Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Skipverjum á Albert KE sagt upp vegna ágreinings um hafnarfrí Töldu sig eiga rétt á að frí yrði tekið í heimahöfn AÐ minnsta kosti fimm skipverjar í áhöfninni á Albert KE frá Kefla- vík sem verið hefur á línuveiðum hafa verið reknir í kjölfar ágrein- ings áhafnarinnar og útgerðar1 skipsins um hafnarfrí. Að sögn Hólm- geirs Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjómannasambands íslands, eru málavextir þeir að skipið landaði á Austfjörðum að loknum níu daga veiðitúr og krafðist áhöfnin þá hafnarfrís í heimahöfn samkvæmt kjarasamningi. Þessu hafnaði útgerð skipsins og tilkynnti skipverjum að ef þeir vildu ekki una því að taka hafnarfríið í löndunarhöfninni þá gætu þeir leitað sér að annarri vinnu. Ekki tókst að ná í Jónas Haraldsson, lögfræðing hjá LlÚ, né Halldór Ibsen hjá Útvegsbændafé- lagi Suðurnesja í gær, en sá síðarnefndi sagði í fréttum Ríkissjónvarps- ins að sjópróf 'myndu verða þegar skipið kæmi til heimahafnar og þeir myndu ekki tjá sig um málið að öðru leyti fyrr en þau hefðu farið fram. Hólmgeir Jónsson sagði að tveir úr áhöfninni á Albert hefðu verið skildir eftir í reiðileysi fyrir austan og hefði Sjómannasambandið kostað farið fyrir þá heim. Hann sagði að sá kostnaður yrði innheimtur hjá útgerðinni og í framhaldi af því yrði kannað hvað væri frekar hægt að gera í máiinu. „Við hljótum að gera kröfu um uppsagnarfrest og þó hann sé ekki langur þá eiga menn hvað sem öllu líður ekki að vera alveg réttlausir. Ég fagna því ef sjópróf verða í málinu og tel það gott ef menn vilja fá það á hreint hvernig þessu er varið,“ sagði hann. Hólmgeir sagði að það væri ótví- rætt samkvæmt kjarasamningum að sjómenn ættu rétt á 24 klst. hafn- arfríi í heimahöfn eftir veiðiferð ef hún tæki fimm sólarhringaéða meira. Taki hún hins vegar skemmri tíma þarf ekki að taka 24 klst. frí, en þó þarf alltaf að skila fjórum sólarhring- um í mánuði. Þar sem Albert KE hefði verið níu sólarhringa á veiðum hefði samkvæmt samningi átt að gefa áhöfninni 24 klst. hafnarfrí og samkvæmt túlkun Sjómannasam- bandsins ætti það að vera tekið í heimahöfn, þar sem í samningum væri tekið fram að væri bátur skilinn eftir utan lögskráningarstaðar áhafn- ar skuli útgerðarmaður sjá skipveij- um fyrir fari frá og til útgerðarstað- ar skipsins í hafnarfríum. RAUÐARÁRSTÍG 18, SÍMI: 62 33 50 Langtímavextir á Islandi 1987-1993: Raunávöxtun, árleg meðaltöl í % p Óverðtryggð bankalán bankalán Húsbréf á Verðbréfa- þingi 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 áætlun Raunávöxtun skammtímalána á ISLAND DANMORK SVÍÞJÓÐ III.’91 IV.’91 I.’92 II.’92 III.’92 IV.’92 I.’93 II.’93 III.’93 Raunvaxtastig bankalána um 11,3% áárinu Hafa hækkað hér en lækkað á Norðurlöndum SEÐLABANKINN telur raunávöxtun óverðtryggra bankalána verði um 11,3% að meðaltali á þessu ári og hafa raunvextir þessara lána farið hækkandi hér á landi frá síðasta fjórðungi ársins 1992 ólíkt þróuninni annarstaðar á Norðurlöndunum. Vextir spariskírteina rík- issjóðs eru einnig hærri hér á landi en á Norðurlöndunum en vextir