Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 47

Morgunblaðið - 21.09.1993, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. SBPTEMBER 1993 47 Skorað á fiokkana að gera grein fyrir fjárreiðum sínum Eyða þarf grunsemd- um um hagsmunatengsl | ÁTTA kennarar í sljómmála- fræði og hagfræði við Háskóla íslands sendu í liðinni viku frá sér svohljóðandi áskorun til allra formanna íslenskra sljórn- málaflokka: „Undanfarin misseri hafa nokkrir stjórnmálaflokkar í nálæg- um löndum þegið fé af fyrirtækj- um og hagsmunasamtökum í blóra við lög og reglur sem gilda um slík íjárframlög í þessum löndum. Fréttir af vafasömum og stundum ólöglegum fjárframlögum til stjórnmálaflokka á Ítalíu, Japan, Frakklandi og Spáni og nú síðast á Bretlandi hafa vakið mikla at- hygli um allan heim. Brezku morg- unblöðin Times og Guardian hafa krafizt þess nýlega að gefnu til- efni, að brezki ríkisstjórnarflokk- urinn geri grein fyrir þeim fjá- framlögum, sem hann tók á móti fyrir síðustu kosningar í landinu, til að eyða grunsemdum um óeðli- leg fjárhags- og hagsmunatengsl. í flestum nálægum löndum gilda skýrar reglur eða lög um fjárreiður stjómmálaflokka. Slík- um lögum og reglum er ætlað að vemda almenning gegn afleiðing- um óeðlilegra fjárhags- og hags- munatengsla á milli fjársterkra fyrirtækja, hagsmunasamtaka og stjómmálaflokka. Þar hefur lög- gjafarvaldinu þótt rétt að reisa skorður við tilraunum fyrirtækja og hagsmunasamtaka til að kaupa sér áhrif á vettvangi stjórnmál- anna. Brot gegn slíkum lögum hafa leitt til hreingemingar í ít- ölskum og japönskum stjómmál- Doktorí jarðeðl- isfræði ÞÓRA Árnadóttir varði dokt- orsritgerð við jarðeðlisfræði- deild Stanford-háskóla í Kali- fomíu 6. ágúst sl. Ritgerðin ber titilinn „Earth- quake dislocation models derived from inversion of geodetic data“ , og fjallar um notkun landmælinga l við að kanna upptök jarðskjálfta. I henni er þróuð aðferð til að finna I legu misgengis og meta hreyfmgu ' á því, útfrá færslum sem mælast á yfirborði jarðar við jarðskjálfta. Aðferðinni er beitt á landmælinga- gögn sem safnað var í tengslum við Loma Prieta-jarðskjálftann í Kalifomíu í október 1989. Einnig er unnið úr mælingum frá jarð- skjálfta í Kilauea-eldfjalli á Hawaiieyju í júní 1989. Andmælendur voru Paul Delan- ey, sérfræðingur við Jarðfræði- stofnun Bandaríkjanna (U.S. Geo- logical Survey) í Arizona og Greg- ory Beroza, Paul Kiparski, David Pollard og Paul Segall, prófessorar við Stanford-háskóla. Þóra mun Dr. Þóra Árnadóttir halda áfram rannsóknum við Cent- er for Crustal Studies við Kalifor- níuháskóla í Santa Barbara. Þóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1983, BS-prófí í jarðeðlisfræði frá HÍ 1986 og MA-prófí í sömu grein frá Princeton-háskóla í New Jers- ey 1989. Hún er gift Lárusi Thorlacius, eðlifræðingi. Foreldrar hennar eru Elín Hrefna Hannes- dóttir, húsmóðir og Ámi Sigur- bergsson, flugstjóri. um og að undanförnu og til af- sagnar margra hátt settra stjóm- málamanna þar og í öðrum lönd- um. Hér á íslandi virðast á hinn bóginn ekki gilda neinar skýrar reglur eða lög um fjárreiður stjóm- málaflokkanna. Hér á landi er þó sízt minni þörf fyrir slíka