Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
i
Jtor0aisMfijM§>
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
SIS leitar nauða-
samninga
Stjóm Sámbands íslenzkra
samvinnufélaga sam-
þykkti á fundi sínum í gær að.
leita eftir nauðasamningum við
lánardrottna fyrirtækisins. Að
sögn stjórnarformannsins, Sig-
urðar Markússonar, ætlar
stjómin sér u.þ.b. tvær vikur
til að kanna til hlítar möguleika
á nauðasamningum um skuldir
án áfallinna ábyrgða, áfallinna
ábyrgða vegna annarra, auk
eftirlaunaskuldbindinga, sem
nema um 220 milljónum króna.
í fréttatilkynningu frá stjóm
Sambandsins, sem gefín var
út eftir fund hennar í gær,
segir m.a., að mikil áföll sem
SÍS hefur orðið fyrir á yfir-
standandi ári knýji hana til
þessarar ákvörðunar. Efna-
hagsstaða fyrirtækisins hafi
rýmað um hundmð milljóna
króna frá síðustu áramótum,
en þá vom skuldir Sambands-
ins taldar nema 436 milljónum
að frátöldum eftirlaunaskuld-
bindingum. í tilkynningu
stjómarinnar kemur fram, að
það em fyrst og fremst gjald-
þrot Miklagarðs hf.og íslenzks
skinnaiðnaðar hf. á árinu, sem
leitt hafa til þessarar niður-
stöðu, þótt fleira komi til.
Fyrir réttu ári tókust samn-
ingar milli stjómar SÍS og
Landsbankans um yfírtöku á
bókfærðum eignum fyrirtækis-
ins að upphæð 3,4 milljarðar
króna. Eignarhaldsfélag
Landsbankans, Hömlur hf.,
keypti þessar eignir á rúma
2,5 milljarða, sem gengu til
greiðslu skulda Sambandsins
við Landsbankann og erlenda
banka. Með þessum samning-
um taldi stjóm SÍS að tiltölu-
lega sléttur sjór væri framund-
an og sagði Sigurður Markús-
son eftir samningana við
Landsbankann í nóvember, að
um áramótin yrðu bókfærðar
eignir SÍS um einn milljarður
króna, en skuldirnar um hálfur
milljarður. Hlutfall eiginíjár
SIS um áramótin síðustu yrði
milli 47% og 48%.
Þessar áætlanir hafa að
engu orðið og blasir gjaldþrot
við SÍS takist ekki nauðasamn-
ingar við lánardrottna. Skulda-
staðan versnaði mjög síðasta
áratug eða svo og var orðin
óbærileg fyrir fyrirtækið, enda
fjármagnskostnaður orðinn
gífurlegur. í ársbyijun 1990
námu skuldimar 12,8 milljörð-
um króna. Með eignasölunni
tókst að koma skuldunum nið-
ur í 436 milljónir um síðustu
áramót, en SÍS var ekki lengur
svipur hjá sjón. Sambandið var
orðið eignarhaldsfélag og hafði
orðið að draga sig út úr rekstri.
Takist ekki nauðasamningar
tvær næstu vikumar verður
SÍS gjaldþrota. Þar með lýkur
löngum og um margt merkum
kafla í verzlunar- og atvinnu-
sögu landsins. Stofnfundur
Sambandsins var haldinn að
Yztafelli 2. febrúar 1902 og
með tímanum varð SÍS lang-
stærsta og umsvifamesta fyrir-
tæki á Islandi, reyndar svo
risavaxið að margir töldu það
hættulegt fyrir efnahagsþró-
unina. Starfsemi SÍS náði yfir
innflutnings- og útflutnings-
verzlun, heildsölu og smásölu,
hvers kyns iðnaðarframleiðslu,
sjávarútveg, skipaflutninga,
olíusölu og bankastarfsemi.
