Morgunblaðið - 11.11.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 11.11.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1993 27 Stuðningur við NAFTA eykst eftir kappræður Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Fylgst með framgangi mála BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, fylgist með kappræðum A1 Gore varaforseta og auðkýfingsins Ross Perot. kappkostar nú að fá Fríverslun- arsáttmála Norður-Ameríku (NAFTA) samþykktan á þingi og á þriðjudagskvöld tefldi hann fram varaforseta sínum, A1 Gore, í kappræðu við auðkýfinginn Ross Perot, sem undanfarið hefur hald- ið fundi gegn NAFTA í rúmlega 40 rikjum Bandaríkjanna, í því skyni að laða til sín stuðning óráð- inna og andvígra þingmanna. Gore hafði betur í þessu óvenju- lega hanaati, en óvíst er hvort það dugi til atkvæðaveiða á þingi, þótt varaforsetinn kunni að hafa snúið almenningsálitinu á sveif með sáttmálanum. Gore blés til sóknar í upphafi þáttarins „Larry King Live“ á sjón- varpsfréttarásinni CNN og átti síð- asta orðið þegar kappræðunum lauk einni og hálfri klukkustund síðar. Lítið bólaði á hnyttnum tilsvörum Perots og honum gekk misvel að svara fyrir sig. Aukin atvinna eða atvinnuflótti var heistá þrætueplið milli Gores og Perots er þeir ræddu samninginn, sem nær til Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og leggur drög að stærsta fríverslunarsvæði heims. „Útflutningur til Mexíkó hefur fjölgað störfum um 400 þúsund á undanförnum fimm árum og mun fjölga þeim um 200 þúsund á næstu fimm,“ sagði Gore. „Kvikfénaður hér lifir betra lífi en góðir, heiðarlegir, vinnusamir Mexíkóar, sem vinna fyrir bandarísk fyrirtæki [í Mexíkó],“ sagði Perot og bætti við að Mexíkóar hefðu vinnu af Bandaríkjamönnum „því fólk þar í landi getur unnið fyrir laun, sem undirbjóða Bandaríkja- menn“. „Nú lýgur þú“ Oft var grunnt á því góða í kapp- ræðunum. „Nú lýgur þú,“ sagði Perot þegar Gore vændi hann um að hafa beitt sömu brögðum til að hafa áhrif á Bandaríkjaþing á áttunda áratugn- um og auðkýfingurinn frá Texas gagnrýndi stuðningsmenn NAFTA um að nota nú til þrýstings. Gore vitnaði til þess að Perot hefði verið fylgjandi NAFTA áður en hann bauð sig fram til forseta á síðsta ári og ýjaði að því að hann hefði bæði peningalegan og pólitískan ávinning af því að NAFTA yrði fellt. Samkvæmt skoðanakönnun CNN, dagblaðsins USA Today og Gallup- stofnunarinnar voru 57% fylgjadi NAFTA eftir kappræðurnar, en áður kváðust aðeins 34% styðja sáttmál- ann. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings gengur til atkvæða um NAFTA 17. nóvember og talsvert vantar upp á að sáttmálinn verði samþykktur. Hefur sáttmálinn mætt meiri and- stöðu meðal demókrata en repúblik- ana. Hart deilt um hvort boða eigi til þingkosninga á Ítalíu Hótað að mynda nýja stjórn Rómaborg. Reuter. UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins á Ítalíu, olli miklu upp- námi í gær þegar hann hótaði því að þingmenn flokksins gengju af þingi og stofnuðu nýja ríkisstjórn, alls óháða þinginu, ef ekki yrði boðað til þingkosninga þegar í stað. Hótunin jók enn á ólguna sem verið hefur á Ítalíu vegna spillingar- mála sem hafa tröllriðið stjórnmála- og fjármálalífinu að undanförnu. Nú síðast voru forsetinn, Oscar Luigi Scalfaro, og fleiri stjórnmálamenn sakaðir um að hafa þegið miklar íjárhæðir úr sjóðum leyniþjón- ustunnar SISDE. „Norðursambandið dregur sig til baka og myndar bráðabirgðastjórn sem verður algjörlega óháð þinginu, sem er spillt og vanvirt með glæpum eins og þeim sem SISDE framdi,“ sagði Bossi. Hann kvaðst ætia að stofna „ríkisstjórn norðursins" ef Scalfaro forseti leysti ekki þingið upp þegar í stað og boðaði til kosn- inga. Búist er við að gömlu valdaflokk- arnir myndu tapa miklu fylgi ef efnt yrði til kosninga á næstunni og Norðursambandið yrði einn af þeim flokkum sem myndu auka fylgi sitt mest. BOSS HUGO BOSS elements Nýr herrailmur frá BOSS SS>ssla H 1 ; í-Seim’iU' Karlmannlegur - ferskur - ómótstæðilegur - Ef til vill sá besti - Drengjaúlpa Telpnaúlpa, Kuldajakki Kuldafrakki, Kuldajakki, síður Barnakuldaskór, 1.79 Barnakuldaskór, 1.79 Ullarsokkar Ullarsokkar fullorðins, 49 íslensk framleiðsla Ullarsokkar barna, 39 Otrúlegt úrval af vetrarfatnaði á hreint ótrúlegu verði HAGKAUP m1193

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.