Morgunblaðið - 15.10.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.10.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 Verðlagning bækiunarlækninga röng segir Brynjólfur Mogensen Verð oft þriðjungur af raunkostnaðinum AÐGERÐIR við bæklunarlækningar hérlendis eru rangiega verðlagð- ar í gjaldskrám og allt niður í þriðjung þess sem þær raunverulega kosta, að sögn Brynjólfs Mogensen, yfirlæknis slysa- og bæklunardeild- ar Borgarspítala. „Verðlagning á bæklunarlækningaaðgerðum er tóm vitleysa í dag,“ segir Brynjólfur. „Þjónusta hér er þrisvar sinnum ódýrari en t.d. í Svíþjóð, og er þó stofnkostnaður, tækjakostnaður og verð aðfanga sambærilegt við aðgerðir þar.“ Hann segir að grunnur- inn sé vitlaust reiknaður í upphafi. í dag greiðir sjúklingur utan Landspítala og Borgarspítala 1.200 kr. grunngjald og 40% af kostnaði við aðgerð samkvæmt gjaldskrá Læknafélags íslands, og Trygginga- stofnun ríkisins þáð sem á vantar. Samkvæmt upplýsingum frá Trygg- ingastofnun, sem greiðir hluta kostnaðar af aðgerðum sem sérfræð- ingar framkvæma á eigin stofum og á dagsjúklingum innan sjúkra- húsa, var heildarkostnaður fyrir bæklunarlækningar- og viðtöl rúm- lega 150 milljónir kr. á seinustu þremur árum. Ósamræmi Brynjólfur segir að þorri aðgerða í bæklunarlækningum kosti undir 120 einingum, ef svæfíngarlæknir deyfir sjúkling, en einingin er rúmar 131 kr. Gjaldskrá verðleggi hins vegar flestar dýrari aðgerðir í algeru ósamræmi við raunverulegan kostn- að. Sem dæmi um ranga verðlagn- ingu nefnir hann liðspeglun á hné, þar sem sjúklingur fær mænudeyf- ingu eða svæfingu. „Það má reikna með að svæfingarlæknirinn og sá er framkvæmdi aðgerðina fengi samkvæmt samningum samtals um 250 einingar í dýrasta dæminu fyrir þessa aðgerð, og því áætlar gjald- skráin að kostnaðurinn sé um 32 þús. kr. Gjald fyrir liðspeglun í Sví- þjóð er tæplega 100 þúsund kr., eða þrisvar sinnum hærri upphæð sem er nær réttum kostnaði en hér. Samningarnir eins og þeir eru núna eru rangir og verðið sem sett er upp nægir oft ekki fyrir kostnaði við aðgerð. Án þess að verðmat sé leið- rétt geta læknar ekki tekið að sér sjálfstæða umsjá þessara aðgerða." Hann kveðst sannfærður um að ein af þeim leiðum sem til greina komi tii að minnka fjárhagslegan skaða vegna þessa sé að leggja dag- gjöld á sjúklinga. „Daggjöld eru eins og bannyrði hérlendis, en er eitthvað að því að fólk borgi t.d. 500 kr. á dag fyrir matinn sem það lætur ofan í sig á sjúkrahúsunum? Ég held ekki,“ segir Brynjólfur. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 15. OKTOBER YFIRLIT: Milli íslands og Grænlands er 1.034 mb hæð sem þokast austur og verður yfir landinu á morgun. Við norðvesturströnd Nóregs er 988 mb smálægð sem hreyfist suðsuðvestur. SPÁ: ( dag verður norðan stinningskaldi austast á landinu og él en annars verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og léttskýjað. Áfram verður frost um svo til allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg suðaustlæg átt og dregur úr frosti, fyrst suðvestanlands. Sunnan- og vestanlands þykknar upp og verður slydda vestanlands er líður á daginn. HORFUR A SUNNUDAG: Búast má við suðlægri átt og frostlausu um mest allt land. Rigning eða slydda víða um land. HORFUR A MÁNUDAG: Vindur snýst líklega til norðlægrar áttar og kólnar aftur með óljum norðaustanlands en birtir upp sunnan- og vestan- iands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * r r * r / / r / * / Rigning Slydda Hálfskýjað Skýjað Alskýjað ý ^ ý Skúrir Slydduél. Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og flaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig v súld = Þoka s«g-. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 (gær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða hefur snjóað á fjöllum á Vestur-, Norður- og Austurlandi og búast má við hálku þar. Viða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri samkvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabíl- um, en búast má við að hálka og snjór séu þar núna. Slóðir eru ekki skoðaðar og engar fréttir af þeim. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti I síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma hiti veður Akureyri -^3 úrk. ígrennd Reykjavlk +2 skýjað Bergen 5 skýjað Helsinki 5 skýjað Kaupmannahöfn 5 rigning Narssarssuaq 8 skýjeð Nuuk 3 skýjað Osló 5 léttskýjsð Stokkhólmur 6 léttskýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Algarve 17 alskýjað Amsterdam 9 rigning Barcelona 21 léttskýjað Berlín 14 rignlng Chicago 5 skúrásíð. klst. Feneyjar 20 rigning Frankfurt 16 skýjað Glasgow 9 léttskýjað Hamborg 9 rígning London 11 skýjað LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg 11 skúr Madrtd 12 skýjað Malaga 19 alskýjað Mallorca 21 skýjað Montreal + 1 léttskýjað NewYork 6 skýjað Orlando 19 þokumóða París 14 rigning Madelra 21 léttskýjað Róm 24 þokumóða Vín 24 skýjað Washington 11 alskýjað Winnipeg +3 léttskýjað IDAG k\. 12.00 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kt. 16.15 í gær) Mynd/Bragi Magnússon Siglingá vélsleða JÓNMUNDUR Gunnar Guðmundsson varð fyrstur manna til að komast á vélsleða út í Viðey og aftur til baka sl. þriðjudag. Vega- lengdin er 900 metrar og verður að halda 60 til 70 km hraða á klukkustund ef sleðinn á ekki að sökkva. Margir vélsleðamenn hafa freistað gæfunnar á þessari leið, nokkrir sokkið á leiðinni en öðrum lánast að komast út í Viðey. Hingað til hefur engum tekist að kom- ast klakklaust til lands aftur. Yfirlögregluþj ónn leystur frá störfum DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur veitt yfirlögregluþjóni á Siglufirði lausn frá störfum í framhaldi af máli sem upp kom á Siglufirði í vor. Þá fundu tollverðir á Siglufirði áfengi og reiðtygi í vörusend- ingu sem var í eigu sýslumannsins á staðnum. Sýslumaðurinn hefur sagt af sér en er ekki sáttur við hversu hart hefur verið tekið á málinu. Halldór Þ. Jónsson, settur sýslu- maður á Siglufirði, sagði að yfirlög- regluþjóninum á staðnum hefði ver- ið veitt lausn frá embætti og hefði honum verið birtur úrskurðurinn í gær. Yfirlögregluþjóninum var veitt tímabundin lausn frá störfum í vor skömmu eftir að málið kom upp. Smávægilegt afbrot Erling Óskarsson sýslumaður á Siglufirði sagði af sér í kjölfar málsins. „Ég lít svo á að brottvikn- ing yfirlögregluþjónsins sé alger- lega út í hött,“ sagði Erling í sam- tali við Morgunblaðið. „Afbrot hans er svo smávægilegt að annar hver maður þyrfti að fjúka í þessu kerfi ef fylgt væri sömu reglu.“ Erling segist hafa verið neyddur til að segja af sér en hann lítur svo á að hann hefði sem opinber starfs- maður átt rétt á að sleppa með áminningu fyrir minniháttar brot. Hann sagði að margt ætti eftir að koma í ljós í þessu máli en sjálfur myndi hann ekkert aðhafast fyrir en saksóknari hefði tekið ákvörðun um framhald þess. Hlaut tveggja ára fangelsi fyrir rán HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær 21 árs gamlan mann í tveggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og rán. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns fyrir Hæstarétti. Í dómnum segir að fallast beri á það með héraðsdómara að sann- að sé að ákærði hafi átt beinan hlut að ráninu og bendi allt til að hann hafi ásamt tveimur mönnum öðrum farið á eftir manni út af veitingahúsinu Keisaranum í Reykjavík fyrir réttu ári með þeim ásetningi að ræna hann. Sakbom- ingnrinn var laus til reynslu þegar þetta gerðist. Hann hefur nú af- plánað þá dóma að fullu sem hann hafði ekki setið af sér. Maðurinn var tvítugur að aldri er brotið var framið og á að baki nokkurn afbrotaferil. Með tilvísan til þess að hann er ungur að árum þótti Hæstarétti, þrátt fyrir brota- feril hans, rétt að stytta refsingu frá því sem ákveðið var í héraðs- dómi og dæmdi manninn til tveggja ára fangelsisvistar í stað þriggja eins og héraðsdómur kvað á um. Staða borg-arendur- skoðanda auglýst STAÐA borgarendurskoðanda hefur verið auglýst laus til umsókn- ar, en ráðið verður í stöðuna frá 1. januar næstkomandi. Bergur Tómasson hefur gegnt störfum fyrir aldurs sakir þar sem stöðu borgarendurskoðanda frá hann verður sjötugur í næsta mán- árinu 1975. Hann lætur nú af uði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.