Morgunblaðið - 13.11.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.11.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1993 7 Textavarp sjónvarps- íns beinlínu- tengt Vega- gerð ríkisins TEXTAVARP ríkissjónvarps- ins hefur verið beinlínutengt upplýsingatölvu Vegaeftirlits Vegagerðar ríkisins. Með því móti geta landsmenn aflað sér upplýsinga um færð á vegum um leið og starfsmenn Vega- gerðarinnar færa upplýs- ingarnar inn. Alls eru um 20 athugunarstöðv- ar Vegaeftirlits Vegagerðar ríkis- ins tengdar við upplýsingartölvu um færð á vegum landsins. Starfs- menn leggja af stað til að kanna færð og ástand vega kl. 5.30 á morgnana og fyrir kl. 7.30 eiga þeir að vera búnir að færa inn nýjar upplýsingar í tölvuna. Um leið og upplýsingarnar breytast kemur breytingin fram í Texta- varpinu. Þar er því ávalit að finna nýjustu upplýsingarnar að því er segir í tilkynningu frá Textavarp- inu. Upplýsingar um færð á vegum eru á bls. 470 í Textavarpinu. -----»-♦-♦---- Fer ðamálastj óri Mag'iiiis Oddsson er eini um- sækjandinn MAGNÚS Oddsson er eini um- sækjandinn um stöðu ferðamála- sljóra en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 10. nóvember. Að sögn Þórhalls Jósepssonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra, hefur umsóknin verið sent til um- sagnar Ferðamálaráðs eins og lög gera ráð fyrir. Samgönguráðherra skipar síðan í stöðuna að fenginni umsögn ráðsins. Magnús Oddsson var settur ferðamálastjóri 1. október til ára- móta. -----♦ ♦ ♦---- Agli Ólafs- syni boðið að syngja í Lillehammer AGLI Ólafssyni söngvara og leik- ara hefur verið boðið að syngja í skemmtidagskrá sem sjónvarp- að verður um öll Norðurlöndin fyrir Ólympíuleikana i Lillehammer laugardaginn 12. febrúar nk. Hann kveðst ekki vera búinn að gefa endanlegt svar því hugsanlega gætu sýn- ingar á Evu Lunu sem hann leik- ur í komið í veg fyrir það. Hafi hann hins vegar tök á að þiggja boðið hyggst hann semja lag af þjóðlegum toga sem hann mun syngja. Egill segir að þessi dagskrá sé nokkurs konar upphitun fyrir opn- unarhátíð Ólympíuleikanna. „Það verða alls kyns sýningar, þar á meðal tónlistardagskrá, áður en hin formlega alþjóðaútsending hefst. Einum tónlistarmanni frá hvetju Norðurlandanna var boðið að taka þátt.“ Egill kvaðst ekki vita hvaða tónlistarmenn frá hinum Norður- löndum tækju þátt í dagskránni. NORDMENDE Viö höfum farið hressilega fram úr söluáætlun okkar, en okkur hefur tekist að semja um fleiri tæki á þessu frábæra verði. Nú getur þú gengið inn í þessi magn-innkaup okkar við Nordmende-framleiðendurna í Þýskalandi og tryggt þér 29" stereo-litsjónvarpstæki á lægra verði en þekkst hefur áður hérlendis. Spectra SC 72 NICAM: • 29” flatur glampalaus Black Matrix Super Planar-skjár • S-VHS-tengi • 40W Nicam stereo-magnari • 4 hátalarar, Stereo Wide • INNBYGGÐ Surround-umhverfishljóm- mögnun (tengi fyrir Surround-hátalara) • Tengi fyrir heyrnartól • 60 stöbva minni • Sjálfvirk stöðvaleit • Pal-Secam-NTSC-video • Fullkomin fjarstýring • Aðgerðastýring á skjá • Innsetning stöövanafna á skjá • Tímarofi • 16:9 breiðtjaldsmóttöka • Qamalæsing • íslenskt textavarp • 2 scart-tengi • Tengi fyrir 2 auka hátalara o.m.fl. Nordmende-sjónvarpstækin eru vönduð þýsk gæðafpamleiðsla og hafa um áraraðir veriö í notkun á VISA-raögreiöslur: Engin útborgun og u.þ.b. 7.200,** kr. á mán. í 18 mánuöi EURO-raögreiðslur: Engin útborgun og 11.437 kr. á mán. í 11 mánuði Munalán: 27.450,- kr. útborgun og 3.845,- kr. á mán. í 30 mánuði ■WMt* hérá M, ea Verð aðeins 109.900,- kr. eða pétta Frábær greibslukjör vib allra hæfi JF~~~ t I f ^ Samkort V/SA I Munalán. sein er greiðsludreihng á verömætan MUNALAN «—80. Vib erum með sýningartæki í versluninni, en von er á næsta gámi 18. nóv. (uppselt) og öðrum 23.nóv. Það eru aðeins rúm 20 tæki óseld í honum og við tökum daglega við pöntunum. Því er því best að hafa hraðann á til ab komast inn í þessi magn- innkaup. Komdu strax, þaö margborgar sig !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.