löggjöf en í öðrum löndum. Við undirritað- ir kennarar í hagfræði og stjóm- málafræðum við Háskóla íslands beinum því þeirri áskoran til for- manna stjórnmálaflokkana að: •þeir geri grein fyrir því fé sem flokkamir hafa tekið við undan- farin sjö ár, þar á meðal fjár- framlögum í kosningasjóði flokkanna fyrir Alþingiskosn- ingarnar 1987 og 1991 og sömuleiðis fyrir sveitastjómar- kosningar á sama tímabili; •þeir hlutist síðan til um að til dæmis Ríkisendurskoðun ásamt óháðum endurskoðendum utan stjómkerfisins verði falið að kanna, hvort fjárframlög til flokkanna bendi til óeðlilegra fjárhags- og hagsmunatengsla að einhveiju leyti; og •þeir beiti sér loks fyrir því að setja skýrar reglur eða lög um fjárframlög til flokkanna til samræmis við lög og reglur i öðram löndum með niðurstöður Ríkisendurskoðunar að leiðar- ljósi.“ Undir áskoranina skrifa Gunnar Helgi Kristinsson, dósent, Jón Ormur Halldórsson, lektor, Ólafur Þ. Harðarson, lektor, Ragnar Árnason, prófessor, Svanur Krist- jánsson, dósent, Tór Einarsson, dósent, Þorvaldur Gylfason, pró- fessor, og Þórólfur Matthíasson, lektor. ------» ♦ 4----- Áfengi stolið TVEIR menn voru teknir eftir innbrot á veitingastaðinn Bing Dao í Geislagötu á Akureyri um helgina. Brotist var inn á veitingastaðinn aðfaranótt sunnudags og stolið nokkra magni af áfengi. Óverulegar skemmdir vora unnar við innbrotið. Lögreglan handtók tvo menn skammt frá innbrotsstað þar sem þeir voru á ferðinni með þýfið. Selfyssingar með hugmyndir um 150 milljóna íþróttahöll 1 Bygging fjölnota íþróttahúss kynnt bæjaryfirvöldum Selfossi. STJÓRN Ungmennafélags Seifoss hefur lagt fyrir bæjaryfirvöld á Selfossi hugmyndir um byggingu risastórs íþróttahúss sem er 46x72 metrar að stærð. Hugmyndir félagsins eru meðal annars byggðar á tilboði frá Butler fyrirtækinu um slíkt hús. í drögum að kostn- aði við byggingu hússins, sem lögð voru fyrir bæjarráð á fimmtu- dag, er reiknað með að kostnaður verði 35-40 þúsund krónur á fermetra. Heildarkostnaður gæti numið um 150 milljónum króna. Stærð hússins er 3.312 fermetr- ar að grunnfleti en heildargólfflöt- ur er 4.300 fermetrar með milli- lofti yfir búnings- og þjónustu- rými. Gert er ráð fyrir 2.520 fer- metra íþróttagólffleti á aðalgólfi auk íþróttarýmis á millilofti. Umboðsmaður Butler fyrirtæk- isins á íslandi kynnti gerð slíks risahúss síðastliðið vor. í framhaldi af þeirri kynningu vann Ung- mennafélagið upp fyrstu drög að kostnaði við bygginguna og fékk í því sambandi fast verðtilboð frá Butler fyrirtækinu í burðargrind hússins, og einangrun. Yfirbyggður íþróttavöllur Húsið sem um er að ræða er nánast yfirbyggður íþróttavöllur sem stærðar sinnar vegna getur hýst stóra íþróttaviðburði og mun ef af byggingu verður skapa nýjar aðstæður fyrir íþróttastarfsemi á Selfossi og í nágrenni. Hugmyndir Ungmennafélagsins um bygginguna ganga út á það að húsið sé sem einfaldast að allri gerð og þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að skapa góðar aðstæður til íþróttaiðkunar, með góðu gólfí, lýsingu, böðum og tækjabúnaði. Gert er ráð fyrir því að búnings- klefar hússins nýtist einnig starf- semi á íþróttavallasvæði en fyrir- huguð staðsetning