Morgunblaðið - 23.01.1994, Page 11

Morgunblaðið - 23.01.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 11 Aerosp. Super Puma — Notuð — Bell — Notuð — Aerosp. Dolphin Aerosp. Super Puma - Ný - AS 332L1 214 ST TF-SIF AS-332L1 kr. kr. kr. kr. Áætlað kaupverð (án afísingarbún.) 625.000.000 560.000.000 210.000.000 795.000.000 Rekstur miðað við fiugst. á ári, kr./klst.: Eldsneyti og olíur 16.000 13.000 9.000 16.000 Varahlutir 109.696 . 79.948 64.000 109.696 Eldsneyti og varahlutir alls 125.696 92.948 73.000 125.696 Eldsneyti, olíur og varahlutir: á ári (400 flugstundir) 50.278.400 37.179.200 29.200.000 50.278.400 Húftrygging 4,22% 26.375.000 23.632.000 8.862.000 33.549.000 vextir 7% 43.750.000 39.200.000 14.700.000 55.650.000 Alls kr. 120.403.400 100.011.200 52.762.000 139.477.400 Afísingarbúnaður í nýja eða notaða AS- 332L1 er áætlaður kr. 50.000.000. Samanburður á reksturskostnaði nýrra og notaðra björgunarþyrlna, sem LHG hefur borist tilboð um, og núverandi björgunarþyrlu TF-SIF. mánuðina, annars eru þau yfirleitt tvö í gangi.“ Nýtt varðskip tímabært Erlendum fiski- skipum hefur fækk- að mjög á íslandsm- iðum frá því fiskveiði- lögsagan var færð út í 200 mílur. Færeyingar hafa hér veiðiheimildir fyrir vissu magni og sama gildir um tvö belgísk skip sem mega veiða hér svo lengi sem þeim er haldið til veiða. Þær veiði- heimildir verða ekki framseldar til annarra skipa. EES samningurinn opnar einnig fyrir skip EB sem mega veiða hér sem nemur 3000 karfaí- gildistonnum. íslenski flotinn sækir æ lengra, mengunarvarnir verða stærri þáttur og allt kallar þetta á öflugt eftirlit á miðunum. Hvað líður endurnýjun varðskipaflotans? „Ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum á betri skipakosti að halda. Varðskipin eru orðin gömul og kreíjast æ meira viðhalds. Ég hef lagt til að við byggjum nýtt 2500 tonna varðskip. Danir eru ný- búnir að byggja fjögur varðskip sem eru 3500 tonn hvert og íslendingar hafa séð þau hér við bryggju. Ég tel að við þurfum ekki jafnstór varð- skip og Danir en talsvert stærri skip en við höfum í dag, bæði til björgun- ar og iöggæslu. Það verður að hafa í huga að þegar önnur skip halda í land vegna veðurs þá þurfa varðskip- in oft að halda til hafs til björgunar- starfa. Ef við miðum við hafsvæðið sem Landhelgisgæslan starfar á og verkefnin þá tel ég að það veiti ekki af þetta stóru skipi.“ Hafsteinn hef- ur lagt til að kannað verði með smíði nýs varðskips hér innanlands til að hleypa lífi í íslenskan skipa- smíðaiðnað. Hann sér ýmsa kosti í því sambandi varðandi samstarf inn- lendra skipasmíðastöðva. Eins væri mögulegt að láta smíða skipið að hluta erlendis og ljúka smíðinni hér innanlands. Aðaiatriðið er þó að Landhelgisgæslan fái nýtt varðskip. Engar kostnaðartölur liggja fyrir, enda málið rétt að komast í um- ræðu, en Hafsteinn telur ekki fjarri lagi að varðskip af þessari stærð með tilheýrandi búnaði geti kostað um 2 milljarða króna. „Þegar ég kom til Landhelgis- gæslunnar og sá skipakostinn fannst mér augljóst að hann þyrfti að end- urnýja. Við verðum að ráðast sem fyrst í þetta og ég vona að ég sjái skipaða nefnd á næstu vikum til að kanna smíði nýs varðskips." Staðsetning LHG Staðsetning Landhelgisgæslunn- ar hefur oft borið á góma og lagt til í nefndaráliti að flytja stofnunina til Keflavíkur. Þegar Hafsteinn starfaði hjá stofnuninni fyrir 20 árum gældi hann við þá hugmynd að Gæslan fengi aðstöðu í Sketjafirði. Þar væri hægt að hafa skipalægi og flugþjón- ustuna á sömu slóðum. Ef reist væri hús fyrir höfuðstöðvarnar í Sketjafirði gæti stofnunin haft til umráða afgirt svæði fyrir starfsem- ina á einum stað. Stendur til að flytja höfuðstöðvar Land- helgisgæslunnar? „Við erum með aðstöðu á þremur stöðum, í höfninni, á flugvellinum og við Seljaveg. Þar höfum við ágætis húsnæði og það hefur verið endurbætt undanfar- ið. Ef það borgar sig fyrir rekstur LHG að fara til Keflavíkur þá kemur það vel til greina. Það hefur bara ekki verið sýnt fram á hagkvæmni þess að flytja stofnunina þangað. Menn mega ekki gleyma því að skipin þurfa full- komna hafnaraðstöðu, höfn sem hægt er að fara um í hvaða veðri sem er. Ég er ekki viss um að Kefla- víkurhöfn uppfylli þau skilyrði. Þessi hugmynd held ég að byggist fyrst og fremst á byggðasjónarmiðum með það í huga að dreifa ríkisfyrir- tækjum um landið. En ég útiloka ekkert.