Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 21.09.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 35 í garðinum hjá afa sínum og ömmu. Seinna tók Melaskólinn við og þar sátum við saman í bekk. Dobbý sá til þess að handavinnuprufur og krosssaumur yrði mér ekki til skammar og tók dijúgan þátt í að klára þau mál í tólf ára bekk. Áfram héldum við í Hagaskóla, en náms- hesturinn hún Dobbý lét. sig ekki muna um að taka bæði fyrsta og annan bekk á einu ári og þar með stakk hún okkur jafnaldrana af. Það kom þó ekki að sök, vinskapur- inn hélst eftir sem áður og saman skelltum við okkur í fimmleika í ÍR. Þar áttum við mörg skemmtileg og ógleymanleg ár. Eftir æfíngar fór- um við stelpurnar gjarnan til Dobbýar sem bjó þá rétt handan götunnar og hafði sér herbergi í kjallaranum. Þar var nú ýmislegt brallað. Dobbý réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur þegar hún ákvað hvað hún ætlaði að læra í háskólanum — tannlækningar — dugnaðarforkurinn, það var ekki að sökum að spyija. Ég hélt utan til náms og starfa og áfram héldum við sambandi. Þegar ég eignaðist elstu dóttur mína í Danmörku sendi hún peysu, húfu og sitthvað fleira sem hún hafði pijónað, vitandi það að ekki myndi ég ptjóna á barnið, sem henni fannst auðvitað alveg ótækt — barnið yrði nú að eiga eitt- hvað heimapijónað. Stuttu eftir að ég fluttist heim aftur árið 1983 veiktist Dobbý. Þá kom fyrir alvörn í ljós hvern mann' hún hafði að geyma. Með ótrúlegum dugnaði, jákvæðni og endalausri þolinmæði sigraði hún í þessari orr- ustu — með Þorvald sér við hlið. Hann stóð eins og klettur við hlið- ina á henni, traustur og áreiðanleg- ur og ómetanleg var umhyggja hans. Síðar lauk hún sínu námi, nánast eins og ekkert hefði í skorist, og hóf störf við tannlækingar. Áfram hélt lífið. Saman eignuðust Dobbý og Þorvaldur dótturina Birnu og er óhætt að fullyrða að Birna hafi verið stolt móðurinnar og yndi — hún var augasteinn mömmu sinnar. Þegar sjúkdómurinn tekur sig upp aftur er engan bilbug á Dobbý að finna. Alltaf var stutt í brosið, alltaf var hún ánægð með það sem hún hafði, alltaf var hún jákvæð og þolinmóð og alltaf var hún með einhveija handavinnu í gangi. Ég kvaddi Dobbý í byijun ágúst, kvöldið áður en ég og fy'ölskylda mín fluttumst til Noregs. Þá vissi ég að heilsu hennar var farið að hraka, en hún reyndi þá sem áður að láta ekki á því bera, alltaf sama glaðlynda viðmótið. Það er erfitt að horfa á eftir jafn- öldru sinni og æskuvinkonu, sem ætti að vera í blóma lífsins, yfir móðuna miklu. Dobbý var drengur góður og þannig minnumst við hennar. Elsku Þorvaldur og Birna, Guðlaug, Sveinbjöm og fjölskylda, við sendum ykkur innilegustu sam- úðarkveðjur. Stína Ólafsdóttir og fjölskylda, Noregi. í dag kveðjum við starfsfélaga okkar Droplaugu Sveinbjörnsdóttur sem andaðist 13. september 1993. Frá því að Droplaug lauk tann- læknanámi starfaði hún með okkur í Síðumúlanum, og vann þar eins lengi og heilsa hennar leyfði. Við vinnufélagarnir höfum fylgst með baráttu þessarar ungu konu í henn- ar erfiðu veikindum og dáðumst að dugnaði hennar og hennar nánustu. Kæri Þorvaldur, Birna, Svein- björn, Guðlaug og aðrir aðstand- endur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á- þess- um erfiðu tímamótum. Við viljum kveðja Droplaugu með þessum ljóðlínum Hallgríms Péturs- sonar: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf æska er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Brids Bridsfélag Reykjavíkur Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 20 para. Úrslit: N — S Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson251 Guðm. Pálsson - Guðm. Gunnlaugsson 242 Haukur Hannesson - Ragnar Bjömsson 237 A - V Sigrún Pétursd. - Gunnþórunn Erlingsd. 