Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um kvótakaupin
Deili áhyggjum með sjó-
mönnum vegna þessa máls
Kvótakaup sjómanna nema 800 millj. segir formaður VSFI
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að hann deili
áhyggjum með sjómönnum vegna þátttöku þeirra í kvótakaupum
og hann telur Ijóst að virða beri lög og halda kjarasamninga hvað
þetta atriði varðar. Þetta kom m.a. fram í máli Þorsteins Pálssonar
er hann ávarpaði Vélstjóraþing í gærdag. Þorsteinn hvatti menn til
að ná sátt í þessu deilumáli, enda til mikils að vinna ef svo gæti orðið.
Helgi Laxdal formaður Vélstjóra-
félags Islands setti þingið og í ræðu
sinni íjallaði hann nokkuð um
kvótakaup sjómanna. „Sé bara mið-
að við flutning á þorskkvóta frá
einu skipi til annars í eigu óskyldra
útgerða þá nam hann á síðasta físk-
veiðiári rúmum 64 þúsund lestum
að andvirði 2.300 milljónum króna
miðað við 35 króna kílóverð," segir
Helgi. „Sennilega er þessj tala í
hærri kantinum þar sem einhver
hluti er tvífluttur, en á móti kemur
að meðalverð á þorski er að öllum
líkindum hærra en 35 krónur á kíló.
Hlutur sjómanna í þessum 2.300
milljónum, hafí þeir verið þátttak-
endur, er um 800 milljónir króna.
Það má því leiða að því sterk rök
að 800 milljónir hafí verið fluttar
frá sjómönnum til útgerða á síðasta
fískveiðiári bara vegna kaupa á
þorskveiðiheimildum, sem numu um
4% af heildartekjum sjómanna og
svarar til lækkunar skiptahlutfalls
úr 75% í 72%.“
Veiðar utan lögsögu
Þorsteinn Pálsson fjallaði 1 ávarpi
sínu um erfíðleika þá sem sjávarút-
vegurinn á í sökum minnkandi afla-
heimilda og verðfalls á erlendum
mörkuðum. En í stöðunni eru einn-
ig sóknarfæri, einkum hvað varðar
veiðar utan lögsögu ríkja. „Við
verðum að treysta okkar stöðu með
sókn á erlendum vettvangi utan
lögsögu ríkja og leita þar nýrra
leiða," segir Þorsteinn og ennfrem-
ur að vaxandi áhugi sé fyrir sam-
vinnu og samstarfí við aðrar þjóðir
á vettvangi veiða og vinnslu.
Þeir Guðjón A. Kristjánsson for-
maður FFSÍ og Óskar Vigfússon
formaður Sjómannasamtakanna
ávörpuðu báðir þingið í gærdag og
fjölluðu um þátttöku sjómanna í
kvótakaupum. Guðjón segir að
hafna beri alfarið núverandi kvóta-
kerfí ef ekki takist að laga þennan
agnúa og fleiri á því og Oskar seg-
ir að þróunin hafí sýnt að kjara-
samningur sjómanna sé að verða
að ómerku plaggi.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 12. NOVEMBER
YFIRLIT: Um 300 km vestur af Bjargtöngum er 973 mb lægð sem þok-
ast heldur noröaustur.
SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi með allhvössum éljum sunnan-
og vestanlands, en hægari vindur og að mestu bjart veður norðanlands
og austan. Heldur kólnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG, SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Lengst af vest-
læg eða suðvestlæg átt með éljagangi sunnanlands og vestan en björtu
veðri á Norðaustur- og Austurlandi, snýst þó öðru hverju til norðvestan-
áttar með éljum á annesjum norðaustanlands. Hiti yfirleitt um eða und-
ir frostmarki, sums staðar talsvert frost inn til landsins.
Nýir veðurfregnatíman 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svaraími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
o <á •ö m Sunnan, 4 vindstig. Vindórin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig..
