32
32 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÖÁGÚR 17. ÁGÚST 1993 HEIMSMEISTARAMOTIÐIHESTAIÞROTTUM Stóru orðin spöruð en verkin látin tala Hestar Valdimar Kristinsson í TÓLFTA sinn eru íslendingar komnir með hesta til meginlands- ins til að etja kappi við félaga okkar innan F.E.I.F. (alþjóðasam- band eigenda íslenskra hesta) á heimsmeistaramótinu sem haldið er í Hollandi að þessu sinni eins og marg oft hefur komíð fram í Morgunblaðinu. Að venju ríkir mikil spenna um það hvernig okk- ar mönnum takist upp í barátt- unni við keppinautana. Gegnum tíðina hefur árangur ís- lendinga oft verið prýðisgóður, sér- staklega í fímmgangsgreinunum. En ef litið er til síðustu tveggja móta verður að viðurkennast að ekki var uppskorið eins og til var sáð. Aðeins einn titill á hvoru móti var talsvert minna en vonast hafði verið til og ekki laust við að íslendingar, bæði keppendur sem áhorfendur, hafi far- ið hálf hnípnir heim. Umræðan um væntanlegan árangur hefur verið heldur spaklegri nú enn áður og greinilegt að menn vilja láta verkin tala en ekki vera að byggja upp vafasamar væntingar fyrir keppn- ina. En ef litið er yfir liðskipan ís- lenska liðsins nú má glöggt sjá að sigurmöguleikamir liggja í fimm- gangsgreinunum eins og oft áður. Einar Öder Magnússon keppir nú í þriðja sinn á heimsmeistara- móti en var auk þess einu sinn liðs- stjóri. Hann er 31 árs tamningamað- ur og reiðkennari frá Selfossi. Einar hefur verið í fremstu röð í áratug, sigraði í tölti á íslandsmóti 1984 verið með efsta hest í A-flokki á landsmóti 1986, er margfaldur Norðurlandameistari í samanlögðu og fimmgangi svo eitthvað sé nefnt. Hann mætir nú til leiks með stóð- hest sinn Funa frá Skálá sem hlaut 1. verðlaun 1990. Hann er 9 vetra undan Hervari 963 og Iðu frá Tungufelli. Einar og Funi virðast eiga mesta möguleika í fímmgangi enda segist hann stefna fyrst og fremst á sigur þar, einnig þykja þeir nokkuð líklegir til afreka í keppninni um samanlagðan sigur- vegara, þá segist Einar jafnvel gera sér vonir um að komast í A-úrslit í tölti. Baldvin Ari Guðlaugsson 28 ára tamningamaður frá Akureyri keppir nú í annað sinn á HM. Hann hefur verið nokkuð atkvæðamikill í keppn- um síðustu tvö árin og nánast ósigr- andi á innanfélagsmótum hjá Létti. Nú síðast var hann með efsta hross í A-flokki á nýafstöðnu fjórðungs- móti og átti góða möguleika á sigri í B-flokki á Nökkva frá Þverá ef ekki hefðu komið tii smá tæknileg mistök hans sem lágxi í mistalningu á hringjum í forkeppninni. En það er einmitt Nökkvi sem Baldvin Ari keppir á í Hollandi. Þeir taka þátt í tölti og fjórgangi og teljast af sér- fræðingum eiga góða von um að komast í A-úrslit í fjórgangi en eitt- hvað eru menn vantrúaðri á að eins vel gangi í töltinu. Nökkvi er 8 vetra gamall undan Emi frá Vík og Rjóð frá Sandhólum, í eigu Heimis Guð- laugssonar bróður Baldvins. Atli Guðmundsson sem er 28 ára tamningamaður úr Hafnarfirði keppir einnig í annað sinn á HM. Atli hefur unnið sig hægt og sígandi upp metorðastiga hestaíþróttanna í gegnum árin og er í dag kominn í röð þeirra bestu. Hann keppir á hest- inum Reyni frá Hólum sem er 7 vetra undan Feyki frá Hafsteinsstöð- Hinrik og Eitill. um og Rebekku frá Kolkuósi, í eigu Gunnars Dungal. Atli og Reynir urðu í öðru sæti í fimmgangi á íslands- mótinu 1992 og sigruðu á opnu íþróttamóti hjá Sörla í sumar. Atli stílar fyrst og fremst inn á góðan árangur í fimmgangi en einnig mun hann taka þátt í tölti og gæðinga- skeiði. Annars hafa