Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 10
ib*
MORGUNBLáÐIÐ FÖSTUÐAGIÍR 15.
ÖkTÓBKR Í9$’
Augnablik sannleikans
________Leiklist____________
Súsanna Svavarsdóttir
Frú Emilía - Héðinshúsinu
AFTURGÖNGUR
Höfundur: Henrik Ibsen
Þýðing: Bjarni Benediktsson
frá Hofteigi
Tónlist: Sigurður Halldórsson
Lýsing: Björn B. Guðmundsson
Leikmynd og búningar: Njall
Rea
Leikstjóri: Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir
„Syndir feðranna koma niður
á börnunum,“ sagði Henrik Ibsen
um leikrit sitt Afturgöngur og
víst er að verkið fjallar um afleið-
ingar af fjarlægri fortíð. Það
gerist á heimili frú Alving og það
er sonur hennar, Ósvald, sem
erft hefur sjúkdóm frá föður sín-
um; sjúkdóm sem ekki má nefna
á nafn. En það er ekki bara þessi
óljósi sjúkdómur frá föðumum
sem er að leggja líf Ósvalds í
rúst — heldur era það mein frá
móðurinni sem heita „þögn“,
„lygar“ og „blekkingar“. Hún
hefur alla tíð leynt soninn réttu
eðli föðurins — sendi hann ungan
að heiman til að „vernda“ hann
og í drengnum er hyldýpi tóm-
leika og þjáningar sem verður til
þegar skorið er á tilfinningasam-
band við móður — og föður.
Hann var ekki fær um að axla
þá ábyrgð sem föðurhlutverki
fylgir, vegna óreglu og sukks,
hún átti fullt í fangi með að hafa
hemil á karlinum svo samfélagið
frétti ekki af framferði hans;
heimilislífið snerist um átök hjón-
anna — bamið varð að víkja.
Réttlætingin heitir „vernd“ hjá
frú Alving — rétt eins og hægt
sé að vernda einhvern gagnvart
lífinu. Að vísu gerir frú Alving
þetta í góðri trú og meiningu.
Hún veit ekki betur.
Inn í augnablik sannleikans
fléttast séra Manders, fjölskyldu-
vinur, Regína, stofustúlka hjá frú
Alving og „faðir“ hennar, Eng-
strand smiður. Séra Manders er
læstur inni í dyggðum og strang-
kristilegum viðhorfum; notar þau
til að þurfa ekki að taka þátt í
lífinu og til að dæma þá sem það
gera. Hann hefur engan skilning
á tilfinningum fólks og örlögum
— en er þeim mun varnarlausari
andspænis skúrkum, eins og
Engstrand, sem lifa í óreglu en
koma til hans iðrandi með reglu-
legu millibili. Dóttir Engstrands,
Regína, hefur verið lengi á heim-
ili frá Alving og þegar kemur að
sannleiksstundinni, hafa hún og
Ósvald fellt hugi saman og ætla
sér að yfirgefa þennan eyðilega
stað fyrir fullt og allt.
Með hlutverk frú Alving fer
Margrét Ákadóttir og fer mjög
vel með það hlutverk. Mér finnst
Ibsen oft vera maður „ofurdra-
mans“, en Margrét nær að gera
frú Alving býsna eðlilega; leikur
af miklu jafnvægi á stigvaxandi
örvæntingu hennar. Mér hefur
oft fundist kvenpersónur Ibsens
leiknar eins og þær séu móðu-
sjúkar en ekki örvilnaðar — en
hér verður frú Alving mennsk
og það er mjög auðvelt að skilja
að henni gekk gott eitt til. Um
leið og maður finnur til með
henni, vegna óbærilegra að-
stæðna, verður hún fremur frá-
hrindandi örlagavaldur. Á þá
andstæðu strengi nær Margrét
að spila.
Þröstur Guðbjartsson leikur
séra Manders. Túlkun hans á
þessum óttaslegna manni — sem
kallar dómhörku sína kristilegan
kærleika og tækifærissinni sitt
samlíðan með þeim sem iðrast —
er stórkostleg! Það hefur lengi
verið mér hulin ráðgáta hvers-
vegna þessi einstaki leikari er
ekki gernýttur í leikhúsunum.
Ég man ekki eftir að hafa séð
hann ganga frá jafnvel smæstu
af smáum hlutverkum öðruvísi
en með því að stela senunni.