ríkisvíxla hafa verið nálægt meðaltali ríkisvíxlavaxta á Norðurlönd- unum og hafa farið lækkandi að undanförnu. í nýrri greinargerð Seðlabankans um þróun og horfur í peninga- og gengismálum kemur fram að erlend- is hafi efnahagssamdráttur leitt til vaxtalækkunar en hér á landi hafi mikil lánsfjáreftirspurn, m.a. frá heimilum og ríkissjóði, tafið fyrir lækkun vaxta. Útlit sé fyrir að raun- ávöxtun óverðtryggðra bankalána verði 11,3% áþessu ári, raunávöxtun verðtryggðra bankalána verði um 9,2% að meðaltali og ávöxtun á eftir- markaði 6,9-7,1%. Fram kemur í greinargerðinni, að vextir bankalána hafa hækkað töluvert frá því eigin- legt vaxtafrelsi hófst árið 1987 en vextir á verðbréfamarkaði hafa lækkað talsvert þrátt fyrir hækkun sem varð árið 1991. Veruleg vaxtahækkun Bent er á að þegar ávöxtun ríkis- víxla hafi lækkað í júlí og ágúst hafi veruleg hækkun orðið á útláns- vöxtum bankanna. í byijun nóvem- ber hafi nafnávöxtun almennra víx- illána verið um 16,3% að meðaltali og viðskiptavíxla 19,4%. Á sama tíma hafi meðalávöxtun í síðasta útboði þriggja mánaða ríkisvíxla verið 6,9% og 6,8% í sölutilboðum á Verðbréfaþingi. I greinargerðinni kemur fram, að vextir á spariskírteinum ríkis- sjóðs séu hærri hér á landi en i nágrannalöndunum. Þar sem gefin séu út verðtryggð ríkisskuldabréf hafí vextir þeirra verið 2-4% lægri en ávöxtun spariskírteina hér á landi. Hins vegar sé yfirleitt minni munur á kjörvöxtum bankalána og spariskírteinavöxtum hér á landi en víða þekkist. Bendi það til þess að ein af meginforsendum almennrar raunvaxtalækkunar sé lækkun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs. Amnesty International Alþjóðleg herferð gegn pólitískum morðum Amnesty International stendur um þessar mundir fyrir alþjóð- Iegri herferð gegn pólitískum morðum og „mannshvörfum“. Meðal þeirra mála sem hæst ber er mál 21 árs gamals læknanema frá Venesúela sem skotinn var til bana á Carabobo-háskólalóðinni. Luis Enrique Landa Díaz var viðstaddur hátíðarhöld í tilefni 17 ára afmælis Carabobo-háskólans hinn 17. september 1992 þegar þjóðvarðliðar hófu að skjóta á varnarlausa nemendur eftir orða- hnippingar milli þeirra og nemend- anna. Luis Enrique var skotinn í höfuðið og lést samstundis. Eftir að faðir hans hafði rætt við fjöl- miðla um morðið var honum hótað og seinna var skotið á hann fyrir utan heimili hans og hann særður auk þess sem fjölskyldan hefur sætt margvíslegum ofsóknum. Þó svo að opinber rannsókn hafi verið sett af stað hefur enginn þurft að svara enn til saka og þjóð- varðliðinn sem grunaður er um morðið var fluttur til af yfirvöidum og færður í annað fylki í Venesú- ela. Meðferð máls Luis Enrique Díaz er dæmigerð fyrir mál á hend- ur þjóðvörðum sem njóta verndar stjórnvalda. Amnesty International hvetur fólk til að skrifa stjómvöldum í Venesúela og mótmæla pólitískum morðum og „mannshvörfum“. Vin- samlegast skrifið til: President of Venezuela, sr. Ramón José Velásqu- ez, Presidente Interino, de la República de Venezuela, Palacio de Miraflores, Caracas, Venezuela.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.