Morgunblaðið - 23.10.1993, Page 2

Morgunblaðið - 23.10.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins im. 1— «■«'/» „’sæs-, - V ss^ Enn framlengt gæsluvarðhald HÉRAÐSDÓMUR Reylgavíkur framlengdi í gær til 5. nóvember gæslu- varðhald yfir 38 ára gömlum manni sem talinn er höfuðpaur eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem komið hefur til rannsóknar lögreglu hérlendis en það snýst um innflutning á a.m.k. um 20 kilóum af hassi og amfetamíni, einkum í sumar en að einhverju leyti á síðasta ári. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðlialdi frá 1. september sl. Meintur vitorðsmaður mannsins var einnig úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 5. nóvember og í gærkvöldi var gerð krafa um varðhald yfir öðr- um meintum vitorðsmanni. Verði sú krafa tekin til greina hafa sjö manns verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins auk þess sem fjöldi hefur verið yfirheyrður frá því að fyrstu mennimir voru handteknir vegna málsins 25. júlí sl. í fyrra- kvöld voru gerðar tvær húsleitir vegna málsins og alls fjórir aðilar handteknir. unblaðinu hefur maðurinn neitað sakargiftum til þessa en sannanir lögreglu gegn honum hafa m.a. ver- ið fengnar með því að hlera símtöl og fundi sem hann hefur sótt með vitorðsmönnum sínum. Verði gögn um símhleranir lögð fram fyrir dómi í málinu verður það í fyrsta skipti sem slíkt verður gert hérlendis, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, þótt slíkra gagna hafi áður verið aflað með samþykki dómstóla. Þau gögn hafa hins vegar ekki verið lögð fram sem sönnunargögn fyrir dómi. Herbergis- og símhleranir í fyrsta skipti fyrir dómi? Eins og fram hefur komið í Morg- Heildarstiiðningiir við land- búnað 10-11 milljarðar kr. Umþóttunartími sjálfsagður þegar opnað er fyrir frjálsari viðskipti með landbúnaðarvörur FYRSTI VETRARDAGUR Morgunblaðið/RAX FJÖGURRA síðna simaskrá frá Símamarkaðnum fylgir Morgunblaðinu í dag. I i i i i i HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra sagðist við umræður um drög að stjórnmálaályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær hafa látið vinna nákvæma úttekt yfir heildarstuðning við landbúnað hér á landi eftir forskrift OECD, sem eigi að tryggja að í framtíðinni skjóti ekki upp koliinum draugatölur eins og þær sem birst hafi I samanburðar- tölum norrænnar skýrslu í sumar. „Á grundvelli norrænu skýrslunn- ar hefur því verið haldið fram að stuðningurinn við landbúnaðinn nemi 16-20 milljörðum króna, sem er fá- sinna. Samkvæmt OECD-reikning- unum er það nær sanni að með því að fullur markaðsstuðningur sé reiknaður inn í dæmið nemi þessi stuðningur í ár 10-11 milljörðum Jón segir að Bónus telji vera svig- rúm á markaðinum fyrir verslun sem selji ýmsa vöruflokka á lágu verði. Hann segir að um 100 vöruflokka verði að ræða utan matvöru, og vegna þessarar útvíkkunar á starf- semi verði verslunin í Miklagarði stærsta verslun Bónus á höfuðborg- króna. Þar skakkar um 60-100% og munar um minna,“ sagði Halldór. Halldór sagði í ræðu sinni að nú væri unnið að fækkun mjólkurbúa og hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem eigi að gera kleift að lækka vöruverð enn frekar. Sagði hann sjálfsagt að þegar opnað væri fyrir fijálsari viðskipti með landbúnaðar- arsvæðinu, en þær eru nú sex talsins. Ekki hefur verið ákveðið að loka öðrum verslunum Bónus til að mæta opnun í Miklagarði og segir Jón að þeir telji sig geta orðið valkost fyrir kaupendur frá Grafarvogssvæðinu, ef áform um samgöngubætur yfir Elliðavog verða að veruleika. vörur yrði gefinn nokkur umþóttun- artími. Ný viðhorf hjá bændum Sagði Halldór að þótt búvörur hefðu lækkað hefði það ekki skilað sér nægilega í verði til neytandans. „Þar stöndum við íslendingar sem oftar frammi fyrir óbærilega háum milliliðakostnaði sem sumpart á ræt- ur sínar að rekja til fámennis okkar, til of mikillar og illa nýttrar fjárfest- ingar og lítils aðhalds á neytenda- markaðinum. Einnig