Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPEMBER 1993 29' Gengi hiutabréla í Flugleiðum janúar febrúar mars Verðbréf Gengi Flugleiðabréfa það lægsta á árinu GENGI hlutabréfa í Flugleiðum hf. hefur ekki verið skráð lægra á Verðbréfaþingi það sem af er þessu ári. Síðastliðinn fimmtudag voru þar skráð viðskipti upp á um 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 0,93. Um síðustu áramót var skráð gengi Flugleiðabréfa 1,49. Jöfnunarhlutabréf voru ekki gefin út í kjölfar síðasta aðalfund- ar, en samþykkt var að greiða hluthöfum 7% arð. Að teknu tilliti til arðgreiðslunnar nemur Iækkun á gengi Flugleiðabréfa það sem af er árinu um 30%. Fyrstu skráðu viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum á þessu ári áttu sér stað 9. febrúar á genginu 1,2. Á meðfylgjandi línuriti má sjá þróun á gengi Flugleiðabréfanna á þessu ári. Línuritið miðað við skráð lokagengi hvers dags, en í einstaka tilfellum hafa átt sér stað viðskipti yfir daginn á öðru gengi en loka- genginu. Sú var t.d. raunin 6. sept- ember síðastliðinn þegar skráð voru viðskipti að nafnverði 33,2 milljónir og lokagengi var 1,04. Af þessari upphæð fóru 33 milljónir á genginu 1,01 en viðskipti með 200 þúsund krónur voru skráð síðar um daginn á genginu 1,04. Samkvæmt upplýsingum frá Verðbréfaþingi hefur það aðeins gerst fimm sinnum á árinu að skráð lokagengi er ekki sama og lægsta viðskiptagengi dagsins þegar um er að ræða viðskipti með Flugleiða- bréf. Meðfylgjandi línurit er því marktækt um þróun viðskiptageng- is á bréfunum. Sjónarhorn Pappírslaus viðskipti breyta vinnubrögðum PAPPÍRSLAUS viðskipti verða sífellt útbreiddari og nú þegar hafa nokkrir tugir íslenskra fyr- irtækja náð að bæta þjónustu sína og auka rekstrarhagræði með hagnýtingu þeirra. Með pappírslausum viðskiptum er átt við að aðilar í viðskiptum sendi viðskiptaupplýsingar beint á milli tölva sinna um símalínu. Þessar upplýsingar geta verið pantanir, .reikningar, bókanir, greiðslur, tollskýrslur og nánast hvað sem senda þarf. Auk pappírssparnaðar hafa við- skipti með þessum hætti þann meg- inkost að upplýsingar berast viðtak- anda um leið og þær eru sendar. Tímaspamaðurinn sem það leiðir af sér, býður upp á mikla möguleika við stjórnun fyrirtækja, t.d. til þess að lækka kostnað með aukinni hag- nýtingu „just-in-time“ birgðastýring- ar. Reynslan sýnir að upptaka papp- írslausra viðskipta hefur leitt til breyttra vinnubragða í fyrirtækjum, vinnubragða sem leiða til aukinnar hagkvæmni. Sem dæmi má nefna að eitt bílaumboðanna hefur með upptöku pappírslausra tollskýrslna náð fram slíku vinnuhagræði að heilt stöðugildi sparast. Þá er ótalin sú hagræðing sem hlýst af skjótari toll- afgreiðslu. Snýst um stjórnun fremur en tækni Af þessu má sjá að pappírslaus viðskipti eru fyrst og fremst við- fangsefni stjórnenda og full hagnýt- ing þeirra er verkefni á sviði stjóm- unar. Mönnum hættir til að líta á Fyrirtæki Byggingarþjónustan byggir sérhæfðan upplýsingabanka BYGGINGARÞJÓNUSTAN hf. hóf formlegan rekstur í síðasta mán- uði. Fyrirtækið sérhæfir sig í að veita hvers kyns upplýsingar um byggingarefni, byggingaraðila og þjónustufyrirtæki í byggingariðn- aði hér á landi og erlendis. Eitt af fyrstu verkefnum Byggingarþjón- ustunnar hefur verið að byggja upp víðtækan, sérhæfðan upplýsinga- banka í tölvu um alla aðila sem taka þátt í íslenskum byggingariðn- aði og selja byggingarefni og þjónustu. I gagnabanka Byggingarþjón- ustunnar eru nú skráðir á þriðja þúsund aðilar. Að sögn stofnenda Byggingarþjónustunnar, arkitekt- anna Gests Ólafssonar og Hauks Viktorssonar, greiða fyrirtæki fyrir aðild að gagnabanka fyrirtækisins, en hægt er að fá upplýsingar úr honum endurgjaldslaust. Eigendurnir segja ennfremur að Byggingarþjónustan stefni að því að eiga miiligöngu um öflun hvers kyns upplýsinga og rannsókna, bæði innlendra og erlendra sem komið geta íslenskum byggingarað- ilum að gagni. Fyrirtækið muni selja. í 34 ár Hressingarleikfími kvenna og karla Haustnámskeið hefjast