249 Ami M. Bjömss. - Heimir Þ. Tryggvason 228 Unnur Sveinsd. — Inga Lára Guðmundsd. 217 Meðalskor 216. Næsta fímmtudag hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilin verða forgefin og fá menn útskrift af spilunum með sér heim. Skráning er í Þinghól. Bridsfélag Breiðholts Vetrarstarfsemi félagsins hófst sl. þriðjudagskvöld. Spilaður var eins kvölds tvímenningur.' Efst urðu eftir- talin pör: Gísli Sigurkarlsson - Halldór Ármannsson 134 Björgvin Sigurðsson - Ingi Agnarsson 129 Guðjón Jónsson — Lilja Guðnadóttir 119 Baldur Bjartmarsson - Valdimar Sveinss. 118 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Þriðjudag- inn 28. september hefst þriggja kvölda hausttvímenningur. Spilað er í Gerðu- bergi kl. 19.30. Allir velkomnir. Bridsdeild Skagfirðinga Reylqavík Hauststarfsemi félagsins hófst síð- asta þriðjudag. Spilaður var eins kvölds tvímenningur. Frekar rólegt var. Úrslit urðu: Þórður Sigfússon — ÓlafurLárusson 106 Hallg. Hallgrímsson - Sigm. Stefánsson 88 Eggert Bergsson — Láms Hermannsson 86 Næstu 2 þriðjudaga verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en stefnt er að haustbarometer þar á eftir. Spilað er í Drangey við Stakkahlíð 17 og hefst spilamennska kl. 19.30. Allt spilaáhugafólk velkomið. Skorað er á gamla félaga að vera með frá byrjun. Sl. miðvikudag, 15. september, hófst fjögurra kvölda hipp-hopp tví- menningur, en í honum taka 52 pör þátt. Spilað er í fjórum hópum, N/S og A/V, í A- og B-riðli. Úrslit kvölds- ins urðu: A-riðill N/S: Siguiður Vilhjálmss. — Hrólfur Hjaltason 871 ísak Öm Sigurðsson - Gylfi Baldursson 775 Sveinn Þorvaldsson - Halldór Þorvaldsson 736 A-riðill A/V: Eirikur Hjaltason - Sveinn R. Eiriksson 788 YalgerðurKristjónsd. — Esther Jakobsd. 725 Ásmundur Ömólfsson - Jón Þ. Daníelsson 722 B-riðill N/S: Ámína Guðlaugsdóttir—Bragi Erlendsson725 Bjöm Amórsson—Þröstur Sveinsson 705 Öm Amórsson—Guðl. R. Jóhannsson 685 B-riðill A/V: Hjördís Eyþórsdóttir — Ásmundur Pálsson 862 Aron Þorfinnsson — Ingi Agnarsson 797 Guðm. Páll Arnarson - Þorlákur Jónsson 743 Meðalskor er 650 stig. Bridsdeild Rangæinga Nk.' miðvikudagskvöld 22. septem- ber hefst fimm kvölda tvímenningur (Sigurleifsbikar) hjá deildinni þar sem keppt er um farandbikar. Allt spila- áhugafólk er velkomið. Spilað er í Ármúla 40, 2. hæð og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Skráning hjá Lofti, vs. 36120 og hs. 45186. Jöklamótið ’93 Bridsfélag Hornafjarðar stendur fyrir opnu tvímenningsmóti (barómet- er) á Hótel Höfn helgina 24.-25. sept- ember. Mótið hefst kl. 20 á föstudag- inn og áætlað er að ljúka því um kl. 19 á laugardaginn. Veitt verða góð verðlaun fyrir fjögur efstu sætin að verðmæti 210.000 kr. Auk þess er spilað um silfurstig. Pakkar í boði Dæmi um verð: Flug með Flugleið- um og gisting i tvær nætur 10.900 MINNINGARKORT SJALFSBJARGAR REYKJAVÍK 0G NÁGRENNIS 1 78 68 Innheimt með gíróseðli Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. Samstarfsfélagar í Síðumúla 25. Tengjum fastara bræðralagsbogann, er bálið snarkar hér rökkrinu í. Finnum ylinn og lítum í logann og látum minningar vakna á ný. í skátaeldi býr kynngi og kraftur, kyrrð og ró en þó festa og þor. Okkur langar að lifa upp aftur liðin sumur og yndisleg vor. (H.