Vinnubrögð hans eru óvenjulega
vönduð og það er hreinn unaður
að horfa á hann loksins í stóru
hlutverki, þar sem öll hans hæfni
nýtur sín til hins ýtrasta. Hann
fylgir hverri setningu eftir með
hárnákvæmum svipbrigðum,
blæbrigði raddarinnar eru svo rík
að aíltaf er ljóst að séra Manders
talar tungum tveim; eins og leik-
ið sé á tvö hljóðfæri og líkams-
beitingin er óaðfinnanleg. Séra
Manders verður hlægilegur —
ekki „kómísk“ týpa, heldur
hlægilegur frá sjónarhóli gildis-
mats sem gengur út frá því að
tilfinningar og mennska sé eitt-
hvað raunverulegt. En um leið
er ljóst hvaða ógn hann er við
einmitt þetta gildismat í því
samfélagi sem hann býr í.
Sigurður Skúlason leikur Eng-
strand smið og er sannfærandi í
hlutverki þessa grófa skúrks,
sem hefur upprætt allt göfugt
og gott í sér, en er næmur á
tækifæri sem hann getur nýtt
sér.
í hlutverki Ósvalds er Ari
Matthíasson og fannst mér túlk-
un hans á þessum unga manni,
sem rambar á mörkum þess að
vera heilbrigður, dálítið ábóta-
vant; örvæntingin verður hávaði
og „köstin" yfirdrifin. Örvilnan
hans þegar hann heldur að hann
sé sjálfur valdur að sjúkleika sín-
um er ekkert öðruvísi en reiðin
sem hann sýnir þegar hann áttar
sig á þessu með syndir feðranna.
Það sama má segja um Jónu
Guðrúnu Jónsdóttur. Leikur
hennar var of varkár; hún verður
mjög mött persóna í stað þess
að vera vel skikkuð stúlka og
þegar hún reiðist, verður það
hávaði. Bæði Guðránu og Ara
skortir töluvert í raddbeitingu til
að persónur þeirra lifni á sviðinu.
Leikmyndin finnst mér ekki
ganga upp. í fyrsta lagi finnst
mér rýmið undir hana of stórt.
Það er hátt til lofts í Héðinshús-
inu og hljómburður því erfiður;
textinn vill bergmála og jafnvel
týnast, eins og hann leysist upp
í öllu þessu rými. Meginleiksvæð-
ið er fremur eyðilegt og borð-
stofa frá Alving síðan utansviðs,
þannig að gengið er út úr leikrit-
inu til að fara inn í hana. Þetta
rýfur athygli áhorfandans; blekk-
ingin milli hans og leiksviðsins
fellur, hann verður meðvitaður
um að hann er í leikhúsi í stað
þess að verða tilfinningalega
þátttakandi í þeim harmleik sem
á sér stað. Búningarnir voru hins-
vegar smekklegir að mestu leyti,
þótt mér hafi þótt buxur Ósvalds
mega vera betur sniðnar og dálít-
ið síðari. Hann varð hálf-kauðsk-
ur. Tónlistin féll vel að verkinu.
Einleikur á selló, þar sem áhersl-
an var á döprum tónum.
í leikstjórninni fannst mér vera
nokkuð rangar áherslur og mis-
vægi, sem gerði sýninguna frem-
ur flata. Misræmi í leik er þar
eitt atriði. Annað er að viðbrögð
persónanna við smáatriðum voru
sterk; svo sem Regínu, þegar
faðir hennar kemur í heimsókn
og Ósvalds gagnvart bullinu í
séra Manders. Það skorti spennu
í sýninguna og þegar kom að
stund sannleikans — ástæðunni
fyrir því að elskendurnir Ósvald
og Regína gátu ekki fengið að
eigast, voru nánast engin við-
brögð, enginn harmur. Hún stóð
upp og sagðist vera farin, hann
var alveg „grallaralaus“ og þetta
augnablik sem afhjúpar afleið-
ingarnar af syndum feðranna, lá
steindautt á sviðinu. Sýningin
náði eingöngu að lifa í þeim sen-
um sem eru á milli frú Alving
og séra Manders; þar voru þagn-
ir nákvæmar og spenna í loftinu,
en þegar kom að unga parinu,
var Regína gersamlega litlaus og
Ósvald virkaði ekki sem persóna
sem er uppgefin á lífinu, heldur
sem leikari sem er uppgefinn á
hlutverkinu. Þarna hefði þurft
að slípa verulega til, sérstaklega
hvað varðar þagnir, sem hluta
af spennubyggingu; lokahlutinn
varð of hraður en dramatískt nið-
urlag dálítið langdregið og á
skjön, vegna þess hversu létt-
vægt og snöggt sannleiksaugna-
blikið var.