hússins er við hlið íþróttavallasvæðisins við Engjaveg. Bæjarráð fól nefnd, sem vinnur að tillögum um uppbyggingu íþróttamannvirkja, að vinna að frekari útfærslu og athugunum, í samvinnu við Ungmennafélagið, á þeim hugmyndum sem félagið lagði fram. Sig. Jóns. UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 17. - 20. september 1993 Á föstudagsmorgun voru til- kynnt þijú innbrot í austurborg- inni. Brotist hafði verið inn í hús við Tangarhöfða og þaðan stolið peningum og ávísunum. Úr vinn- uskúr við Smárarima hafði verið stolið naglabyssu og borvél og í hús við Deildarás hafði verið farið inn og stolið peningum. Síðdegis á föstudag urðu starfsmenn verslunar í Árbæ varir við að búið var að taka peninga og ávísanir að upphæð 170.000 kr. ófrjálsri hendi. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Bankastræti. Meiðsl hans urðu ekki það alvarleg að hann teldi ástæðu til þess að fara á slysadeild vegna þeirra. Skömmu síðar var tilkynnt að maður hefði dottið milli hæða húss við Kaplaskjólsveg. Sá var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Meiðsli hans voru talin tölu- verð. Um nóttina varð stúlka fyrir bifreið við gatnamót Vesturlands- vegar og Höfðabakka. Stúlkan var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar voru talin alvarleg. Einnig var til- kynnt að maður hefði orðið fyrir bifreið á Laugavegi. Maðurinn virt- ist lítt meiddur, en honum var ekið á slysadeild til vonar og vara. Ann- ars var föstudagsnóttin annasöm og höfðu allir vakthafandi lögreglu- menn í nógu að snúast. Ölvunar- tengd útköll voru fjölmörg. Þá var tilkynnt um þijár líkamsmeiðingar, en þær reyndust minniháttar. Marga ölvaða einstaklinga þurfti að fjarlægja úr miðborginni aðfara- nótt laugardags. Þeir yngri voru færðir í athvarfið, en þeir eldri voru vistaðir í fangageymslum. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt að bifreið hefði oltið á Bústaðavegi á móts við Grímsbæ. Ökumaðurinn var færður á lög- reglustöðina grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fjar- lægja þurfti ökutækið af vettvangi með kranabifreið. Þá segir í dag- bókinni að þrisvar hafi þurft að fjar- lægja ókunna menn úr stiga- göngum fjölbýlishúsa þar sem þeir höfðu sofnað ölvunarsvefni. í öllum tilvikum reyndust útidyr fjölbýlis- húsanna hafa verið ólæstar um nóttina. Um miðjan dag á laugar- dag var tilkynnt umferðarslys á Norðurfelli við Vesturberg. Þar átti bifreið að hafa verið ekið á dreng á reiðhjóli. í ljós kom að tilkynning- in reyndist orðum aukin. Drengur hafði fallið þar af reiðhjóli og skrámast lítilsháttar. Til öryggis var talin ástæða til að flytja hann á slysadeildina. Á laugardagskvöld varð harður árekstur með tveimur bifreiðum á gatnamótum Norðurfells og Suður- fells. Ökumaður og farþegi úr ann- arri bifreiðinni voru fluttir á slysa- deild, en fjarlægja þurfti báðar bif- reiðamar af vettvangi með krana- bifreið. Um kvöldið var tilkynnt um neyðarblys út af Góttu. Við nánari athugun reyndist þar vera um fagn- andi Skagamenn að ræða. Aðfaranótt sunnudags var eril- söm. M.a. var tilkynnt um lausan eld í kjallaraíbúð við Undraland. