Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 1
64 SIÐURB 13. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Öflugur landskjálfti, 6,6 stig á Richter-kvarða, ríður yfir suðurhluta Kaliforníu-ríkis Tugir manna taldir af og eignatjónið er gífurlegt „Fyrsta hugsunin var að ná í börnin og koma öllum út úr húsi“, sagði Guðlaugur Sigurgeirsson verkfræðingur Los Angeles. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 24 menn létu lífið í gær í einum öflugasta jarð- skjálfta sem riðið hefur yfir Kaliforníu í Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Upptök skjálftans, sem mældist 6,6 stig á Richter- kvarða, voru í San Fernando-dalnum, norð-austur af miðborg Los Angeles. Gríðarlegar skemmdir urðu á hraðbrautum og yfir 1.000 húsum i borginni og úthverfum hennar af völdum náttúruhamfar- anna og elda sem kviknuðu í kjölfar þeirra. Skjálftinn, sem varði í um það bil eina mínútu, reið yfir kl. 4.30 að staðartíma (12.30 ísl. tíma) og voru íbúar borgarinnar því i fastasvefni. Þakka björgunar- menn þeirri staðreynd það að ekki fór verr, þar sem fáir voru á ferli. Guðlaugur Sigurgeirsson verkfræðingur, sem býr suð-austur af miðborg Los Angeles, líkti í samtali við Morgunblaðið skjálftanum við mikinn öldugang og sagði að sér hefði virst hann vara í heila eilífð. „Fyrsta hugsunin var að ná í börnin og koma öllum út úr húsi,“ sagði Guðlaugur. Ekki hafði frést af öllum þeim Islendingum sem búa á svæðinu en nokkrir þeirra eru búsettir í San Fernando- dalnum. Heimili manna tættust í sundur í gassprengingum, bílar fuðruðu upp í brennheitum vítislogum og víða komu skelkaðir íbúar saman og fylgdust grátandi með er eigur þeirra urðu eldinum að bráð. Hús lögðust saman, önnur bókstaflega skriðu af grunni sínum. Hraðbrautir rofnuðu, brýr hrundu, götur opn- uðust og gaslyktin fyliti vit manna er leiðslur gengu í sundur. Eldar loguðu í yfir 100 byggingum í gær- kvöldi en þeir kviknuðu er gasleiðsl- ur rofnuðu. Björgunarmenn þóttu víða vinna afrek er þeir drógu fólk út úr hrundum og brennandi bygg- ingum. Ekki bætti úr skák að vatns- leiðslur rofnuðu víða auk þess sem slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að eldunum, þar sem samgöngukerfið var ónothæft í mörgum borgarhlutum. Fjöldi fólks sat fastur í bifreiðum sínum á helstu umferðaræðum Los Angeles. Rafmagn fór af stórum hluta Los Angeles og var víða ekki komið á seint í gærkvöldi. Þá var erfitt á ná símasambandi við borgina og útilok- að með öllu að ná sambandi við þá sem eiga heima í San Fernando- dalnum, er þar búa nokkrir Islend- ingar. Ekki hafði frést af slysum eða alvarlegu tjóni hjá ísiendingum á svæðinu. Neyðarástand Yfirvöld sögðu í gærkvöldi að fimm hefðu farist í bruna í stúdenta- görðum við Kaliforníuháskóla í Nort- hridge í San Fernando-dalnum. Þá fórust tólf manns er fjölbýlishús hrundi þar. Fjórir létust af völdum hjartaáfalls og einn lögreglumaður á mótorhjóli lést er hann þeyttist af hraðbraut í skjálftanum. Yfir 70 hús brunnu í Sylmar- úthverfínu og um 50 hús eyðilögð- ust í Hollywood. Þá losnuðu nokkur hús af grunni sínum við skjálftann. Fjöldi báta og skútna sökk í höfnum við Los Angeles er miklar öldur gengu þar yfir. Járnbrautarlestir fóru út af sporinu og flugvellinum við borgina var lokað í nokkra klukkutíma. Almenningur hélt sig meira og minna heima við, samkvæmt fyrir- mælum