Morgunblaðið - 23.01.1994, Síða 4
4 FRETTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
ERLENT
INNLENT
Hagkaup
vann „skinku-
málið“
HÆSTIRÉTTUR komst að þeirri
niðurstöðu á fimmtudag að land-
búnaðarráðherra og fjármálaráð-
herra hafi verið óheimilt að koma
í veg fyrir að Hagkaup fengi að
flytja inn til landsins rúmlega 1
tonn af soðinni skinku og 1,5 tonn
af hamborgarhrygg í september.
Enn er þó deilt um hvort innflutn-
ingur landbúnaðarafurða sé heim-
ill undir ákveðnum kringumstæð-
um.
Verðstöður
SEÐLABANKINN gerir ráð fyrir
því að miðað við óbreyttar for-
sendur hækki lánskjaravísitalan
aðeins um 0,33% næstu 12 mán-
uði. Gangi það eftir þýðir það að
nánast engin verðbólga verður á
árinu á mælikvarða lánskjaravísi-
tölu; að verðstöður ríki. Bankinn
spáir raunar að lánskjaravísitalan
verði óbreytt næstu fjóra mánuði.
Máni ÍS fórst
EINN maður fórst og tveir björ-
guðust þegar Máni ÍS 54, 36 lesta
eikarbátur, sökk 11 sjómflur vest-
ur af Barða rétt eftir hádegi á
fimmtudag. Á bátnum voru þrír
menn og komust þeir allir í gúm-
björgunarbát. Einn skipverja var
látinn þegar skipbrotsmennimir
fundust rúmum fimm klukku-
stundum síðar.
ERLENT
Jarðskjálftar
í Kaliforníu
ÖFLUGIR jarðskjálftar urðu í
Suður-Kaliforníu á mánudag og
er vitað um meira en 50 dauðs-
föll af völdum þeirra. Upptökin
vom í San Fernando-dalnum,
norðaustur af Los Angeles.
Skjálftamir voru hinir mestu í
Kalifomíu í rúma tvo áratugi,
styrkleikinn var 6,6 stig á Richter-
kvarða. Lýst var yfir neyðar-
ástandi og eignatjón er gífurlegt,
metið á milljarða Bandaríkjadoll-
ara. Hefur Bill Clinton Banda-
rílqaforseti heitið aðstoð alríkis-
stjómarinnar í Washington. Víða
kviknuðu eldar er gasleiðslur fóru
í sundur og loguðu hundruð húsa
á mánudagskvöld en hamfarimar
hófust aðfaranótt mánudags þeg-
ar flestir voru í fastasvefni. Fjöldi
minni eftirskjálfta fylgdi í kjölfar-
ið. Síðar í vikunni fórust tugir
manna í Mið- og Austurríkjunum
vegna fimbulkulda.
Rehn
Rehn á sigurbraut
ELISABETH Rehn, vamarmála-
ráðherra Finnlands, varð önnur í
fyrri umferð finnsku forsetakosn-
inganna og mun því keppa um
embættið við Martti Ahtisaari,
frambjóðanda jafnaðarmanna,
eftir tvær vikur. Skoðanakannanir
benda til þess að Rehn sigri auð-
veldlega en hún er í Sænska þjóð-
arflokknum sem að jafnaði fær
Vextir lækkuðu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
gagnrýndi viðskiptabankana sl.
sunnudag fyrir að hafa látið und-
ir höfuð leggjast að lækka óverð-
tryggða vexti til samræmis við
verðlagsþróun. Sighvatur Björg-
vinsson viðskiptaráðherra kallaði
bankastjórana á sinn fund í kjöl-
farið og í vikunni var tilkynnt um
lækkun vaxta á óverðtryggðum
lánum. Búnaðarbankinn iækkaði
um 1,5-2 prósentustig, sparisjóð-
irnir um 0,5-1%, íslandsbanki um
1,2-2% og Landsbanki um 1-2%.
Atvinnuleysi
RÚMLEGA átta þúsund manns,
nær jafn margir karlar og konur,
voru að meðaltali atvinnulausir í
desembermánuði eða um tvö þús-
und fleiri en í nóvember og einnig
um tvö þúsund fleiri en í desem-
ber í fyrra. Þetta jafngildir því
að atvinnuleyfi hafi verið 6,3% af
mannafla á vinnumarkaði. At-
vinnuleysi hefur ekki áður verið
jafnmikið.
