Morgunblaðið - 23.01.1994, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994
Árásin á skqutadroltningunq Nqncy Kerrigqn hefur beint athyglinni ad helsta
keppinaut hennar, Tonyu Harding, sem lýst hefur verió sem „afsprengi götunnar"
ÍSDROTTNINGANNA
-eftir Urði Gunnarsdóttir
Ekki voru liðnir nema tveir sólar-
hringar frá árásinni, þar til lög-
reglu fóru að berast upplýsingar frá
fólki, sem vissi hver stóð að baki
henni. Reyndist lögreglan hafa leitað
langt yfir skammt, geðveill aðdáandi
skautadrottingarinnar hafði ekki
verið að verki, í ljós kom að lífvörður
Tonyu Harding hafði lagt á ráðin
um árásina. Arásin hafði ekki tilætl-
uð áhrfi; hné Kerringan bólgnaði og
marðist, en hún hefur nú jafnað sig
og mun keppa á Ólympíuleikunum í
Lillehammer í febrúar. Hins vegar
er alls óvíst að árásin á Kerrigan
muni reynast Harding sú lyftistöng
er hún og lífvörðurinn hugðu.
Milljónir i húfi
ÞEIM ÞOKKA og glæsileika, sem einkennir list-
hlaup á skautum, lýkur þegar skautasvellinu
sleppir. Raunar er baráttan utan þess svo hörð
að um líf og dauða getur verið að tefla og það
kom skýrt í Ijós er ráðist var á ókrýnda drottn-
ingu listdans á skautum vestanhafs, Nancy
Kerrigan, fyrr i mánuðinum. Árás, sem í fyrstu
virtist tilefnislaus, reyndist vera verk manna
sem starfa fyrir helsta keppinaut Kerrigan,
Tonyu Harding, og ástæðan; peningar. Þegar
hugað er nánar að aðdraganda árásarinnar kem-
ur í Ijós heimur harðrar baráttu, afbrýði og
græðgi og sérkennilegt samsafn fólks, sem
hefur það eina markmið að sigra.
Adal-
leikararnir
TONYA Harding
þykir kraftmikil
skautakona en
ekki sérlega
þokkafull. Nancy
Kerrigan kemur
hins vegar ekki
síður vel fyrir í
sjónvarpi en á ísn-
um. Lífvörðurinn
Eckhardt hefur
játað að hafa lagt
á ráðin um árás-
Þrátt fyrir fullvissu
Tonyu Harding um
eigið ágæti virðast
mennirnir, sem stóðu
henni næst, fyrrver-
andi eiginmaður og
lífvörður, ekki hafa
treyst því að hún gæti
borið sigurorð af
kepþinaut sínum.
Milljónir dala eru i
húfi, því sigurvegar-
inn fær miklar fjár-
hæðir í sinn hlut og
þeir sem standa hon-
um næst fara ekki
varhluta af gróðanum. Eða svo taldi
lífvörður Harding, Shawn Eckhardt.
Kennararar hans segja greinilegt að
„allmargar blaðsíður" vanti í hann
en Eckhardt sótti námskeið í lög-
fræði fyrir almenning. Að sögn sam-
nemenda Eckhardts taldi hann sig
vera nokkurs konar
James Bond, þrátt
fyrir að hann hafi veg-
ið um 170 kg, og
stærði sig í sífellu sig
af ævintýrum sínum á
erlendri grund. Eng-
inn lagði trúnað á þau.
í desember bauð
hann nokkrum sam-
nemendum sínum fé
fyrir að myrða
ákveðna manneskju
og þegar þeir neituðu
bauð hann þeim fé
fyrir að fótbijóta
hana. Nemendurnir
aftóku það með öllu
en honum tókst engu
að síður að fá tvo
menn, Derrick Smith
og Shane Stant, til að
ráðast á Kerrigan. Stant réðist að
henni á æfingu í Detroit og sló hana
í fótinn með málmbút úr sjónauka
en Smith ók Stant til og frá skauta-
höllinni.
Eckhardt var hinn roggnasti með
árásina og stærði sig af henni við
skólaféiagana, sem vissu ekki hvað
þeir áttu að halda. Segja þeir að
hann hafi fullyrt að fyrrverandi eig-
inmaður Harding, Jeff Gillooly, hafi
átt hugmyndina að árásinni en með
henni hafi hann viljað hækka í áliti
hjá eiginkonunni fyrrverandi. Spilaði
Eekhardt upptöku fyrir einn sam-
nemanda sinn þar sem Gillooly heyr-
ist leggja til að Kerrigan verði drep-
in. Þá segir Eckhardt að Gillooly
hafi lagt á það áherslu að Kerrigan
yrði brotin á^hægri fæti, sem hún
íendir á. Þeim sem sátu laganám-
skeiðið var orðið um og ó og nokkr-
um dögum eftir árásina hafði einn
þeirra samband við lögreglu.
