Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.11.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 Minning / Súsanna María Bach- mann Stefánsdóttir Fædd 4. desember 1920 Dáin 28. október 1993 Okkur systkinin langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu okk- ar, Súsönnu Maríu Bachmann Stef- ánsdóttur, sem lést hinn 28. októ- ber sl. eftir langvarandi veikindi. Þegar við lítum til baka minn- umst við kvöldanna þar sem við sátum með henni og spiluðum og ræddum saman um heima og geima. Barst þá stundum talið að veikindum hennar og lífsbaráttu. Hún var alla tíð með eindæmum dugleg og ósérhlífin og aldrei á því að gefast upp. í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur vottaði fyrir mikilli þrautseigju og sem dæmi um það er þegar hún fékk þá hugmynd að tína maðka sem tekjulind eftir að afi varð óvinnufær. A meðan á þessu stóð varð hún fyrir því óhappi að þríbrotna á öðrum fæti, en lét það þó ekki aftra sér og æfði sig lengi í því hvernig hún gæti best komið því við að beygja sig eftir möðkunum með spelkumar á fætin- um. Attum við með henni marga ánægjunóttina við maðkatínsluna. Amma hafði mikið dálæti á ljóð- um og söng. Okkur langar því hér um leið og við kveðjum hana að láta fylgja með eitt af hennar uppá- haldsljóðum sem er eftir Freystein Gunnarsson og nefnist Glerbrot: Ég fann það um síðir, að gæfan er gler, svo grátlega brothætt hún reyndist mér, þvi æskan er léttstíg og leikur sér að ljómandi gullinu fríða. En glerið er brothætt, og gijótið er víða. Mér gersemin dýra var gefin í hönd, í gáskanum héldu mér engin bönd; ég lék mér á æskunnar Ijómandi strönd, sá leikur varð gullinu’ að meini. Ég braut það í ógáti' á örlagasteini. + GUÐRÚN HANSDÓTTIR, Kanastöðum, Austur-Landeyjum, lést í Landspítalanum 2. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Diðrik Sigurðsson og aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA THORARENSEN, áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 118, lést í Borgarspítalanum 10. nóvember. Stefanfa Harðardóttir, Ásgeir Sigurgestsson, Óli Harðarson, Ingunn Helgadóttir, Guðrún María Harðardóttir, Bjarne I. Jensen, Solveig Harðardóttir, Heimir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓNSSON, Faxaskjóli 12, lést á heimili sínu 11. nóvember 1993. Adolf Bjarnason, Ásta Jóhannesdóttir, Kristinn Bjarnason, Kristin Pálmadóttir, Bjarni G. Bjarnason, Sigrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ TORFADÓTTIR, Laufásvegi 59, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans að morgni 11. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Vilhjálmsson, Jón P. Kristinsson, Anna Sigríður Kristinsdóttir Fredriksen, Finn R. Fredriksen barnabörn og barnabarnabörn. + Útför PÁLÍNU GUÐLAUGSDÓTTUR Ijósmóður, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 1. nóvember sl., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Helgi Guðlaugsson, Gyða Guðmundsdóttir, Helga Einarsdóttir, Jakob Friðriksson, Helga Magnúsdóttir, Karl T. Esrason. Nú skil ég það fyrst, hvað ég skemmti mér við, er skemmt hef ég dýrasta leikfangið. Nú sit ég í rökkrinu’ og rísla mér við að raða brotunum saman. Ég særi mig á þeim. - En samt er það gaman. Við þökkum ömmu okkar ótak- markaða ást og hlýju í okkar garð. Blessuð sé minning hennar. Stefán Bachmann, Fanney Karlsdóttir. Nú hefur hún elsku amma mín fengið hvíld og frið frá sínum erfiðu ■ veikindum. Oft gat amma sýnt gleði sína, hvort það var í söng eða hlátri, en hún hafði svo gaman af því að vera í góðra vina hópi og rifja upp öll gömlu lögin eða syngja með okkur það sem hún sjálf hafði búið til, bæði ljóð og lög. Mér er minnisstætt frá Þorláks- messu í fyrra, er hún talaði í fyrsta sinn í minni áheyrn um það hve oft hún hefði verið tilbúin að kveðja það líf, sem hún lifði hér á jörðu, en hún sagði, að enginn réði sínum næturstað og trúlega væri henni ætlaður örlítið lengri tími meðal okkar. Það verður tómlegt á Einiberginu nú á jólum að hafa ekki ömmu hjá okkur eins og venja hefur verið síð- astliðin 23 ár með aðeins tveimur undantekningum. í þau skiptin treysti hún sér einfaldlega ekki til að koma að því að hún var lasin. Það var stundum þannig að mamma sótti ömmu Sússu á sjúkrahúsið, klæddi hana í jólafötin, lagaði hárið og snyrti. Þá var amma glöð og gat átt með okkur