Ó.) „Liðin sumur og yndisleg vor“ virðast skammt undan, en þó eru mörg ár síðan hópur skátasystkina úr vesturbænum átti saman góðar stundir. Skátastarfið reyndi á hóp- inn með margbreytilegum viðfangs- efnum, en einnig var tekjst á við þroska unglingsáranna. Árin liðu og leiðir okkar lágu í ýmsar áttir og samvistir urðu stijálar. En nú stöndum við frammi fyrir því að ein úr hópnum er fallin frá eða „farin heim“ eins og við skátar segjum gjarnan. Þá stöldrum við óhjá- kvæmilega við og lítum til baka. Droplaug tók þátt í starfí þessa hóps, svo og öðru skátastarfi, af þeim dugnaði og samviskusemi sem einkenndi hana, hvort sem um var að ræða glaðværan söng, undirbún- ing fyrir fjölmenna útilegu eða að létta undir með vinum sínum í dag- legu lífi. Hún miklaði ekki fyrir sér að takast á við erfið eða tímafrek verkefni. Af sömu elju og dugnaði tókst hún á við það sem lífið bar í skauti sér og virtist alltaf vera tilbú- in að sækja á brattann. Við vottum Þorvaldi, Bimu, fjöl- skyldu og vinum dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Að lokum viljum við kveðja góða vinkonu með kvöldsöng kvenskáta: Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvfldu rótt. Guð er nær. Skátasystkin úr Ægisbúum. kr. Nánari upplýsingar um tilboð og bókanir gefur Sigurpáll hjá Jöklaferð- um í síma 97-81701 og hs. 97-81911. Einnig BSÍ (Elín) 91-619360. Tekið verður við skráningu til fimmtudagsins 23. september og tak- markast parafjöldi við 40 pör. Keppn- isgjald verður 3.500 kr. á keppanda. Innifalið er kaffi á meðan á móti stend- ur. Heildarverðmæti verðlauna 210.000 kr. 1. verðlaun: 60.000 kr. og Jöklaferðir fyrir fjóra með Jökla- ferðum hf. Samtals að verðmæti 100.000 kr. 2. verðlaun: 50.000. kr. 3. verðlaun: 30.000. kr. 4. verðlaun: 7.000. kr. Humar í aukaverðlaun fyijr fyrstu þijú sætin. Bryndís Bjama- dóttir — Minning Fædd 11. október 1960 .. Dáin 10. september 1993 - Faðmur Hans vegur er væng haf og geiminn þér pð gaf um eilífð • sem einn dag hans frelsi er faðm lag (Ingimar Erlendur Sigurðsson) Við sitjum hér saman saumaklúb- burinn og kveikjum á kerti í minn- ingu um góða vinkonu og félaga og rifjum upp margar samverustundir frá liðnum árum sem eru bæði ljúfar og góðar. Elsku Bryndís, við þökkum þér samfylgdina og kveðjum þig með söknuði. Við sendum Birgi, Brynju, Andra og ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Saumakúbburinn. í dag fer fram útför mágkonu minnar Bryndísar Bjamadóttur sem lést eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við höfðum talast við fyrir tveim dögum, hún í Svíþjóð og ég hér heima. Alltaf bar hún sig svo'vel að við héldum að hún mundi hafa betur en vegir guðs em órannsakanlegir. Margt rifjast upp. Við áttum margar stundir saman með þeim hjónum Birgi og Bryndísi. Þau kynnt- ust mjög ung og byijuðu sinn búskap 16 ára í Skálagerði í Reykjavík. Þau stóðu alltaf saman í öllum sínun gerðum, samheldnari hjón veit ép ekki um. Biyndís var einstaklega ljú og hæglát manneskja og hjálpaði þaf henni í sínum erfiðu veikindum. Elsku Bryndís mín, ég þakka þéi fyrir allar samverustundir okkar. Biggi minn, Brynjar og Andri, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Guðrún Ásta. í dag kveð ég svilkonu mína Bryn- dísi Bjamadóttur, sem lést föstudag- inn 10. september á sjúkrahúsi í Svíþjóð eftir erfið veikindi. Bryndís var yndisleg kona og traustur vinur, enda hafa hún og eiginmaður hennar staðið þétt saman gegnum lífið, allt frá fermingaraldri. Um leið og ég þakka fyrir allar okk- ar góðu samverústundir bið ég Guð að blessa minningu hennar. Megi Guð og menn styrkja Birgi, Brynju og Andra í sorg þeirra. Jón Þór. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il IS. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ÚTSALA - ÚTSALA Stórkostlegt úrval 10-30% afsl. FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.