Skautadýr
Tonya Harding og Nancy Kerrigan
eru eins ólíkar og dagur- og nótt.
Kerrigan kemur úr verkamannaíjöl-
skyldu og hefur efnast vel á íþrótt-
inni. Hún hefur helgað sig málefnum
blindra þar sem móðir hennar er blind
og í frístundum leikur hún golf. Kerr-
igan virðist standa fyllilega undir
þeim kröfum sem gerðar eru til
skautadrottninga, hún er ímynd heil-
brigðis, þykir glæsileg kona og hreyf-
ingar hennar á ísnum þokkafullar.
Það sama verður ekki sagt um
Tonyu Harding, kraftmikla skauta-
konu, sem býr ekki yfir sömu fágun
á ísnum og Kerrigan. Harding bætir
það upp með kraftinum en hún var
fyrst bandarískra kvenna til að ná
þrefaldri skrúfu í keppni í listdansi
á skautum. Á síðustu árum hefur
áhuginn þó ekki síður beinst að per-
sónu Hardings og einkalífi, sem þyk-
ir skrautlegt í meira lagi.
Fyrstu viðbrögð hennar við árás-
inni á Nancy Kerrigan þykja dæmi-
gerð fyrir konu sem fyrrum sam-
starfsmenn hafa lýst sem „afsprengi
götunnar“ en verður ef til vill betur
lýst sem „skautadýri". „Ég hefði vilj-
að mala hana sjálf (það er að segja
í keppni),“ sagði Harding. Þegar ljóst
varð að Kerrigan myndi keppa á
Olympíuleikunum þrátt fyrir allt
huggaði Harding sig með því að hún
myndi „taka hana í gegn“ í keppn-
inni. Þegar böndin bárust að lífverði
Harding sagði hún málið allt vera
fáránlega atlögu að sér.
Alit lagt undir
Foreldrar Nancy Kerrigan lögðu
allt undir til að dóttir þeirra næði
árangri. Hún lærði á skauta þegar
hún var sex ára og faðir hennar
vann á tímabili þijú störf til að kosta
þjálfun hennar er Ijóst varð hversu
efnileg hún var. Foreldrar Kerrigan
hafa alltaf fylgt henni; á meðan á
Ólympíuleikunum í Albertvilie stóð
sáu sjónvarpsáhorfendur móður
hennar þrýsta andlitinu að sjónvarps-
skjá til að sjá hreyfingar dótturinnar
en móðirin missti nær alla sjón er
Nancy var smábarn. Kerrigan þykir
frábær á skautum og ekki spillir
fyrir að hún þykir vera glæsileg
kona, sem kemur ekki síður vel fyrir
á sjónvarpsskjánum en á svellinu.
Helsti veikleiki Nancy Kerrigan
er sagður sá að hana skortir andleg-
an styrk. Síðasta ár reyndist henni
erfitt; ekki síst vegna slæms árang-
urs á heimsmeistaramótinu í list-
dansi á skautum. Búist hafði verið
við því að hún sigraði og allt benti
til þess eftir fyrsta daginn. Þá var
eins og botninn færi úr og frammi-
staða hennar það sem eftir var
keppni var afleit. Ástæðan var sögð
sú að hún virtist hafa talið sig vera
að mæta til krýningar, ekki keppni.
Hún tók sig á eftir þessa niðurlæg-
ingu, æfði enn meira en áður og Ieit-
aði til íþróttasálfræðings. Árangur-
inn lofaði góðu, hún sigraði á stór-
móti í október og var talin liklegust
til að keppa fyrir hönd_ Bandaríkj-
anna í Lillehammer. Árásin, sem
setja átti strik í þann reikning, hefur
orðið til þess að almenningsálitið
hefur snúist enn frekar á sveif með
skautadrottningunni Kerrigan.
Erfió aeska
Bandaríkjamenn hafa hins vegar
aldrei fellt sig fyllilega við Harding
í hlutverki skautadrottningar, hún
þykir illa uppalin og strákaleg, enda
eru aðaláhugamál hennar kappakst-
ur, bílaviðgerðir, veiðar og billjard.
Stjúpfaðir hennar segir hana hafa
liðið fyrir þetta og segir að ef hæfi-
leikar Harding hefðu verið lagðir að
jöfnu við þokka Kerrigan væri Hard-
ing án efa taiin fremst bandarískra
kvenna í listhlaupi á skautum.
Tonya Harding átti erfiða æsku.
Hún er dóttir þjónustustúlku og
fimmta eiginmanns hennar, vörubíl-
stjóra í stopulli vinnu, og hefur búið
mestalla ævi í húsvagni. Faðir henn-
ar kenndi henni að veiða, gera upp
gamla bíla og höggva við í eldinn.