“ Hafsteinn sér ýmislegt sem mælir gegn flutningi LHG út á land, á það ekki síst við um flugþjónustuna. Ef til dæmis flugþjónustan væri á Keflavíkurflugvelli þá þýddi það að flugáhafnirnar yrðu að flytja suður eftir eða gista þar á vöktum og bak- vöktum. Yfirleitt er sjúkraflug þyrl- unnar í tengslum við Borgarspítal- ann og læknar þaðan í áhöfn. Aukin þjálfun og einkennisföt Starfsmenn Landhelgisgæslunnar gegna löggæslu- og björgunarstörf- um bæði á sjó og landi. Hafsteinn telur ástæðu til að endurskoða þjálf- un starfsmanna með tilliti til þeirra starfa sem þeir gegna. „Það eru gerðar miklar kröfur til Landhelgis- gæslunnar, þar af leiðandi þurfa starfsmenn hennar að vera líkam- lega og andlega undir það búnir að leysa erfið verkefni. Mér finnst mega auka líkamsþjálfun og láta hana taka mið af þjálfun lögreglumanna. Jafnframt þarf að gera hvern starfs- manna öruggari í því sem lýtur að skyndihjálp. A því sviði þarf að fjölga upprifjunarnámskeiðum og viðhafa sífellda endurþjálfun á sviði björgun- arstarfa. Mér finnst starfsmenn hafa tekið mjög vel í þessar hugmyndir og þeir fúsir til að leggja ýmislegt á sig í því sambandi." í jólablaði Gæslutíðinda, frétta- blaðs Landhelgisgæslunnar, er grein eftir Hafstein þar sem meðal annars er Ijallað um einkennisklæðnað og framkomu starfsmanna Gæslunnar. Er forstjórinn að boða heraga í stofnuninni? „Nei, það stendur ekki til að Land- helgisgæslan fái hernaðarlegt yfir- bragð, það er alls ekki meiningin. En menn verða að átta sig á því að notkun einkennisfatnaðar fylgja ýmsir siðir sem rétt er að hver starfs- maður þekki. í dag eru ýmsar útgáf- ur af einkennisfatnaði í notkun innan stofnunarinnar, en ekki nógu skýrar reglur um notkun hans. Þannig eru menn jafnvel á sama stað og tíma í tveimur til þremur ólíkum útgáfunt af einkennisfötum. Þetta þarf að samræma. Einkennisfötin verða að vera þægileg og táknræn, henta sín- um tilgangi. Þetta eru ekki skraut- búningar. Öll kunnátta um notkun einkennisfata leiðir aðeins til meiri hróðurs Landhelgisgæslunnar og eykur á virðingu starfsmanna og það traust sem þeim er sýnt.“ Fylgja þessu að einhvetju leyti hertar kröfur til nýrra starfsmanna? „Ef menn hyggja á frama sem skipstjórnarmenn innan Landhelg- isgæslunnar verða þeir að fara í framhaldsnám í varðskipadeild Stýrimannaskólans, þannig að það eru gerðar til þeirra meiri kröfur en almennra skipstjórnenda. Mér finnst ekki óeðlilegt að undirmenn gangist undir sérstaka þjálfun líkt og ég hef þegar lýst. Ég lít svo á að Landhelg- isgæslan hafi mjög góðu starfsfólki á að skipa og aukin þjálfun yrði því til stuðnings í daglegu starfi." Virðulegt yfirbragð Hafsteinn leggur ríka áherslu á að Landhelgisgæslan hafi það virðu- lega yfirbragð sem henni ber. Hann minnist á að hressa þurfi upp á ímynd stofnunarinnar í fleiru en lýt- ur að einkennisbúningum. Hann vill endurnýja merki Landhelgisgæsl- unnar og hafa þar landvættina í fyrirrúmi, enda gegndu þeir einskon- ar landhelgisgæslu. Þá hefur hann hugsað sér að breyta útliti höfuð- stöðvanna við Seljaveg þannig að þær einkennist meira af hlutverki Landhelgisgæslunnar en nú er. Eins er hugmyndin að kynna starfsemi Landhelgisgæslunnar með nýjum hætti. Næsta sumar er ætlunin að bjóða ungu fólki að kynnast störfum Landhelgisgæslunnat' og sjó- mennsku af eigin raun með því að vinna um borð í