Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 08.01.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1994 13 s V > » I » I » L' I » h Fáein orð um sölu SR-mjöls hf. eftirHrein Loftsson Frásagnir og yfirlýsingar í fjöl- miðlum undanfarið, varðandi söl- una á SR-mjöli hf., hafa verið með ólíkindum. Svo virðist, sem ýmsir séu reiðubúnir að trúa því, að fýrir- tækið hafí verið afhent óskil- greindu fjölskylduveldi fýrir smán- arverð. Einnig, að sú gjörð hafi verið ákveðin fyrir löngu og að lög og reglur um útboð hafi verið þver- brotin. Hefur síðan myndast um þennan uppspuna gífurlegur sögu- burður og stóryrðaflaumur, sem rennur inn í stofur landsmanna úr útvarpi og sjónvarpi. Vil ég af þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: 1. í 3. gr. laga nr. 20/1993 um stofnun hlutafélags um Síldarverk- smiðju ríkisins er sjávarútvegsráð- herra fengið vald til að fara með eignarhlut ríkisins í hlutafélaginu og er þar jafnframt heimild til að selja hlutabréfin í félaginu eða hluta þeirra samkvæmt nánari ákvörðun hluthafa. Við meðferð málsins kom fram greinilegur vilji þingmanna til að viðhalda fyrir- tækinu sem einni öflugri einingu. í greinargerð með 3. gr. frum- varpsins, sem varð að lögum, seg- ir og, að við sölu hlutabréfa.skuli stefnt að dreifðri eignaraðild þann- ig að enginn einn aðili eignist meirihluta. Jafnframt segir þar, að sérstaklega skuli horft til heimamanna og starfsmanna á þeim stöðum, sem verksmiðjur eru starfræktar. Menn geta í sjálfu sér deilt um þá ákvörðun, að auglýsa hlutabréf- in til sölu I einu lagi í stað þess að selja þau í áföngum, en hitt er alveg ljóst, að sjávarútvegsráð- herra, með fulltingi annarra ráð- herra, hefur allar heimildir í því sambandi. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að þessi ákvörðun hafi verið rétt og virkað mjög hvetjandi á aðila til að sameina krafta sína. Þessi aðferð hefur og gefist vel við fyrri sölur þar sem fram hefur komið fremur lítill áhugi fjárfesta á að eiga minnihluta í félagi á móti ríkinu. Þá er hugsanlegt, ef farin hefði verið sú leið, að selja fyrirtækið í skömmtum, að fjár- festar hefðu talið sér nægilegt að eignast rétt rúman meirihluta hlut- afjárins, en ríkið gæti þá setið uppi með minnihlutann til lengri tíma, án þess að koma honum í verð. Tómas Þorvaldsson treysta grunn þessarar ungu list- greinar hérlendis og byggja traustan atvinnuveg. Með óbreyttu lögbundnu framlagi mætti halda í horfínu. Með skertu framlagi er stórkostlegum árangri stefnt í bráðan voða. Við hljótum að vona að til séu Hreinn Loftsson „Ekkert í framkvæmd útboðsins stangast á við lög.“ 2. Á síðasta ári voru samþykkt ný lög nr. 65/1993 um framkvæmd útboða. í 1. gr. þeirra laga kemur skýrt fram, að þau gildi ekki fyrir útboð á fjármagns- og verðbréfa- markaði. Á því sviði gilda nú lög nr. 9/1993 um verðbréfaviðskipti, nr. 10/1993 um verðbréfasjóði og nr. 11/1193 um Verðbréfaþing íslands. Áður en Verðbréfamark- aður íslandsbanka fór af stað með útboð eða sölu hlutabréfanna í SR-mjöli var kannað af hálfu verð- bréfafyrirtækisins hvemig best yrði staðið að framkvæmdinni. Hér var ekki um að ræða almennt út- boð nýrra hlutbréfa heldur sölu þegar útgefinna bréfa, en um slíka sölu gilda aðrar reglur. Niðurstað- an var sú, að settar voru reglur af hálfu seljanda og verðbréfafyrir- tækis og þær kynntar væntanleg- um þátttakendum, m.a. um fjár- hagslega getu til hlutafjárkaup- anna, en einnig um íjárhagslega getu til að reka fyrirtækið áfram. Skýrt var tekið fram, að seljandi áskildi sér allan rétt til að taka hvaða tilboði sem væri. Þessi fram- kvæmd er fyllilega í samræmi við lög á þessu sviði. Það er því út í bláinn, að vísa í lög um framkvæmd útboða, eins og að ákvæði þeirra laga gildi í þessu efni og saka stjómvöld um stjómmálamenn með framtíðarsýn, við treystum því að slíkir menn sjái nú sóma sinn í því að leiðrétta nú þegar þau mistök sem hér hafa orð- ið. Það verða ekki einungis kvik- myndagerðarmenn sem munu fylgj- ast með þessu máli. Almenningur á íslandi hefur alla tíð stutt íslenska kvikmyndagerð. Hún hefur þegar fengið viðurkenningu almennings sem fram hefur komið í góðri aðsókn og almennum áhuga. Og það er tek- ið mark á íslenskri kvikmyndagerð erlendis. Við höfum notið þess. Þess- um árangri hefur nú verið stefnt í hættu. Það slys sem varð á lokaspretti fjárlagagerðar snertir ekki eingöngu kvikmyndaframleiðendur á íslandi, það snertir alla þá listamenn og starfsmenn sem við sögu