Ástæðurnar fyrir falli Sam-
bandsins era vafalaust margar
og margslungnar. Augljóst er
að það hefur alls ekki verið
rekið samkvæmt lögmálum
einkareksturs. Hann þarf að
skila arði eigi fyrirtækið að
lifa, tekjur þurfa að vera meiri
en gjöldin og eignir meiri en
skuldir. Án þessarar megin-
reglu er ekki hægt að reka
fyrirtæki nema í tiltölulega
skamman tíma. __
Stjómendur SÍS höfðu þessi
eðlilegu viðskiptalögmál ekki í
heiðri. Fyrirtækið hélt áfram
miklum fjárfestingum eftir að
verðtrygging fjárskuldbind-
inga og raunvextir urðu að
meginreglu. Við þær aðstæður
rísa fyrirtæki ekki undir óarð-
bæram fjárfestingum. Hröð og
umfangsmikil uppbygging
Sambandsins fyrir lánsfé gekk
upp á meðan verðbólgan át upp
sparifé landsmanna. Þeir sem
höfðu aðgang að lánsfé í bönk-
um, ríkisbönkunum fyrst og
fremst, þurftu ekki að hafa
miklar áhyggjur af endur-
greiðslu, því verðbólgan
greiddi niður skuldimar,
þ.e.a.s. sparifjáreigendur.
Þetta ástand hefur vafalaust
villt stjómendum Sambandsins
sýn, því arðbæmi sjálfs rekst-
ursins hefur ekki verið efst á
blaði í áætlanagerð heldur hag-
urinn af því að fá „gjafafé“ í
bönkunum til x'ijárfestinga.
Verðtryggingin breytti þessu í
einni svipan og jafnframt jókst
samkeppni mjög í verzlun og
viðskiptum eftir því sem aukið
fijálsræði var innleitt, hömlur
afnumdar og skömmtun hvers
konar var fyrir bí. Sambandið
þurfti því að horfa á eftir for-
réttindum og keppa á mark-
aðnum á jafnréttisgrandvelli
og reyndist ófært um það.
Þörf talin vera á göngum
undir Breiðholtsbrautina
Borgarstjóri fundar með íbúum Breiðholtshverfis
UNDIRGÖNG undir Breiðholtsbraut, samstilling ijósa og upphitun
í brðttustu brekkum götunnar að vetrarlagi voru meðal hugmynda
sem ræddar voru á fámennum fundi borgarstjóra, Markúsar Arnar
Antonssonar, með íbúum Breiðholtshverfis í Gerðubergi í fyrra-
kvöld. Fram komu hugmyndir um árskort í strætisvagna, flutning
gæsluvallar vegna loftmengunar og rekstur rafknúinna strætis-
vagna í miðborginni. Einnig ræddu íbúarnir ýmis smærri atriði
er lúta að frágangi kringum einstök hús og blokkir og létu í ljós
áhyggjur ef af lokun Breiðholtsstöðvar lögreglunnar verður. Loks
var minnst á umferðaröngþveiti við Fjölbrautaskólann i Breiðholti
á morgnana og skort á bílastæðum.
Að loknu erindi borgarstjóra var
tekið við fyrirspumum. Sú fyrsta
varðaði gerð undirganga undir
Breiðholtsbraut til móts við verslun-
ina Kjöt og fisk, því íbúar þyrftu
að sækja ýmsa þjónustu milli hverf-
ishluta og því brýnt að bæta sam-
göngur fyrir fótgangandi. Einnig
var spurt um upphitun á hluta
Breiðholtsbrautar að vetrarlagi.
Borgarstjóri sagði að áformað
hefði verið að hita tilteknar brekk-
ur. Upphitunarkerfi fylgdi hins veg-
ar mikill kostnaður því gjald fyrir
heitt vatn væri hátt. Þetta þyrfti
því að skoðast nánar en sjálfsagt
væri að nýta þennan góða kost sem
heita vatnið væri. Það kom einnig
fram í máli Markúsar Amar Ant-
onssonar að gerð undirganga væri
dýr, kostaði 20-30 milljónir, og því
þyrfti að skoða aðra kosti. Borgar-
stjóri nefndi það líka að þar sem
slík undirgöng hefðu verið gerð,
t.d. á mótum Miklubrautar og
Lönguhlíðar heyrði það til undan-
tekninga að vegfarendur legðu leið
sína þar í gegn. Þannig þyrfti að
girða aðrar leiðir rammlega af svo
fótgangandi nýttu sér þennan
möguleika. Benti einn fundarmanna
á að skýringarinnar gæti verið að
leita í því að ekki vissu allir um þau
undirgöng sem búið væri að grafa
því þau væm ekki nógu vel merkt.