100 útköll slökkviliðs
TIMBURHÚS við Skólavörðustíg
eyðilagðist í eldi á miðvikudags-
morgun. Þetta var fjórði bruninn
á útkallssvæði Slökkviðliðs
Reykjavíkur á fimm dögum, en
daginn áður drápust 3.000 varp-
hænur þegar kviknaði í hænsna-
húsi að Grímsstöðum í Kjós. Á
miðvikudag voru útköll slökkvil-
iðsins orðin 97 en í meðalári er
slökkvilðið kallað út 800-900
sinnum.
aðeins 5-6% atkvæða. Báðir fram-
bjóðendur styðja eindregið inn-
göngu Finnlands í Evrópubanda-
lagið.
Stjórnarkreppa í Rússlandi
TVEIR af helstu frammámönnum
róttækra umbótasinna í ríkis-
stjóm Rússlands, þeir Jegor
Gajdar efnahagsmálaráðherra og
Borís Fjodorov fjármálaráð-
herra, höfnuðu báðir í vikunni að
taka sæti í nýrri stjórn Viktors
Tsjernómýrdíns forsætisráð-
herrasem skipuð var á fímmtu-
dag. Ástæðan var óánægja þeirra
með áhrif afturhalds- og miðju-
manna í stjóminni en Tsjernó-
mýrdín sagði á fimmtudag að
umbótum yrði haldið áfram þótt
tímabili „markaðs-rómantíkur"
væri lokið. Gengi rúblunnar féll
hratt vegna kreppunnar, margir
óttast óðaverðbólgu og stjórn-
málaskýrendur spá aukinni óvissu
í rússneskum stjórnmálum.
Kravtsjúk
Ólga vegna Krím-kosninga
FYRRI umferð forsetakosninga á
Krímskaga fór fram fyrir rúmri
viku og hlaut frambjóðandi sem
vill sameina héraðið Rússlandi
flest atkvæði en mdrihluti íbú-
anna er rússneskur. Á hinn bóginn
hefur Krím heyrt undir Úkraínu
í 40 ár og forseti Úkraínu, Leo-
níd Kravtsjúk, sagði að kosning-
amar væru ólöglegar. Bækistöðv-
ar Svartahafsflota Sovétríkjanna
gömlu, sem verið hefur þrætuepli
Rússa og Úkraínumanna, eru í
Sevastopol á Krímskaga.
Umönnun danskra sjúklinga fer eftir aldri þeirra
Yfírlæknar segja niður-
skurð vera ástæðuna
w* * * » iteuu.-r
Lemn a haugana
SJÖTÍU ár voru liðin frá dauða Vladímírs Ilíjítsj Leníns á föstudag. Nokkur hundruð kommúnista fóru að
grafhýsi hans við Rauða torgið og lögðu þar blóm og kransa. Aðrir óku styttum af honum á ruslahauga
en þannig fór m.a. fyrir styttubrotunum sem Olga Grankína starfsmaður Lenínsafnsins krýpur hér við.
Safninú hefur verið lokað og verður það aðsetur héraðsþings Moskvu sem kemur saman síðar í mánuðinum.
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMTÖK eldri borgara í Danmörku hafa vakið athygli á að flest sjúkra-
hús mismuni heilablóðfallssjúklingum eftir aldri. Sjúklingar eldri en
65-70 fái ekki endurhæfingu, þó að rannsóknir sýni að aldurinn skipti
ekki máli hvað árangur hennar snerti. Yfirlæknar á nokkrum sjúkrahús-
um hafa viðurkennt að þetta sé vinnuregla, sem komi til af pláss- og
aðstöðuleysi vegna niðurskurðar. Torben Lund heilbrigðisráðherra
segir þessa reglu fyrir neðan allar hellur og fáránlegt sé að láta aldur
ráða meðferð.
Samtök eldri borgara hafa vakið
athygli heilbrigðisráðherra á þeim
sið sjúkrahúsanna að velja sjúklinga
í endurhæfíngu í stað þess að gefa
öllum kost á henni. Um er að ræða
sjúklinga, sem lagðir eru inn vegna
heilablæðingar eða blóðtappa í heila.
Eftir að hafa spurst fyrir á dönskum
sjúkrahúsum hefur komið í Ijós að
öll nema eitt velja á milli sjúklinga
í endurhæfingu, því endurhæfingar-
deildimar anni ekki öllum. Þá er
brugðið á það ráð að miða við aldur
og miða sum þeirra við 65 ár en
önnur við 70 ár. Öllum sjúklingum
er hins vegar boðið upp á bráðameð-
ferð og gjörgæslu strax í upphafi.
Eftirstöðvamar geta verið ýmiss
konar lömun og talerfiðleikar, en ef
sjúklingamir em settir í góða endur-
hæfingu sem fyrst eiga þeir góða
möguleika á að ná sér vel.
Sjúkrahúsin bera við aðstöðuskorti
vegna niðurskurðar, en á eina sjúkra-
húsinu, sem býður öllum upp á end-
urhæfingu, hefur skipulaginu verið
breytt og þar með hefur gefist svig-
rúm til að taka alla í endurhæfingu.
