Morgunblaðið - 18.01.1994, Page 24

Morgunblaðið - 18.01.1994, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 Fundur um ál- framboð FULLTRÚAR frá nokkrum helstu álframleiðsluríkjum heims munu hittast á fundi í Brussel í dag til að reyna að ná samkomulagi um ráðstafan- ir gegn offramboði og verð- falli. Rússar, sem taldir eru eiga mesta sök á offramboðinu, segjast munu draga úr fram- Ieiðslunni í samræmi við ákvörðun fundarins. Innflutn- ingur Evrópubandalagsins á áli frá Rússlandi jókst um 160% í fyrra og bandalagið setti tíma- bundinn innflutningskvóta á rússneskt ál í ágúst sl. Snoðhausar fyrir rangri sök UNG, fötluð stúlka í austur- hluta Þýskalands veitti sjálfri sér áverka í andliti og kenndi snoðhausum nýnasista um. Þetta er niðurstaða rannsókna lögreglunnar sem segist vita hvar stúlkan sé en hún mun hafa falið sig af ótta við að verða refsað fyrir ósannindin. Læknar telja hana hafa rist hakakrossmerki í andlitið á sér. Þúsundir manna höfðu reynt að finna meinta illræðismenn. Aukinn stuðn- ingur við EB KANNANIR í Svíþjóð og Nor- egi sýna nú vaxandi stuðning við aðild landanna að Evrópu- bandalaginu. Samkvæmt könn- un Sifo-stofnunarinnar fyrir Göteborgs Posten vill rúmur þriðjungur Svía nú aðild en í desember var hlutfallið aðeins fjórðungur. I könnun Dagblad- et í Noregi sögðust 33% vera hlynnt aðild en í desember var hlutfallið 30%. Þingmanns- drusla ársins KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, sem þekkt- ur er fyrir bjói’vömb sína, kryppluð föt og snjáða rú- skinnsskó, var í gær kjörinn druslulegasti þingmaður neðri deildar breska þingsins. Það var fjölmiðlafyrirtæki, Visual Image, sem annaðist valið en það tekur að sér að bæta fram- komu frammámanna. Margir telja að Clarke verði eftirmaður Johns Majors forsætisráðherra. Sagt var að jakkaföt Clarke væru eins og hann hefði sofið í þeim og Major, sem var í 8. sæti listans, þyrfti að fara að skipta út einu fötunum sínum. 140 milljónir án vinnu í Kína KÍNVERSKT dagblað hafði eftir aðstoðar-atvinnumálaráð- herra landsins í gær að þriðji hver maður í sveitahéruðunum væri atvinnulaus. Alls mun vera um að ræða 140 milljónir manna er einkum búa í baðm- ullar- og kornræktarhéruðum. Major ber vitni JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, bar vitni í gær hjá rannsóknarnefnd sem skipuð var til að kanna hvort ríkis- stjórn Ihaldsflokksins hefði á sínum tíma farið á svig við bann gegn vopnaútflutningi til íraks. Ráðherrann sagðist ekki geta metið hvort slakað hefði verið á reglum um bannið með leynd.árið 1988. Kona sigurvegari fyrri umferðar finnsku forsetakosninganna Rehn á móti Ahtisaa- ri í síðari umferðinni Sigurvegararnir MARTTI Ahtisaari og Elísabeth Rehn varnarmálaráðherra óska hvor öðru til hamingju eftir að úrslit fyrri umferðar forsetakosninganna lágu fyrir. Þau munu takast á í síðari umferðinni, sem fram fer 6. febrúar. Helsinki. Frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunblaðsins. SIGURVEGARI í fyrri umferð forsetakosninganna í Finn- landi á sunnudaginn má án efa telja Elisabeth Rehn forseta- efni Sænska þjóðarflokksins. Hún hlaut 22% atkvæða en með því náði hún að komast í aðra umferð með Martti Ahtisaari forsetaefni jafnaðarmanna sem hlaut 25,9%. Þau verða einu frambjóðendurnir í síðari umferð sem verður sunnudag- inn 6. febrúar. Það var einkum vel menntað fólk í Suður-Finnlandi og