Morgunblaðið - 23.10.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Deilt um fulltrúa
Hafnarfjarðar í stjóm 30
Á AÐALFUNDI Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um
síðustu helgi voru menn ekki á eitt sáttir er kom að stjórnarkjöri.
Fram kom tiilaga um Þorgils Ottar Mathiesen, Sjálfstæðisflokki, í
sljórn samtakanna sem fulltrúa minnihlutans i Hafnarfirði. Það vildu
fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórninni ekki sætta sig við, þar
sem líklegt er talið að Þorgils Óttar verði kosinn næsti formaður
samtakanna. Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, hefur gegnt formennsku síðastliðin þijú ár en hann hyggst
ekki gefa kost á sér á ný er nýkjörin stjórn kemur saman í lok
nóvember, skipta með sér verkum og kýs sér formann.
Samkvæmt reglum samtakanna
er einn fulltrúi frá hveiju sveitarfé-
lagi í stjórn samtakanna en stærstu
sveitarfélögin, Reykjavík, Kópavog-
ur og Hafnarfjörður eiga tvo fulltrúa
hvert'. Meginreglan hefur hefur verið
sú að meirihluti og minnihluti sveit-
arfélaganna þriggja hafí hvort um
sig fulltrúa í stjórninni.
Á fundinu lagði uppstillingarnefd
til að Þorgils Óttar kæmi inn í stað
Magnúsar Jóns Ámasonar, fulltrúa
Alþýðubandalagsins, sem hefur setið
í stjórninni til þessa. Til að halda
Gítarvinafélag-
ið í Kringlunni
EINS og viðskiptavinir í Kringlunni hafa orðið varir við síðustu laug-
ardaga hefur Kringian boðið upp á tilbreytingu á laugardögum en
þá hafa komið í Kringluna gítarleikarar í fremstu röð klassískrar
gitartónlistar. Á laugardag verður framhald á þessari tónveislu og
mun gítarleikarinn Einar Kristján Einarsson flytja verk frá Spáni og
Suður-Ameríku. Tónleikarnir eru i tveimur hlutum og hefst fyrri hlut-
inn kl. 13 og sá síðari kl. 14 og verða þeir í göngugötu Kringlunnar.
Flest þeirra verka sem flutt verða
í Kringlunni hafa verið flutt af git-
arsnillingnum Andrési Segovia. Tón-
listarveislan í Kringlunni er tileinkuð
minningu snillingsins en í ár em
einmitt 100 ár frá fæðingu hans.
Gítarverkin sem flutt verða í dag
eru eftir tónskáldin Joaquin Turina,
Francisco Tárrega, Isaac Albéniz,
Agustin Barrios og Heitor Villa Lo-
bos. ' :
Tónleikarnir eru í tveimur hlutum
og hefst fyrri hluti kl. 13 en síðari
hluti kl. 14. Á hverjum laugardegi
október- og nóvembermánaðar
munu aðrir gítarleikarar úr gítar-
vinafélaginu fylgja á eftir og leika
á þessum tímum í Kringlunni.
Gítarleikari dagsins, Einar Krist-
ján Einarsson, útskrifaðist frá Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinssonar
árið 1982. Þá stundaði hann fram-
haldsnám og hefur sótt námskeið
hjá ýmsum þekktum gítarmeisturum
s.s. Manuel Barrueco og Alirio Díaz.
Gamlar kvikmyndir
sýndar í bíósal MÍR
ÞRJÁ næstu sunnudaga verða
sýndar jafnmargar gamlar kvik-
myndir úr safni MÍR í bíósalnum
Vatnsstíg 10.
Hvíti hundurinn nefnist myndin
sem sýnd verður sunnudaginn 24.
október kl. 16. Hún er nær hálfrar
aldar gömul, byggð á sögu eftir
Kúprin og þótti notaleg fjölskyldu-
mynd á sínum tíma. Kvikmynd af
svipuð tagi og álíka gömul verður
svo sýnd 31. okt. Sannir vinir, nefn-
ist hún en hin fræga mynd Eisen-
steins, Október, gerð 1927, verður
sýnd 7. nóv.
Aðgangur að kvikmyndasýning-
um MIR er ókeypis og öllum heimill.
HÓTEL
LEIFUR EIRÍKSSON
Skólavörðustíg 45
Reykjavík
sími 620800
Fax 620804
Hagkvæm gisting
íhjarta borgarinnar
Einst.herb.
kr. 2.800
Tveggja m. herb.
kr. 3.950
Þriggja m. herb.
kr. 4.950
Morgunverður innifalinn:
Ný láns-
kjaravísitala
reiknuð út
SEÐLABANKINN hefur reiknað
út lánskjaravísitölu fyrir nóvem-
ber 1993. Lánslgaravísitalan
3347 gildir fyrir nóvember 1993.