/ / / * / * * * * . JL * 10° Hitastig
/ / / r r * / / * / * * * * * V v V V Súld \
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka '
" i-m’-1 1 ——mmrmm—wmm —. ■ . ■ v.--. 1 ■ ■ . ■ ...
FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær)
Töluverður éljagangur er á Suður- og Vesturlandi og vegir víðast hálir,
sama er með vegi á heiðum norðanlands. Á Vestfjörðum er ófært um
Hrafnseyrarheiði, Þorskafjarðarheiðar og Eyrarfjall. Þungfært um Kletts-
háls og Dynjandisheiði. Aðrir vegir á Vestfjörðum eru faerir en víða tals-
verð hálka. Annars staðar á landinu eru vegir greiðfærir eins og er.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og
á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri,
Reykjaviit
hlti veður
1 úrkoma
+1
Bergen 6 alskýjað
Helsinki +3 léttskýjað
Kaupmannahöfn 4 rigning
Narssarssuaq +15 léttskýjað
Nuuk vantar
Ósló 6 rigning
Stokkhðlmur 2 alskýjað
Þórshöfn 6 úrkoma
Algarve 24 léttakýjað
Amsterdam 9 skúr
Barcelona 16 skýjað
Berlín 5 þokumóóa
Chicago 6 skýjað
Feneyjar 13 þokumóða
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 8 léttskýjað
Hamborg 7 rigning
London 9 léttskýjað
LosAngeles 14 rigning
Luxemborg 7 léttskýjað
Madrtd 13 skýjað
Malaga 19 alskýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal 1 alskýjað
NewYork 5 heiðskírt
Orlando 12 léttskýjað
Paríe 11 léttskýjað
Madelra 17 súld
Róm 19 þokumóða
Vín 9 skýjað
Washington 1 þokumóða
Winnipeg +1 skýjað
V
íDAG kl. 12.00
Heímild: Veðurstofa tslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í geer)
Rainvextir banka
sparisjóða
Miðað við áætlaða meðalnafnvexti nýrra lána,
skv. vaxtatöllu Seðlabankans
— Almenn skuldabréfalán
— Vísitölubundin lán
*
Islensk-er-
lenda hefur
ekkikært
RANNSÓKNARLÖGREGLU
ríkisins hefur ekki boríst kæra
í tengslum við sölu á Mackint-
osh’s-sælgæti í versluninni F&A.
Friðrik G. Friðriksson annar
eiganda verslunarinnar sagði
þetta ekki koma á óvart, enda
hefði hann hreinan skjöld.
Októ Einarsson sölustjóri hjá
íslensk-erlenda og Danól sagði til-
gangi fyrirtækisins náð. „Við vild-
um vekja athygli á að útrunnið
sælgæti væri til sölu í F&A,“ sagði
Októ við Morgunblaðið í gær.
Raunvextir skulda-
bréfalánanú 10,1%
RAUNVEXTIR almennra skuldabréfalána bankanna eru nú að meðal-
tali 2,6% hærri en vextir visitölubundinna lána, miðað við að verð-
bólgan sé nú 2,8%. Nafnvextir bankanna eru nú 13,2% að meðaltali
sem þýðir 10,1% raunvexti. Á sama tíma eru raunvextir vísitölubund-
inna lána að meðaltali 7,5%.
í sveiflukenndri verðbólgu er erf-
itt að meta raunvexti óverðtryggðra
lána á einhverjum tilteknum degi.
Verðbólgan hefur verið að lækka
en svo virðist sem bankarnir hafí
ekki fylgt henni fyllilega eftir.
Hækkun lánskjaravísitölunnar í
byijun þessa mánaðar samsvaraði
2,9% verðbólgu á ári. Ef miðað er
við þriggja mánaða tímabil, tveir
mánuðir aftur í tímann og áætlun
Seðlabankans fýrir næsta mánuð,
er verðbólgan 2,8% og hún verður
enn lægri ef tekin er rauntala fyrir
einn mánuð og þróunin tvo næstu
mánuði áætluð. Við þá raunvaxta-
útreikninga sem hér eru birtir er
miðað við 2,8% verðbólgu.