Spurt var um útivistarsvæðið í
Elliðaárdal. Fram kom í svari borg-
arstjóra að gert væri ráð fyrir að
dalurinn yrði sem óspilltastur. Hann
sagði þó að til stæði að koma
æfingatækjum til Iíkamsræktar fyr-
ir við göngustíga og aðstöðu fyrir
skokkara.
Árskort í strætó
Hvað athugasemdir um lokun
Breiðholtsstöðvar lögreglunnar
varðaði sagði borgarstjóri að það
væri ríkisins að ákveða það, hins
vegar teldi hann ólíklegt að henni
yrði lokað. Einn fundarmanna stakk
upp á því að tekið yrði upp árskort
í strætó og sérstakt skólakort fyrir
nemendur. Markús Öm Antonsson
sagði að verið væri að taka græna
kortið til athugunar. Menn hefðu
verið mjög ánægðir með viðtökur
almennings og þessum athuga-
semdum yrði komið á framfæri við .
SVR hf. þegar þar að kæmi.
Einnig hefði verið leitað eftir
heimild hjá Reykjavíkurborg til þess
að hefja rekstur á rafknúnum
strætisvögnum í miðborginni og
myndi það væntanlega draga úr'
mengun sem er mikil af dieselvögn-
unum. Fram komu óskir um að
gæsluvöllur í Hólahverfí yrði fluttur
vegna mengunar frá umferðargöt-
um. Sagði Markús Örn að völlurinn
yrði að öllum líkindum fluttur að
Suðurhólum en erfitt væri að finna
svæði sem væri nógu langt frá bfla-
umferð.
Við fyrirspum um ókláraðar
byggingar við Jafnasel og skýrði
borgarstjóri frá því að upphaflega
hefði svæðið verið hugsað fyrir létt-
an iðnað, t.d. matvælaframleiðslu.
Þar sem Sorpa væri nú með gáma-
stöð á þessum stað væri í athugun
að borgin leysti eignina til sín enda
ættu sorphirða og matvælaiðnaður
ekki sérstaklega vel saman.
Loks var rætt um skort á bíla-
stæðum og umferðaröngþveiti við
Fjölbrautaskólann á morgnana.
Borgarstjóri nefndi að upphaflega
hefði engan órað fyrir því að notkun
skólanema á einkabílum yrði jafn
mikil og raun ber vitni, nú væri
þess hins vegar gætt við hönnun
skólahúsnæðis fyrir framhalds-
skólanema.
Borgarstjóri batt endahnút á
fundarhaldið með umfjöllun um
Reykjavík framtíðarinnar, sem gæti
getið sér gott orð sem hrein og
ómenguð höfuðborg. Leggja ætti
frekari áherslu á kynningu á ráð-
stefnuaðstöðu og ferðaþjónustu.
Borgarafundur
ÞÓTT fundurinn í Gerðubergi væri ekki fjölmennur bárust borgarsljóra mörg úrlausnarefni sem reynt
verður að ráða bót á.
Fundur stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga um stöðu fyrirtækisins
Möguleikar á nauðasamn-
ingum kannaðir til hlítar
HÉR fer á eftir í heild fréttatil-
kynning sijórnar Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga sem
gefin var út eftir fund stjómar-
innar í gær.
„A fundi sínum í Reykjavík í dag
ákvað stjóm Sambandsins að láta
kanna til hlítar möguleika á nauða-
samningum við lánardrottna fyrir-
tækisins. Það eru stjórnarformaður,
Sigurður Markússon, og varafor-
maður stjómar, Þorsteinn Sveins-
son, sem munu vinna að þessu verk-
efni í umboði stjómarinnar.