sérstaklega konur sem kusu Rehn. Það þykja merkileg umskipti í finnskum stjórnmálum að kona skuli keppa til úrslita um æðsta embætti lands- ins. Ef Rehn sigrar í annarri um- ferð verður hún fyrsta konan í svo valdamikilli stöðu í Evrópu. Finn- landsforseti hefur raunverulegt vald, en ekki aðeins formiega stöðu eins og á Islandi eða írlandi, og er kjörtímabil hans sex ár. Hnignandi flokkaveldi Úrslitin þykja sýna að í forseta- kosningum kjósi almenningur ein- staklinga fremur en flokka. Finnar kjósa nú í fyrsta skipti forseta í beinum kosningum og hefur hlutur stjórnmálaflokkanna í kosningabar- áttunni minnkað verulega frá fyrri tímum þegar þjóðkjörnir, flokks- bundnir kjörmenn kusu forsetann. Fylgi Elisabethar Rehn fór ört vaxandi þegar nær dró að kosn- ingardegi og um leið tapaði Paavo Váyrynen fyrrum utanríkisráðherra (Miðflokki) fylgi. Várynen sakaði strax að loknum kosningum á sunnudagskvöldi fjölmiðla um að hafa misþyrmt sér og stutt Rehn. Hafi þetta verið gert með því að birta „rangar skoðanakannanir“ sem sýndu að Rehn gæti náð betri árangri í síðari umferðinni á móti forsetaefni jafnaðarmanna. Þeir sem eru ósammála Váyryn- en benda á að bæði Ahtisaari og Rehn séu merkisberar nýrra tíma í finnskum stjórnmálum. Samkvæmt þessari skýringu hafi þeir Raimo og Ilaskivi og Paavo Váyrynen ver- ið fulltrúar þeirra tíma sem enduðu við hrun Sovétveldisins. Hægri maðurinn Ilaskivi sem lenti í fjórða sæti var virkur stjórnmálamaður á sjöunda og áttunda áratugnum. Það voru aðeins þau fjögur efstu sem þóttu raunverulegir frambjóðendur en samtals voru 9 karlar og 2 kon- ur í framboði. Var ekki talin með Þegar kosningarbaráttan hófst i sumar var Rehn ekki einu sinni talin meðal „helstu frambjóðenda". Það var talið að Váyrynen eða Ra- imo Ilaskivi fyrrum borgarstjóri Helsinki (Hægriflokki) komi í ann- arri umferð á móti Ahtisaari. Það munaði aðeins um 2,5% pró- sentustigum milli þeirra Rehn og Váyrynen. Fékk Váyrynen 19,5% greiddra atkvæða en hlutfall hans af þeim atkvæðum sem voru greidd utan kjörstaða var nokkuð hærra. Þetta þykir að minnsta kosti sýna að kjósendur Elisabethar Rehn hafi í mörgum tilfellum tekið afstöðu mjög seint, það er eftir að síðustu skoðanakannanir voru birtar. Þeir sem trúa ekki kenningunni um samsæri fjölmiðlanna gegn Váyrynen benda á það að Rehn hafi komið ljómandi vel fram í þrem stórum umræðuþáttum í sjónvarpi. Tveimur af þessum þáttum var sjónvarpað eftir að kjörfundi utan kjörstaða Iauk. Raimi Ilaskivi sem lenti í fjórða sæti var forsetaefni Hægri flokks- ins og fyrrum borgarstjóri í Hels- inki. Hann er þegar á eftirlauna- aldri og mun varla halda áfram í stjórnmálum. Fyrir Váyrynen getur ósigurinn hins vegar orðið örlagaríkur. Hann hefur alla sína ævi stefnt að því að verða forseti lýðveldisins. Hann er tæplega fímmtugur að aldri og hefur sagt af sér embætti flokks- formanns og utanríkisráðherra til þess að geta einbeitt sér að forseta- kosningunum. Sammála um Evrópu Hvað varðar afstöðu Finna til samstarfs við ' Vestur-Evrópu og einkum til aðildar að Evrópubanda- laginu eru þau Martti Ahtisaari og Elisabeth Rehn tiltölulega sam- mála. Þau vilja bæði EB-aðild og útiloka hvorugt samstarf við Vest- ur-Evrópubandalagið (VES) eða jafnvel NATO eftir að Finnar hafi gengið í EB. Það sem hingað til hefur verið sagt um lokaumferð kosningarbar- áttunnar bendir til þess að hún verði nokkuð