koma, leik- stjóra, rithöfunda, leikara, tónlistar- menn, leikmyndagerðarmenn, iðnað- armenn, tæknimenn, bílstjóra og svo framvegis. En fyrst og fremst snert- ir þetta allan almenning á íslandi. Höfundur cr lögnmhir Sambnnds íslenskra kvikmyndaframleiðenda. lögbrot á þeim grundvelli. Ekkert í framkvæmd útboðsins stangast á við lög, hér var í einu og öllu farið eftir reglum, sem þátttakendum höfðu verið kynntar fyrirfram, en til marks um ruglið er, að menn hafa jafnvel haldið því fram, að tilboð, sem ekki var talið standast skilyrði um fjárhagslega getu, bæri að skoða sem fullgilt tilboð, en svo er auðvitað ekki. 3. Mikið hefur verið gert úr tengslum verðbréfafyrirtækisins við aðila úr kaupendahópnum. Þar horfa menn framhjá stífum reglum laga um verðbréfafyrirtækin og aðskilnað þeirra frá bönkunum. Miklar kröfur eru og gerðar til forstöðumanna fyrirtækjanna um fagleg vinnubrögð og sjálfstæði. Með aðdróttunum um óeðlileg tengsl er vegið ómaklega að Sig- urði B. Stefánssyni, forstöðumanni VÍB. Ég fullyrði, eftir að hafa fylgst með störfum hans í málinu, að hér er um ósannan og óréttmæt- an áburð að ræða. Eitt fyrirtæki hefur sérstaklega verið tekið út úr í þessu sambandi, en það er Sjóvá- Almennar tryggingar. Það fyrir- tæki verður þó ekki eigandi að nema um 10% af hlutafénu. At- hyglisvert er einnig í því sambandi að sá bjóðandi, sem varð af kaup- unum, hefur lagt mikið upp úr því að fá það fyrirtæki í lið með sér á fyrri stigum málsins. 4. Ýmsir hafa lýst hneykslun sinni á því, að hærra tilboðinu var ekki tekið, og sagt sem svo, að reyna hefði átt á stóru orðin um getu til að leggja fram 801 m.kr. fyrir hlutaféð og greiða upp 932 m.kr. skuldir í Landsbankanum. Á stjómvöldum hvílir mikil ábyrgð, sem m.a. leiðir til þess að ekki er skynsamlegt að taka menn alltaf á orðinu. Bjóðandanum hafði áður verið gerð grein fyrir því, að honum hefði ekki tekist að sýna fram á fjárhagslega getu; ekki var nóg í því efni að fara fram á frest til að skrapa saman lánsfé til kaup- anna upp á von og óvon, eftir var að sýna fram á fjárhagslega getu til að tryggja rekstur fyrirtækisins áfram. Ef eingöngu væri um að ræða lánsfé fyrir öllu saman var alltaf sú hætta fyrir hendi, að lán- veitandinn, hver svo sem hann væri, yfirtæki eignirnar. Stjórn- völdum bar að fá þetta upplýst, m.a. vegna ákvæða laga nr. 34/1991, sem banna erlenda eign- araðild að fyrirtækjum á borð við SR-mjöl hf. Að virtu öllu framan- sögðu var því áhættan einfaldlega of mikil og það staðfestu athugan- ir verðbréfafyrirtækisins á for- sendum tilboðsins. Þær athuganir fóru fram með samþykki bjóðand- ans. 5. Ástæðan fyrir því að lægra tilboðinu var tekið er því einfald- lega sú, að um betra boð var að ræða. Kaupendahópurinn er traustur og samanstendur af 70-80% viðskiptamanna SR-mjöls hf. Eignardreifingin verður mikil og stuðningur er frá viðkomandi bæjarfélögum og starfsmönnum. Áframhaldandi rekstur öflugs fyr- irtækis er einnig tiyggður, að mati seljanda, en það skiptir ekki minnstu máli. Söluverðið er 725 m.kr., sem að mestu greiðist á þessu ári, en 200 m.kr. færast yfir á árið 1995. Að mati sérfræð- inga á verðbréfamarkaði er sölu- verðið hagstætt, en fyrirfram var talið að búast mætti við tilboðum á bilinu 650-750 m.kr. Höfundur er hæstaréttar- lögmaður ogformaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Þolfimi 1 meistarakeppni 1 karla, kvenna og para; óvenjulegar tískusýningar á íþrótta- og tískufatnaði fimleikar, bardagalist, Sigrún Eva með Ótýndum þjófum. Anna Björk Birgisdóttir. Húsið opnað ki. 19.30 Dagskrá hefst kl. 20.30 Dráttarbeisli - kerrur " 1 ..— ■ Eigum á lager 2ja og 3ja hesta kerrur - dráttarbeisli á flestar gerðir bíla - allar gerðir af kerrum og vögnum - allir hlutir til kerrusmíða - ódýrar hásingar fyrir hestakerrur og fleira. Veijum íslenskt - Póstsendum - Velkomin í sýningarsal okkar. VÍKUR-VAGNAR Síðumúla 19 - sími 68 49 11. dags.: upphæö: staður: |io; 16.12.1993 17.12. 1993 20.12. 1993 23.12.1993 27.12. 1993 27.12. 1993 28.12. 1993 1. 1. 1994 4. 1. 1994 5. 1. 1994 kr. 443.946,- Hótel Saga kr. 114.952,- Monakó, Laugavegi kr. 274.752,- Hofsbót, Akureyri kr. 254.898,- Monakó, Laugavegi kr. 132.351,- Rauöa Ljónið, Eyðistorgi kr. 80.540,- Háspenna, Laugavegi kr. 106.691,- Háspenna, Hafnarstræti kr. 272.941,- Ölver, Glæsibæ kr. 157.943,- Mamma Rósa, Kópavogi kr. 192.873,- Hótel Saga Gullpotturinn stendur nú í u. þ. b. 3.602.000,- og fer sfliækkandi Auk þess eru ótal mangir smasrri vinningar sem eru greiddir út oft á dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.