Morgunblaðið - 15.10.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 15.10.1993, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993 23 Reuter Hundar gegn fótboltabullum BRESKU „fylliraftarnir" eins og eitt hollenskt dagblað kallaði þá stóðu fyrir ólátum í Rotterdam í fjóra daga áður en landsleikurinn fór fram í fyrrakvöld. Hér hefur lögregluhundur glefsað í einn þeirra en alls voru 800 breskar fótboltabullur handteknar. Bresku blöðin vilja refsa fótboltabullunum Hýddar og svipt- ar vegabréfinu London. Reuter. BRESKU blöðin, einkum gula pressan, sem svo er kölluð, fóru í gær hamförum yfir framferði breskra fótboltabullna í Rotterdam og Amsterdam í fyrradag og hvöttu sum þeirra til, að þær yrðu hýdd- ar opinberlega, fangelsaðar og sviptar vegabréfi ævilangt. 1 gulu pressunni, sem þykir ekkert sérstaklega orðvör, var ofbeldinu og slagsmálunum við hollensku lögregl- una slegið upp undir fyrirsögnum eins og „Sorpið okkar" og „Skömm“. „Það ætti að gera upptæk vegabréf þekktra ofbeldisseggja fyrir fullt og allt. Þeir eiga skilið að vera hýddir og látnir bijóta grjót í fimm ár. Með hausnum," sagði Daily Starog keppi- nauturinn Sun lagði til, að glottið yrði þurrkað af andliti bullnanna með hörðum refsingum. „Leggið hald á vegabréfín þeirra í tíu ár að minnsta kosti og lokið þær inni í sex klukku- stundir öll laugardagssíðdegi." Góða hliðin á 2-0 tapinu Daily Express vill einnig, að vega- bréfín verði tekin af vandræðamönn- unum og hvetur til, að þeir verði dæmdir og bannað að fara úr landi. Today hvetur hollensk yfirvöld til að leyfa fótboltabullunum að bragða á hollenskum fangamat og Daily Mirr- or segir, að það góða við 2-0 tapið fyrir Hollendingum sé, að nú sleppi Bandaríkjamenn við að kynnast bresku bullunum. Önnur blöð taka þetta einnig fyrir og í Guardian sagði, að atburðimir í Hollandi væru til skammar fyrir Breta. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði það sama í viðtali við Sky-sjónvarpið í fyrrakvöld. Hollendingar æfir Viðbrögðin voru ekki minni í Hol- landi og þar var þess krafíst í leið- ara eins helsta dagblaðsins, De Te- legraaf, að enska landsliðinu yrði bannað að leika erlendis. Kona Papandreous verður skrifstofustj ór i forsætisráðherra Skipuleggur vimni- claginn og ræður hverj ir fá áheym í sjöunda himni ANDREAS Papandreou kyssir eiginkonu sína, Dimitru, og fagnar því að vera kominn til valda í Grikklandi á ný. Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, for- sætisráðherra og leiðtogi grískra sósíalista, hefur enn á ný náð að vekja hneykslan í röðum margra í heimalandi sínu. Hann hefur nú ákveðið að eiginkona hans, Dimitra Liani, verði skrifstofustjóri forsætisráðherra en það starf felur í sér að hún mun ákveða hverjir fá áheyrn hjá Pap- andreou auk þess sem hún mun skipuleggja vinnudag eiginmannsins. Papandreou sem er 74 ára að aldri leiddi Sósíalistaflokkinn til sigurs í þingkosningunum sem fram fóru í Grikklandi um síð- ustu helgi. Papandreou er maður heilsuveill en efasemdir um ár- vekni hans komu þó ekki í veg fyrir sigur flokksins, sem fékk um 47% atkvæða í kosningunum. Nú þykir sýnt að Dimitra Liani, sem starfaði sem flugfreyja hjá Olympic-flugfélaginu gríska er hún kynntist Papandreou, sé nú orðin einn valdamesti einstakl- ingurinn í stjórnmálalífi Grikk- lands. Ást