Yfirlæknirinn segir að þetta kosti
sjukrahúsið ekkert aukalega, því
nýtt sé rými á öðmm deildum og
eins styttist legutími hvers sjúklings
um þriðjung eða meira. í fréttum
danska útvarpsins í gær var rætt við
yfirlækna á nokkmm sjúkrahúsum
og þeir játuðu að um mismunun
væri að ræða, en jafnframt sæju
þeir sér ekki aðra leið færa. Lækn-
amir segja að engir sjúklingar látist
vegna þessa, en samtök eldri borgara
áætla hins vegar að um 800-1.000
sjúklingar látist árlega, af því þeir
hafi ekki verið í endurhæfingu.
Hagfræðinámskeið?
Þessi ráðstöfun sjúkrahúsanna
kann að spara þeim sjálfum útgjöld,
en er þjóðfélaginu óhemju dýr, þar
sem heilablóðfallssjúklingar, sem
ekki em endurhæfðir, þurfa mjög
mikla umönnun, sem ýmist fer fram
heima fyrir og þá oft með aðstoð
heimahjúkmnarfólks, eða á legu-
deildum elliheimilanna. Einn þing-
manna Vinstriflokksins hefur stung-
ið upp á að læknar verði látnir sækja
námskeið í þjóðhagfræði til að opna
augu þeirra fyrir hvaða áhrif aðgerð-
ir þeirra geti haft á þjóðfélagið í
heild. Torben Lund hefur krafist
skýringar frá sjúkrahúsunum.
Sjón barna og unglinga í Japan hefur aldrei mælst verri
Grunurinn beinist að of-
notkun á tölvuleikjum
London. The Daily Telegraph.
HUGSANLEGT er, að tölvuleikir séu farnir að hafa veruleg áhrif á
sjón margra unglinga. Eru þær ályktanir dregnar af rannsókn, sem
fram fór í Japan, en niðurstöður hennar voru, að sjón ungs fólks þar
í landi er verri nú en áður hefur mælst. Að visu eru engar sannanir
fyrir því, að tölvuleikirnir séu sökudólgurinn en margir telja, að skýr-
ingin geti ekki verið önnur.
Við sjónpróf í Japan em ungling-
amir látnir standa í sex metra fjar-
lægð frá prófspjaldinu og þeir, sem
sjá táknin vel gleraugnalaust, fá ein-
kunnina einn en þeir, sem sjá aðeins
skýrt í þriggja metra fjarlægð, fá
einkunnina hálfan. í síðustu könnun
vom 1,25 milljónir bama og unglinga
sjónprófaðar og kom þá í ljós, að 60%
miðskólanemenda, á aldrinum 15 til
18 ára, vom undir einum í einkunn.
Þriðjungurinn var undir 0,3, sem er
„mjög slæmt“, en aðeins fjórðungur
1983.
Þróunin í takt við tölvurnar
Á þessum tíma frá 1983 hefur
fiöldi nemenda á aldrinum 12 til 15
ára með mjög slæma sjón aukist úr
13,4% í 20,4%. Á aldrinum sex til
tólf ára jókst fjöldinn úr þremur í
fimm prósent. Embættismaður í jap-
anska menntamálaráðuneytinu segir,
að sjónheilbrigði japanskra unglinga
hafi mælst lítil 1980, skömmu eftir
að leikjakassarnir komu á markað,
en batnað síðan fram til miðs áratug-
arins. Þá fór henni aftur að hraka
og það var einmitt þá, sem leikjatölv-
ur, sem tengdar eru við sjónvarp,
urðu vinsælar.
Eins og fyrr segir er engin bein
sönnun fyrir skemum áhrifum tölvu-
leikja á sjón bama og unglinga og
verið getur, að tölvuleikirnir séu ekk-
ert óhollari en sjónvarpið yfirleitt.
Um það er þó ekki deilt, að þeir
hafa stóraukið sjónvarpsgláp ungl-
inga.
Perry eftirmaður Aspins?
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræddi í gær við Williatn Perry,
aðstoðarvarnarmálaráðherra, í Hvíta húsinu en forsetinn reynir
nú að finna hæfan eftirmann Les Aspins sem varð að víkja úr
embætti varnarmálaráðherra fyrir skemmstu.
Clinton tilnefndi fyrst Bobby Ray
Inman aðmírál en hann hætti við
vegna þess sem hann kallaði sam-
særi repúblikana gegn sér. Að sögn
Washington Post er ekki víst að
Perry hreppi embættið,. Talið er
að Clinton hafi einnig augastað á
iðnjöfrinum Norman Augustine.
Sam Nunn öldungadeildarþingmað-
ur er sagður hafa hafnað stöðunni.