Morgunblaðið - 08.01.1994, Side 7

Morgunblaðið - 08.01.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 24 taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Meirihluti borgarfulltrúa stefnir á 2. eða 3. sæti ALLS skiluð 24 inn framboði sínu vegna prófkjörs sjálfstæðis- manna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík en framboðs- frestur rann út kl. 17 í gær og úrskurðaði kjörnefnd öll framboð- in lögmæt á fundi sínum síðdegis. Kjörnefnd hefur heimild til að bæta inn fleiri frambjóðendum á lista í prófkjörinu en tók ekki afstöðu til þess í gær. Verður ákvörðun um það tekin á fundi kjörnefndar á morgun. Morgunblaðið leitaði til núver- andi aðalfulltrúa og varafulltrúa í borgarstjórn sem ætla að taka þátt í prófkjörinu og spurði þá í hvaða sæti listans þeir stefndu í prófkjörinu. Eftirtaldir aðilar munu taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna: Amal Rún Qase stjórnmála- fræðinemi. Anna K. Jónsdóttir lyfjafræð- ingur og borgarfulltrúi stefnir á 5. sæti í prófkjörinu eða ofar á listanum. Árni Sigfússon framkvæmda- stjóri og borgarfulltrúi stefnir á 2. sæti. Axel Eiríksson úrsmíðameistari. Björgólfur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. Einar G. Guðjónsson verslunar- maður. Guðrún Zoéga verkfræðingur og borgarfulltrúi, stefnir á 3.-4. sæti. Gunnar Jóhann Birgisson lög- maður. Haraldur Blöndal hrl. og vara- borgarfulltrúi, stefnir á 3. sæti. Helga Jóhannsdóttir húsmóðir. Hilmar Guðlaugsson múrari og varaborgarfulltrúi, stefnir á 4. sæti. Jóna Gróa Sigurðardóttir vara- borgarfulltrúi, stefnir á 3. sæti. Júlíus Hafstein framkvæmda- stjóri og borgarfulltrúi, stefnir á 2. sæti. Katrín Gunnarsdóttir húsmóðir og varaborgarfulltrúi, stefnir á 6. sæti. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri, stefnir á 1. sæti. Ólafur F. Magnússon, læknir og varaborgarfulltrúi, stefnir á 6.-7. sæti. Páll Gíslason, læknir og borgar- fulltrúi, stefnir á 2. sæti. Sigríður Sigurðardóttir, fóstra og varaborgarfulltrúi, stefnir á 9. Siguijón Á. Fjeldsted skóla- stjóri. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður og borgarfulltrúi, stefnir á 5. sæti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lög- fræðingur og borgarfulltrúi, stefnir á eitt af efstu sætunum. Yfirlýsing Katrínar Fjeldsted borgarfulltrúa „Hef orðið fyr- ir vonbrigðum“ HÉR fer á eftir í heild yfirlýsing Katrínar Fjeldsted, sem hún lét frá sér fara í gær, þegar hún lýsti yfir að hún ætlaði ekki að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík: Á undanförnum árum hef ég marglýst þeirri skoðun minni að ekki sé heppilegt að menn gerist mosavaxnir í pólitískum trúnaðar- stöðum, jafnvel þótt þéir njóti til þess áframhaldandi trausts sinna stuðningsmanna. Eg hlýt því að lokinni þriggja kjörtímabila setu í borgarstjórn og tveggja í borgar- ráði að taka til vandlegrar yfirveg- unar, hvort ekki sé rétt að láta hér staðar numið, í bili a.m.k. og greiða þannig fyrir endurnýjun í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Hinu er ekki að leyna, að ég hef einnig orðið fyrir vissum vonbrigð- um á undanförnum árum með þær undirtektir sem mínar tillögur hafa fengið í borgarstjórnarflokknum og það, hversu hægt hefur gengið að þoka þeim fram, þótt vissulega hafi margt áunnist. Þau gildi og þær lífsskoðanir, sem ég hef slaðið fyrir, hafa ekki alltaf átt greiða leið inn í stefnumótun borgarinnar og sumt, sem forgang hefur feng- ið, ekki verið mér að skapi. Við því væri í sjálfu sér ekkert að segja, ef til væri vettvangur til að skjóta sínum málum til hins almenna flokksmanns, og finna þannig styrkleikavægi hinna ýmsu hug- mynda og lífsgilda, sem verða mætti til leiðbeiningar í starfi borg- arstjórnarmeirihlutans. Prófjörin áttu á sínum tíma að verða slíkur vettvangur. Eins og prófkjörin hafa þróast á liðnum árum hef ég hins vegar ákveðnar efasemdir um ágæti Þorbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari. Þórhallur Jósepsson, aðstoðar- maður samgönguráðherra. Þorleifur Hinrik Fjeldsted sölu- maður. Þrír efstu menn hætta Þrír efstu menn borgarstjórnar- lista Sjálfstæðisflokksins í sein- ustu kosningum hafa ákveðið að taka ekki þátt í prófkjörinu en þeir eru Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og borgarfulltrúarnir Magnús L. Sveinsson og Katrín Fjeldsted. Fjórir núverandi varaborgar- fulltrúar taka ekki þátt í prófkjör- inu en þeir eru: Hulda Valtýsdótt- ir, Guðmundur Hallvarðsson, Mar- grét Theodórsdóttir og Ingólfur Sveinsson. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram dagana 30. og 31. janúar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Katrín tilkynnir ákvörðun sína KATRÍN Fjeldsted borgarfulltrúi kom á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins laust eftir kl. 17 í gær, þegar framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðis- manna var runninn út, og las upp yfirlýsingu fyrir fréttamenn þar sem fram kom að hún hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjörinu. Katrín skipaði 3. sæti listans í seinustu borgarstjómarkosningum. þeirra. Þegar skráðar eða óskráðar leikreglur þeirra eru á þá lund, að hægt er að segja fyrir um „rúss- neska kosningu“ ákveðinna manna í ákveðin sæti, en tilviljun ræður mestu um skipun annarra, er nán- ast ómögulegt að koma saman lista sem endurspegli til fulls þann styrkleika, breidd og fjölbreytni sjónarmiða, sem hafa verið megin- styrkur Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Ég tel mig því ekki geta sótt í niðurstöður prófkjörs þann styrk og stuðning við mín sjónar- mið í borgarmálum, sem ég þyrfti á að halda, til að bera þau fram til sigurs í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Annar ókostur við prófkjör, er að í stað málefnaátaka eru þau rekin sem hatröm átök um persónu- vinsældir og leiða þannig oft til sárinda og tortryggni meðal þeirra sem ætlað er að starfa saman af heilindum næsta kjörtímabil. Þann- ig verður borgarstjórnarflokkurinn ósamstæðari en ella þyrfti að vera. Niðurstaða mín er því sú að, a.m.k. um sinn, sé betra fyrir mig að hafa óbundnar hendur til að gera grein fyrir mínum skoðunum á borgar- og þjóðmálum, innan Sjálfstæðisflokksins og utan. Flokksagi er nauðsynlegur innan skynsamlegra marka, en hann má ekki ganga svo langt að drepa nið- ur sjálfstæði og frumkvæði þeirra sem kjósendur hafa treyst til að vinna að sínum málum með hag þeirra einungis fyrir augum. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í þetta prófkjör, en mun starfa áfram af fullum heilindum að stefnumálum Sjálfstæðisfiokks- ins á hveijum þeim vettvangi, þar sem ég tel að ég geti komið að gagni. Merki Þjoðhatiðararsins 1994 Þjóðhátíðarnefndin áskilur sér ótímabundinn notkunar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem valið hefur verið þjóðhátíðarmerki ársins 1994 og sem hér birtist. Nefndin mun heimila notkun merkisins eftir neðangreindum skilmálum. 1. Að nefndinni berist skrifleg umsókn með ósk um notkun merkisins: Þjóðhátíðarnefnd Bankastræti 7 Sími: 609460 150 Reykjavík Bréfsími: 609463 2. Án sölu Að fengnu erindi varðandi ráðstefnur, fundi, mannfagnaði, viðburði, sýningar o.fl., þar sem um prentun eða merkingar er að ræða án endursölu, og sem aðilar vilja tengja afmæli lýðveldisins. 3. Til sölu Varðandi notkun merkisins á framleiðslu til sölu verður að fylgja eins ítarleg lýsing og kostur er, um framleiðsluhlutinn, útlit, efni, stærð, magn o.s.frv. Við notkun af þessu tagi kemur til höfundarréttur samkvæmt reglum Myndstefs. 4. Nefndin áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna öllum erindum sem henni berast. 5. Umsóknarfrestur vegna töluliðar 2 er til 1. apríl 1994, en vegna töluliðar 3 til 1. febrúar 1994. ÞJÓÐHÁTÍBARNEFND 50 ÁRA LÝÐUELDIS Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.