Staðan í árslok 1992
Segja má að til ársloka 1992
hafi áætlanir Sambandsstjómar um
sölu eigna og niðurgreiðslu skulda
gengið eftir. Samkvæmt ársreikn-
ingi 1992 voru skuldir Sambandsins
436 mkr. (eftirlaunaskuldbindingar
ekki meðtaldar) en í árslok 1989
höfðu skuldimar verið 12,8 millj-
arðar (m.v. verðlag í árslok 1992).
Skuldastaðan í árslok 1992 var því
komin niður í 3,4% af því sem hún
var þrem árum fyrr.
Mikil áföll á yfirstandandi ári
Það sem knýr Sambandsstjórn
til þeirrar ákvörðunar sem tekin var
á fundi hennar í dag, eru mikil áföll
sem Sambandið hefur orðið fyrir á
yfirstandandi ári og rýrt hafa efna-
hagsstöðu þess um hundruð millj-
óna króna frá síðustu áramótum.
Skulu hér rakin stærstu málin af
þessum toga:
1. Hinn 11. júní 1993 var bú
íslensks skinnaiðnaðar hf. tekið til
gjaldþrotaskipta. Sambandið átti
90% af hlutafé í félagi þessu og
var það bókað á 122 mkr. í árs-
reikningi Sambandsins fyrir árið
1992. Þegar íslenskur skinnaiðnað-
ur fór í þrot, skuldaði félagið Sam-
bandinu um 4 mkr. í viðskiptareikn-
ingi. Þá má ætla að kröfuhafar í
bú íslensks skinnaiðnaðar geri 76
mkr. kröfu á Sambandið vegna
veðkrafna sem ekki fæst fullnægt
með fasteignaveðunum sjálfum.
2. Hinn 15. júní 1993 var bú
Miklagarðs hf. tekið til gjaldþrota-
skipta. Sambandið átti 89% af
hlutafé í félaginu, að nafnverði 450
mkr., en hlutafjáreign þessi var að
fullu afskrifuð í ársreikningi Sam-
bandsins 1992. Þegar Mikligarður
hf. fór í þrot, skuldaði hann Sam-
bandinu um 40 mkr. í viðskipta-
reikningi, en eins og fram hefur
komið í fréttum breytti Sambandið,
1. nóvember 1992, 400 mkr. af
gjaldföllnum skammtímaskuldum
Miklagarðs hf. í hlutafé. Þá má
geta þess að handhafar krafna með
sjálfsskuldarábyrgð Sambandsins
hafa krafið Sambandið um 24 mkr.
vegna Miklagarðs.
3. í lok júní 1993 féll dómur í
héraði í riftunarmáli þrotabús
KRON gegn Sambandinu. Sú fjár-
hæð, sem Sambandið var dæmt til
að endurgreiða þrotabúinu, var tal-
in um 35 mkr. í þann mund sem
dómurinn féll. Hefur Sambandið
áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar.
Efnahagur Sambandsins í lok
október 1993
Þau rekstrarlegu og efnahags-
legu áföll á yfírstandandi ári, sem
hér var gerð grein fyrir, hafa leitt
til þess að efnahagsstaða Sam-
bandsins hefur gjörbreyst, frá árs-
lokum 1992 til loka október 1993.'
Samkvæmt samantekt hins löggilta
endurskoðanda Sambandsins, er
efnahagsstaðan sem hér segir í lok
október, 1993:
mkr.
Skuldir, án áfallinna ábyrgða.....184
Áfallnar ábyrgðir vegna
annarra, áætl. upph...............159
Samtals skuldir og
áfallnar ábyrgðir.................343
Fasteignir ........................83
Áhöld, innréttingar, bifreiðir
ogvélar............................13
Eignarhlutar í öðrum félögum ......87
Aðrareignir........................31
Eignir samtals ...................214
Skuldir umfram eignir.............129
Skuldastaðan í lok október 1993
er 343 mkr. eða 2,7% af því sem
hún var í árslok 1989. Eiginfjár-
staða, sem var jákvæð í árslok 1992
um 159 mkr., hefur nú snúist yfir
í neikvæða eiginfjárstöðu að fjár-
hæð 129 mkr. í lok október 1993.
