Morgunblaðið - 23.10.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 23.10.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 31 Minning Guðrún Víg’lunclsdótt- ir, Vestmannaeyjum Fædd 11. mars 1950 Dáin 17. október 1993 Ég vil með fáum orðum minnast Guðrúnar Víglundsdóttur, eða Gurru eins og hún var kölluð. Ég kynntist henni fyrir rúmum tveimur árum vegna kynna sonar míns og dóttur hennar. Þá var hún orðin veik af þeim sjúkdómi, sem dró hana til dauða, og hafði reynd- ar verið í nokkur ár. Þrátt fyrir veikindin, sem oft voru mjög erfið, átti hún mikið til að gefa öðrum. Hún hafði stórt, kærleiksríkt hjarta þessi lágvaxna, granna kona. Hún var ljós yfírlitum og andlit hennar lýsti góðvild til annarra. Hún unni mjög heimili sínu, enda ber það vitni um myndarskap henn- ar og Róberts, eiginmanns hennar. Hún hafði yndi af að sauma og hún hrósaði líka handbragði manns síns, sem vann mest allt innanhúss við stækkun og lagfæringar á húsinu þeirra. Það var erfitt fyrir hana að þurfa að vera svo mikið í burtu frá heimili sínu, eins og raunin varð vegna veikindanna. Þrátt fyrir alla erfiðleikana hafði hún alltaf eitthvað til að gleðjast yfir og þrek hennar var ótrúlegt. Hún bar hag barna sinna mjög fyrir brjósti og þráði að geta verið sem lengst með þeim og hafa þau sem næst sér. Missir þeirra og Ró- berts er mikill. Ég og fjölskylda mín viljum þakka henni góð og dýrmæt kynni og biðjum Guð að styrkja alla ást- vini hennar í þeirra sorg. Blessuð sé minning Guðrúnar Víglundsdóttur. Jóna Andrésdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þá er litla hetjan mín fallin. Um kvöldmatarleytið sl. sunnudag fengum við þá fregn að Gurra væri dáin. Því verður ekki neitað að við höfum séð hvert stefndi en alltaf skal dauðinn koma jafnmikið á óvart. Það er alveg með ólíkindum hvað hún Gurra hefur staðið sig vel í baráttunni við krabbameinið, þessi litla fíngerða dama. Undanfarin átta ár hefur hún barist við sjúkdóminn af öllum sín- um kröftum. Það eitt er víst að harkan og trúin á Guð sinn og lífið hélt henni gangandi, hún skyldi ekki gefast upp. Þegar við vorum saman í Reykja- vík fyrir tveimur árum, báðar á Rauða kross hótelinu, báðar með sama sjúkdóm, þá var það hún sem stappaði stálinu í mig þó veikari væri og ver á sig komin. Hún fór iðulega á bingó og þeyttist um alla borgina í heimsóknir og að versla fyrir sig og sína á meðan hinir sem hressari voru tóku því rólega. Gurra nýtti tíma sinn vel, dvaldi ekki í borginni lengur en hún nauðsynlega þurfti. Hún fór heim í hveiju helgar- leyfi sama hvernig viðraði, fjöl- skyldan var henni allt. Oft var Birg- itta dóttir hennar með henni og var það Gurru mikils virði að hafa eitt af bömunum sínum hjá sér. Það var mjög af Gurru dregið nú síðastliðnar vikur, eitt af hennar síðustu verkum var að fylgja vini okkar til grafar, þá mikið veik en vel studd af eiginmanni sínum. Ég veit að Gurra mín á góða heimkomu í fang Frelsarans og að bræður hennar tveir sem farnir eru taka henni opnum örmum. Ég bið góðan Guð að hugga og styrkja eftirlifandi eiginmann, börnin fjögur, tengdadóttur og lít- inn ömmustrák, foreldra Gurru svo og systkini hennar og fjölskyldur. Elsku Gurra, takk fyrir allt og allt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut, Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V.Briem) Petra. Nú er elsku Gurra systir okkar búin að kveðja þennan heim. Henn- ar baráttu við mjög harðan sjúkdóm er loksins lokið. Hún barðist hetju- lega í mörg