Morgunblaðið - 15.10.1993, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Lækka verður áætl
uð ríkisútgjöld
kom fram í máli Friðriks
Sophussonar fjármálaráð-
herra, er hann mælti fyrir fjárlaga-
frumvarpi fyrir komandi ár, að ríkis-
stjórnin hefði á rúmlega tveggja ára
starfsferli þrívegis þurft að grípa
til verulegs niðurskurðar á afla-
heimildum. Þorskafli ársins 1994
verður aðeins helmingur þess sem
hann var 1989. Aflasamdráttur,
verðfali sjávarvöru og efnahags-
lægð í umheiminum hafa rýrt um-
svif í atvinnulífi okkar og þjóðartekj-
ur. „Vegna samdráttar í efnahags-
lífinu hafa skatttekur ríkissjóðs
lækkað ár frá ári,“ sagði ijármála-
ráðherra, „eða um hvorki meira né
minna en átta milljarða króna að
raungildi frá árinu 1991.“
Vaxandi atvinnuleysi og kjara-
samningar síðastliðið vor hafa á
hinn bóginn aukið útgjöld ríkissjóðs
í ár um þrjá milljarða króna, í aukn-
um framlögum til bæði Atvinnuleys-
istryggingarsjóðs og til atvinnu-
skapandi framkvæmda. Um það efni
sagði fjármálaráðherra:
„Til að styrkja fjárhagsstöðu At-
vinnuleysistryggingarsjóðs og mæta
um leið hluta af tekjutapi ríkissjóðs
vegna lækkandi virðisaukaskatts [á
matvörur] hefur ríkisstjómin ákveð-
ið að innheimta sérstakt atvinnu-
tryggingargjald af launþegum og
atvinnurekendum. Til að draga úr
áhrifum þessarar gjaldtöku á af-
komu tekjulágra bamafjölskyldna
verður bamabótaaukinn hækkaður
... Samanlagt munu þessir þrír þætt-
ir, lækkun virðisaukaskatts, álagn-
ing atvinnutryggingargjalds og
hækkun bamabóta, fela í sér skatta-
lækkun sem nemur 700-800 millj-
ónum króna á næsta ári.“
Fjármálaráðherra sagði að ríkis-
stjórnin hefði mætt þrengri greiðslu-
getu í samfélaginu með aðhaldi,
hagræðingu og sparnaði í ríkisbú-
skapnum. Heildarútgjöld sam-
kvæmt fjárlagafmmvarpi komandi
árs, 113,3 milljarðar króna, lækki
um 4 milljarða frá áætluðum út-
gjöldum líðandi árs. Orðrétt sagði
hann:
„Með aðhaldsaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar hafa árleg útgjöld rík-
isins verið lækkuð um 10 milljarða
króna frá því sem var árið 1991 ...
Með því hafa árleg vaxtagjöld ríkis-
sjóðs í reynd verið lækkuð um rúm-
ar 800 milljónir króna ... Ef ekki
hefði komið til samdráttar í efna-
hagslífinu hefði upphaflegt mark-
mið um hallalaus fjárlög nú verið
innan seilingar.“
Ráðherra minnti og á að við-
skiptahalli við útlönd hefði minnkað
vemlega, erlendar skuldir staðið í
stað síðustu misserin, jafnvel lækk-
að að raungildi, verðbólga væri með
því lægsta sem þekkist í Evrópu og
atvinnuleysi minna en í grannríkj-
um. Lánsfjárþörf ríkissjóðs myndi
og lækka um tvo milljarða króna á
næsta ári og hafi þá lækkað um
helming, eða úr 45 miiljörðum í 23
milljarða frá árinu 1991, reiknað á
föstu verðlagi. „Minnkandi lánsfjár-
þörf ríkissjóðs og annarra opinberra
aðila að undanförnu hefur haft ótví-
ræð áhrif á vaxtastigið til lækkun-
ar.“
Fjármálaráðherra boðaði hertar
aðgerðir gegn skattsvikum. Starf-
semi Skattrannsóknarstjóra ríkisins
verður styrkt með því að ljölga
starfsmönnum, sem eingöngu sinna
rannsóknum á svartri atvinnustarf-
semi. Endurskoðaðar verða reglur
skattalaga sem gefa færi á undan-
skotum og framkvæmd skattalaga
samræmd eðlilegum nútímarekstri
fyrirtækja. Skipuð hefur verið nefnd
til að vinna að þessu mikilvæga
verkefni.
Áherzlur fjárlagafrumvarps fyrir
komandi ár eru einkum þær „að
draga úr hallarekstri ríkissjóðs með
áframhaldandi sparnaði, en ekki
með því að hækka skatta“, eins og
Ijármálaráðherra komst að orði,
„enda lækka skattar á næsta ári
samkvæmt frumvarpinu. Þessar
áherzlur eru í beinu samhengi við
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar,
sem miðar að því að tryggja þann
stöðugleika í efnahagsmálum sem
náðst hefur. Það er forsenda fyrir
hagvexti, nægri atvinnu og batn-
andi lífskjörum."
