Morgunblaðið - 15.10.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993
Rannsókn-
ir styðja
afstæðis-
kenningn
TILKYNNT var á miðvikudag
að Bandaríkjamennimir Joseph
Taylor, 52 ára, og Russell
Hulse, 42 ára, hlytu nóbels-
verðlaun í eðlisfræði í ár fyrir
uppgötvanir sínar á tvískauta
tifstjörnum en rafsegulbylgjur
sem stjörnurnar senda frá sér,
hafa rennt styrkari stoðum
undir afstæðiskenningu Ein-
steins.
Taugaveiki í
Alsír?
UM 9.000 Alsírbúar hafa verið
lagðir inn á spítala síðustu tvo
daga með uppköst, niðurgang
og hita. Grunur leikur á að um
taugaveiki sé að ræða en heil-
brigðisyfirvöid í Alsír segja að
ástæða veikindanna sé of mik-
ill klór í drykkjarvatni.
Búast til
árása á Rauða
khmera
NÝSTOFNAÐUR her Kambód-
íu býr sig nú undir árás á Rauðu
khmerana en þeir einir hafa
neitað að samþykkja frið í land-
inu. Um 3.000 hermenn hafa
umkringt búðir khmeranna í
Anlong Veng en niðurstaða
samningaviðræðna þeirra og
stjórnvalda í næsta mánuði
mun ráða úrslitum um hvort
herinn lætur til skarar .skríða.
Ströng dag-
skrárstefna í
Kína
KÍNVERSKI sjónvarpsmála-
ráðherrann hvatti í gær til þess
að strangt eftirlit yrði með sjón-
varpsdagskrá í landinu. Sjón-
varpið væri enn málgagn
Kommúnistaflokksins og hagn-
aðarsjónarmið mættu alls ekki
grafa undan því markmiði
fjölmiðilsins.
Jafntefli hjá
Short og
Kasparov
GARRÍ Kasparov og Nigel
Short gerðu jafntefli í 17. ein-
vígisskák sinni í London í gær.
Hefur Kasparov nú 11 vinninga
gegn 6 vinningum Shorts. Alls
tefla þeir 24 skákir.
Wiesel gagn-
rýnir val
Kohls
GYÐINGURINN Eli Wiesel,
handhafi friðarverðlauna Nó-
bels, gagnrýndi í gær val Helm-
uts Kohls Þýskalandskanslara
á forsetaframbjóðandanum
Stefan Heitmann. Sagði hann
valið vera mistök.
Astardrykkur
úr hreindýrs-
hornum
SÆNSKT fyrirtæki hefur nú
sett á markað drykk sem auka
á kynorku manna. Saman-
stendur hann að hluta úr hrein-
dýrshorni í vodka. „Blóðhorns
vodka“ kallast drykkurinn og
binda framleiðendurnir vonir
við að hann sé svar við eftir-
spurn Asíubúa eftir ástarmeð-
ulum.
Lögreglusljórinn í Port-au-Prince neitar að láta af embætti
Bandaríkjamenn hóta
að setja Haiti í herkví
Port-au-Prince, Washington. Reuter.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA Haiti, Guy Malary, var myrtur í
gær er vopnaðir menn ruddust inn á skrifstofu hans og skutu
hann í höfuðið. Joseph Michel Francois, lögreglustjóri í Port-
au-Prince kvaðst ekki myndu segja af sér þrátt fyrir hvatning-
ar erlendra ráðamanna en hann ræður nú lögum og lofum í
höfuðborginni. Stuðningsmenn hans hótuðu í gær að efna til
allsheijarverkfalls á mánudag og lama á þann hátt alla starf-
semi í höfuðborginni.
Irönsk stjórnvöld
vísa aðild að bana-
tilræði í Osló á bug
Ósló. Reuter.
ÍRÖNSK yfirvöld hafa vísað á bug fullyrðingum fyrrverandi starfs-
manns í sendiráði írana í Ósló sem segist þess fullviss að íranir standi
á bak við banatilræðið við norska útgefandann William Nygaard á
mánudag. Segist maðurinn, Parvis Khazai, hafa varað norsku Iögregl-
una við mögulegum árásum íranskra hryðjuverkamanna fyrir fjórum
mánuðum. Lögreglan neitar þessu og segir manninn aðeins hafa
rætt um að hann sjálfur væri í hættu.
í yfirlýsingu ír-
anska sendiráðsins
í Ósló segir að ír-
anir treysti því að
almenningur og
ijölmiðlar taki ekki
mark á svo til-
hæfulausum ásök-
unum. í samtali við
Reuíers-fréttastof- Khazai
una fordæmdi tals-
maður sendiráðs-
ins þó ekki árásina.
Khazai segist hafa beðið lögregl-
una um að gæta sérstaklega þeirra
sem kynnu að verða skotmörk
hryðjuverkamanna á vegum íran-
skra stjórnvalda. Meðal þeirra hafi
verið hann sjálfur, Nygaard og þýð-
andi „Söngva Satans“, Kari Risvik.