Þá eru ótaldar lífeyrisskuldbinding-
ar, en að mati endurskoðandans
koma 220 mkr. í hlut Sambands-
ins. Þannig nema skuldir og Iífeyris-
skuldbindingar nú 349 mkr. um-
fram eignir."
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
23
ASÍ um áhrif lækkunar virðisaukaskatts af matvælum á stöðu lágtekjufjölskyldu
Morgunblaðið/Þorkell
Forystusveit ASÍ
Frá blaðamannafundi J>ar sem forystumenn Alþýðusambands íslands kynntu áhrif af lækkun virðisauka-
skatts af matvælum. A myndinni eru, talið frá vinstri: Gylfi Ambjörnsson, Hervar Gunnarsson, Benedikt
Davíðsson, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Björn Grétar Sveinsson og HaUdór Grönvold.
Hagur batnar um 1.200
tíl 1.700 kr. á mánuði
ASI krefst
aðgerða
gegn skatt-
svikum
MIÐSTJÓRN ASÍ hefur sent frá
sér ályktun þar sem lýst er þungum
áhyggjum af miklum skattsvikum
í þjóðfélaginu. „Dag eftir dag full-
yrða ráðherrar og æðstu embættis-
menn í stjórnkerfinu í fjölmiðlum
að innheimtu virðisaukaskatts sé
verulega ábótavant og nú um ára-
mót þegar lækka á skatt af matvæl-
um í 14% stefni í algjört öngþveiti
í innheimtu skattsins," segir í
ályktuninni.
Er þess krafist að ríkisstjóm og
Alþingi grípi þegar til aðgerða og sjái
til þess að virðisaukaskatturinn skili
þeim árangri sem að var stefnt. Er
vitnað til upplýsinga um 11 milljarða
kr. undanskot frá skatti og 15 millj-
arða afskrift álagðra gjalda sem sýni
að yfírlýsingar þáverandi íjármálaráð-
herra og núverandi utanríkisráðherra
um að virðisaukaskattskerfið myndi
auka skilvirkni í innheimtu skattsins
hefðu ekki gengið eftir.
SAMKVÆMT útreikningum Alþýðusambands fslands mun verð á
matvælum lækka samtals um 5,5% vegna kjarasamninganna síðastlið-
ið vor, en hluti af þessari lækkun er þegar kominn fram með niður-
greiðslum á tilteknum kjöt- og mjólkurvörum frá 1. júní síðastliðn-
um. í kjölfar þess að virðisaukaskattur af matvælum lækkar form-
lega úr 24,5% í 14% um næstu áramót munu matvæli og drykkjarvör-
ur lækka um 4,5% að meðaltali, og framfærsluvísitalan því lækka
um 0,8-0,9% í janúar og febrúar. Staða lágtekjufjölskyldna mun að
mati ASI batna um 1,7-2,2% um næstu áramót, eða um 2.200-2.600
krónur á mánuði, eftir því hvort þær eru undir eða yfir skattleysis-
mörkum. Að teknu tilliti til þess að verðbólga sé áætluð 0,8% frá
upphafi til loka næsta árs verði endanleg áhrif 0.9-1,4%, eða á bilinu
1.200-1.700 krónur á mánuði. Kaupmáttur fjölskyldna með meðaltekj-
ur mun um áramótin aukast um 1,1%, eða 2.200 krónur, en 0,4%,
eða 700 kr., að teknu tilliti til verðbólgu. Hjá hátekjufólki mun hagur-
inn batna um 0,5% um áramótin, eða 1.300 kr., en í árslok næsta
árs verður kaupmáttur 0,3% lakari vegna áhrifa verðbólgunnar.
Á blaðamannafundi sem Alþýðu-
samband íslands boðaði til í gær
kom fram í máli Benedikts Davíðs-
sonar, forseta ASÍ, að þegar form-
legt svar hefði borist frá ríkisstjóm-
inni 5. nóvember síðastliðinn varð-
andi það hvort hún hygðist standa
við gefin fyrirheit við gerð kjara-
samninga síðastliðið vor og tillögur
um vaxtaniðurfærslu vom að kom-
ast í framkvæmd, þá hefði að mati
launanefndarinnar ákvæðum kjara-
samningsins og yfirlýsingarinnar
frá í vor verið fullnægt að því leyti
að forsendur væm ekki til uppsagn-
ar kjarasamningsins.
