Morgunblaðið - 12.11.1993, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993
félk í
fréttum
Herbert og aðstoðarmennirnir Ágúst Jakobsson, Kristinn Þórðarson, Hjörtur Grétarsson og Einar. Með
þeim á myndinni er breskur aðstoðarmaður, Larry Manke.
Herbert færir Herbie eintak af geisladisk sínum.
ÚTGÁFA
Herbert
kveður
sér hljóðs
Herbert Guðmundsson hefur lítið
látið á sér kræla síðustu ár,
en kveður sér hljóðs fyrir þessi jól
með breiðskífunni Being Human. Til
að kynna plötuna bryddar Herbert
upp á ýmsu. Epr hann m.a. fyrir
skemmstu til Los Angeles þar sem
hann vann að tveimur tónlistarmynd-
böndum með nokkrum íslenskum
kvikmyndagerðarmönnum. Þetta
voru þeir Agúst Jakobsson sem sá
um tökur, Kristinn Þórðarson sem
var framkvæmdastjóri, Hjörtur Grét-
arsson sem leikstýrði og Einar, sem
klippti myndbandið.
Herbert sagði myndbandagerð
dýrt gaman og líklega færu ekki
nema ævintýramenn utan þeirra er-
inda. „En verður maður ekki að vera
bjartsýnn," bætti hann við.
í Los Angeies hitti hann banda-
ríska tónlistarmanr.inn Herbie
Hancock og kyijaði með honum, en
báðir eru búddatrúar. Herbert minnti
á að þegar Herbie hefði komið hing-
að til lands á Listahátíð á sínum tíma
hafí hann einmitt kyijað með íslensk-
um búddistum.
Herbert sagði að dvölin ytrá'hefði
verið mikil vinnutöm, unnið frá því
snemma á morgnana þar til lagst
var fyrir að kveldi. Hann sagðist
hafa orðið var við skógareldana sem
sviðið hafa mikið land í Kalifomíu
undanfarið. „Það var reylcjarmökkur
yfír austurhluta borgarinnar og alls
staðar var hvítt öskulag. Iðulega dró
öskuský fyrir sólu, en það spiliti ekki
tökum hjá mér, því að þær voru
búnar þegar eldarnir náðu hámarki."
Morgunblaðið/Vilborg Runólfsdóttir
Nemendur 1-L hlaupa í skarðið ásamt kennara sínum Bergljótu
Aradóttur, sem sést á miðri mynd, og öðrum kennurum.
SKÓLALÍF
Gulrætur að smakka
hressir alla krakka
lVj emendur Laugarnesskóla
"*■ ” tileinkuðu dagana 1.-5. nóv-
ember hollum lífsháttum. Gerðar
voru kannanir um tómstundir og
mataræði, auk þess sem ávaxta-
réttir voru útbúnir og hvatt var
til aukinnar vatnsneyslu.
Utivist var meiri en á venju-
legum skóladegi, því nemendur
tók þátt í ýmsum útileikjum sem
skipulagðir voru á skólavellinum.
Hjá eldri nemendum var hefð-
bundin stundaskrá lögð til hliðar
en í staðinn völdu þeir sér verk-
efni eins og skyndihjálp, ratleik,
hjólaþrautir, matreiðslu, leikfimi,
útileiki og dans. Yngri nemendur
héldu hópinn og unnu ýmis verk-
efni tengd hollustu.
Daglega tóku allir nemendur
og starfsfólk skólans þátt í
hrejrfíngu á sal og göngum skól-
ans. Um þennan þátt sáu bæði
nemendur, kennarar, skólastjóri
og Magnús Scheving þolfimi-
meistari. Auk hans komu í heim-
sókn Hrafnhildur Pétursdóttir og
Katrín Ólafsdóttir tannfræðing-
ar og Þorvarður Ömólfsson frá
Krabbameinsfélaginu.
I lok ánægjulegrar viku var
farið í skrúðgöngu um Laug-
Svava María Jónsdóttir og Rln
Samia Raiss sýna tilþrif í
morgunleikfiminni.
ardalinn undir veifum sem nem-
endur höfðu búið til. Á veifunum
vom myndir af ýmsum ávöxtum
og grænmeti ásamt slagorðum
eins og „Gulrætur að smakka,
hressir alla krakka" og „Banan-
ar, perur og epli í maga, bæta
líðan í marga daga“.
t
i
íkvöld með SSSQL
VerllOOO kr.
Ath....hefObundiö fjör
annað kvöld
Þorvaldi
Gunn
ná upp
dórsson
vason
emmningu
O PIÐ _F RÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00
Lowgav»9Í 45 > s. 21 255
í kvöld
plAhnetan
Laugardag
TODMOBILE
ÁRTÖN
VAGNHOFÐA 1 1, REYKJAVIK, SÍMI 685090
Gömlu og nýju dansarnir í kvöld
i 'mi
_ ' iNi
.fif
Pf
Hljómsveitin Túnis
ásamt söngkonunni ÖNNU JÓNU leikur frá kl. 22-03
Miðaverð kr. 800.
Tökum að okkur minni og stærri hópa
fyrir árshátíðir o.fl.
Örfá kvöld laustil áramóta.
Eruni nú þegar farin að bóka fyrir næsta ár.
Mióo- og boróapontanir
pRZSK
i simum 685090 og 670051.
0
TREGASVEITIN
RÍÓ TRÍÓ
BÓHEM KVÖLD