Lögreglustjórinn í Ósló, Willy
Haugii, segist hafa hitt Khazai í
mars en neitar með öllu að nafn
Nygaards hafi verið nefnt. Þá segir
yfirmaður öryggislögreglunnar að
Khazai hafi haft samband við lög-
regluna þar sem hann hafi óttast
um eigið öryggi eftir að íranskur
andófsmaður var myrtur í Róm í
marsmánuði.
Norska lögreglan hefur nú í haldi
konu sem var farþegi í bíl, sem talið
var að hafi sést við heimili Nygaards
fyrir skotárásina. Maðurinn sem ók
bílnum, flúði og hefur ekki náðst.
Lögreglan lýsti því yfir í gær að lík-
lega væri bíllinn ekki sá sem leitað
hefur verið en hann yrði þó að rann-
saka til fulls og yfirheyra konuna.
De Bene-
detti und-
ir grun
Róm. Reuter.
STJÓRNANDI Olivetti-verk-
smiðjanna ítölsku, Cai'lo de
Benedetti, er meðal þeirra sem
grunaðir eru um fjármálaspill-
ingu og ólögleg framlög til
stjórnmálaflokka, að sögn frétta-
stofunnar ANSA í gær.
Itölsk yfirvöld eru einnig að
kanna hvort ákæra skuli Cesare
Romiti, framkvæmdastjóra Fiat-
verksmiðjanna, fyrir spillingu. Ekki
reyndist unnt að fá þessar fréttir
staðfestar hjá yfirvöldum í gær.
De Benedetti hefur þegar viður-
kennt að hafa greitt ítölsku póst-
og símamálastofnuninni mútur til
að hreppa samninga um kaup á
framleiðslu fyrirtækjanna.
ítalska lögreglan handtók í gær
um 130 mafíuliða á ýmsum stöðum
í landinu og var þetta gert í sam-
starfi við Svisslendinga. Hinir síðar-
nefndu munu nú í fyrsta sinn hafa
hlítt evrópskum reglum um upplýs-
ingaskyldu banka þegar grunur
leikur á svonefndum peningaþvotti.
Á mánudag ganga í gildi refsi-
aðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafi
valdaræningjarnir þar í landi ekki
uppfyllt skilyrði friðarsamkomu-
lags, sem kveður á um að Raoul
Cedras, yfirmaður hersins, láti af
völdum í dag og Jean-Bertrand
Aristide komist aftur til valda.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
varaði í gær lögreglu- og hermála-
yfirvöld á Haiti við því að Banda-
ríkin kynnu að sjá „einhliða“ til
þess að friðarsamningur sá sem
herinn undirritaði í júlí sl. verði
virtur og lýðræði komið á. Méðal
þess sem rætt hefur verið um, er
að Bandaríkjamenn setji Haiti í
herkví.
Þá samþykkti Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna í gær vopna- og
olíusölubann á Haiti og að frysta
eigur Haiti erlendis, frá og með
miðnætti á mánudag, virði Haiti-
menn ekki friðarsamkomulagið.
Hefur afsökunarbeiðni Cedras á
átökunum við höfnina síðasta
mánudag, er vopnaðir menn komu
í veg fyrir að bandarískt herskip
legðist að bryggju í Port-au-
Prince, engin áhrif þar á. Cedras
hefur einnig boðist til þess að segja
af sér í dag, verði öllum þeim sem
stóðu að valdáráninu 1991 veitt
sakaruppgjöf.
Lögreglustjórinn hefur
ákveðið að deyja á Haiti
Lögreglustjórinn Francois er
milljónamæringur og auk þess að
stýra lögreglunni, stjórnar hann
mörgum stærstu fyrirtækjum
landsins í ríkiseigu. Hann ræður
yfir stórum hópi vopnaðra manna,
sem stóðu meðal annars að átök-
unum við höfnina á mánudag. „Ég
er Haiti-búi og hef ákveðið að
deyja hér,“ sagði Francois í yfirlýs-
ingu sem lesin var upp í útvarps-
stöð á Haiti.
HAITI
Vopnaðir þjóðernissinnar á Haiti, sem
eru mótfallnir áætlun Sameinuðu
þjóðanna um umbætur í stjórnarfari,
koma í veg fyrir að bandarískt herskip
með 200 hermenn innanborðs leggist
að bryggju í Port-au-prince.
Port-au-PrincI"% HA|TI I
ÓtyllNfKANSkÁ '
LYÐvELDJL^
ji
KARÍBÁHAF fHWÍ
27711 lerkflómetrar.
Fólksfjöldi: 6,2 milljónir. 95% svertingjar, 5% múlattar.
Höfuóbofg: Poit-au-Prince.
Opinber Franska og kreólska.
tungumál:
Tfú: 80% rómversk kaþólskif, en llestir trúa
einnig á vúdú.
Efnahagur: Fátœkasta þjóð Amerlku.
Þjóóartraml.: 2,4 milljarðar dollara (1989).
Þjóðartraml. á mann: 380 dollarar.