hörð en líklega málefnaleg. Rehn verður að höfða til hinna borg- aralegu flokka, þ.e. til fylgismanna þeirra Ilaskivis og Váyrynens. Hún segist sjálf ekki telja þetta sérlega vandasamt þar sem hún varð allt frá upphafi að fá stuðning fólks sem kýs ekki Sænska þjóðarflokkinn. Það sem getur reynst erfiðast er að ná fylgi þeirra sem kusu Váyryn- en í fyrri umferðinni. Miðflokks- menn eru flestir bændur í uppsveit- um og íhaldssamir. Þeir eru einnig mjög andvígir aðild Finna að EB. Þess vegna er líklegt að hluti þeirra sitji heima þegar kosið verður milli Rehns og Ahtisaaris. Þeir vilji hvorki kjósa sósíalista né sænsku- mælandi borgarkonu frá Suður- Finnlandi. Ahtisaari fékk í fyrri umferð mest fylgi hjá stuðningsmönnum jafnaðarmanna. Þannig verður hann að breyta til í því skyni að höfða til fleiri en kjósenda jafnaðar- manna. Hann getur meðal annars reynt að ná fylgi með því að gagn- rýna ríkisstjórnina og þar með Rehn. Núverandi ríkisstjórn hefur traustan meirihluta á þingi en er talin mjög óvinsæl meðal lands- manna. Álending- ar fagna árangri Rehn Maríuhöfn. Frá Erni Guðmundssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÁLENDINGAR fögnuðu vel- gengni Elisabeth Rehn í fyrri umferð finnsku forsetakosn- inganna en kosið verður milli hennar og Martti Ahtisaari í seinni umferðinni eftir þijár vikur, 6. febrúar. Rehn hlaut 79,1% atkvæða Álendinga eða hlutfallslega miklu meira fylgi en í nokkru öðru kjördæmi. Hlutfallslega kom höfuðstaðurinn Helsinki næst þar sem hún hlaut 31% atkvæða. Eyjaskeggjar voru mjög ákveðnir í stuðningi við Rehn þó svo þeir byggjust ekki við að hún tæki þátt í seinni um- ferðinni en þar til nokkrum dögum fyrir kosningar sýndu skoðanakannanir að þrír fram- bjóðendur hefðu meira fylgi en hún. Eldri kona sagði til dæmis við fréttaritara að hún ætlaði bara að kjósa í fyrri umferðinni en þar sem Rehn kæmist vart áfram myndi hún ekki ómaka sig við að kjósa í seinni umferð- inni, sig varðaði ekkert hver þá yrði fyrir valinu. Fréttaskýrendur á Álands- eyjum segja ástæðu fylgis hennar þá hversu vel hún komst frá kosningabaráttunni, við- tölum og kappræðum, auk þess sem það hafi komið henni til góða að vera eini kvenfram- bjóðandinn. Kvartað undan finnsk- um félagasamtökum Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSNESKA sendiráðið í Finnlandi hefur lagt inn formlega fyrirspurn hjá finnska utanríkisráðuneytinu varðandi starfsemi tveggja finnskra félagasamtaka. Vilja Rússar fá útkljáð hvort þessi samtök séu starfandi á móti ákvæðum í friðarsamningi þjóðanna frá árinu 1947, sem bannar starfsemi hægri öfgasam- taka og samtaka í opinní andstöðu við Sovétríkin. Finnska utanríkisráðuneytið hefur að sögn ekki tekið afstöðu til starf- semi samtakanna sem nefnast IKL og „Félagið Stór-Finnland“. I lögum félaganna sé ekkert áminningarvert. Það liggur hins vegar í augum uppi að samtökin séu stofnuð að fyr- irmynd frá fjórða áratugnum. Þá var starfandi flokkur sem notaði skamm- stöfunina IKL og taldist finnskt af- brigði af þeirri þjóðernissinnuðu hreyfingu sem var kennd við nazista og fasista. Heitið „Stór-Finnland“ var notað á millistríðsárunum og í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Það táknaði hugsanlega útbreiðslu B'innlands til allra þeirra svæða í Rússlandi þar sem finnska eða finnskættuð mál væru töluð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.