þeir Atli og Reynir ekki verið sérleg áberandi í keppnum en öll þjálfun og uppbygg- ing hefur miðast við að komast í íslenska landsliðið og vera í topp- formi í Hollandi. Hingað til hefur dæmið gengið upp hjá þeim félögum og nú er að sjá hvernig til tekst þar ytra. Sigurður Vignir Matthíasson er yngstur í liðinu að þessu sinni ný orðinn sautján ára, reykvíkingur. Sigurður er einn af fáksbörnunum þ.e.a.s. hann hefur hlotið sína þjálf- un og uppbygginu í gegnum ungl- ingastarf Fáks auk þess að hafa verið nokkur sumur á reiðskólanum í Geldingaholti. Sigurður sem starf- að hefur við tamningar þetta árið hefur alla tíð staðið framarlega í keppnum gegnum barna og ungl- ingaflokk en nú er hann í ungmenna- flokki og varð íslandsmeistari nýlega í bæði tötli og fjórgangi á Þráni frá Gunnarsholti, hestinum sem hann keppir á í Hollandi. Þetta eru ein- mitt greinarnar sem þeir koma til með að keppa í á mótinu. Það er helst í töltinu sem menn eygja von Atli og Reynir. fyrir Sigurð að láta að sér kveða og er stefnan sett á A-úrslitin þar. Þrá- inn er 8 vetra undan Djákna frá Kirkjubæ og Lukku frá Gunnars- holti í eigu Sigurðar sem er eini nýliðinn að þessu sinni. Sigurbjörn og Höfði. Reynir og Skúmur. Hinrik Bragason er 25 ára reyk- víkingur og hefur fengist við tamn- ingar og þjálfun hrossa frá blautu barnsbeini. Hefur hann farið í gegn- um alla aldursflokka og átt góðu gengi að fagna alla tíð. Er hann í dag meðal þeirra fremstu og eipn af bestu skeiðreiðarmönnum lands- ins. Hann er nú í þriðja skipti kepp- andi á heimsmeistaramóti og mætir til leiks með hest föðurs síns Braga Ásgeirssonar, Eitil frá Akureyri sem verið hefur einn fremsti skeiðhestur Iandsins síðustu þijú árin. Hann er 9 vetra, undan Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði og Dimmalimm 3479 frá Akureyri. Hann hefur margsinp- is skeiðað undir 23 sekúndum ,pn besti tími hans til þessa er 22,0 spjí. en besti tíminn í ár er 22,38 sek. Hinrik og Eitill munu keppa í 250 metra skeiði og gæðingaskeiði og á góðum degi ættu þeir að eiga góða möguleika í báðum greinum og þá sérílagi 250 metrunum. Sigurbjörn Bárðarson er 41 ájs tamningamaður og reiðkennari úr Kópavogi. Hefur hann á annan ápa- tug verið einn fremsti hestaíþrótt^a- maður landsins. Gildir þar einu hvoft um er að ræða árangur á íslands- mótum eða heimsmeistaramótum Góður árangur Skákskólans í Gausdal ___________Skák______________ Margeir Pétursson UNGIR íslenskir skákmenn náðu góðum árangri á opna alþjóðlega skákmótinu í Gausdai í Noregi. Helgi Áss Grétarsson, 16 ára, náði sínum fyrsta áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli, þrátt fyrir að hafa verið mjög óhepp- inn á mótinu! Kornungir piltar úr Skákskóla Islands vöktu at- hygli fyrir ágæta taflmennsku. Búast má við því að einhverjir þeirra komist inn á næsta stiga- lista FIDE. Sigurvegari á mótinu varð rússneski alþjóðameistarinn Varavin sem náði áfanga að stór- meistaratitli á báðum opnu mót- unum í Gausdal í sumar. Helgi Áss átti vinningsstöður í skákum sínum við rússneska stór- meistarann Rashkovskí og norska alþjóðlega meistarann Rune Djur- huus, en tapaði þeim báðum. Þrátt fyrir þetta missti hann ekki móðinn og sigur í síðustu umferð á stiga- háum rússneskum alþjóðameistara, Karpatchev (2.465), tryggði honum áfangann. Helgi virðist nú til alls líklegur eftir þetta og annað sætið á HM 16 ára og yngri í Bratislava í Slóvakíu á dögunum. Það kæmi ekki á óvart þótt hann yrði kominn með hina áfangana tvo