ár en þó svo að vilji og kraftur hafi alltaf fylgt Gurru í gegnum árin þá endar þetta líf víst ekki nema á einn veg. Gurra var þessi blíða og góða, gefandi per- sóna, hún mátti ekkert aumt sjá og var boðin og búin til að hjálpa öllum. Við systurnar minntums Gurru svo vel þegar hún var að passa okkur þegar við vorum litlar. Þá var það hennar aðaláhugamál að greiða okkur og gera okkur fínar. Enda var það henni mikið kapps- mál að vera fín um hárið og minn- ist ég þess er við systurnar fórum í útilegu í Þórsmörk þá mætti Gurra með nýlagt hár alveg eins og hún væri að fara á ball, en ekki í útilegu. Gurra var glaðlynd að eðlisfari, aldrei var langt í brosið hjá henni. Gurra eignaðist fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur, og var fjöl- skylda hennar það sem hún lifði fýrir. Aldrei hef ég séð nokkra móður vera eins umhyggjusama við börnin sín eins og Gurra var. Við ólumst upp í stórum og samhentum systkinahópi og fimm eru farin yfir móðuna miklu. Erum við þá níu eftir. Við spyijum okkur oft á svona stundum hver sé tilgangur lífsins. Hann er víst ekki nema einn, við Halldóra Linda Ing- ólfsdóttir Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum frænku okkar Halldóru Lindu Ingólfsdóttur sem lést sunnu- daginn 17. október sl. Hún barðist við erfiðan sjúkdóm í 6 ár en lét á endanum undan í baráttunni við manninn með ljáinn. Það sýnir kannski best styrk hennar að hún var ekki tilbúin að láta undan fyrr en í fulla hnefana. Við systkinin Bergþórugötu 27, og fjölskyldur okkar votta fjöl- skyldu og börnum hennar þeim Margréti, Bryndísi, Rúnari og Haf- steini samúð okkar. Stonnsamar eru tíðimar og ýmsar stefnur á döfmni í kossum manns. - Minmng Farið er á fjörur og gripnar hafmeyjar úr brimi hafsins eða af öldum tilfinninga. Eitt samkvæmi einn dansleikur einn koss - það er kveðja mín. (Kristinn Einarsson.) Hvíldu í friði frænka. Bjarni, Steini, Kiddý, Fúsi, Linda Ósk, Gústi og fjölskyldur. fæðumst öll og einhvern tíma deyj- um við líka. Elsku pabbi og mamma, við vonum að Drottinn veiti okkur styrk í sorg ykkar. Elsku Robbi mágur, Villi, Jóhann, Helena, Birg- itta, Sigurlaug og Bjarki Már, við vitum að þetta er sárt fyrir ykkur og okkur öll en við vonum að tíminn eigi eftir að koma með birtu og yl í okkar hjörtu. Ragnheiður og Sóley. Okkur langar að minnast elsku frænku okkar, Guðrúnar Víglunds- dóttur eða Gurru eins og við kölluð- um hana alltaf. Orð mega sín lítils á þessari stundu og segja þessar ljóðlínur meira en mörg orð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) í huga okkar og hjarta mun ávallt lifa minningin um Gurru frænku og sendum við fjölskyldunni á Faxa- stíg 11, ömmu og afa, systkinum og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur á þessari sorgarstund. Sóley, Smári og Guðný Stefanía Þrátt fyrir þá vissu að öllu lífí fylgi dauði erum við sjaldnast viðbú- in endalokunum. Þegar ungt fólk er kallað burt verða spurningarnar áleitnari og efinn meiri, en ekkert fær þó stöðvað hringrás lífsins. Þannig var það með mig, þegar mágkona mín Guðrún Víglunds- dóttir, eða Gurra eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni, var kölluð burt í blóma lífsins, á þessum fallega haustdegi, þegar litadýrðin er hvað mest í náttúrunni og Vest- mannaeyjar skörtuðu sínu fegursta í kvöldsólinni. í sjö ár átti hún í baráttu við þann illkynja sjúkdóm sem sigraði að lokum. Þessa baráttu háði hún af mikilli viljafestu og einstöku æðruleysi, með hugrekki þess, sem