Morgunblaðið - 23.01.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.1994, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994 Tilboð í Bónus og McDonald's McHamborgari+ McFranskar*+gosdrykkur * Hitill (Venjulegt verð kr. 363.-. Þetta tilboð gildir út februar -94, aðeins fyrir ofangreint og er ekki breytanlegt.) /Y\ iMcDonaid's I * K , Með kassakvittun og tilboðsmiða frá Bónus. VEITINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 býður norrænum vísindamönnum að sækja um styrki vegna norrænnar vísindamenntunar: <• % \ • Vísindaþing • Vinnuhópar • Ferðastyrkir • Stutt dvöl í öðru landi • Samstarf • Norræn þátttaka í vísindanámskeiðum innan Norðurlandanna • Norrænir eða alþjóðlegir gestafyrirlesarar/leiðbeinendur • Skipulagningarfundir • Önnur vísindastarfsemi. \ Fresturinn á einnig við um starfsemi innan norrænna umhverfisrannsóknaverkefnisins. Nánari upplýsingar er aðfinna í upplýsingabæklingi „NorFa Grœnselös forskerutdanning 1994”. Bœklinginn, þar sem einnig er aðfinna umsóknar- eyðublöð, er hægt aðfá ( háskólum, rannsóknastofnunum og vísindaráðum eða á skrifstofum NorFa: NORDISK F ORSKERUTDANNIN GS AKADEMI Póstbox 2714, St. Hanshaugen, N-0131 Ósló. Heimilisfang vegna heimsókna: Stensberggaten 26. Sími: 90 47 22 03 75 20 / Myndsími: 90 47 22 03 75 31 John O’Connor kardínáli. Morgunblaðið/Bar Kanffnáli kemur senn John O'Connor kardínáli af New York er væntanlegur til íslands nk. mióvikudag eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ÍSLENDINGAR eiga von á tignum gesti úr hinum kaþólska kirkjuheimi innan skamms. 26. janúar kemur John Josep O’Connor kardináli frá New York í vináttuheimsókn. Sam- kvæmt upplýsingum séra Jakobs Rolands á skrifstofu kaþólska biskupsins á íslandi kom O’Connor nokkrum sinnum til Kefla- víkur þegar hann var yfirmaður presta bandarískra hersins til þess að hitta að máli presta sem störfuðu þá hjá banda- ríska hernum á íslandi. Einnig kom hann hingað til lands til þess að vígja Alfreð Jolson, núverandi biskup kaþólska safnað- arins á íslandi 6. nóvember árið 1988. „Þá stóð hans ágæti Jolin O’Connor kardínáli aðeins við í fáeinar klukkustundir en hafði á orði að hann vildi gjarnan koma hingað aftur í lengri heimsókn til þess að kynnast betur landinu og hinum kaþólska söfnuði sem þar starfar og sú heimsókn stendur nú fyrir dyrum,“ sagði séra Jakob ennfremur. Kardínálar eru næstæðstu embættismenn róm- versk-kaþólsku kirkj- unnar, útnefndir af páfa. Upp- haflega voru kardínálar prestar við höfuðkirkjuna í Róm. Þeir eru nú 120 og mynda ráð sem hefur frá 1059 kosið páfa úr sínum röðum á lokuðum fundi. Þeir eru nánustu ráðgjafar páfa og búa flestir í Róm. John O’C- onnor kardínáli býr hins vegar í New York en hefur samskipti við Jóhannes Pál II. páfa í hverj- um mánuði. Alfreð_ Jolson biskup kaþól- skra á Islandi sagði í samtali við Morgunblaðið að sem kard- ínáli og erkibiskup New York hafi O’Connor varið mannlegt líf í öllu tilliti. „Hans ágæti John kardínáli O’Connor styður þá sem minna mega sín og talar fyrir friði, trú og réttlæti. Hann tók persónulega áhættu þegar hann fór í sérstaka ferð til Lí- banon til að tala fyrir friði í Miðausturlöndum. Hann ver heilbrigði mannlegs lífs og fjöl- skyldunnar á öllum sviðum og hefur komið á fót heilsugæslu- stöðvum og mörgum skýlum fyrir heimilislausa. Hann hefur boðið Móður Theresíu, systur kærleikans, velkomna til að ann- ast þá sem mest eru afskiptir hér í heimi,“ sagði biskup. Að sögn Jolsons biskups, sem er gamall vinur O’Connor kard- ínála, er kardínálinn maður mjög vel máli farinn og hefur mikla hæfileika til að taka þátt í orð- ræðum og jafnvel deilum án nokkurrar óvildar í garð and- stæðingsins. í þessu sambandi minntist biskupinn á frægt og umdeilt vináttusamband O’Conners við Ed Koch, borgar- stjóra New Yorkborgar. Jolson biskup gat þess ennfremur að O’Connor hafi verið virtur prest- ur og kapellán í sjóhemum og Akademíu sjóhersins. „Þegar O’Connor kardínáli kom hingað er ég tók við embætti sem biskup yfir kaþólsku kirkjunni á íslandi hitti hann marga íslendinga og heillaði menn með persónuleika sínum og predikunum. Nú mun hann tala m.a. um barnakver kaþólsku kirkjunnar, sem nýlega er komið út. Ég lít á heimsókn Johns O’Connors kardínála sem mikinn heiður fyrir hina íslensku kaþólsku kirkju,“ sagði Alferð Jolson biskup að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.