Píanóleikari lítur um öxl
Merkar hljóðritanir Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleik-
ara gefnar út í tilefni 75 ára afmælis hans
RÖGNVALDUR Sigurjónsson píanóleikari er 75 ára í dag. í tilefni
afmælisins gefur Japís út úrval hUóðritana Rögnvaldar frá árunum
1948-1963. Hljóðritanirnar voru gerðar hjá Ríkisútvarpinu og hafa
varðveist þar á lakkplötum og tónböndum til dagsins í dag að þær
eru endurútgefnar á geisladiski.
„Ég er bara dálítið ánægður
með þennan disk,“ segir Rögnvald-
ur þar sem hann situr í vinnustofu
sinni við Þórsgötuna. Steinway &
Sons flygillinn stendur hljóður í
hominu og á veggjum eru myndir
frá atburðum á ferli Rögnvaldar,
í hillum skáldverk og bækur um
tónlist.
„Upptökumar lýsa mér eins og
ég var á þessum áram og skapa
skemmtileg tengsl við fortíðina,"
heldur Rögnvaldur áfram. Upptök-
urnar voru ýmist gerðar um leið
og útsendingar fóru fram eða tekn-
ar upp í útvarpssal til síðari flutn-
ings. Ekki var stoppað til að betr-
umbæta upptökuna, eins og tíðk-
ast í hljóðverum nútímans, heldur
leikið viðstöðulaust líkt og á tón-
leikum. Flutningurinn er því lif-
andi, hlaðinn spennu og áhrifum
augnabliksins.
Góður hljómburður, þrátt fyrir
aldur
Fyrir nokkram árum fóru Rögn-
valdur og kona hans, Helga Egil-
son, að forvitnast um hvað til væri
í fóram Ríkisútvarpsins af upptök-
um með leik Rögnvaldar. „Ég var
búinn að gleyma sumu sem við
fundum og það kom mér á óvart
að margt var í mjög sæmilegu
ástandi,“ segir Rögnvaldur. Hug-
myndin að útgáfu gömlu hljóðrit-
ananna kviknaði síðan hjá Helgu
konu hans. „Hún lét mig ekkert
vita af þessum hugleiðingum í
fyrstu. Svo hófust mjög leyndar-
dómsfullar símhringingar milli
hennar og Runólfs Þórðarsonar
verkfræðings, vinar míns og fyrr-
um nemanda. Það má segja að
hann sé vísindamaður í öllu því sem
lýtur að píanóleik, bæði hvað varð-
ar flytjendur og tónlistarsögu. Það
kom upp úr kafinu að hann hafði
einmitt látið sér detta í hug það
sama og Helga, að gefa þessar
hljóðritanir út. Runölfur leitaði til
Japís með hugmyndina og fékk
sérlega ljúfmannlegar viðtökur hjá
Ásmundi Jónssyni.“
Rögnvaldur fékk um síðir að
vita af áformunum um útgáfuna
og tók fullan þátt í að velja efnið
á diskinn. Hann vann með Þóri
Steingrímssyni tæknimanni að yf-
irfærslunni á stafrænt segulband
sem diskurinn er unninn eftir.
„Þórir er mjög flinkur maður og
næmur á tónlist. Ha,nn hreinsaði
út rispur og aukahljóð sem voru á
gömlu plötunum. Mér finnst hafa
tekist ótrúlega vel til og merkilega
góður hljómur á diskinum, í ljósi
þess hvað þetta era gamlar upptök-
ur.“
Grafið úr gleymsku
Þegar farið var að hlusta á
gömlu plöturnar kom ýmislegt í
Ijós sem fallið var í gleymskunnar
dá. Það á til dæmis við um fyrsta
verkið á diskinum og elstu hljóðrit-
unina, Píanókvintett, Opus 44 eftir
Schumann. „Helga kom heim og
sagði mér að þau Runólfur hefðu
fundið upptöku frá 1948 af Schu-
mann-kvintettinum. Ég sagði að
þetta hlyti að vera tóm vitleysa,
ég hefði spilað kvintettinn löngu
síðar og hann ekki hljóðritaður.