í óþekktri flughæð Ekki liggur fyrir hver flug- hæðin var er þau Andreas Pap- andreou og Dimitra Liani börðu hvort annað augum í fyrsta skipti en ástarsamband þeirra og ásakanir um umfangsmikla spillingu urðu honum að falli í þingkosningunum 1989. Voru þá helstu stjómmálaskýrendur grískir sammála um að dagar hans á vettvangi stjómmála væru taldir. Papandreou sem ávallt hefur verið annálaður fyrir kvensemi fór þá ekki leynt með að hann stæði í ástarsambandi við flugfreyjuna ljóshærðu og urðu margir til þess að hneyksl- ast á þessu framferði forsætis- ráðherrans. Fáeinum dögum fyr- ir kosningarnar sem fram fóru í júnímánuði 1989 skildi Pap- andreou við hina bandarísku eig- inkonu sína Margaret og gekk að eiga 'Dimitm Liani, sem nú er 38 ára að aldri. Ættmenni Papandreou tóku þessari ákvörð- un þunglega og margir hundsuðu brúðkaup þeirra. Sættir virðast á hinn bóginn hafa náðst innan fjölskyldunnar, alltjent er sonur Papandreous, George, nú orðinn aðstoðarutanríkisráðherra en hann fór með menntamál í grísku ríkisstjórninni er faðir hans gekk í það heilaga með Dimitm. Gullkeðjunum lagt Það er og almannarómur að öll framganga Dimitra hafi breyst og þá heldur til hins betra, á þeim fjóram áram sem þau hjónin voru í pólitískri útlegð í Grikklandi. Hún ber ekki lengur gullkeðjur um ökkla sér og áhugamenn benda á að pilsin hafi heldur lengst á þessu tíma- bili. Meiri hófsemi þykir almennt einkenna fatasmekk hennar nú um stundir en henni var áður oftlega líkt við Evitu Peron, fyrr- um forsetafrú í Argentínu, sök- um dirfsku sinnar á þeim vett- vangi. Er Papandreou kom fram í sjónvarpi um síðustu helgi og fagnaði sigri í þingkosningunum þakkaði hann konu sinni þennan góða árangur. „Eg færi Dimitra þakkir mínar. Því verður vart með orðum lýst hvernig hún hef- ur auðgað líf mitt og styrkt mig í baráttunni." Hófsemi kvendýrsins? Engum dylst að starf skrif- stofustjóra forsætisráðherra er valdamikið embætti en líkt og í Bandaríkjunum felur það í sér yfirumsjón með öllu starfsliði á vegum forsætisráðuneytisins. Dagblaðið Eletftherotypia, sem studdi Papanderou í kosninga- baráttunni lýsti yfír efasemdum sínum um ágæti þessarar ákvörðunar í gær. Dimitra Liani hefur ævinlega haldið því fram að hún sækist ekki eftir frama á vettvangi stjórnmálanna. Ný- verið ítrekaði hún þetta í blaða- viðtali og sagði: „Það eina sem ég vil er að vera eiginkona Andreas Papandreou." Hinu gagnstæða hefur hins vegar löngum verið haldið fram og lærðir menn hafa bent á að grískur heimspekingur, Aristóte- les, hafí fyrstur skilgreint mann- skepnuna sem „pólitískt dýr“. Og nú vita jafnt samheijar sem andstæðingar að vilji þeir eiga fund með Papandreou þurfa þeir fyrst að hringja í eiginkonuna. 14.-17. október Verð aðeitis 2.900 kr.- Gestgjafar verða matreiðslumeistararnir Sigurður Hall og Rúnar Guðmundsson. Halldór Gunnarsson (Þokkabót) leikur á píanó. Njótið lífsinsyfir úrvalsréttum úr íslenskri náttúru. Borðapantanir í sírr.a 17759 Veitingahúsið Naust — ./</?)///' //*/ /) j /// framköllunarþjónustu í Suðurveri % fyrir allar almennar filmur • Gæöaframköllun á góðu veröi ® Fagmenn annast framköllunina LGI framköllun Suöurveri — Stigahlíð Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar 45 — sími 34855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.