Morgunblaðið - 21.09.1993, Page 13

Morgunblaðið - 21.09.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 13 Frá æfingu á verkinu Englar í Ameríku sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir 22. október nk. Leikfélag Reykjavíkur Æfingar hafnar á Englum í Ameríku ÆFINGAR hófust á nýju leikriti, Englum í Ameríku, eftir ungan Banda- ríkjamann, Tony Kushner, í Borgarleikhúsinu síðla sumars og verður verkið frumsýnt á Stóra sviðinu hinn 22. október. Er það önnur svið- setning á verkinu í Evrópu en það var frumflutt austanhafs í fyrra. Sviðsetning breska þjóðleikhússins í London og nýleg sviðsetning á Broadway vöktu báðar gífurlega athygli og aðdáun og sópuðu til sín verðlaunum beggja vegna Atlandshafsins. Eru menn á einu máli að þetta verk marki þáttaskil i leikritun Bandarikjanna, segir í frétt frá LR. Werner Dittmann í Hallgrímskirkju Englar í Ameríku eru í tveimur hlutum og verður sá fyrri frumsýnd- ur í Borgarleikhúsinu í október. Ber hann undirtitilinn Nýtt árþúsund nálgast og gefur það nokkuð til kynna hvaða efnistökum höfundur- inn beitir. Fáir veita því athygli að við nálgust brátt hin sögulegu tíma- mót árþúsundaskipta í sögu mann- kynsins. Við slík tímamót reyna menn og samfélög að skoða hug sinn og haf, hefja nýja sókn og bæta fyr- ir gamlar syndir. í leiknum sem ger- ist á árunum 1985 til 1986 í Banda- ríkjunum, árum veltu og bjartsýni fijálshyggjunnar, segir frá afdrifum , tveggja para; ungra hjóna sem eru mormónatrúar og tveggja ungra manna í sambúð. Rekur leikurinn ekki aðeins sundrungu sambandanna af ólíkum ástæðum, heldur skoðar hann heilindi og tryggð, ást og óbeit, smán og skömm í mannlegu sam- | bandi. Kushner er óhræddur að taka fyrir stór mál, hugsjónir, hugtök og kennisetningar og kanna breytni manna því samhliða. Eitt helsta vopn hans í þeirri könnun er leiftrandi skop. Sviðsetning verksins heimtar óhemju mikið af átta leikendum sem fara með sextán hlutverk í leiknum. Það er Hlín Agnarsdóttir sem leik- stýrir en leikaramir átta eru Arni Pétur Guðjónsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartar- son, Magnús Jónsson, Margrét Ólafs- dóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Stígur Steinþórsson gerir leikmyndina, Elf- ar“ (nr. 19) benda til popptónlistar- tilrauna, og „Smjörhnífur" (nr. 13) minnir eflaust marga drengi á öllum aldri á smíðatíma í barnaskóla. Strákapörin og bíófyrirmyndirnar koma síðan vel fram í „Teygjubyssa I og 11“ (nr. 2 og 3) og „Roy og Dale“ (nr. 6), sem voru fastur þáttur í sunnudagstilverunni á árum áður. Öll eru þessi verk ánægjuleg fyrir hugann, og þá skipta hin fagurfræði- legu gildi formanna oft minna máli. Þó er vinnsla þeirra í góðu lagi; Stef- án Geir er góður verkmaður, einkum á tré, þar sem hann forðast þá freist- ingu ágætlega að ofvinna ekki gri- pina. A þessari sýningu er þó fyrst og fremst á ferðinni græskulaust gaman; hér er um að ræða þekkt form og úrvinnslu þeirra, sem góður listamaður getur haldið áfram að vinna í langan tíma. Hversdagsleik- inn og minningamar geta þannig verið gjöful náma fyrir listamanninn, en þó kemur að því að meira þarf að koma frá honum sjálfum en úr- vinnslan ein, og má vænta þess að Stefáni Geir takist ekki síður upp, þegar hann gefur hugarfluginu laus- an tauminn. Sýningu Stefáns Karls Geirssonar í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, lýkur miðvikudaginn 22. septem- ber. ar