Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.01.1994, Qupperneq 10
ISLANDS Hafsteinn Hafsteinsson hri. er forstjóri Landhelgisgæslunnar. Morgunblaðið/Þorkell eftir Guðna Einarsson Á HÁTÍÐARSTUNDUM er haft við orð að föðurland vort hálft sé hafið. Land- helgisgæslan (LHG) gegnir því mikilvæga hlutverki að sinna eftirliti og björgunar- störfum á þeim hluta föður- landsins sem til úthafsins heyrir. Þrátt fyrir hið mik- ilvæga hlutverk virðist þessi stofnun frekar hafa átt undir högg að sækja hin síðari ár. Fjárframlög hafa verið skorin niður og tækjakostur er óðum að úreldast. Bæði sjómenn og starfsmenn stofnunarinnar hafa verið einróma um þörf fyrir nýja björgunarþyrlu og innan gæslunnar tala menn um brýna þörf á end- urnýjun varðskipaflotans. Hafsteinn Hafsteinsson hrl. tók við starfi for- stjóra Landhelgis- 'gæslunnar hinn 1. september síðastlið- inn. Hann hefur áður starfað hjá stofnun- inni, bæði sem lögfræðingur og blaðafuiltrúi á átakatímum, meðai annars þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur. Þegar Hafsteinn kom að stefnun- inni eftir um 20 ára fjarveru og sett- ist í forstjórastólinn þótti honum sem víða mætti taka til hendinni. Sú til- tekt snýr fyrst og fremst að þeim starfsskilyrðum sem stofnuninni eru búin í þjóðfélaginu. Frá því þorska- stríð voru til lykta leidd hefur bæði starfsmönnum og varðskipum fækk- að. Ekki hefur verið samið um smíði á varðskipi fyrir LHG frá því Haf- steinn vann þar fyrir 20 árum. Yngsta varðskipið_ Týr er orðið 18 ára og það elsta, Óðinn, fyllir 34 ár á þessu ári. Auk varðskipanna er í flotanum nýlegur sjómælingabátur, Baldur. í flugflotanum eru tvær þyrlur, 5 manna og 7 manna, og Fokker flugvél. Ný eða notuð þyrla Flest bendir til þess að næsta við- bót í tækjaflota Landhelgisgæslunn- ar verði stór björgunarþyrla. Um þyrlukaupin hafa verið skipaðar nefndir af hálfu hins opinbera og sjómenn og ýmis samtök hafa sent bænaskjöl og áskoranir þar að lút- andi. Síðasta þyrlukaupanefnd hefur skilað áliti og málið liggur á borði ráðherra. „Það hafa ýmsir aðilar Iýst áhuga á að selja Landhelgis- gæslunni notaðar þyrlur," segir Haf- steinn. „Ég legg ríka áherslu á að það yerði keypt ný þyrla sem uppfyll- ir kröfur okkar um burðargetu og langdrægni og að hún verði búin sem bestum tækjum og afísíngarbúnaði. Það er engin ástæða til að ýta þessu máli lengur á undan sér og komið að því að taka ákvörðun um kaupin. Ég átti von.á að slík ákvörðun yrði tekin um síðust áramót, en sennilega hafa umræður um varnarliðið tafið ákvarðanatöku." Landhelgisgæsian hefur mótaða skoðun á því hvaða kostum stór björgunarþyrla þarf að vera búin og fundnar hafa verið tegundir sem uppfylla þær kröfur. Þyrlukaupa- nefnd hefur lagt til að keypt verði 11 ára gömul Super Puma þyrla fyrir um 625 milljónir frá sama framleiðanda og smíðaði núverandi þyrlur LHG. Hafsteinn telur að óskynsamlegt sé að kaupa gamla þyrlu til björgunarstarfa. „Þótt mikill tími hafi farið í nefnd- arstörf og talsverðum fjármunum eytt í því sambandi veit ég ekki til þess að neinn úr nefndinni eða af starfsmönnum Landhelgisgæslunn- ar hafi séð þessa notuðu þyrlu,“ segir Hafsteinn. ,7TOér var sagt að ný þyrla af sömu tegund væri 250 til 300 milljónum dýrari, en mér hefur tekist að koma þeim verðmun niður í 170 milljónir. Mér finnst ekkert