fimmtudaginn 23. september nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfíngar Músik - Dansspuni - Þrekœfíngar - Slökun - Ýmsar nýjungar Innritun og upplýsingar... í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. Bjarki Már Karlsson bækur, tímarit, reglugerðir, upplýs- ingarit og annað sem varði bygging- ariðnaðinn. Þá skipuleggur Bygg- ingarþjónustan ráðstefnur, kynnis- ferðir og vörukynningar fyrir inn- lenda og erlenda aðila. Byggingariðnaður án landamæra verður yfírskrift Mannvirkjaþings sem Byggingarþjónustan stendur fyrir og verður haldið á hótel Hóliday Inn dagana 28. og 29. októ- ber nk. í tengslum við ráðstefnuna verður þar sýning á því helsta sem er að gerast í íslenskum byggingar- iðnaði. þau sem mál tæknilegs eðlis, eða viðfangsefni tölvudeilda. Þar er röng leið farin. Það er hlutverk stjórnenda að taka ákvörðun um upptöku papp- írslausra viðskipta út frá þeim mark- miðum sem þeir setja sér að ná með þeim. Notandi pappírslausra við- skipta þarf ekki að vera fróður um tölvutækni frekar en notandi rit- vinnslu. Á vegum Viðskiptavakans, sem er sameiginleg skrifstofa þeirra sam- taka sem láta sig pappírslaus við- skipti varða, er unnið að útbreiðslu pappírslausra viðskipta, jafnt í þeim greinum þar sem þau hafa þegar haslað sér völl sem og nýjum grein- um. Af nýjum greinum má m.a. nefna lyfjaviðskipti og bifreiðatrygg- ingar, þar sem menn sjá fram á mikla möguleika. Skrifstofa Við- skiptavakans veitir allar almennar upplýsingar um pappírslaus við- skipti, en hún er staðsett í húsakynn- um Verslunarráðs íslands. Hagkvæmnin felst í stöðlun skeyta Þá er lögð rík áhersla á að vinna íslenskar útgáfum alþjóðlegra „skeyta“, en hinar pappirslausu sendingar eru í raun skeytasendingar á stöðluðu formi. Það er einmitt vegna þess að skeytin eru stöðluð að ná má fram jafn miklu hagræði og raun ber vitni. Ef allir sem eiga með sér pappírslaus viðskipti þyrftu að byija á að koma sér saman um form hinna pappírslausu sendinga, hver í sínu lagi, þá hefði það í för með sér óþarfa vinnu og kostnað sem draga myndi mjög úr hagræði af slík- um viðskiptum. Því hafa menn kom- ið sér saman um alþjóðlegan skeyta- staðal, EDIFACT, sem þróaður er undir stjórn efnahagsstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. Hér á Íslandi er það ICEPRO, nefnd um bætt verklag í viðskiptum, sem þróar íslenskar útgáfur skeytanna. ICEPRO-nefndin er stærsti aðilinn að rekstri skrif- stofu Viðskiptavakans. Kynning á skeytastöðlum 29. nóvember Mánudaginn 29. nóvember efna ICEPRO-nefndin og EAN á íslandi til kynningar á pappírslausum skeyt- um í verslunargeiranum. Kynningin fer fram í fundarsal Verslunarráðs íslands kl. 15. Kynningin er öllum opin. Framundan eru svo kynningar á farmflutningaskeytum og banka- skeytum. Viðskiptavakinn hvetur alla þá, sem fyrirtækjarekstur stunda og áhuga hafa á að finna leið til að mæta samdrætti með sókn, til að kynna sér pappírslaus viðskipti. Stöðluð skeyti Stöðluð verslunarskeyti vegna pappírslausra viðskipta sem til eru í íslenskri útgáfu ICEPRO: Pöntun • Breyting á pöntun Svar við pöntun Móttökutilkynning Reikningur Vöru- og verðlisti Birgðaskýrsla Greiðsluupplýsingar Fylgibréf Söluskýrsla Söluspá Almennar viðskiptaupplýsingar Bjarki Már Karsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptavakans. — vildir þú ISLENSKIR BÆNDUR NILFISK GM200 NILFISK GM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað og hreinni útblástur en nokkur önnur ryksuga (heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm). GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri (1150W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður en skipta þarf um kol í mótor). ★ 7m inndregin rafmagnssnúra ★ Innbyggt sogstykkjahólf ★ Aflaukandi kónísk slanga ★ Þægileg sogaflsstilling ★ Rykmælir lætur vita þegar skipta á um poka ★ Létt (7,8 kg.) og lipur NILFISK GM200 kostar aðeins kr. 23.150.- 21.990.- staðgreitt og er hverrar krónu virði! /FQmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.