Bjamason hannar lýsingu en Þór- hallur Einarsson semur tónlist. Vet- urliði Gunnarsson þýðir verkin en dramaturg er Páll Baldvin Baldvins- son. Fmmsýning er fyrirhuguð 22. október á Stóra sviðinu. Tónlist Ragnar Björnsson Josef Gabriel Rheinberger (f. 1839) er það tónskáld frá Lichtein- stein sem á sínum tíma náði mikilli frægð sem organleikari, tónskáld, kennari og fl. og fékk heiðursviður- kenningar við að skrifa ótrúlegan fjölda tónsmíða, þar á meðal nær 40 óperar, mörg ópus af kammermúsík, nokkur rekvíem, verk fyrir hljóm- sveitir og kóra, sóriötur fyrir orgel og þá er aðein lítill hluti verka hans upptalinn. Nú era verk Rheinberger fallin í gleymskunnar dá, þó lifa org- elsónötur hans enn sem minnisvarði um mikinn „kontrapunktiker". Þjóð- veijar vildu reyndar eigna sér Rhein- berger af því vinnustaður hans var Þýskaland, en ekki breytir það því að upprani hans var Lichtenstein. Orgelsónatan nr. 18 í A-dúr op 188 ber kontrapunkt-kúnstinni vott, þótt stundum væri svolítið erfitt að greina þann vef vegna þess hvað organleik- arinn Dittmann registraði orgelið þykkt. Þessa freistingu falla margir í þegar þeir komast í stórt, hljómmik- ið orgel. Sónatann verður líklega ekki mörgum minnisstæð, þótt vel sé skrifuð er svolítið erfitt að fmna höfundinn í henni, til þess minnir hún of oft á aðra höfunda og má þar til nefna Mendelsohn, Fr. Liszt og fleiri. Sónatan er skrifuð í hefðbundnu són- ötuformi, — rómantisku — hvar ann- ar þátturinn naut sín hvað best. Síð- asti þátturinn er töluvert rismikill en naut sín tæplega sem skyldi í þessu þykka raddavali Dittmanns. Fáir áheyrendur mættu til leiks að þessu sinni og má vera að haft hafi áhrif á hljómburðinn, en því þarf að velta fyrir sér sem samviskusamleg- ast. Aðeins tvö verk voru á efnis- skránni hjá Dittmann sunnudaginn 19. september og það síðara var önnur Örgelsinfónían eftir Louis Vi- erne. Þessi tvö verk era kannski ekki heppilegust til að standa saman á efnisskrá, til þess eru þau of áþekk. Merkileg er sú saga Vierne að blind- ur er hann fæddur og að skurðað- gerð, gerð á augum hans sjö ára gömlum (f. 1870), gaf honum nokkra sjón og hann síðar varð nemandi C. Francks og Widors og enn síðan einn frægasti organleikari Frakka. Sex orgelsinfóníur hans bera frönskum virtúósastíl sterk vitni, þar sem spil- að er á flesta effekt-möguleika org- elsins. Hættan er að slík verk verði of langdregin hlustun fyrir nútíma- manninn, a.m.k. ef verkið er ekki því ökunómiskar skrifað og briljant flutt. Orgelsinfónían nr. 2 í e-moll op. 20 er að mínum dómi ekki sú mest spennandi af sinfóníum Wierne og ekki náði Wemer Dittmann að halda athygli minni vakandi til enda. Dittmann er vafalaust góðu organ- leikari en varð að þessu sinni nokkuð djarftækur til orgelsins. ,134 900 •Qft iie -!•- « *»t • HP Vectra 486/25VL • Hljóðlát og nett borðtölva • 4MB vinnsluminni • ULTRA VGA LOCAL BUS skjákort • HYUNDAI 14" ULTRA VGA litaskjár • 127MB harður diskur • 1 samsíða- 2 raðtengi og músartengi • MS-DOS 6.0 r———n • WtNDOWS 3.1 og mús QSKJT* • HP-DASHBOARD E'gPfóttSlt I V*. ir »• Eel HEWLETT PACKARD HP A ISLANDI MP j^Tæknival Skeifan 17, sími 681665 Framleiðum áprentaða tau-burð- arpoka. Lágmarkspöntun 30 stk. Húfugerð og tauprent, sími 91-677911. Glæsilegur útifatnaður fyrir íslenska veðráttu Opið á föstudögum til kl. 19 og á laugardögum frá kl. 10-17. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.