„Það sem blásið hefur verið upp,
um að þarna hafi í raun verið um
samningaviðræður að ræða eins og
þær gerast hefðbundnar, þá er það
algjör misskilningur og að mínu viti,
bara sett á svið til þess að leiða
fólk á villigötur," sagði Benedikt.
B-leið aldrei komið til greina
í máli Gylfa Arnbjömssonar, hag-
fræðings ÁSÍ, kom fram að sú hug-
mynd sem sett var fram um að fall-
ið yrði frá lækkun virðisaukaskatts
á matvæli og reynt að ná sömu
kaupmáttaráhrifum með annarri
útfærslu hefði í raun og vem aldrei
getað komið til umræðu þar sem
kjarasamningar eru gildandi. Gylfi
sagði að þessi leið, sem kölluð hefur
verið B-leið, hefði líklega þýtt 0,8%
kaupmáttarrýmun lágtekjufólks í
lok næsta árs, og hjá þeim sem
væm með meira en 85 þúsund kr.
í mánaðarlaun og ekki hefðu notið
launabóta væri kaupmáttarskerð-
ingin 1,6%. „Efnislega afstaðan til
þessa tilboðs var í sjálfu sér ekki
flókin vegna þess að þama var klár-
lega um mun lakari leið að ræða,
og hún hefði að uppsögðum kjara-
samningum ekki komið til greina,“
sagði hann.
Víðtækar verðkannanir
Benedikt Davíðsson sagði að í
raun og vem væri engin trygging
fyrir því að vöruverð muni lækka
um áramótin sem nemur lækkun
virðisaukaskatts af matvælum.
Reynslan hefði hins vegar sýnt að
afnám aðstöðugjalds um síðustu
áramót og auknar niðurgreiðslur á
kjöt- og mjólkurvörum 1. júní síð-
astliðinn hefðu skilað sér til
neytenda, og ef mið væri tekið af
harðri samkeppni á matvörumark-
aðnum væri engin ástæða til að
ætla annað en að iækkun virðis-
aukaskattsins muni skila sér. Hann
sagði að ASÍ myndi í samvinnu við
BSRB og Neytendasamtökin fylgja
breytingunni fast eftir með víðtæk-
um verðkönnunum.
------------------------tp
Fyrrverandi
bæjarstjóri
krefst launa út
kjörtímabilið
BJARNI Grímsson, fyrrum
bæjarsljóri á Ólafsfirði, sem
sagt var upp í kjölfar deilna
innan Sjálfstæðisfiokksins í
bænum í nóvember í fyrra,
gerir kröfu um laun til loka
kjörtímabilsins og 6 mánaða
biðlauna eftir sveitarstjórnar-
kosningar, samtals rúmlega 8
milljónir króna. Bjarni gerir
þessa kröfu í dómsmáli sem
hann hefur höfðað gegn Ólafs-
fjarðarbæ fyrir Héraðsdómi
Norðurlands.
Mál bæjarstjórans fyrrverandi
er á því byggt að honum hafi
borið laun í ár eftir uppsögnina,
auk 6 mánaða biðlauna og eigi
hann þannig ógreidd laun í 18
mánuði auk 6 mánaða biðlauna
og 6% framlags launagreiðanda
í lífeyrissjóð. Samtals er um að «j.
ræða 8,3 milljónir en til frádrátt-
ar koma 1,7 milljóna króna laun
þá 6 mánuði eftir uppsögnina sem
hann naut launa og biðlasna.