Morgunblaðið hefur gagnrýnt
þrennt í fjármála- og efnahags-
stefnu núverandi ríkisstjórnar. I
fyrsta lagi hefur blaðið haldið því
fram að ekki hafi verið gengið nægi-
jega langt í niðurskurði ríkisútgjalda
á þeim rúmum tveimur árum, sem
núverandi ríkisstjóm hefur setið að
völdum. Vissulega er það rétt að
umtalsverður árangur hefur náðst
en hann er ekki nægilegur og halla-
rekstur ríkissjóðs á verulegan þátt
í því háa vaxtastigi sem nánast úti-
lokar að óbreyttu nýja uppsveiflu í
atvinnulífi landsmanna. I öðru lagi
hefur Morgunblaðið gagnrýnt geng-
isfellingar núverandi ríkisstjórnar,
aðallega þó gengisbreytinguna sem
framkvæmd var á miðju ári, og
bent á að í gengisbreytingum fælist
flótti frá því verkefni að framkvæma
uppskurð í sjávarútvegi lands-
manna. í þriðja lagi hefur Morgun-
blaðið gagnrýnt hlut núverandi rík-
isstjórnar í gerð sfðustu kjarasamn-
inga sem ríkissjóður hafi engin efni
á að standa undir með þeim hætti
sem áformað er.
Jafnframt hefur Morgunblaðið
haldið því fram, að ríkisstjómin
hafí hækkað skatta. Fjármálaráð-
herra neitar því og segir að ríkis-
stjórnin hafi fært skattbyrðina frá
fyrirtækjum yfir á einstaklinga.
Þetta er auðvitað orðaleikur. Óum-
deilt er að skattbyrði hefur aukizt
veralega á miklum fjölda einstakl-
inga. Sú skattahækkun hefði ekki
þurft að koma til, ef rösklegar hefði
verið gengið fram í niðurskurði rík-
isútgjalda.
Ríkisstjórnin sjálf er hins vegar
ekki helzti Þrándur í Götu þess að
draga úr útgjöldum hins opinbera
heldur almennir þingmenn, sem
þekkja ekki sinn vitjunartíma, hafa
ekki gert sér grein fyrir breyttum
viðhorfum og breyttum tíðaranda
og telja að þeir geti hagað sér með
sama hætti í dag og fyrir nokkrum
árum þegar allt lék í lyndi. Svo er
ekki og það er mesta vandamál núver-
andi ríkisstjómar, þegar kemur að
niðurskurði útgjalda hins opinbera.
Rýmingarsala á útsöluvörum í Hagkaup
Buxur seldar á
149,50 krónur
Fatnaður af sumarútsölu versiunarinnar
RÝMINGARSALA á útsöluvörum stendur nú yfir í Hagkaup-
um í Skeifunni. Um er að ræða fatnað sem hefur verið á
sumarútsölu hjá Hagkaupum á Akureyri og í Kringlunni. Á
rýmingarsölunni eru einnig leikföng með 25% afslætti. Mik-
il aðsókn var í gær eftir að rýmingarsalan opnaði en henni
lýkur um næstu helgi.
Rýmingarsalan fer fram á 250
fermetra gólfplássi í verslun Hag-
kaupa í Skeifunni.
Mikil aðsókn
Að sögn Karls West verslunar-
stjóra var mikil aðsókn eftir að
rýmingarsalan opnaði í gær. Karl
sagði að alls konar fatnaður og
skófatnaður væri boðinn á lágu
verði og nefndi til dæmis að vinnu-
buxur fyrir herra hefðu verið seldar
á 149,50 kr. Á rýmingarsölunni eru
einnig leikföng með 25% afslætti
og sagði Karl að mikið hefði selst
af þeim. Rýmingarsalan mun
standa yfir á opnunartíma verslun-
arinnar meðan vörurnar endast en
Karl sagðist búast við að henni lyki
um helgina.
TALSVERT af fólki skoðaði ú
Odda-
stefnaí
Gunnars-
hólma
ODDAFÉLAGIÐ, samtök
áhugamanna um endur-
reisn fræðaseturs að
Odda á Rangárvöllum,
hefur frá stofnun þess í
Odda fullveldisdaginn 1.
desember 1990 staðið að
mannfundum öðru hverju
til að minna á málefnið.
Oddahátíð er haldin í júní,
helgina næst sumarsól-
stöðum, en Oddastefnu er
ætlunin að halda snemma
vetrar. Hvort tveggja er
haldið í Rangárþingi en
hins vegar var hinnfyrsti-
„Sæmundardagur“ hald-
inn í Reykjavík 21. maí sl.
vor.