Hækkun lánskjaravísitölu frá
mánuðinum á undan varð 8,24%o.
Umreiknuð til árshækkunar hefur
breytingin verið sem hér segir: Síð-
asta mánuð 2,9%, síðustu 3 mánuði
4,9%, siðustu 6 mánuði 4,3% og
síðustu 12 mánuði 3,4%.
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
UNDiRVAGNSRYÐVÖRN
VESTURVOR 6 KOPAVOGI
sama vægi milli flokkanna varð að
samkomulagi að Guðrún Þorbergs-
dóttir bæjarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í Seltjarnamesi yrði í kjöri.
Sljórnin
Leikar fóru svo að í stjórn voru
kjörin fyrir Reykjavík, Sveinn Andri
Sveinsson, Sjálfstæðisflokki, og
Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna-
lista, fyrir Kópavog eru Arnór L.
Pálsson, Sjálfstæðisflokki, og Sig-
urður Geirdal, Framsóknarflokki, og
fyrir Hafnarfjörð eru Árni Hörleifs-
son, Alþýðuflokki, og Þorgils Óttar
Mathiesen, Sjálfstæðisflokki. Fyrir
Garðarbæ var kjörin Laufey Jó-
hannsdóttir, Sjálfstæðisflokki, fyrir
Bessastaðahrepp María Sveinsdóttir,
Sjálfstæðisflokki, fyrir Mosfellsbæ
Guðmundur Davíðsson Sjálfstæðis-
flokki, fyrir Seltjarnarnqs Guðrún
Þorbergsdóttir Alþýðubandalagi,
fyrir Kjalarnes Pétur Friðriksson
Sjálfstæðisflokki og fyrir Kjósa-
hrepp Kristján Finnsson, Grjóteyri.
Sveinn Andri Sveinsson, formaður
samtakanna, sagði að í raun réði
meirihluti fulltrúa á aðalfundi hver
yrði formaður. Það hefði og gerst
áður fulltrúi minnihluta í svéitarfé-
lagi væri kjörinn formaður samtak-
anna. Til dæmis hefði Richard Björg-
vinsson, Sjálfstæðisflokki, gegnt
formennsku þegar flokkurinn var í
minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs.
ára afmæli
Grensássafnaðar
GRENSÁSSÖFNUÐUR var stofnaður á haustdögum 1963 og er því
30 ára um þessar mundir. Fyrsti sóknarpresturinn var sr. Felix Ólafs-
son, síðar sr. Jónas Gíslason núverandi víglsubiskup í Skálholti, en
frá því i september 1973 hefur sr. Halldór S. Gröndal þjónað söfnuð-
inum og gerir enn. Sr. Gylfi Jónsson kom til starfa haustið 1988,
enda hafði fjölgað mikið í sókninni og starfið vaxið. Formaður sókn-
arnefndar er Ásgeir Hallsson og safnaðarfulltrúi Kristín Halldórs-
dóttir. Meðhjálpari og húsvörður er Sverrir Sigurðsson.
14. Kirkjustarf aldraðra felst í því,
að á þriðjudögum er opið hús kl. 14
Í tilefni af þessum tímamótum
verður hátíðarmessa nk. sunnudag
24. október. Þá verður líka tekinn í
notkun góður flygill, sem kirkjan
hefur eignast og mun Halldór Har-
aldsson leika á hann fyrstur manna.
Kirkjukórinn syngur ásamt Sigurði
Bjömssyni einsöngvara, svo og
bámakórinn undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur, en organisti er Árni
Arinbjamarson.
Grensássöfnuður stendur nú í
byggingarframkvæmdum. Verið er
' að reisa sj'álft kirkjuskipið og tengi-
byggingu við safnaðarheimilið, sem
tekið var í notkun 1972.' Fram-
kvæmdum miðar vel áfram og ætti
byggingin að verða fokheld síðar í
vetur.
Vetrarstarfið er ailt komið í gang.
Tvær messur verða hvem sunnudag.
Fjölskyldumessa kl. 11 auk barna-
starfsins og hefðbundin messa kl.
Fræðsla um sorg
og sorgarviðbrögð
KÁRSNESSÓKN mun á næstu
vikum bjóða upp á fræðslu og
hópstarf fyrir þá sem orðið hafa
fyrir missi.
Þriðjudaginn 26. október kl.