stingur veru- lega í augu að sláturkostnaður hér á landi er í sumum dæmum fjórfalt hærri en í nágrannalöndum, og í sumum dæmum tíðkast óeðlilegir viðskiptahættir með búvörur bænda, sem að nokkru leyti eiga skýringu í því að spilað er á það að íslenskir neytendur eru vanir háu matvæla- verði,“ sagði Halldór. Halldór sagði einnig að flatur nið- urskurður hjá sauðfjárbændum jafn- gilti sennilega um 50% skerðingu ráðstöfunartekna á viðkomandi sveitaheimilum, sem sé langtum meiri kjaraskerðing en aðrar stéttir hafi orðið að bera. Þá gat Halldór þess að á erlendum mörkuðum væri að skapast svigrúm fyrir íslenskt lambakjöt vegna þeirr- ar nýju og vaxandi eftirspumar sem nú væri eftir hollustukjöti austan hafs og vestan og vissa væri fyrir því að nú fengist 15-20% hærra verð þar en annars staðar. Bónus-verslun opnuð í Miklagarði að ári Fyrirhugað að selja fleira en matvörur FYRIRTÆKIÐ Bónus mun opna verslun í Miklagarði 1. ágúst á næsta ári. Jón Ásgeir Jóhannesson sölustjóri Bónus segir að tekið hafi verið á leigu rými sem Rafbúð Sambandsins var í áður og einnig væri stækk- un þess fyrirhuguð, þar sem fyrirtækið hyggist færa út kvíarnar og hefja sölu á öðrum vörutegundum en matvörum, s.s. ódýrum fatnaði. í dag Veðríð________________________ / dag er spáð vestlægri átt með skúrum eða éljum sunnan- og vest- anlands en Iengst af bjartviðri norðanlands og austan 4 Handrítamálið_________________ Nýjar upplýsingar um handritamál- ið í bók Gylfa Þ. Gíslasonar 16 Orðlaus_______________________ Framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands segist orðlaus yfir ákæru á flugmann 19 Leiðarí_______________________ Gamlar dyggðir 22 Haust í Róm Lesbók Menning/Listir ► Lausamenn í ísl. þjóðfélagi ^ Heimurinn opinberaðist - áður fyrr - Ný og glæsileg kirkja Evrópusamhljómur - Sinfóniu- í Stykkishólmi - Kristin Bjarnad. hljómsveit Norðurlands - Kam- skrifar um haust í Róm - Vitjað mertónlist í tuttugu ár - Bækur legstaðar skáldsins W. Owens. og höfundar 3Hgrg»mbInMt» HEIMURINN OPINBERAÐIST ^ Morgunblaðið/RAX Á Iðnnemaþingi FJOLDI fulltrúa hvaðanæva af landinu var á þingi Iðnnemasam- bandsins sem sett var í gær í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Menntamáiaráðherra á Iðnnemaþingi Lausn finnist á vanda \ vegna starfsþjálfmiar ! f ÁVARPI sem Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra flutti við setningu 51. þings Iðnnemasambands íslands kvaðst hann myndu beita sér fyrir lausn á því vandamáli sem iðnnemar standi frammi fyrir og lýsir sér I því að þeir eiga æ erfiðara um vik að komast á starfsþjálfunarsamninga að loknu skólanámi. Hann segir að margir iðnnemar eigi ekki kost á því að jjúka námi sínu þar sem þeir kom- ist ekki á starfsþjálfunarsamninga. Menntamálaráðherra sagði að menntun og starfsréttindi færu ekki alltaf saman í því kerfi iðnmenntun- ar sem hér er við lýði. Gert sé ráð fyrir að iðnnemar gangist undir verklegt sveinspróf til starfsrétt- inda eftir að hafa hlotið starfsþjálf- un úti í atvinnulífínu. „Að undan- fömu hefur orðið æ erfiðara fyrir iðnnema að komast á starfssamning að loknu skólanámi. Margir iðn- nemar eiga því ekki kost á því að ljúka iðnnámi sínu með sveinsprófi þar sem þeir komast ekki á starfs- þjálfunarsamninga," sagði mennta- málaráðherra. Starfshópur Hann sagði að vandinn væri m.a, fólginn í óheftum aðgangi nemenda að því námi sem þeir hafa löngun til að leggja stund á og takmörkuð- um fjölda fyrirtækja. til að taka nema á samning. Einnig væri ákveðin tregða meðal sumra starfs- stétta til að stuðla að ijölgun fag- manna. I „Knýjandi er að fundin verði á þessu lausn þannig að nemandi sem innritast í nám á hverjum tíma eigi von til að geta lokið því með eðlileg- um hætti. Ég hef ákveðið að leita lausnar á þessu máli. Gerð verður ) úttekt á umfangi vandamálsins og síðan verður sérstökum starfshópi falið að móta tillögur um úrbætur," sagði menntamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.