Lónaset í Laufaleitum
Oddastefna verður haldin í
annað sinn nk. laugardag, 16.
október, og verður hún að
þessu sinni haldin í Félags-
heimilinu Gunnarshólma,
Austur-Landeyjum. Mun hún
heijast kl. 13 og ljúka kl. 17.
Friðjón Guðröðarson sýslu-
maður verður ráðstefnustjóri.
Áð loknu upphafsávarpi
Magnúsar Finnbogasonar,
bónda að Lágafelli, flytur Elsa
G. Vilmundardóttir jarðfræð-
ingur Oddastefnuerindi og
mun hún rneð hjálp litskyggna
segja frá rannsóknum þeirra
Ingibjargar Kaldal jarðfræð-
ings, sem þær hafa unnið að
í Rangárþingi og nefnist er-
indið: Lónaset í Laufaleitum.
Þá flytja sr. Sigurður Jóns-
son, sóknarprestur í Odda, og
Freysteinn Sigurðsson jarð-
fræðingur stutt erindi um
Odda á Rangárvöllum í nútíð
og framtíð. Að þeim loknum
verða almennar umræður
fundargesta, en framsögu
hafa Drífa Hjartardóttir, Keld-
um, og Þór Jakobsson veður-
fræðingur.
Ráðstefnugjald verður
1.000 kr. og er þar með talið
kaffi og meðlæti sem Kvenfé-
lagið Freyja, Austur-Landeyj-
um, tilreiðir ráðstefnugestum.
Nánari upplýsingar fást hjá
Þór Jakobssyni, formanni
Oddafélagsins.
Ekki greint á milli innlendrar og erlend
Ríkissjóður
um 28 millj;
Greiddar afborganir af eldri lánum nei
FJÁRMÁLARÁÐHERRA er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að
taka að láni allt að 27,9 milljarða kr. á næsta ári skv. frum-
varpi til lánsfjárlaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi.
Áætlað er að greiddar afborganir af teknum lánum nemi
15,9 milljörðum kr. þannig að nýjar lántökur umfram afborg-
anir af eldri lánum, eru taldar verða um 12 milljarðar. Heild-
arlántökur hins opinbera á næsta ári eru hins vegar áætlað-
ar 64 milljarðar og afborganir 41 milljarður.
Atvinnutryggingadeild
endurlánaðir 2,5 miiyarðar
Sú breyting hefur nú verið
ákveðin að engar upplýsingar verða
veittar um það fyrirfram hversu
mikið verður tekið að láni erlendis
og hversu mikið innan lands en frá
og með næstu áramótum verða nær
allar hömlur á fjármagnsflutning-
um milli landa afnumdar. Verður
leitað lántökuheimilda til nota inn-
an lands eða utan eftir því sem
aðstæður á markaði leyfa hveiju
sinni, segir í greinargerð frum-
varpsins.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
Atvinnutryggingadeild Byggða-
stofnunar verði endurlánaðir allt
að 2,5 milljarðar á næsta ári saman-
borið við 1,4 milljarða á þessu ári
en hækkunin stafar af teknum lári-
um sem falla í gjalddaga á næsta
ári. Lánasjóði ísl. námsmanna verð-
ur endurlánuð sama upphæð og á
yfirstandandi ári eða allt að 3,7
milljarðar og áætlað er að endur-
lána Alþjóðaflugþjónustunni allt að
100 millj. til frágangs nýrrar flug-
stjórnarmiðstöðvar á Reykjavíkur-
flugvelli,-
Á næsta ári verður Landsvirkjun
Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins flytjí
Biðlaun falli r
í starf sem er
FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Eggert Haukdal, Matt-
hías Bjarnason, Tómas Ingi Olrich og Guðjón Guðmundsson,
hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um þingfarar-
kaup alþingismanna. Er því ætlað að taka af öll tvímæli um
að biðlaunagreiðslur fyrrverandi þingmanna falli niður ef sá
sem þeirra á að njóta tekur við öðru starfi sem er jafnt eða
hærra launað en þingfararkaup þegar hann lætur af þing-
mennsku. Miklar umræður urðu um laun alþingismanna á Al-
þingi í gær við fyrstu umræðu um frumvarpið.
í framvarpinu segir að réttur til
biðlauna falli niður ef fyrrv. þing-
maður tekur við starfi í þjónustu rík-
is, sveitarfélags eða fyrirtækis sem
að meiri hluta er í eign ríkisins enda
fylgi stöðunni jafnhá eða hærri laun
en þingfararkaup. Ella gréiðist
launamismunurinn til loka tímabils-
ins.
Eggert Haukdal sagði, er hann
mælti fyrir frumvarpinu, að biðlaun
væra laun milli embætta, til þess