Flutningur verkefna sýslumanna í Kópavogi og Reykjavík til 5 embætta í Reykjavík
50 störf yrðu lögð niður
Talið spara ríkinu 43 millj. í rekstri á næsta ári með fyrirvara
MEÐ því að leggja niður embætti sýslumannanna í Kópavogi og Hafnar-
firði og fela fimm opinberum embættum sem starfandi eru í Reylga-
vík munu allt að 50 störf verða lögð niður án þess að fjölgun komi á
móti hjá þeim embættum sem við verkefnunum taka, samkvæmt skýrslu
sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis
hefur tekið saman. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að þeim 59
lögreglumönnum sem nú starfa í Kópavogi og Hafnarfirði bjóðist starf
við embætti lögreglustjórans í Reykjavík, og þeir sem hafni því til-
boði fyrirgeri rétti til biðlauna, en að á móti 66 störfum í yfirstjórn og
á skrifstofum embættanna tveggja sem lögð verði niður komi fjölgun
um 16 störf þjá sýslumanninum í Reykjavík, auk þess sem gera megi
ráð fyrir minniháttar fjölgun hjá öðrum stofnunum sem við verkefnum
taka. í skýrslu nefndarinnar er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái á
næsta ári 50 milljón króna tekjur af sölu húss lögreglunnar og sýslu-
mannsins í Kópavogi.
Ráðgerður sparnaður ríkissjóðs
vegna niðurlagningar embættanna,
að moþtaidri sölu á húsinu í Kópa-
vogi, er 93 miiljónir króna á árunum
1993 til 1994. í greinargerð starfs-
hópsins segir að ekki sé vafi á því
að sýslumannsembættin í Kópavogi
og Hafnarfirði séu meðal ódýrustu
sýslumannsembætta landsins miðað
við kostnað á hvern íbúa en það úti-
loki ekki að mögulegt sé að inna þessi
störf af hendi á hagkvæmari hátt í
stærri stofnunum með sama eða betri
árangri. Hins vegar sé erfitt að áætla
þann sparnað sem af muni leiða m.a.
vegna óvissu um að hve miklu leyti
þurfi að auka afkastagetu þeira stofn-
ana sem við verkefnum taki og að
hve miklu leyti vannýtt afkastageta
nýtist.
í skýrslu starfshópsins kemur fram
að við þessa breytingu fjölgi starfs-
mönnum sýslumannsembættisins í
Reykjavik úr 49 í 65 og í framhaldi
af því þurfi að huga að húsnæðisþörf
embættisins.
27 millj. sparíst í yfirstjórn
löggæslu
Eftir stækkun lögreglustjóraemb-
ættisins í Reykjavík um 59 starfs-
menn nái breytingin fram að ganga
verður sú hagræðingarkrafa gerð til
embættisins að 27 milljóna króna fjár-
veiting sem nemur hlutdeild yfir-
stjómar vegna lögreglustjórnar í
Kópavogi og Hafnarfírði verði ekki
færð á embættið.
Starfshópurinn telur að útgjöld
Tiyggingastofnunar ríkisins aukist
um 5 milljónir króna við það að taka
við þjónustu þeirri við íbúa Kópavogs
og Hafnarfjarðar sem sýslumanns-
embættin í kaupstöðunum hafa sinnt
fyrir 43 milljónir króna. Útibú í Hafn-
arfirði sinni einkum upplýsingaþjón-
ustu en aðalafgreiðslan í Reykjavflí-
sinni þjónustu við Kópavogsbúa.
Tollurinn hagræði
Sú innheimta gjalda til ríkissjóðs
sem fram hefur farið í sýslumanns-
embættunum tveimur færist annars
vegar til Gjaldheimtunnar í Reykjavík
og hins vegar Tollstjóra, gangi hug-
myndir um niðurlagningu embætt-
anna tveggja eftir. Starfshópurinn
gerir ráð fyrir að Tollstjórinn geti
tekið við auknum verkefnum með
hagræðingu án aukins kostnaðar en
hækka þurfí fjárveitingu til Gjal^
heimtunnar um 10 milljónir króna,
eða úr 136 í 146 milljónir króna.
Tollstjóri í Reykjavík mun einnig
taka yfir starfsemi tolladeildar sýslu-
manns í Hafnarfirði sem kostað hefur
10,6 milljónir króna á ári. Á því sviði
er ekki gert ráð fyrir spamaði sem
neinu nemi, segir í áliti starfshópsins,
sem telur að hækka þurfi íjárveitir.^
til Tollstjóra af þessum sökum um 5
milljónir króna.