aðfangadags- kvöld. Það er erfitt að vera staddur er- lendis og geta ekki fylgt ömmu síð- asta spölinn. Að geyma jafnan glaðan hug það gefur bæði þrótt og dug og leiðir af sér ljós og yl og léttir þeim er finna til. Við Steini hugsum heim til afa og þökkum honum fyrir alla þá umhyggju og dugnað er hann sýndi ömmu síðustu árin. Eg bið algóðan guð að geyma hana ömmu mína. Þín Súsanna. í dag fer fram útför Súsönnu frænku minnar, en móðir hennar Margrét Sveinsdóttir var systir Þuríðar móður minnar. Þær voru dætur Sveins Auðunssonar og Vig- dísar Jónsdóttur. Sveinn var bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, einn af stofn- endum verkamannafélagsins Hlífar og stúkunnar Daníelshers. Súsanna var fædd árið 1920 og hefði því orðið 73 ára hinn 4. desem- ber. Hún var því aðeins tíu ára á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930, en þar vöktu þær systur Þóra og hún svo mikla athygii fyrir feg- urð og glæsileik að Jón Kaldal ljós- myndari var fenginn til þess að taka myndir af þeim, sem síðan voru gefnar út á minjagripum og birtar í ýmsum blöðum. Þó að Súsanna hafi oft verið fengin til að gæta mín fyrstu árin og kallað mig jólagjöfina sína, man ég einna fyrst eftir henni á bama- stúkufundi í Góðtemplarahúsinu, þar sem þessi litla fallega frænka trítlaði upp á sviðið, settist á háa bekkinn við píanóið án þess að ná niður á pedalana og heillaði fullan stúkusalinn með sinni töfrandi hljómlist og framkomu. Þessir heillandi töfrar sem stöf- uðu frá Súsönnu voru eins og rauð- ur þráður í gegnum alla henna lífs- göngu og þrátt fyrir mikil veikindi sl. 20 ár glampaði alltaf í ljósgeisla hið innra. I minningunni um Súsönnu koma orðin gestrisni og glaðværð fyrst upp í hugann. Það er ógleymanlegL. hve fljótt löng og dimm vetrarkvöld liðu við spil og hljóðfæraslátt á æsku- og ungdómsárum mínum í Sveinsbæ og Brautarholti. _ Þessi sérstaki heimilisbragur varð til þess að aldrei setti að manni vetrar- kvíða, miklu fremur tilhlökkun til að taka í spil eða skák með þeim frændum Sveini Viggó bróður Sús- önnu og Stíg Sæland lögregluþjóni, móðurbróður okkar. Systumar atorka og iðjusemi fylgdu Súsönnu meðan hún hafði þrek til og gífurleg handavinna liggur eftir hana, bæði í pijónlesi og útsaumi. Hún var alltaf að, aldrei aðgerðalaus. Arið 1940 giftist hún Sveini Kr. Magnússyni málarameistara og eignuðust þau þijú börn. Þau eru: Jón Þórir, giftur Sigrúnu Péturs- dóttur, Karl Harry, í sambýli með Maria Weiss, og Sveindís, gift Helga Eyjólfssyni. Barnabömin eru orðin sex. Um leið og við þökkum samfylgd- ina sendum við hjónin Sveini, börn- um, tengdabömum og barnabörn- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Súsönnu. Rafn Hafnfjörð. BLÓM, UNDIR STIGANUM í BORGARKRINGLUNNI SÍMI 811825 ] s [-löföar til LXfólksíöllum tarfsgreinum! HU + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ARNDÍS GUÐRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR, Merkjateigi 5, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Bernhard Linn, Dagbjört Pálmadóttir og börn. + Ástkær faðir okkar, ÓLAFUR JÓSÚA GUÐMUNDSSON, sem lést þann 5. nóvember, verður jarð- sunginn frá Stóra-Laugardalskirkju, Tálknafirði, laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hins látna. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÚSÖNNU MARÍU BACHMANN STEFÁNSDÓTTUR, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, föstudaginn 12. nóvember, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti liknarstofnanir njóta þess. Sveinn Kr. Magnússon, Jón Þórir Sveinsson, Sigrún Pétursdóttir, Karl Harry Sveinsson, Maria Weiss, Sveindís Sveinsdóttir, Helgi Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Skuld, Vestmannaeyjum, Háengi 3, Selfossi, sem andaðist 5. nóvember, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 13. nóvember kL 15.00. Sætaferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.30. Guðmundur Geir Ólafsson, Erla Guðmundsdóttir, Gunnar Guðnason, Ólafur Guðmundsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Guðmundsdóttir, Magnús Jakobsson barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SÚSÖNNU MARÍU BACHMANN STEFÁNSDÓTTUR, verður verslun- in Lækjarkot, Lækjargötu 32, Hafnarfirði, lokuð föstudaginn 12. nóvember frá kl. 13.00. Ath.: Opið laugardaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.