Raunvextir almennra skulda-
bréfalána eru hæstir hjá íslands-
banka, 10,6%, og þar er jafnframt
mesti munurinn á vöxtum verð-
tryggðra lána og raunvaxta óverð-
tryggðra lána, 2,8%. Landsbankinn
er hins vegar með lægstu raunvext-
ina, 9,7%, tæpu prósenti lægri en
íslandsbanki.
Stjómendur Búmðarbanka og sparísjóðanna
Ekki forsendur
að lækka meira
JÓN Adolf Guðjónsson, bankastjórí Búnaðarbankans, og Baldvin
Tryggvason, formaður Sambands íslenskra sparísjóða, meta það svo
að ekki séu aðstæður til að lækka vexti vísitölubundinna lána meira
en þeirrá stofnanir gerðu, eða 1,75 til 1,8%. Meðalvextir íslandsbanka
lækkuðu um 2% og Landsbanka um 1,9%, samkvæint vaxtatöflu Seðla-
bankans.
Jón Adolf sagði að Búnaðarbank-
inn teldi ekki aðstæður til að frekari
lækkunar vaxta í bili. Áfram yrði
fylgst með þróuninni, meðal annars
verðbólgunni, og staðan metin síðar.
Aðspurður um hvort ekki hefðu verið
skapaðar forsendur fyrir 2% raun-
vaxtalækkun sagði Jón Adolf að
skuldabréf bankans hefðu gjarnan
fylgt vöxtum á spariskírteinum á
eftirmarkaði. Staðan þar væri sú að
vextimir hefðu ekki lækkað um 2%,
heldur um 1,7%. Þá vakti hann at-
hygli á því að Búnaðarbankinn hefði
Flytja má
fuglana til
landsins
BRYNJÓLFUR Sandholt yfír-
dýralæknir ákvað í gær að
veita leyfi til að flylja fuglana
50 sem fundust við tollskoðun
í Kristjánssundi fyrir helgi til
íslands.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Brynjólfur að umsögn sín
lægi fyrir um að flytja megi fugl-
ana aftur til íslands þar sem þeir
séu fluttir til landsins í rannsókn-
arskyni en ekki til neyslu eða
annarrar notkunar. Hann kvaðst
eiga von á á landbúnaðarráðu-
neytið afgreiddi málið og gæfi
samþykki sitt í dag, föstudag.
lækkað vexti almennra skuldabréfal-
ána um 2% og þar væri bankinn með
lægstu kjörvextina.
„Markaðurinn verður að ráða“
Baldvin Tryggvason sagði að
sparisjóðirnir hefðu lækkað kjörvexti
vísitölubundinna lána í 5,5% sem
væri það sama og Búnaðarbankinn
byði og nokkru lægra en hjá íslands-
banka. Hann sagði að sparisjóðirnir
hefðu ekki treyst sér að lækka vext-
ina um 2%, aðstæðumar hefðu ekki
leyft það. „Markaðurinn verður að
ráða,“ sagði Baldvin. Hann sagði að
ef Landsbankinn gæti lækkað vexti
sína meira væri það hans mál en
vakti athygli á því að þar væri um
að ræða ríkisbanka. „Við rekum okk-
ar stofnanir þannig að enginn tapi á
því að eiga viðskipti við þær. Eigið
fé rýmar ekki og við fáum ekki ríkis-
framlög, við verðum að standa á eig-
in fótum," sagði Baldvin.
------*- ♦ ♦-----
Verð á ICY-
vodka lækkar
VERÐ Á ICY-vodka í 750 milli-
lítra flöskum hefur verið lækkað
og kostar flaskan nú 2.290 í útsöl-
um ÁTVR. Nemur lækkunin 130
krónum.
í frétt frá Sprota hf. segir, að
eftir verðbreytinguna sé ICY-vodka
eitt það ódýrasta á markaðnum
miðað við magn í flösku. Sproti hf.
framleiðir ICY-vodka í Borgarnesi.