varðskipum tvo til þtjá túra. Þetta verður unnið í sam- vinnu við sveitarfélög og bindur Hafsteinn vonir við að þetta ásamt öðru verði til þess að hefja stofnun- ina til aukins vegs og vit'ðingar. Þegar Hafsteinn hvarf frá starfi blaðafulltrúa og lögfræðings Land- helgisgæslunnar opnaði hann eigin málflutningsstofu og starfaði á þeim vettvangi þar til hann tók við for- stjórastarfinu hjá Landhelgisgæsl- unni. Eru mikil viðbrigði að gerast embættismaður eftir mörg ár í einkarekstri? „Mér líkaði mjög vel að starfa sem hæstaréttarlögmaður og því er ekki að neita að þetta eru talsverð við- brigði. Forstjórastarfið hjá Land- helgisgæslunni er áhugavert og ég vona að ég geti haft hér áhrif til góðs og eflt stofnunina. Ef mér finnst ég ekki geta gert það gagn hér sem ég óska þá get ég alltaf horfið aftur að málflutningsstörf- um.“ Framtíðarmarkmið Hafsteins eru öll á þann veg að gera veg Landhelg- isgæslunnar sem mestan. Hann ber metnað fyrir hennar hönd og starfs- manna, hann lítur einnig svo á að Landhelgisgæslan sé andlit íslands út á við. „Landhelgisgæsla er stolt hverrar þjóðar," segir Hafsteinn. „Ég held að það sé tekið eftir því ef við gerum ekki meiri kröfur en þær að við látuni okkut' nægja göm- ul tæki til endurnýjunar á búnaði stofnunarinnar, eins það að halda úti 34 ára gömlu skipi á erfiðu haf- svæði. Ég held að slíkt þekkist hvergi í heiminum.“ GÖNGUM HREINT TIL VERKS Frestum Korpúlfsstöðum "Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Þess vegna getur Reykjavíkurborg ekki ráðist í endurbyggingu Korpúlfsstaða." Löggæsla aftur til borgarbúa "Það er nauðsynlegt fyrir okkur borgarbúa að yfirstjórn löggæslu verði færð aftur undir borgaryfirvöld frá ríkinu." Niður með skattana "Við verðum að tryggja að flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga leiði til skattalækkunar á einstaklinga en ekki hækkunar." Fellum niður skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæði "Látum ekki söguna frá vinstri meirihlutanum 1978-1982 endurtaka sig þegar hvert fyrirtækið á fætur öðru flúði frá Reykjavík. Á kjörtímabilinu verður að fella niður skatt af skrifstofu- og verslunarhúsnæði í áföngum. " Dagvistunarmál í lag "Borgin getur aldrei leyst dagvistunarmálin án samvinnu við aðra. Við verðum að g ípa til endurskipulagningar með samstarfi borgaryfirvalda, fyrirtækja og einstaklinga." Byrgjum brunninn "Borgin verður að taka frumkvæði og samræma starf opinberra aðila og félagasamtaka í forvörnum gegn ofbeldi og vímuefnum. í þessum efnum verðum við að . standa saman." Aukum áhrif almennings. Borgarfulltrúar eru kjörnir af borgarbúum til að gæta hagsmuna þeirra. Þeir verða að hafa hæfni og þekkingu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir óháð sérhagsmunahópum og án þess að borgarstjórn verði afgreiðslustofnun fyrir embættismannakerfið. VIÐ STYÐIUM GUNNAR IOHANN Anna Kristín Traustadóttir, lögg. endursk., Ásta Möller hjúkrunarfr., lón Steinar Gunnlaugsson hrl., Sveinn H. Skúlason forstöðumaður, Eyþór Arnalds, tónlistarmaður, Þorgrímur Þráinsson, ritstjóri, Ema Finnsdóttir, frú, Hildur Petersen, framkvæmdastjóri, Björn Bjarnason, alþingismaður, Baldvin Tryggvason, sparisj.stjóri, Birgir Ármannsson, laganemi, Guðmundur Steinsson, knattsp.maður, Vala Thoroddsen, frú, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, skáldkona, Ólafur B. Thors, forstjóri, Þorsteinn Davíðsson, form. Heimdallar, Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi ráðherra. Baldvin Einarsson, lögreglum.,Svavar Tryggvason, brunavörður, Karl Valdimarsson, bifreiðastjóri.Guðmundur H. Garðarsson, Sóley Jóhannsdóttir, danskennari,Sólveig Pétursdóttir, alþ.m. STUÐNINGSMENN GUNNARS JÓHANNS BIRGISSONAR Verið velkomin á kosningaskrifstofu Gunnars Jóhanns að Grensásvegi 8, Sími 883244, opið til 22 alla daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.