fyrir ára- mótin. Úrslitin á seinna mótinu í Gaus- dal urðu þessi: 1. Varavin, Rússlandi 7 v. 2—7. Davies, ísrael, Gipslis, Lett- landi, Östenstad, Noregi, Ras- hkovskí, Rússlandi, Blatny, Slóvak- íu og Maus, Þýskalandi 6V2 v. 8—15. Helgi Áss Grétarsson, Gaus- el og Bem, Noregi, Razuvajev, Rússlandi, Klaus Berg, Danmörkú, Engquist og Lyrberg, Svíþjóð og Reeh, Þýskalandi 6'/2 v. Árangur annarra íslenskra kepp- enda var þessi: _26. Bragi Kristjáns- son 5 v., 34. Ólafur B. Þórsson 5 v., 42. Jón Viktor Gunnarsson 4‘/2 v., 45. Arnar Gunnarsson 4 >/2 v. 46. Páll Agnar Þórarinsson 4'/2 v., 50. Magnús Örn Úlfarsson 4'/2 v., 51. Magnús Öm Úlfarsson 4'/2 v., 54. Bragi Þorfinnsson 4 v., 72. Björn Þorfinnsson 3 v., 76. Lárus Knúts- son 3 v. 77. Einar Hjalti Jensson 3 v., 79. Torfi Leósson 2'/2 v. Braga Kristjánssyni, skólastjóra Skákskólans, gekk mjög vel framan af mótinu, en klaufalegt tap fyrir þýska alþjóðlega meistaranum Sönke Maus í næstsíðustu umferð kom í veg fyrir enn betri niður- stöðu. Það hljóta að teljast með- mæli með kennslunni í Skákskólan- um að skólastjórinn sé í mikilli framför. Það vekur athygli að tvo mikil- vægustu sigra sína á mótinu gegn rússneskum alþjóðameisturum vann Helgi Áss eftir að hafa skipt upp á drottningum snemma tafls. Slíkur hefur oft verið háttur eldri og reyndari meistara til að nýta reynslu og þekkingu sína í enda- tafli. Við skulum líta á skák hans úr síðustu umferðinni: Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Karpatsjev, Rússlandi 1. d4 - d6 2. c4 - e5 3. Rf3 - Rc6 4. Rc3 - Rf6 5. Bg5 - h6 6. Bh4 - g5 7. dxe5 - Rh5 8. Bg3 - Rxg3 9. hxg3 - Rxe5 10. Rxe5 — dxe5 ll’. Dxd8+ — Kxd8 12. 0-0-0+ - Bd7 13. e3 - Be7 Nú missir svartur peðið á h6, en staða hans er ekki þægileg. 13. — c6 gekk ekki vegna 14. Re4 — Be7 15. Rd6 - Bxd6 16. Hxd6 með vinningsstöðu og 13. — f5 er svarað með 14. e4! 14. Be2 - Ke8 15. Hh5! - c6 16. Hdhl - Kf8 17. Hxh6 - Hxh6 18. Hxh6 - Kg7 19. Hhl - Be6 20. Kc2 - Hh8 21. Hxh8 - Kxh8 Það er miklum vandkvæðum bundið fyrir hvít að nýta umfram- peðið sem er tvípeð auk þess sem svartur hefur biskupaparið. í tíma- þröng missir svartur þolinmæðina í vörninni. 22. g4 - Kg7 23. f3 - f6 24. Bd3 - Bc5 25. Rdl - e4? 26. Bxe4 - Bxc4 27. Bd3 - Bf7 28. Bf5! 28. - Bc4 29. Bc8 - b6 30. Bd7 - Be2 Tapar öðru peði og skákinni, en 30. — Bfl má svara með 31. Bxc6 — Bxg2 32. Be4 og svarti biskupinn á g2 á í miklum erfíðleikum með að sleppa út. T.d. 32. — Bfl 33. Bd3! - Bg2 34. Be2. 31. Rc3 - Bfl 32. Kd2 - b5 33. Bxc6 og svartur féll á tíma í þess- ari vonlausu stöðu. íslenskir skákmenn til Grikklands Þrír stórmeistarar og einn alþjóðlegur meistari eru nú á förum til Grikklands til þátttöku í grísku bikarkeppninni í skák sem fram fer í tveimur borgum í Norður- Grikklandi frá 18. ágúst til 5. september. Tefld verða tvö opin mót með þátttöku JQölda stórmeistara ’víðs vegar að úr heiminum. Sá sem nær bestum samanlögðum árangri út úr mótunum telst sigurvegari í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn sem keppnin er háð, í fyrra sigraði öflugi stórmeistarinn Jan Ehlvest frá Eistlandi. Alþjóðaskáksambandið hefur flutt höfuðstöðvar sínar til Aþenu og þar er árlega haldinn fjöldi skákmóta. Fyrir aðeins þremur vikum sigraði Hannes Hlífar Stefánsson á Akropolis mótinu í Aþenu. Auk hans taka þeir Jón L. Árnason, Þröstur Þórhallsson og undirritaður þátt í grísku bikarkeppninni. IMaAMttíaÉ'iiTi’—ni'i 1 u.„___

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.