áhorfsmál hvort sé skynsam- legra. Þessa þyrlu þarf væntanlega að endurnýja og það er ljóst að þá fæst þessi verðmunur til baka og vel það. Auk þess er nýtt alltaf nýtt og mér er til efs að aðrar þjóðir séu að leita að gömlum notuðum tækjum til að sinna gæslu- og björgunar- störfum." Afgreiðslutími nýrrar þyrlu af þessari gerð eru 14 mánuðir. Viðræður um framtíð varnarliðs- ins hafa farið fram og fyrirliggjandi að björgunarsveit varnarliðsins verð- ur staðsett hér á landi enn um sinn. Dregur nærvera varnarliðsþyrln- anna á einhvern hátt úr nauðsyn þess að LHG fái nýja björgunar- þyrlu? „Nei, það tel ég ekki. Við höfum átt mjög gott samstarf við varnarlið- ið og ég vona að svo verði áfram. Þyrlusveitin á Keflavíkurflugvelli hefur iðulega æft með áhöfnum varðskipanna og ég tel það af hinu góða.“ Til umræðu hefur verið nán- ara samstarf íslendinga og björgun- arsveitarinnar í Keflavík, en Haf- steinn segir að á þessu stigi málsins liggi ekkert fyrir um hvernig þau mál þróast. Nú varð nýlega sjóslys í Vöðlavík og þyrla Landhelgisgæslunnar varð frá að hverfa, en þyrlusveit varnar- liðsins komst austur. Hvers vegna varð íslenska þyrlan að snúa við? „Veðrið var henni ofviða þegar komið var austur fyrir Þjórsá, þyrl- una skorti afl og þyngd og hún var eins og Iaufblað í vindi.“ Hefði stærri þyrla gert gæfumun- inn? „Já, þyrla búin þeim kostum sem við höfum gert kröfu um hefði flogið austur í einum áfanga, bjarg- að mönnunum og getað farið með þá hvert sem er á Austurlandi. Ef björgunin á slysstað hefði ekki tekið nema 30 mínútur hefði hún komist aftur til Reykjavíkur með mennina. Það er ljóst að Landhelgisgæslan þarf að fá stóra og öfluga björgunar- Landhelgisgæslan annast löggæslu innan fiskveióilögsögunnar auk þess að sinna björgunarstörfum og öryggisþjónustu ó sjó og landi. Tækjabúnaður stof nunarinnar þarfn- ast endurnýjunar og í undirbúningi eru ýmsar breytingar ó innri starfsháttum þyrlu ef hún á að gegna því hlut- verki sem henni er ætlað." Nú eru tvær þyrlur í eigu LHG og telur Hafsteinn líklegast að stærri þyrlan, TF-SIF, verði seld þegar stór björgunarþyrla kemur. Hann segir að vissulega yrði góður kostur að geta haft Dolphin þyrluna áfram, því stór þyrla sé talsvert dýrari í rekstri en miðlungsstór. Heyrst hafa raddir um nauðsyn þess að staðsetja björgunarþyrlu úti á landi en Haf- steinn telur ólíklegt að svo verði í bráð. Bæði yrði það kostnaðarsamt, því hverri þyrlu fylgir áhöfn, og svo yrði líklega umdeilt hvar slík þyrla ætti að vera staðsett. Fjárveitingar til LHG hafa dregist saman frá því vegur stofnunarinnar var sem mestur. Á þessu ári fær LHG tæpar 606 milljónir á fjárlög- um. Til samanburðar er kostnaður við eldsneyti, olíur og varahluti Super Puma þyrlu á einu ári, miðað við 400 flugstundir, áætlaður rúm- lega 50 milljónir króna. Samsvar- andi rekstur Dolphin þyrlunnar kost- ar rúmar 29 milljónir á ári. Mun rekstur stórrar björgunarþyrlu ekki koma niður á öðrum rekstrarþáttum, til dæmis útgerð varðskipanna? „Nei, hún má ekki hafa áhrif á aðra rekstrarþætti Landhelgisgæsl- unnar. Það er ekki hægt að komast af með minni rekstur í sambandi við skipin en nú. er. Varðskipunum þremur er nú haldið úti um 30 mán- uði á ári. Þannig getum við verið með þrjú skip á sjó yfir erfiðustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.