yfirvalda. í gær var almenn- ur frídagur vegna fæðingardags blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings og var talið víst að enn verra ástand hefði skapast í Los Angeles, sem er mjög víðfeðm, hefðu fleiri átt erindi til vinnu og skóla. Lýstu Richard Riordan, borgarstjóri, og Pete Wilson, ríkisstjóri, yfir neyðarástandi vegna náttúruham- faranna. Bill Clinton, Bandaríkjafor- seti, undirritaði í gærkvöldi sérstaka yfirlýsingu um að neyðarástand ríki í suður Kaliforníu en hún tryggir íjárhagsaðstoð af hálfu alríkisstjórn- arinnar. Allt hristist og skelfur Tugir eftirskjálfta skóku Los Ang- eles í gær og fóru nokkrir þeirra yfir 5 stig á Richter. Konráð J. Sig- urðsson, hljóðmaður, sem búsettur er um 9 km frá upptökum skjálft- ans, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að allt hristist og skektist enn, nokkrum klukkustundum eftir fyrsta skjálftann. Um var að ræða svonefndan þver- gengisskjálfta, en svo er það nefnt þegar á sér stað lárétt færsla jarð- skorpunnar um misgengisflöt, sagði Þorvaldur Þórsson, jarðvísindamað- ur við háskóiann á Hawaii í samtali við Morgunblaðið. Upptök skjálftans voru um 30 kílómetra suður af San Andreas-misgenginu og í sama sprungukerfi. Hermdu óstaðfestar fréttir að skjálftinn hefði orðið 14 kílómetrum undir yfirborði jarðar og fannst hann allt til Las Vegas og suður til San Diego. Ekki var þó um þann „stóra“ að ræða en sérfræðing- ar hafa spáð því að slíkur skjálfti muni fyrr eða síðar ríða yfir Kalifor- níu og geti hann orðið rúmlega átta stig á Richter. Sagði Þorvaldur að skjálftinn nú hefði líklega Iétt á spennunni, sem talið er að muni leiða til stóra skjálftans í Kaliforníu. í júní 1992 varð öflugur jarð- skjálfti um 150 kílómetra austur af Los Angeles sem mældist 7,4 stig á Richter. Talið er að skjálftinn sem lagði San Francisco í rúst 1906 hafi verið 8,3 stig á Richter. Landsjálft- inn sem reið yfir San Francisco 1989 var 7,1 stig á Riehter og fórust þá 67 manns. Sjá fréttir á bls. 26-27. Hraðbrautir hrynja LÖGREGLUMAÐUR á þaki bifreiðar sem varð undir er hraðbraut hrundi í Sherman Oaks, nærri San Fernadno-daslnum. Nokkrir bílar eyðilögðust er brautin féll saman og lögreglumaður lét lífið. Talsmaður Kravtsjúks segir Krím-kosningar ólöglegar Simfcropol. Reutcr. A.—? A,—J A—J Simf'eropol. Reuter. RUSSNESKI þjóðernissinninn Júrí Meshkov, sem vill að Krím samein- ist Rússlandi, fór með sigur af hólmi í fyrri umferð forsetakosning- anna á Krímskaga á sunnudag. Talsmaður Leoníds Kravtsjúks, for- seta Úkraínu, lýsti því yfir að kosningarnar væru ólöglegar. Þegar talið hafði verið í 64 af 66 kjörstöðum var Meshkov með 40% atkvæðanna. Næstur kom Ní- kolj Bagrov, eini frambjóðandinn sem vill að Krím verði áfram hluti af Úkraínu, með aðeins 20% at- kvæða. Kosið verður á miili þeirra tveggja í síðari umferðinni eftir tvær vikur. Úrslitin komu á óvart og gætu valdið mikilli spennu milli Úkraínu og Rússlands. Talsmaður Kravt- sjúks fordæmdi kosningarnar og sagði að forsetinn myndi ákveða bráðlega hvernig bregðast ætti við þeim. „Þessar forsetakosningar eru ólöglegar þar sem ekki er gert ráð fyrir embætti_ forseta Krímskaga í stjórnarskrá Úkraínu," sagði hann. Kravtsjúk gæti komið á beinni forsetastjórn yfir Krím en það myndi kalla á hörð viðbrögð í Rúss- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.