Ég verð að játa að ég var spennt-
ur að vita hvað þarna væri á seyði.
Við Runólfur fóram til að kanna
þetta nánar. Upptakan var á
tveimur lakkplötum og pínulítill
merkimiði á hvorri plötu. Á fyrri
plötuna var bara skrifað Rögnvald-
ur og Kvartett Tónlistarskólans,
Reykjavík 1948. Ég lét kanna á
Landsbókasafninu hvort eitthvað
væri skrifað um þessa upptöku í
Utvarpstíðindum og viti menn, í
maí 1948 var bein útsending þar
sem ég lék þetta verk með Kvart-
etti Tónlistarskólans. Magnara-
vörðurinn hafði tekið þetta upp á
hljómplötu um leið og útsendingin
fór fram og var upptakan leikin í
útvarpi viku síðar og síðan aldrei
meir. Plöturnar voru sem næst
óslitnar og það kom mér mjög
gleðilega á óvart að þetta skyldi
vera til,“ segir Rögnvaldur. Þau
sem léku með Rögnvaldi á þessari
upptöku voru Hans Stephanek á
1. fiðlu, frænka Rögnvaldar, Katr-
ín Dalhoff Bjamadóttir Dannheim,
lék á 2. fiðlu, Sveinn Ólafsson á
lágfiðlu og dr. Heinz Edelstein á
hnéfiðlu.
Samtímamaður tón-
listarmenntunar
Það má segja að Rögnvaldur sé
samtíðarmaður sígildrar tónlistar-
menntunar á Islandi. Hann var
aðeins 12 ára gamall þegar hann
varð einn af fyrstu nemendum
Morgunblaðið/Þorkell
Píanóleikarinn
RÖGNVALDUR Sigurjónsson segir hljóðritanir á nýjum geisladiski
gefa góða mynd af leik sínum fyrstu tvo áratugina eftir að hann
sneri heim frá námi 1945.
Tónlistarskólans í Reykjavík 1930
og var fyrst lærisveinn Franz Mixa
og síðar Árna Kristjánssonar.
Hann segir það gæfu sína að Ámi
Kristjánsson kom til starfa við
Tónlistarskólann 1933, það hafi
ekki vafist fyrir sér að hann vildi
leggja tónlistina fyrir sig þrátt fyr-
ir ungan aldur. Að loknu námi í
Tónlistarskólanum fór Rögnvaldur
til framhaldsnáms í París hjá Marc-
el Ciampi og í New York hjá Sasc-
ha Gorodnitzki. Frumraun hans á
tónleikasviði var í Washington,
D.C., 1945.
Þótt Rögnvaldur ætti góðar
framavonir í útlöndum hélt hann
heim með fjölskyldu sína og tók
til við kennslu og tónleikahald,
bæði heima og erlendis. Hann var
yfirkennari píanódeildar Tónlistar-
skólans í Reykjavík um 30 ára
skeið. Rögnvaldur fór á eftirlaun
en var ekki reiðubúinn að setjast
í helgan stein. Hann fór að kenna
við Nýja tónlistarskólann og hefur
þar tíu nemendur. „Ég hef gaman
af að kenna og gæti ekki lifað
annars, því eftirlaun tónlistarkenn-
ara eru sko ekki nein bankastjóra-
eftirlaun, það er eitt sem víst er.“
Og enginn bíll? „Nei, ég hef aldrei
átt bíl.“
íslensk og erlend verk
Geisladiskinum fylgir greinar-
gerð Runólfs Þórðarsonar þar sem
hann rekur sögu verkanna og seg-
ir frá ferli Rögnvaldar. Auk píanó-
kvintettsins, sem fyrr er tálinn, eru
á diskinum fjögur verk eftir Liszt:
Spönsk rapsódía (S.254), Au bord
d’une source (S.160.4), Sonetto
123 del Petrarcha (S.161.6), Mep-
histo-vals nr. 1 (S.514). Tvö verk
eftir Debussy: La soirée dans
Grenade og Bruyéres. Þá eru þrjú
íslensk verk, Strákalag eftir Jón
Leifs, Sónatína eftir Jón Þórarins-
son og Rondo Islanda eftir Hall-
grím Helgason.