Harding þakkar það eldiviðarhögg-
inu hversu vöðvastælt hún er en það
mun vera lykillinn að stökkkrafti
hennar. Hrifningu Hardings á
skautaíþróttinni má rekja aftur til
þess tíma er hún var smástelpa og
sá skautasvell í fyrsta sinn. Hún
lærði að skjóta af hlaupsöguðum
riffli áður en hún hóf nám í lestri
og hún lærði á skautum áður en hún
lærði að skjóta.
Saga Tonyu Harding hefur alla
burði í það að vera öðrum fordæmi;
sígild saga ungrar stúlku sem sigr-
ast á erfiðum aðstæðum og nær af-
burðaárangri. Sú hefur hins vegar
ekki orðið raunin, persónuleiki henn-
ar hefur komið í veg fyrir það. Hún
hefur verið sögð eigingjörn, skapmik-
il og á köflum erfið í umgengni. Þá
hefur hún ekki vílað fyrir sér að fara
fijálslega með staðreyndir til að
vekja á sér athygli. Henni hefur hald-
ist illa á þjálfurum og samband henn-
ar við eiginmanninn, Jeff Gillooly,
er æði skrautlegt.
Þau kynntust þegar hún var
fimmtán ára og hann átján og giftu
sig fimm ánim síðar. Gillooly er sagð-
ur stjómsamur maður. Harding hef-
ur margoft kært hann fyrir ofbeldi
og í tvígang látið setja á hann sam-
skiptabann en hann hefur m.a. hótað
henni að fótbijóta hana og binda þar
með endi á ferilinn. Þau hafa marg-
oft látið hendur skipta og vinir þeirra
fullyrða að hjónakomin hafi jafnvel
gripið til skotvopna. Þess á milli hef-
ur allt fallið i ljúfa löð.
Harding og- Gillooly skildu eftir
þriggja og hálfs árs hjónaband i
ágúst síðastliðunum en tóku á ný
saman í október. Síðastliðinn þriðju-
dag tilkynnti Harding hins vegar að
hún hygðist segja endanlega skiiið
við Gillooly.
Logió til wm morðhótwn?
Ferill Tonyu Harding hefur verið
upp og ofan síðustu ár. Þegar hún
náði þrefaldri skrúfu fyrst banda-
rískra kvenna, fyrir þremur árum,
blasti framtíðin við henni. Hún náði
ekki 'nema þriðja sæti á bandaríska
meistaramótinu 1992 og lenti í fjórða
sæti á Ólympíuleikunum í Albertville
1992. Hún hefur hvað eftir annað
lent í óhöppum í keppni; skautinn
losnað undan skónum, búningur
hennar rifnað, astmi, sem hún hefur
haft frá því í barnæsku, tók sig upp
og í haust kvaðst hún ekki getað
keppt á bandaríska meistaramótinu
þar sem henni hefði borist morðhót-
un. Þrátt fyrir það mætti hún í versl-
unarmiðstöð daginn eftir til að gefa
eiginhandaráritanir og hefur einn af
sakborningunum í árásarmálinu full-
yrt að sagan um morðhótunina sé
uppspuni frá rótum.
Fjármál hafa ekki verið sterkasta
hið Harding. Hún hefur átt í stöðug-
um peningavandræðum síðustu ár
og var nýlega vísað úr leiguhúsnæði
vegna vanskila. Fer hún ekki dult
með þá ósk að eiga næga peninga
eins og ljóst varð er hún sneri til
heimaborgar sinnar, Poitland, í kjöl-
far sigursins á úrtökumótinu fyrir
Ólympíuleikana en þá sagði hún pen-
inga vera sér efst i huga.
Harding er sökuð um að hafa ver-
ið með í ráðum um árásina og hafi
hún komist að æfingaáætlun Kerrig-
ans. Símtöl frá heimili hennar og
Gillooly renna stoðum undir þennan
grun. Þá grunar lögreglu að fé, sem
Harding fékk úthlutað frá Banda-
ríska skautasambandinu, hafi verið
notað til að greiða árásarmönnunum
en þeir fengu rúmar 430.000 krónur
fyrir verknaðinn.
Samkvæmt skoðanakönnun
Newsweek telur 41% Bandaríkja-
manna að Harding hafi að minnsta
kosti vitað af árásinni. Hún neitar
öllum sakargiftum en hætt er við að
málið geti orðið Harding að falli
hvoit sem hún reynist sek eða ekki,
það hefur sett blett á þátttöku
Bandaríkjamanna í Ólympíuleikun-
um. Árásin gæti að endingu kostað
hana ólynipíugull, æruna og frelsið.
Byggt á Newsweek og Reuter.