Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 3 Forsætisráðherra um niðurgreiðsliir á físki Áttiekki erindi í samninga- umræður DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir að niðurgreiðslur á fiski og spurningar um hvort þær verði felldar niður um áramótin séu algerlega óvið- komandi kjarasamningunum og því vali sem verkalýðshreyf- ingin hafi staðið frammi fyrir á milli leiða eitt og tvö um virð- isaukaskatt af matvælum. „Þetta átti ekkert erindi inn í umræðurnar um kjarasamn- ingana og kost eitt eða kost tvö. Það er bara misskilning- ur,“ sagði Davíð. „Á hinn bóginn hefur það kom- ið fram hjá fjármálaráðherra að það hafi verið vafasamur laga- grundvöllur fyrir þessum niður- greiðslum fram að þessu og í fjár- lagatillögum mun ekki hafa verið gert ráð fyrir þeim, þó það hafi ekki verið rætt sérstaklega í ríkis- stjórninni. En ég á von á því að málið verði rætt í ríkisstjórn í framhaldi af þeim umræðum sem verið hafa,“ sagði Davíð. Niðurgreiðslur ekki í fjárlagafrumvarpi Aðspurður hvort það væri þá óráðið hvort endurgreiðslunum yrði haldið áfram sagðist Davíð telja að í fjárlagafrumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir þessum greiðslum en þær hefðu þó ekki verið eyrnamerktar sérstaklega í fjárlögum undanfarin tvö eða þrjú ár. ♦ ♦ ♦---- Stórmeistarar Keppa á út- sláttarmóti í Tilburg JÓHANN Hjartarson og Mar- geir Pétursson taka þátt í út- sláttarmóti í skák í Tilburg í Hollandi sem hefst á laugardag. Flestir sterkustu skákmenn heims taka þátt í mótinu. í Tilburg hefja 96 skákmeistarar keppni á laugardag. Tveir og tveir eru dregnir saman og þeir tefla tvær kappskákir. Sigurvegararinn fer áfram í næstu umferð og dugi kappskákirnar tvær ekki til eru tefldar atskákir og síðan hraðskák- ir þar tiL úrslit fást. Eftir fyrstu umferðina bætast 16 skákmenn við, en þeim er sér- staklega boðið til mótsins. í þeim hópi eru flestir stigahæstu skák- menn heims. Þessir 64 skákmenn tefla tveir og tveir saman þar til 32 eru eftir, og síðan koll af kolli þar til einn er eftir ósigraður. Meðal þátttakenda má nefna Anatolí Karpov, sem nú er opinber heimsmeistari í skák og Jan Timm- an sem tapaði einvíginu við Karpov. Þeir Garrí Kasparov og Nigel Short, sem tefldu óopinbert heimsmeistaraeinvígi, verða hins vegar ekki með í Tilburg. Jóhann og Margeir tóku þátt í þessu móti í fyrra. Margeir komst í 3. umferð en tapaði þá fyrir Nig- el Short í bráðabana. Jóhann tap- aði hins vegar fyrir Margeiri í ann- arri umferð. Sigurvegari í fyrra varð enski stórmeistarinn Michael Adams. 11» Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Marklman KVARTMÍLUMARKLÍNAN á veginum milli Skagastrandar og Blönduóss. Kvartmíla á þjóðveginum Skagaströnd. NÝLEGA hefur einhver eða einhveijir mál- að merkingar á þjóðveginn milli Skaga- strandar og Blönduóss. Merkin afmarka kvartmílubraut á þjóðveginum og er auðséð á spólförum við rásmarkið að brautin hefur verið notuð töluvert. Að sögn Kristófers SæmurTdssonar lögreglu- manns er vika til 10 dagar síðan lögreglan tók eftir að búið var að mála merkingarnar á veg- inn. Síðan hefur lögreglan reynt að fylgjast með þessum kafla vegarins eins og framast er unnt því lögreglan telur að ungir menn frá Skagaströnd hafi málað merkin á veginn og séu að keppa þar í kvartmílu. Enginn hefur þó verið gripinn enn sem komið er á þessum kafla en hér er um stórhættulegt athæfi að ræða að mati lögreglunnar. - Ó.B. HÁTALARAR V I Ð ALLRA HÆFI /R ACOUSTIC RESEARCH f áratugi á toppnum Cerwin-Vega! HÁ-talarar sem standa undir nafnii Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Hátalarar hafa alltaf síðasta orðið og leika því lykilhlutverk í tækjasamstæðunni. Við bjóðum fjölbreytt úrval vandaðra hátalara, sent hafa fengið frábæra dórna í fagtímaritum. í versluninni er sérstakt hlustunarstúdíó með öllum gerðum hátalara. Þangað getur þú komið með uppáhaldsdiskinn þinn og gert raunhæfan samanburð. Við veitum faglega ráðgjöf eitir þörfum hvers og eins. WHARFEDALE Elsta breska merkiö CARVER Powerful • Musical • Accurate Öðruvísi hátalarar Vinsælustu hátalarar Dana hátalarabúðin í bænum Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149, 8131 76 Ef þú ert að leita að cjóðum hátölurum þá kemurðu til okkar Komdu með uppáhaldsdiskinn þinn og prófaðu! L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.