20.30 mun Erla Jónsdóttir félags-
ráðgjafí M.Sc. halda fyrirlestur um
sorg og sorgarviðbrögð. Fyrirlest-
urinn verður í safnaðarheimilinu
Borgum og að honum loknum verð-
ur boðið upp á kaffiveitingar og þá
gefst einnig tími til umræðna. Allir
em hjartanlega velkomnir.
Þá hefur verið ákveðið að hafa
opið hús og bjóða upp á hópstarf
um sorgarvinnu. Það starf hefst
þriðjudaginn 2. nóvember og mun
verða öll þriðjudagskvöld fram til
7. desember í Safnaðarheimilinu
Borgum kl. 20.30. Erla Jónsdóttir
hefur umsjón með hópstarfinu.
- Ægir Fr. Sigurgeirsson,
sóknarprestur.
16. Boðið er uppá m.a. biblíulestra
og bænastund, síðan eru veitingar
og samtöl. Einn miðvikudag í mán-
uði (næst 27. október) er hádegis-
verðarfundur kl. 11 þar verður hegi-
stund, fyrirlestur og léttur hádegis-
verður. Kyrrðarstundir verða alla
þriðjudaga kl. 12 - 13 með helgi-
stund, altarisgöngu og létt máltíð
og samfélag á eftir.
Barna- og æskulýðsstarf. Alla
föstudaga kl. 17.30 eru fundir fyrir
börn 10-12 ára. Æfingar barna-
kórsins eru á þriðjudögum kl. 17 og
laugardögum kl. 10 - 12. Barnakór-
inn tekur þátt í messuhaldi og bama-
starfínu og vinnur auk þess að öðrum
verkefnum. Fermingarstarfið hófst í
september og er bömunum skipt í
sex bekki. Fræðslan fer fram í safn-
aðarheimilinu, en auk þess fóru böm-
in á fermingarnámskeið í Vatnaskógi
í byijun október. Tvö fræðslukvöld
verða fyrir foreldra fermingarbarna
í vetur.
Kirkjukórinn hefur fastar æfingar
alla miðvikudaga kl. 18 og auka-
æfingar fyrir hátíðar. Kvenfélagið
hefur fundi annað mánudagskvöld í
hverjum mánuði auk annarra starfa
og verður basar félagsins 6. nóvem-
ber nk. Nokkur félög hafa starfsemi
sína hér í safnaðarheimilinu m.a.
AA-samtökin og A1 Anon, svo og
Ný dögun og um þessar mundir em
þar börn úr heilsdagsskóla Hvassa-
leitis.
Við óskum Grensássöfnuði og vel-
unnurum kirkjunnar til hamingju
með 30 ára afmælið. Guð blessi ykk-
ur öll.
- Sr. Halldór S. Gröndal
og sr. Gylfi Jónsson
KONUR fjölmenntu á kynningu á heilsudögunum 14. október sl.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Holliday Inn í Reykjavík
Höfðað til kvenna á sér-
stökum heilsudögum
EFNT verður til svokallaðra orku- og heilsudaga fyrir konur á Holliday
Inn í Reykjavík tvær helgar í haust. Fyrri helgin er 28.-31. október og
sú síðari 4.-7. nóvember og verður tekið á móti 20-25 konum í hvort sinn.
Boðið er upp á eins konar pakka
og felur hann í sér þriggja nátta
gistingu og fæði í þrjá daga, fyrir-
lestra og ýmsar uppákomur.
Samfelld dagskrá verður alla dag-
ana og hafst hún með því að boðið
verður upp á nýpressaðan ávaxtasafa
milli kl. 7 og 8 á morgnana. Að því
loknu verða teknar nokkrar leikfimis-
æfingar fram að morgunverði kl.
8.30 en eftir hann verða fyrirlestrar
til kl. 11. Tekur þá við jóga fram
að hádegisverði.
Eftir hádegisverð em fyrirlestrar
og síðdegishressing til kl. 16.30 þeg-
ar úti og inni æfíngar taka við. Á
eftir er frjáls tími og sama er að
segja um kvöldið.
Meðal fyrirlesara eru Anna Valdi-
marsdóttir, sálfræðingur, Þorvaldur
Karl Helgason, forstöðumaður fjöl-
skylduþjónustu kirkjunnar, og Ingi-
björg Guðmundsdóttir, jógakennari.
Meginþema orku- og heilsudag-
anna er að vekja konur til umhugs-
unar um að með heilbrigðum lífsstíl
geti þær haft áhrif á heilsuna í nút-
íð og framtíð.