Her: Um 7.000 manns.
1791:Franskri nýlendustjórn velt í þræla-
uppreisn.
1804:Hlýtur sjálfstæði og verður fyrsta lýðveldi
svadra. Pólitlskt öngþveiti rlkir alla
19. ðldina.
1915:Bandaríkin senda her sinn á vettvang.
1934:Hemámi Bandarlkjanna lýkur.
1957: Francois "Papa Doc" Duvalier kemst til
valda í vafasömum kosningum og
stýrir með harðri hendi.
1971: Andlál Papa Doc. Sonur hans Jean-
Claude (Baby Doc) tekur við.
1986:Duvalier hrökklast (rá völdum í uppreisn.
1986-91 :Fjöldi valdarána, byltingar- og valdaráns-
tilraunir.
1990:Jean-Bertrand Aristide, vinstrisinnaður
rómversk-kaþólskur prestur og and-
stæðingur Duvaliers, kjðrinn forseti I fyrstu
frjálsu kosningunum í landinu.
1991: Aristide er steypt af stóli í blóðugu
valdaráni. Flýr til Bandaríkjanna.
1992: Hagfræðingurinn Marc Bazin sest í stól
forsætisráðherra.
Júní 1993:Bazin tilkynnir afsögn sina.
Júlí 1993: Bandarísk yfirvöld og SÞ þvinga her-
stjórnina til að samþykkja endurkomu
REUTER Aristide. Óöld tylgir í kjölfarið.
Frakkar stefna
framtíð EB í voða
Hong Kong. Reuter.
FARI viðræðurnar um nýjan GATT-samning út um þúfur vegna
þvermóðsku Frakka getur það haft alvarleg áhrif á framtíð Evrópu-
bandalagsins. Richard Needham, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Bret-
lands, lýsti þessu yfir í Hong Kong í gær og sagði, að bandalag með
þjóð, sem skeytti ekki um neitt nema sína þrengstu sérhagsmuni,
ætti sér litla framtíð.
„Við skulum ekki efast um það
eina stund, að geri Frakkar GATT-
samningana að engu, þá mun það
Eflir Mozart greind?
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
MANNSKEPNUNA hefur löngum dreymt um að efla greind sína,
en viskubrunnurinn hefur reynst torfundinn. Nú hafa bandarísk-
ir vísindamenn komist að niðurstöðu, sem gefur til kynna að lausn-
ina sé að finna í tónsmíðum tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar
Mozarts.
Frances Rauscher og félagar
hans við Kaliforníuháskóla í Irvine
létu 36 stúdenta leysa flatarmáls-
þrautir eftir að hafa hlustað á
sónötu eftir Mozart fyrir tvö píanó
í D-dúr í tíu mínútur og kom í
ljós að greindarvísitala þeirra var
þá átta til níu stigum hærri en
þegar þeir glímdu við svipaðar
þrautir eftir að hafa hlýtt á „afs-
löppunarhljóð“ í tíu mínútur og
þögn í tíu mínútur.
Oft hefur því verið haldið fram
að tónlist efli sköpunargáfuna, en
vísindaleg könnun hefur ekki ver-
ið gerð á áhrifum hennar til þessa.
Rauscher og félagar, sem greindu
frá niðurstöðum sínum í breska
vísindatímaritinu Nature í gær,
kváðust hvorki hafa reynt rapp
né nútímatónlist og spáðu því að
einfaldari tónlist eða endurtekn-
ingar myndu „fremur standa í
vegi fyrir en efla hreina rök-
færslu“.
Áður en lesendur hlaupa upp
til handa og fóta í leit að áður-
nefndri píanósónötu Mozarts er
rétt að taka fram að böggull fylg-
ir skammrifi. Áhrifin þverra tíu
mínútum eftir að hlýtt hefur verið
á sónötuna. Kosturinn við þennan
greindarauka er hins vegar sá að
honum fylgja engar aukaverkanir.
hafa veruleg áhrif á Evrópubanda-
lagið,“ sagði Needham á ráðstefnu
um efnahagslega samvinnu Evrópu
og Austur-Asíuríkja. Það er hið
margnefnda Blair House-sam-
komulag EB og Bandaríkjanna um
landbúnaðarmál, sem stendur í
Frökkum, en þeir vilja fá að styrkja
landbúnaðarframleiðslu sína sem
mest af ótta við erlenda samkeppni.
Milliganga Þjóðveija
Needham kvaðst þó ekki trúaður
á, að Frökkum einum tækist að
eyðileggja GATT-viðræðurnar og
sagðist binda miklar vonir við milli-
göngu Þjóðveija. Embættismenn í
Bonn sögðu hins vegar í gær, að
Helmut Kohl kanslari ætlaði ekki
að reyna að miðla málum milli
Frakka og Bandaríkjamanna en af
yfirlýsingu, sem Gúnter Rexrodt,
efnahagsmálaráðherra Þýskalands,
lét frá sér fara, má ráða, að hann
hyggist reyna að bera sáttarorð á
milli.