Morgunblaðið - 15.10.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993
21
Nýr Nissan jeppi
NÝI jeppinn frá Nissan er Terrano II og er hann hannaður og fram-
leiddur hjá Evrópudeild Nissan.
Nýr Nissan-jeppi frum-
sýndur um helgina
NÝR NISSAN-jeppi verður frumsýndur um helgina hjá Nissan-
umboðinu, Ingvari Helgasyni í Reykjavík. Er það Nissan Terrano
II sem er hannaður á ábyrgð Evrópudeildar Nissan og framleiddur
á Spáni. Terrano II verður viðbót við jeppaframboð Nissan því áfram
verða í boði Patrol, King Cab og Pathfinder Terrano jepparnir.
Nissan Terrano II var sýndur verður aðeins fáanlegur með hand-
fyrst á bílasýningunni í Genf
snemma á þessu ári og er til í tveim-
ur lengdum en hér verður aðeins
fáanleg Wagon-útgáfan sem er
femra dyra. Bíllinn er annars vegar
með 2,4 lítra og 124 hestafla bens-
ínvél og hins vegar 2,7 lítra 100
hestafla túrbó dísilvél. Þessi jeppi
skiptingu. Verðið er kringum 2,6
milljónir.
Þá hefur Ingvar Helgason fengið
1994-árgerðina af Nissan Primera.
Sá bíll er nú fáanlegur með nýrri
sjálfskiptingu sem býður uppá spól-
vörn og spyrnustillingu sem ekki
var í eldri árgerðum.
Mickey Jupp leikur
í Tveimur vinum
BRESKI rokkarinn, lagasmiður-
inn og söngvarinn Mickey Jupp
er nú staddur hér á landi og
hefur leikið á tónleikum víða um
land undanfarið. Hann er brátt
á förum og heldur síðustu tón-
leika sína í Reykjavík í Tveimur
vinum í kvöld.
Mickey Jupp hóf feril sinn á sjö-
unda áratugnum og nýtur mikillar
virðingar meða annarra tónlistar-
manna fyrir lagasmíðar sínar, var
meðal annars kallaður Chuck Berry
Bretlands á sínum tíma, en sjálfur
hefur hann forðast almenna frægð.
Jupp hefur leikið með KK Band sér
til halds og trausts og svo verður
einnig á Tveimur vinum í kvöld. Á
morgun fara þeir félagar síðan til
ísaQarðar og leika annað kvöld, en
síðustu tónleikar Mickeys Jupps á
íslandi að sinni verða í Vagninum
á Flateyri á sunnudag.
Mickey Jupp
Dagur krabbameins
á Heilsu og heilbrigði
DAGUR krabbameins er í dag á sýningunni Heilsu og heilbrigði í
Perlunni. Krabbameinsfélag Islands gengst fyrir fyrirlestrum og
myndbandasýningum auk annars konar fræðslu.
Dagskráin hefst kl. 18 með fyrir-
lestri Helga Sigurðssonar læknis í
fundarsal Perlunnar, Er hægt að
koma í veg fyrir krabbamein? Bald-
ur Sigurðsson yfirlæknir flytur fyr-
irlesturinn Leit að brjóstakrabba-
meini kl. 20 og kl. 21 flytur Val-
gerður Sigurðardóttir læknir erindi
sem nefnist Að vera með krabba-
mein.
Fræðslumyndbönd um skaðsemi
reykinga, tvö erlend og þijú ís-
lensk, verða sýnd kl. 17.30, 18.30,
19, 19.30, 20.30 og 21,30. Ragn-
hildur Zoéga og Ingileif Ólafsdóttir,
fræðslufulltrúar Krabbameinsfé-
lags Reykjavíkur, verða á staðnum
og veita upplýsingar. Auk þeirra
verður á staðnum fulltrúi frá Styrk,
samtökum krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Prófessor verðlaunaður
STJÓRN verðlaunasjóðs dr. Ólafs Danielssonar og Sigurðar Guð-
mundssonar arkitekts hefur ákveðið að veita dr. Jakobi Yngvasyni
prófessor verðlaun að upphæð 400.000 kr. fyrir framúrskarandi
rannsóknir á stærðfræðilegum grunni eðlisfræðinnar.
I frétt frá sjóðsstjórninni kemur á nytsömum byggingum eða skipu-
fram að tilgangur sjóðsins sé tví- lagi innanbæjar í Reykjavík, einnig
þættur. Annarsvegar að verðlauna á sex ára fresti.
íslenskan stærðfræðing, stjörnu- Stjórn sjóðsins skipa Halldór El-
fræðing eða eðlisfræðing á sex ára íasson, prófessor, fonnaður, Guðni
fresti en hinsvegar að verðlauna Guðmundsson, rektor, og Guðríður
íslenskan arkitekt fyrir teikningar Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri.
John Frazer-Robinson
í febrúar sl. fengu yfir 200 íslendingar að kynnast
kenningum þessa heimsþekkta og eftirsótta
markaðsmanns og óskuðu eindregið eftir frekari
fræðslu hans.
Stjómunarfélagið býður nú tvær námsstefnur
sem JFR nefnir:
„The Secrets of Effective Direct Mail“
19. október nk. kl. 9—17
JFR mun fjalla nánar um ýmsa þætti beinnar
markaðssóknar (Direct Marketing), með aðaláherslu
á MARKPÓST (Direct Mail). Þetta er námsstefna
sem hlotið hefur miklar vinsældir víða um heim og
hefur verið aðalnámsefnið á alþjóðlegri ráðstefnu
um beina markaðssókn í London undanfarin ár.
Verð kr. 15.000,-
09
„The JFR Masterclass“
21. október nk. kl. 9—17.30
Hér verður fjallað ítarlega um aðferðarfræði beinnar
markaðssóknar þar sem JFR mun sjálfur vinna með
þátttakendum að raunhæfum verkefnum þeirra í
vinnuhópum.
Verð kr. 18.000,-
Staðun Hótel Saga, Þingstofa A
Stjórnunarfelag
íslands
Fjöldi takmarkaður
Skráning og nánari upplýsingar í síma 621066
Málningardeild:
HARPA - MÁLNING - SJÖFN - SLIPPFÉLAGIÐ
Innimálning 10% gljái 15% afsláttur
Voxdúkur 15% afsláttur
Veggfóður og veggfóðursborðar 20% afsláttur
Teppadeild:
Gólfdúkur í 2ja metra stærðum - verð frá kr. 775,-
Frönsku filtteppin - verð frá kr. 350,- fm
Keramik-flísar - 20-25% afsláttur
ÓDÝRU STÖKU TEPPIN FYRIR
PARKETIÐ EÐA FLÍSARNAR
Dæmi: SARAH 160x230 kr. 4.864,-
MONACO 160x230 kr. 8.274,-
laugardag kl. 10 til 13
Líttu inn í Litaver
þvíþað hefur
ávallt borgað sig
Öll íslensk málning!
- Veljum íslenskt
IGREIÐSLUR
TIL18 MÁNAÐA
GRENSÁSVEGI 18 SÍMI 812444