aldrei missir vonina. Hún hugsaði allt til hinstu stundar um velferð eiginmanns og barna sinna, foreldra og systkina og fjölskyldna þeirra. Guðrún fæddist á Akureyri 11. mars 1950. Foreldrar hennar eru Hermína Marinósdóttir og Víglund- ur Arnljótsson, búsett á Akureyri. Guðrún ólst upp í stórum systkina- hópi en alls voru þau systkin fjórtán talsins. Þau eru: Jóhann er lést 10. ágúst 1989, Sigurður, Jónína, Jó- hanna, Helga, Jónhildur, Ingimar, Guðrún sem við nú kveðjum, Smári, Bjarni, en hann lést af slysförum 28. apríl 1991, Ragnheiður, Sóley, Gunnhildur, sem er látin, og dreng- ur sem dó í fæðingu. Eins og gefur að skilja hefur oft verið erilsamt og ærsl í svo stórum systkinahópi, og var Guðrún, sem var í miðju systkinahópsins, þar engin eftirbátur í leik og starfi. En æskuárin líða hratt og snemma fór hún út á vinnumarkaðinn, bæði til Siglufjarðar og Vopnafjarðar í síld- arsöltun á sumrin og síðar á vertíð í Eyjum. Guðrún var eftirsótt til starfa og var viðbrugðið fyrir dugn- að og snyrtimennsku, og auk þess sem hún sá alltaf björtu hliðarnar á öllum málum, því þar sem Guðrún var, þar var líf og fjör. A sextíu ára afmælisdegi föður síns, 18. maí 1976, giftist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum, Ró- berti Eyvindssyni, og hófu þau bú- skap á Akureyri. Þau eignuðust tvær dætur, Hel- enu Ósk og Birgittu íris. Fyrir átti Guðrún tvo drengi, Vilhjálm, en sambýliskona hans er Sigurlaug Harðardóttir og eiga þau einn son, og Jóhann Frey, en Róbert gekk Minning Steingrímur Jóhannes- son bóndi á Svínavatni Fæddur 24. júlí 1902 Dáinn 15. október 1993 Steingrímur frændi minn er lát- inn í hárri elli. Mig langar til að minnast hans í nokkrum orðum. Steingrímur fæddist 24. júlí 1902. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Ingibjörg Ólafsdóttir og Jó- hannes Helgason bóndi á Svína- vatni. Jóhannes var fæddur á Eiðs- stöðum 21. desember 1865, d. 21. júní 1946. Hann var sonur hjónanna Jóhönnú*Steingrímsdóttur og Helga Benediktssonar, sem þá bjuggu á Eiðsstöðum. Jóhannes fluttist ung- ur með foreldrum sínum að Svína- vatni og átti þar heima alla ævi. 1895 giftist hann Ingibjörgu Ólafs- dóttur frá Guðrúnarstöðum. Þau eignuðust sjö börn, fímm stúlkur og tvo drengi. Þau eru nú öll látin. Á Svínavatni nam land upphaf- lega Þorgils gjallandi og hefur þar ætíð verið kirkjustaður og kirkjan þar helguð Páli postula. Lengst af bjuggu fjögur af þess- um systkinum saman á Svínavatni, bræðurnir Steingrímur og Guð- mundur og systurnar Elína og Jó- hanna. Þau voru öll einhleyp nema Jóhanna amma mín. Þau ráku þar stórbýli og mikið menningarheimili. Þær systur voru annálaðar hann- yrðakonur, Steingrímur var stór- bóndi og hagur á vélar, Guðmundur ættfræðingur og mikill bókamaður. Öll náðu þau háum aldri. Steingrímur var við nám á Akur- eyri í skóla þeim er síðar varð Menntaskólinn á Akureyri. Hann var menntaður í tónlist og lærði meðal annars hjá Páli ísólfssyni. Steingrímur var forsöngvari og org- elleikari við Svínavatnskirkju. Hann var vel læs á erlend tungumál og las jafnan erlend tæknitímarit og fylgdist vel með tækniframförum. Geta má þess að hann flutti norður eina af fyrstu vörubifreiðunum og var þar með brautryðjandi í bíla- menningu Húnvetninga. Steingrím- ur ók síðan ætíð á eigin bíl, allt fram undir nírætt, og hef ég heyrt því fleygt að sveitungar hans hafi undir það síðasta vikið vel úr vegi og sýnt aðgát þegar frændi fór hjá, því hann fór venjulega geyst. Þann- ig hafa þeir sýnt honum öldruðum hlýhug og skilning og hafi þeir þökk fyrir. Steingrímur var ætíð áhugasamur um búskap og var allt- af að yrkja jörðina og bijóta nýtt land til ræktunar þótt háaldraður væri. Þar fór greinilega enginn meðalmaður sem ekki tók elli-kerl- ingu allt of alvarlega. Steingrímur eignaðist ekki börn sjálfur en var mjög nærgætinn og barnelskur maður. Hann var fróður og gaman- samur og alltaf var glettni í augun- um. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera í sveit hjá Steina frænda og þeim systkinum allt frá 7 ára aldri og fram til unglingsár- anna. Margar urðu kennslustund- irnar hjá Steina þegar ég fékk að sitja á traktornum með honum eða þeim í föðurstað. Til Vestmanna- eyja flytja þau hjón ásamt börnum sínum árið 1984. Það var gaman að koma á heimili þeirra hjóna og sjá hvað Gurra lagði mikið upp úr því að eiga myndarlegt og fallegt heimili, því líf hennar og yndi var heimilið og börnin sem hún annað- ist af mikilli natni og nærgætni ásamt því sem hún lagði mikla áherslu á að rækta vel samband við systkin sín og fjölskyldur þeirra. Garðurinn hennar á Faxastíg 11 ber einnig vott um smekkvísi henn- ar og dugnað, því þrátt fyrir veik- indin, sem ágerðust á sl. sumri, var hún öllum stundum að fegra garð- inn sinn, sér og fjölskyldu sinni til yndisauka. Hún var harðdugieg og ósérhlífm og kom sér eins og áður segir vel í vinnu og bar öllum þeim sem með henni unnu gott orð. Guð- rún bar ekki tilfinningar sínar á borð fýrir hvern sem er. Hún barð- ist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm og gerði sér grein fyrir alvörunni, en lifði lífinu samt með reisn fram til síðustu stundar. Guð- mundi Benediktssyni lækni og starfsfólki deildar 11 E á Landspít- alanum svo og læknum og hjúkrun- arfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja flytja aðstandendur bestu þakkir fyrir góða umönnun í veikindum Guðrúnar. Þungur harmur er nú kveðinn að fjölskyldunni á Faxastíg 11 sem nú sér á eftir eiginkonu og móður í blóma lífsins, en það er huggun harmi gegn að vita að Guðrún hef- ur nú verið leyst frá þrautunum sem hún er búin að ganga í gegnum, og að eiga góðar minningar um ástríki hennar til eiginmanns og barna, foreldra og systkina og fjöl- skyldna þeirra, svo og til vina og samferðafólks. Við Helga biðjum góðan Guð að halda almáttugri verndarhendi sinni yfir þeim öllum og þá sérstaklega öldruðum foreldrum Guðrúnar, sem nú horfa. á eftir fimmta barni sínu yfir móðuna miklu, og gefa þeim styrk og stuðning á þessari sorgar- stundu. Útför Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í dag. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stefán Runólfsson. þegar við rérum til að vitja silungs- netanna. Þá hlustaði ég á fróðleik og gamanyrði nánast í sömu andrá. Þannig var Steini frændi, allir krakkar vildu vera nálægt honum. Það var ógleymanleg stund fyrir 12 ára dreng þegar Steini gaf mér hest með þessum orðum: „Sérðu þennan rauðskjótta fola þarna? Þú átt hann.“ Skemmtilegast þótti mér þegar frændi fór út í kirkju og sett- ist við orgelið. Þótti mér ætíð furðu- legt hve næmir tónar skiluðu sér úr fótstignu, gömlu og snjáðu orgel- inu þegar þessar stóru, vinnulúnu hendur léku um hljómborðið. Ég hef ætíð verið stoltur af frænda, ekki síst eftir að ég fullorðnaðist og skildi betur hve mikil persóna fór þar, oftast langt á undan sinni samtíð, þó lítillátur og hófsamur. Guð geymi þig, frændi. Gunnar Herbertsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.