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð- inni. Þá voru sex aðilar í akstri grunaðir um ölvun og tveir til við- bótar reyndust réttindalausir á öku- tækjum sínum. Á sunnudagskvöld varð níu ára gamall drengur á reiðhjóli fyrir bif- reið á gatnamótum Melabrautar og Hæðarbrautar. Talið er að hann hafí lærbrotnað. Drengurinn mun hafa hjólað eftir Hæðarbraut, en bifreiðinni var ekið eftir Melabraut og beygt áleiðis inn á Hæðarbraut þar sem bifreiðin og hjólið lentu saman. Þá var tilkynnt um umferð- arslys á Kleppsvegi gegnt húsi nr.72. Þar var bifreið ekið á ljósa- staur. Ökumanni og farþega var ekið á slysadeild, en þar kom í ljós að farþeginn virtist hafa hlotið al- varleg meiðsli á hrygg, en meiðli ökumannsins reyndust ekki telj- andi. Fjarlægja þurfti bifreiðina af vettvangi með krana. Um helgina voru tilkynnt 7 umferðarslys og 21 annað umferðaróhapp. Grunur er um ölvunarakstur í einu tilvikanna. Á sunnudagskvöld var tilkynnt að maður væri að svamla í sjónum við hvalbátana. Talið var að honum hefði verið hent í sjóinn. Maðurinn komst af sjálfsdáðum upp úr sjón- um og sást hlaupa upp bryggjuna. Við athugun kom í ljós að þarna var um að ræða ölvaðan skipveija af dönsku varðskipi og hafði hann fallið í sjóinn á Ieið sinni um borð, en ekki orðið meint af. Honum var því ekið að varðskipinu þar sem hann fór um borð. Alls eru færðar 536 bókanir í dagbókina á tímabilinu. Af þeim eru m.a., auk umferðaróhappanna, 65 vegna of hraðs aksturs öku- manna, 13 vegna ölvunaraksturs, 4 vegna réttindaleysis ökumanna, 72 vegna annarra umferðarlagabrota, 74 vegna ölvunarástands fólks, 4 vegna heimilisófriðar, 13 vegna inn- brota, 7 vegna þjófnaða, 8 vegna líkamsmeiðinga, 12 vegna skemmd- arverka, 9 vegna rúðubrota, 12 vegna gistingar af sjálfsdáðum í fangageymslu og 19 vegna aðstoð- ar ýmiss konar. Margir þeirra sem kærðir voru fyrir að aka of hratt voru staðnir að því að aka verulega yfir leyfileg hámarkshraðamörk í nágrenni borgarinnar. 37. leikvika, 18 - 19. sepL 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Haimstad - MabnöFF - - 2 2. Heisingborg - Öster i - - 3. Hackcn - Degerfoss i - - 4. Trelieborg - Brage - X - S. Örebro - Norrköping - - 2 6. Coventry - Chelsea - X - 7. Everton - Liverpooi 1 - - 8. Ipswich - Aston Villa - - 2 9. Manch. Utd. - Arsenal 1 - - 10. Q.P.R. - Norwich - X - 11. Swindon - Newcastle - X - 12. Tottenham - Oldham 1 - - 13. Wimbledon - Man. Clty 1 - - Heildarvinningsupphœðin; 84 milljón krónur 13 réttlr: 750.580 12 réttir: 11.030 | 11 réttin 880 10 réttir: 1 EURO fTIPS | 37. leikvika, 15-16. sept 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Rosenborg - A. Wien 1 - - 2. AIK - Sparta Prag 1 - - 3. W. Bremen - D. Minsk 1 - - 4. f A - Feyenoord 1 - - 5. Aarau - AC Milan - - 2 6. Norwidt - V. Amheim 1 - - 7. Bröndby - Dundce 1 - - 8. Norrköping-Mechdoi - - 2 9. Öster - Köngsvinger - - 2 10. KR - MTK Budapest • • 2 11. Twente - B. Munchen - - 2 12. Nantes - Valescia - X - 13. Innsbruck - F. Budapest 1 - “ 14. Odense - Arsenal - - 2 Hcildarvinningsupphæðin: 8 milljón krónur 14 réttir: 7.504.510 | kr. 13 réttir: 21.950 i 12 réttir: 870 J kr. 11 réttir: 0 | kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.